miðvikudagur, desember 06, 2006
You've got a friend in me
...Some other folks might be
Little bit smarter than I am
Bigger and stronger too
But none of them will ever love you
The way I do
It's me and you, girl.
Þegar ég var smástelpa og stærri stelpa og unglingsstelpa þá hverfðist heimurinn um mig og Unni Helgu. Ég átti hana og hún mig, alltaf. Alltaf vís sessunautur í skólastofunni, á kóræfingum, á skátafundum, í rútuferðum, alltaf eyra á hinum enda símalínunnar, alltaf félagsskapur við íssát á laugardagskvöldum. Og svo gista. Hún skældi í öxlina á mér þegar Skundi dó og ég sat í fanginu á henni þegar við horfðum saman á hryllingsmyndir - og hún lét aldrei undan freistingunni að segja mér að opna augun þó blóðbaðið væri enn í gangi.
Og af því að hún hefur séð mig í mínum versta ham, og látið ljótustu tilhneigingar mínar og ókosti yfir sig ganga án þess að hafna mér eða fordæma, þá veit ég að ég get treyst henni fyrir öllu. Vinur er einhver sem veit af göllum manns en er alveg sama. Vinur tekur þá afstöðu því hann veit hún er gagnkvæm.
sodastream-tækið, öskudagslið, róla á Lundarskóla, Sound of Music hjá LA og endalausar leikuppfærslur í Lundarskóla, Ben&Jerry's, bílskúrsloftið, kjallarbúðin í Ásveginum, stóra rúmið í Kambagerði, Andrew Lloyd Webber, ponyhestarnir og barbie, labba saman í útihlaupum í leikfimi, Disneygeisladiskurinn í ótal rútum, Andrésblöð, fylgja hvor annarri heim og til baka og annan hring, fyrsti kaffibollinn okkar (swiss mokka á Bláu könnunni með hnetusírópi og helling af súkkulaðispænum), teiknimyndasögur, Simon&Garfunkel, rúntarnir á laugardagsnóttum, jájájá
Þvílíkt sem klukkutímarnir okkar saman hérna í UK voru mér ómetanlegir. Lágum bara í leti á laugardagskvöldið eftir dásemdar örbylgjukvöldverð í boði Sainsbury's og sváfum eins lengi og mögulegt var á sunnudeginum. Kíktum svo í búðir í Newcastle og grétum yfir verðlagningunni í Laura Ashley. Fundum óguðlega sætar mini-jólakökur með jólasveinaandlitum úr sykri og mátuðum skó (nema hvað). Markmiðið var að hrista ferðaþreytuna af Unni svo hún væri game í 3 áheyrnarprufum í 3 borgum á 3 dögum.
Ég var nú ekkert lítið stressuð á sunnudagskvöldinu: "guð ef við náum ekki í skólann í Manchester í tæka tíð, ég mun aldrei fyrirgefa mér að hafa ekki tekið fyrri lestina" en ferðalagið gekk eins og í sögu. Vorum mættar allt of snemma en þetta hafðist - 1 down. Þegar við stigum út úr skólanum með spennufallsólgu í maga, eyrum og tám, þá var að sjálfsögðu norðurensk stórborgarrigning alls ráðandi og engin regnhlíf með í för. Banhungraðar ráfuðum við inn á Gamla Apann en þar var enginn matur eftir kl 17:00 - hvað er það? En á Yates fengum við massa máltíð fyrir engan pening og ætluðum aldrei að koma okkur út í rakann, kuldann og myrkrið aftur.
Einstök ratvísi Unnar sannaði sig svo enn og við löbbuðum skakkafallalaust alla leið inn á Manchester Piccadilly lestarstöðina, útkeyrðar en langt á undan áætlun. Sem betur fer því ég þurfti góðar 30 mín í vönduð innkaup á þurrkuðum ávöxtum og hunangsristuðum hnetum og öðrum unaði í The Cranberry. Mín þolinmóða besta vinkona sagði ekki orð heldur keypti sér bara Pepsi Max í W.H. Smith - svona eiga ferðafélagar að vera!
Ég var nú ekki alveg sátt við að láta dömuna frá mér upp í lestina til London á þriðjudagsmorgni en það varð auðvitað úr. Hún átti ógnarlangan dag framundan með prufu á nýjum stað og flugferð yfir til Skotlands en ég, ég varð bara eftir í Staffordshire með fullt af gleði í nefinu.
Nú eru bara 10 dagar eða svo þangað til hjartað í mér hoppar aftur upp í háls þegar við föðmumst jólasnjónum á Akureyri. Elsku líf. Takk fyrir að blessa mig með annarri manneskju sem knúsar mig jafn fast og ég hana.
Little bit smarter than I am
Bigger and stronger too
But none of them will ever love you
The way I do
It's me and you, girl.
Þegar ég var smástelpa og stærri stelpa og unglingsstelpa þá hverfðist heimurinn um mig og Unni Helgu. Ég átti hana og hún mig, alltaf. Alltaf vís sessunautur í skólastofunni, á kóræfingum, á skátafundum, í rútuferðum, alltaf eyra á hinum enda símalínunnar, alltaf félagsskapur við íssát á laugardagskvöldum. Og svo gista. Hún skældi í öxlina á mér þegar Skundi dó og ég sat í fanginu á henni þegar við horfðum saman á hryllingsmyndir - og hún lét aldrei undan freistingunni að segja mér að opna augun þó blóðbaðið væri enn í gangi.
Og af því að hún hefur séð mig í mínum versta ham, og látið ljótustu tilhneigingar mínar og ókosti yfir sig ganga án þess að hafna mér eða fordæma, þá veit ég að ég get treyst henni fyrir öllu. Vinur er einhver sem veit af göllum manns en er alveg sama. Vinur tekur þá afstöðu því hann veit hún er gagnkvæm.
sodastream-tækið, öskudagslið, róla á Lundarskóla, Sound of Music hjá LA og endalausar leikuppfærslur í Lundarskóla, Ben&Jerry's, bílskúrsloftið, kjallarbúðin í Ásveginum, stóra rúmið í Kambagerði, Andrew Lloyd Webber, ponyhestarnir og barbie, labba saman í útihlaupum í leikfimi, Disneygeisladiskurinn í ótal rútum, Andrésblöð, fylgja hvor annarri heim og til baka og annan hring, fyrsti kaffibollinn okkar (swiss mokka á Bláu könnunni með hnetusírópi og helling af súkkulaðispænum), teiknimyndasögur, Simon&Garfunkel, rúntarnir á laugardagsnóttum, jájájá
Þvílíkt sem klukkutímarnir okkar saman hérna í UK voru mér ómetanlegir. Lágum bara í leti á laugardagskvöldið eftir dásemdar örbylgjukvöldverð í boði Sainsbury's og sváfum eins lengi og mögulegt var á sunnudeginum. Kíktum svo í búðir í Newcastle og grétum yfir verðlagningunni í Laura Ashley. Fundum óguðlega sætar mini-jólakökur með jólasveinaandlitum úr sykri og mátuðum skó (nema hvað). Markmiðið var að hrista ferðaþreytuna af Unni svo hún væri game í 3 áheyrnarprufum í 3 borgum á 3 dögum.
Ég var nú ekkert lítið stressuð á sunnudagskvöldinu: "guð ef við náum ekki í skólann í Manchester í tæka tíð, ég mun aldrei fyrirgefa mér að hafa ekki tekið fyrri lestina" en ferðalagið gekk eins og í sögu. Vorum mættar allt of snemma en þetta hafðist - 1 down. Þegar við stigum út úr skólanum með spennufallsólgu í maga, eyrum og tám, þá var að sjálfsögðu norðurensk stórborgarrigning alls ráðandi og engin regnhlíf með í för. Banhungraðar ráfuðum við inn á Gamla Apann en þar var enginn matur eftir kl 17:00 - hvað er það? En á Yates fengum við massa máltíð fyrir engan pening og ætluðum aldrei að koma okkur út í rakann, kuldann og myrkrið aftur.
Einstök ratvísi Unnar sannaði sig svo enn og við löbbuðum skakkafallalaust alla leið inn á Manchester Piccadilly lestarstöðina, útkeyrðar en langt á undan áætlun. Sem betur fer því ég þurfti góðar 30 mín í vönduð innkaup á þurrkuðum ávöxtum og hunangsristuðum hnetum og öðrum unaði í The Cranberry. Mín þolinmóða besta vinkona sagði ekki orð heldur keypti sér bara Pepsi Max í W.H. Smith - svona eiga ferðafélagar að vera!
Ég var nú ekki alveg sátt við að láta dömuna frá mér upp í lestina til London á þriðjudagsmorgni en það varð auðvitað úr. Hún átti ógnarlangan dag framundan með prufu á nýjum stað og flugferð yfir til Skotlands en ég, ég varð bara eftir í Staffordshire með fullt af gleði í nefinu.
Nú eru bara 10 dagar eða svo þangað til hjartað í mér hoppar aftur upp í háls þegar við föðmumst jólasnjónum á Akureyri. Elsku líf. Takk fyrir að blessa mig með annarri manneskju sem knúsar mig jafn fast og ég hana.
En jæja... fricatives bíða mín... sss
Takk fyrir mig og go Unnur!
Lilja
<< Home