fimmtudagur, janúar 25, 2007

 

Dónaskapur

!!!

Í dag hefur verið níðst á mér. Fjórum sinnum.

Fyrst skreiðist ég úr rekkju minni fram á gang til að komast í sturtu og vakna og mæti þá Ellie. Sem hlær og kallar mig óhugnarlegan uppvakning. Sko, ef hún hefði náð að festa blund um fimmleytið í nótt og vaknað á klukkutíma fresti fram til 11 í morgun, þá hefði hún ekki verið mikið fríðari. Og svo þreif ég ekki maskarann af mér í gær/nótt.

Svo fæ ég mér chai tea latte á Le Café. Og það var enginn vökvi í bollanum, bara froða. Ég fer og kvarta eins og menn kvarta í UK, s.s. set upp þjáningarsvip og biðst afsökunar á tilveru minni og heimtufrekju með þessum nytsamlegu inngangsorðum: "Excuse me, hate to bother you but..." Útskýri að ég hafi oft keypt mér chai á kaffihúsum og það sé yfirleitt í vökvaformi. Kaffibarþjónagæsin heldur því fram að það sé alltaf svona, nei, nei, nei! Ég hafði sko séð að það var önnur afgreiðslustelpa sem þurfti að kenna henni handtökin við að blanda drykkinn... Þetta er EKKI þjónusta, kúnninn hefur ALLTAF rétt fyrir sér. Tell me about it, eftir öll árin í Pennanum-Bókval.

Svo kem ég heim og tek eftir því að náttborðslampinn minn er horfinn. Það líður heil mínúta og ég er bara ringluð. Kíki undir rúm. Kíki ofan í náttborðsskúffu. Banka svo hjá Mel og kemst að því að allir lampar í blokkinni hafa verið sendir í tékköpp. Ok, það er kannski lágmarkið að skilja eftir tilkynningu. Eða alla vega hengja hana upp fram á gangi. Mel hafði s.s. farið niður á Accommodation Services og spurst fyrir.

Og ekki nóg með það, heldur var hárteygjan mín eina á lampanum. Og hún er þar enn. Ekki inni í herberginu mínu. Ég vona að það hafi verið lús á henni og dóninn sem ruddist inn í mitt privacy sé núna að drepast úr kláða og pirringi.

Hah.

Comments:
Ooo helga það er svo gott að heyra frá þér!
p.s. ég sakna þín í klessu og svo keypti ég rauðar gallabuxur í dag
 
þetta eru nú meiri dónarnir þarna í útlöndunum! En það er leiðinlegt að hafa ekki heyrt í þér í langan tíma og annað sem er leiðinlegt, er það að það var búið að rífa hausinn af póstkortinu sem þið Inga senduð mér!
 
Helga, ég segi misstu þig! Splæstu í nýja teygju!
 
Leiðinda lampa- og teygjuþjófar eru þetta.
 
Já, þetta eru níðingar, allt saman!
 
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?