föstudagur, desember 22, 2006

 

Jólasníkjudýrið

í Kambagerði 1 er ekkert sérstaklega hjálplegur gestur. Í staðinn fyrir að baka, þrífa, pakka, kaupa inn og fleira í ætt við hefðbundinn jólaundirbúning heilbrigðs fólks þá rembist ég við að fæða ömurlega ritgerð.

Eitthvað smáræði af jákvæðari athöfnum hefur þó komist í verk:
- laufabrauðsgerð
- Prison Break-kvöld með Valdísi Ösp
- heimsókn í Bókval
- sojalatte á Te&kaffi
- stúdentsveisla hjá Valdísi Önnu þar sem allt Þverholtsfólkið góða var og svo auðvitað Unnur
- Margrét mín Brynjars og Gísli (í téðri stúdentsveislu)
- val á jólamat fyrir heimilisgrænmetisætuna
- hádegiskaffi með Valdísi Önnu
- afmæliskaffi hjá Tryggva í Hjallalundinum
- ekki ritgerð

En á morgun er Þorláksmessa og þá fer ég í jólafrí fram á 28.
Já.
Og svo mun ég fara í áramótafrí frá og með Gamlársdegi.
Já.

Dagarnir hjá Drífu og fjölskyldunni í Woodend í London voru draumur með jólabókalestri, sörubakstri, jólagjafainnkaupum og jólafataverslun - svo ég er reyndar búin að hafa það býsna gott...

Og á Stansted voru Eyrún og Lalli og við áttum góða stund á Kaffibrennslunni í Rvk meðan beðið var eftir fluginu norður. Og á Reykjavíkurflugvelli voru Egill og Regína með áhyggjur og Þórný Linda á leið heim frá Danmörku.

Ath! Engin yfirvigt!

Mamma mín er að reyna að muna hvert okkar krakkanna þriggja hefur föndrað hvað að af jólajógúrtdósabjöllunum og jólapípuhreinsarajólasveinahreindýrunum sem fylla hér tugi skókassa.

Ég man...

Comments:
Ég ætla rétt að vona að 28. sé meðtalinn í þessu fríi... því þú veist að ég kem að kvöldi 27...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?