sunnudagur, desember 10, 2006

 

Hvaða hvaða

Þullinn Þralli ber hausnum við vegginn - eins og það hjálpi eitthvað við að velja sér ritgerðarefni. Ég spyr bara hvert tíminn fari eiginlega!
Eftirfarandi svarmöguleikar eru í boði:
a) í að drekka kaffi með fólki úr málstofunum mínum
b) í að horfa á jóladagatal Ríkissjónvarpsins
c) í að klippa jólaskraut með fólkinu í blokkinni minni
d) í að lesa dagblöðin og hafa áhyggjur af bresku velferðarkerfi
e) í að ekki þvo þvottinn sinn

Eins og gamall bekkjarfélgi minn sagði gjarnan: nú er maður með skítinn upp á bak...
Ég þarf sem sagt að ákveða um hvað ég vil skrifa, lesa 12 bækur og 7 blaðagreinar og sigta út það sem er nytsamlegt, gera uppkast, skrifa ritgerð, fara yfir ritgerð, lagfæra ritgerð.

Megnið af þessu mun líklega vinnast heima á Akureyri því ég hef bara morgundaginn hérna í Keele, jesúguð! Á þriðjudaginn ætla ég nefnilega í bæinn og ganga frá ýmsum málum og pakka inn nokkrum jólagjöfum og pakka niður dótinu mínu og ekki þvo þvottinn minn því að

á miðvikudaginn fer ég til Drífu í London!

Þar mun ég hjálpa henni að baka smákökur og líka kaupa mér jólakjól og jólaskó. Þvílík neysluhyggja, hahaha! Og ég mun vera glöð og mér verður hlýtt alls staðar. En dagarnir hjá fjölskyldunni í Woodend verða nú ekkert of margir því að

á laugardaginn flýg ég heim til Akureyrar!

Þar mun ég faðma (nánast) alla sem ég elska mest og gera laufabrauð. Og gera ritgerð, uhm.

Hvað get ég sagt, ég er full af fiðrildum og ætti að vera að brasa milljón hluti. Ég hugsaði í 3 klst í nótt sem var klárlega heimskulegt en nú liggur mér þetta á hjarta:
- mig langar í mína eigin íbúð
- mig langar í meira jóga, mig langar í jógacamp
- mig langar að vera með systur minni
- mig langar í ensku jólakökuna sem er óopnuð inni í herberginu mínu
- mig langar í allar bækurnar á austurveggnum í Waterstone's
- mig langar að Unnur komist inn í Royal Collage of Music í Glasgow
- mig langar í úrið hans Benna sem stoppar tímann
- mig langar í avakadó með kvöldmatnum
- mig langar að fólkið sem missti heimili sín óveðrinu í London fái inni
- mig langar í nýja regnhlíf
- mig langar að komast á jólasýninguna í skólanum hans Daniels
- mig langar að allit sem töpuðu pening á Fairpack svindlinu fái endurgreitt
- mig langar að fá vinning í jóladagatali Glitnis
- mig langar í Sunday Times
- mig langar til Austurríkis 2007 að hitta vini mína frá Heidelberg
- mig langar í heimilsfangið hennar Ingrid svo ég geti sent henni jólakort og súkkulaði
- mig langar að Valdís komist inn í hjúkrun í HA
- mig langar í plokkun og litun og klippingu
- mig langar að fólkið í flóðunum í Sómalíu fái drykkjarvatn
- mig langar á jólatónleika í Akureyrarkirkju
- mig langar að dæmdir kynferðisafbrotamenn sitji í gæsluvarðhaldi á áfrýjunartíma
- mig langar í sófann í Kambagerði

En eins og litla gula hænan sagði: sá sem gerir ekki, fær ekki. Svo nú rölti ég í Select&Safe og kaupi mér avakadó. Það verður að duga.

Comments:
Mig langar að allir komi heim og flytji í kjallarann hjá mér. En ég verð að láta mér nægja að koma norður um áramótin.

"This is the best Christmas ever." Manstu Helga, manstu?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?