miðvikudagur, janúar 31, 2007
Það er lítil systir
á Akureyri og í dag er hún 18 ára.
Einu sinni var þessi litla systir bara yngra systkini, næsta barn í röðinni á eftir mér og á undan því yngsta.
Mér þótti vænt um hana eins og vera bar.
Líka þegar hún var til trafala og best til þess fallin að valda vandræðum.
Svo, dag nokkurn, uppgötvaði ég að ég átti ekki lengur 2 yngri systkini.
Hins vegar bjó núna heima hjá mér þessi manneskja sem skildi mig.
Og ég lærði að treysta henni því við hugsuðum eins.
Ég áttaði mig á því að það yrði aldrei önnur sál sem passaði minni eins og hún gerir.
Og það gladdi mig að hafa eignast litla systur.
Til hamingju með daginn, elsku Hildur Sara, stóra litla systir.
Ég sakna þín alltaf.
Einu sinni var þessi litla systir bara yngra systkini, næsta barn í röðinni á eftir mér og á undan því yngsta.
Mér þótti vænt um hana eins og vera bar.
Líka þegar hún var til trafala og best til þess fallin að valda vandræðum.
Svo, dag nokkurn, uppgötvaði ég að ég átti ekki lengur 2 yngri systkini.
Hins vegar bjó núna heima hjá mér þessi manneskja sem skildi mig.
Og ég lærði að treysta henni því við hugsuðum eins.
Ég áttaði mig á því að það yrði aldrei önnur sál sem passaði minni eins og hún gerir.
Og það gladdi mig að hafa eignast litla systur.
Til hamingju með daginn, elsku Hildur Sara, stóra litla systir.
Ég sakna þín alltaf.
<< Home