föstudagur, desember 01, 2006
"Close the book, man, what's the matter with you, dont' you know you're liberated?"
Þessi vika var ógeð. Ég var ógeð allan tímann og kláraði ógeðslega ritgerð í gærnótt. Í dag hef ég hvorki lesið né skrifað staf - þar til nú, augljóslega.
Annars mæli ég með The Book of Daniel eftir E. L. Doctorow. Hún er falleg, truflandi, sársaukafull, uppáþrengjandi, dónaleg, sorgmædd, ógeðfelld, fyndin, aumkunarverð og skrýtin. Æst bók. Góð bók. Ég held samt ég muni ekkert glugga í hana aftur á næstunni. Og helst aldrei lesa ritgerðina mína. Svo ég vitni aftur í Doctorow sem vitnar í apocryphal version of the Bible (hah, intertextuality, self-referentiality, sjá, the simulacrum sýnir sinn ljóta haus!):
"the words are closed up and sealed till the time of the end"
Ég klæddi mig á mánudaginn og miðvikudaginn. Og svo klukkan 15 í dag þegar var kominn tími til að skreppa í bæinn og kaupa eitthvað að borða. Og uppþvottalög. Hver einasta flaska af uppþvottalegi í eldhúsinu mínu hefur verið tóm í 2 daga. Eiginlega held ég að nágrannar mínir á ganginum hafi bara verið ástandinu fegnir svo þeir þyrftu ekki að vaska upp ...
Þegar ég sat í strætó á leið inn í Newcastle varð mér hugsað til þess hvað Englendingar eru lélegir við að skreyta fyrir jólin. Það er nánast ekkert hús komið með svo mikið sem eina auma gluggaseríu og ég er bara ekki að komast í rétta gírinn. Það eiga að vera alþjóðlegir jólasöngvar á miðvikudaginn hérna á campus en það hljómar eiginlega vara hallærislega með tilliti til þess hvernig menn virðast annars hunsa árstímann. Í dag er 1. des og ég steingleymdi að verða mér út um jóladagatal sem er bara vont. Hins vegar er jóladagatal ríkissjónvarpsins á Íslandi klassískt, Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn, fyrir þá sem ekki vissu, og það má fylgjast með þáttunum á netinu, vei! Kannski ég spari bara eins og pund eða tvö og láti mér það nægja.
Ok, talandi um jólaskreytingar í Englandi. Það versta er auðvitað að inn á milli leynist einn og einn JÓLA-VITFIRRINGUR sem heldur að hann sé Chevy Chase í þarna Christmas Vacation myndinni. Æ, hann þekur húsið sitt í seríum og plastrusli og tekur strauminn af öllu hverfinu, híhí... En já, hér í UK eru búa menn mikið í raðhúsum - þetta eru þröngar íbúðir á kannski þremur hæðum, oft er hver fjölskylda búin að mála framhliðina sína í öðruvísi lit en nágrannarnir en enginn nennir að standa í að flikka upp á bakhliðina . JÓLA-VITFIRRINGARNIR fara gjarnan á milli lágvöruverslana á borð við Tesco og Poundland og kaupa hvert einasta rafmangsskraut sem kemur á tilboði. Svo snúa þeir heim og klína 5 fermetra framhliðina sína alla út í plast- og vírarusli, kveikja á heila klabbinu og fá sér mincemeat. Gott dagsverk. Yuck! Þetta er verra en allt sem ég hef orðið vitni að heima á Fróni, I kid you not.
En nú mun ég horfa Stjörnustrák hlæja að fruntalegu kerlingunni. Og á morgun kemur Unnur og ég verð offline fram á þriðjudag. Já.
Annars mæli ég með The Book of Daniel eftir E. L. Doctorow. Hún er falleg, truflandi, sársaukafull, uppáþrengjandi, dónaleg, sorgmædd, ógeðfelld, fyndin, aumkunarverð og skrýtin. Æst bók. Góð bók. Ég held samt ég muni ekkert glugga í hana aftur á næstunni. Og helst aldrei lesa ritgerðina mína. Svo ég vitni aftur í Doctorow sem vitnar í apocryphal version of the Bible (hah, intertextuality, self-referentiality, sjá, the simulacrum sýnir sinn ljóta haus!):
"the words are closed up and sealed till the time of the end"
Ég klæddi mig á mánudaginn og miðvikudaginn. Og svo klukkan 15 í dag þegar var kominn tími til að skreppa í bæinn og kaupa eitthvað að borða. Og uppþvottalög. Hver einasta flaska af uppþvottalegi í eldhúsinu mínu hefur verið tóm í 2 daga. Eiginlega held ég að nágrannar mínir á ganginum hafi bara verið ástandinu fegnir svo þeir þyrftu ekki að vaska upp ...
Þegar ég sat í strætó á leið inn í Newcastle varð mér hugsað til þess hvað Englendingar eru lélegir við að skreyta fyrir jólin. Það er nánast ekkert hús komið með svo mikið sem eina auma gluggaseríu og ég er bara ekki að komast í rétta gírinn. Það eiga að vera alþjóðlegir jólasöngvar á miðvikudaginn hérna á campus en það hljómar eiginlega vara hallærislega með tilliti til þess hvernig menn virðast annars hunsa árstímann. Í dag er 1. des og ég steingleymdi að verða mér út um jóladagatal sem er bara vont. Hins vegar er jóladagatal ríkissjónvarpsins á Íslandi klassískt, Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn, fyrir þá sem ekki vissu, og það má fylgjast með þáttunum á netinu, vei! Kannski ég spari bara eins og pund eða tvö og láti mér það nægja.
Ok, talandi um jólaskreytingar í Englandi. Það versta er auðvitað að inn á milli leynist einn og einn JÓLA-VITFIRRINGUR sem heldur að hann sé Chevy Chase í þarna Christmas Vacation myndinni. Æ, hann þekur húsið sitt í seríum og plastrusli og tekur strauminn af öllu hverfinu, híhí... En já, hér í UK eru búa menn mikið í raðhúsum - þetta eru þröngar íbúðir á kannski þremur hæðum, oft er hver fjölskylda búin að mála framhliðina sína í öðruvísi lit en nágrannarnir en enginn nennir að standa í að flikka upp á bakhliðina . JÓLA-VITFIRRINGARNIR fara gjarnan á milli lágvöruverslana á borð við Tesco og Poundland og kaupa hvert einasta rafmangsskraut sem kemur á tilboði. Svo snúa þeir heim og klína 5 fermetra framhliðina sína alla út í plast- og vírarusli, kveikja á heila klabbinu og fá sér mincemeat. Gott dagsverk. Yuck! Þetta er verra en allt sem ég hef orðið vitni að heima á Fróni, I kid you not.
En nú mun ég horfa Stjörnustrák hlæja að fruntalegu kerlingunni. Og á morgun kemur Unnur og ég verð offline fram á þriðjudag. Já.
Helga... ananassafi? Aftur?
er búin að vera að ráfa um netið og beyglast inná hinar og þessar síður, ætti að vera að læra undir próf í fjarnáminu ennnn...á morgun segir sá lati;)
Gaman að skoða síður hjá gömlum bekkjarfélögum:) Ein ófrísk og hinn og þessi í útlöndum...
gaman að þessu...
bestu kveðjur,
Helga Hrönn
Kveðjur til Bretanna og þessarar dugmiklu stúdínu sem ritar þessa síðu.
Ingibjörg
Það eru bara 10 dagar þangað til þú kemur heim!!!!!:O)
Get ekki beðið og hlakka þvílikt til að hitta þig;)
<< Home