föstudagur, nóvember 17, 2006

 

Týndi bloggarinn

snýr aftur.
Eftir of margra daga fjarveru frá netheiminum og umheiminum, eftir athyglisvert ferðalag inn í iður póstmódernískrar tilveru með tilheyrandi

nefrennsli

og maskarinn minn er búinn - note to self: find a Clinique retailer Saturday, oh come, Saturday!

það er gott að eiga húfu og fóðruð leðurstígvél

það er vont að klemma sig á ísskáp

spjalla við Drífu í símann í staðinn fyrir að læra

í UK þýðir half seven hálf átta 7:30 en ekki 6:30 og nú er það skjalfest svo ég get kannski munað það og mætt á réttum tíma

1,80 pund fyrir overdue bókasafnsbók

prince William virðist vera að fara að gifta sig en enginn veit hvenær

9 klst af heimildavinnu í gær

ammæli hjá Kajsu sænsku

í haustinu með blaut nóvemberlaufin allt um kring

stressaðasti málstofufyrirlestur í sögu veraldar, alas, gleymdi algjörlega að stoppa til að áheyrendur gætu svarað spurningum mínum EN Dr. McCracken hló, hló og sagði: "absolutely brilliant piece of work" svo ég er bara eiginlega stolt

falafel! falafel er gott gott gott

en ég á ekki meiri pickles og set bara sultu á brauðið

ég sakna systur minnar alltaf

degi íslenskrar tungu fagnað með hátíðarhádegisverði mínum og Kríu

bráðum koma jólin

og bráðum kemur Unnur mín í inntökupróf fyrir Royal Collage of Music og ég ætla að hitta hana í Manchester og vera andlegur stuðningur og hún mun gista hjá mér jájájá

gregorískir kirkjusöngvar á miðvikudagstónleikum í the Chapel og einn gestasöngvarinn var örugglega með hárkollu og leit út fyrir að vera að týnast í nótunum og það leið yfir gamla konu

teeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee

aftur powercut, argh! en í þetta sinn varði rafmagnsleysið einungis hálftíma

ísköld, viðbjóðslega hræðilega alltof köld sturta í gærmorgun því heita vatnið var horfið

það er að koma helgi, sem er jákvætt

og ég fékk 1st Class einkunn fyrir Jamesonritgerðarhryllinginn, thank you very much!

Comments:
Ojjj, kaldar sturtur eru það versta í heimi! ég fór of oft í kalda sturtu þegar ég var í Sölden, það var eitthvað krónískt að heitavatninu þar, köld sturta og út í snjóinn, gerist ekki verra! en dagarnir líða og fljótlega verðum við í útilegu í Gamla með tonn af nammi! (vorum við ekki búnar að segja þér frá því;) )
 
Til hamingju með einkunnirnar og kennarakommentin sem virðast lofa góðu. Auk þess er McCracken skemmtilegt nafn. Passaðu þig á stórhættulegum ísskápum!
Verðum í sambandi og góða helgi.
 
Það kemur mér sko engan veginn á óvart að þú sért að tækla þennan skóla! Enda afburðagáfukona. Ég vil samt koma því á framfæri að ég sakna þín, hugsa oft til þín og langar að þú svarir emailinu mínu!

pickles.
 
Mmm ég smakkaði falafel einu sinni í París. Mjög gott!

Mig dreymdi þig í nótt :o)
 
Já, haustið. Ég fór í gönguferð í gær og fann þá út að næstum öll laufin voru fallin af trjánum. Það er ekki hollt að búa svona mitt í miðbænum...fer alveg á mis við náttúruna. En...einhverju verður maður nú að fórna til að vera svona hipp og kúl ;o)
 
Hæ skott/Frá Pabba
Þið Unnur skemmtið ykkur örugglega vel. Veistu að það er verið að plana laufabruað um næstu helgi og svo aftur þegar útilegu fólkið er komið í heim í des.
 
Ah, laufabrauð! Þetta gleður mig ósegjanlega, pabbi :)
Valdís: oh,já!
Björk: sakna þín ævinlega þegar ég fer á kaffihús...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?