mánudagur, janúar 29, 2007

 

Er mögulegt

að vera ekki í heiminum en samt ekki fyrir utan hann?
Að geta ekki horfti inn á fólk því maður er á meðal þess en vera engu að síður ekki hluti af neinu?

I'm perpetually inhibiting a liminal space.

Ótrúlegt hvernig lestur getur stundum fært manni orðin yfir hlutina sem maður upplifir en hefur ekki verið fær um að útskýra.

Þegar maður er ekkert og hvergi, en engu að síður til staðar, er sérlega óhugnalegt þegar annað fólk nálgast mann. Og þegar vingjarnlegt viðmót annarra hræðir mann þá verður maður hræddur við sína eigin hræðslu - því klárlega eiga almennilegheit að vera til huggunar en ekki valda angist. Hvers kyns manneskja er það eiginlega sem bregst alltaf öfugt við? Hvers kyns manneskja er það sem á bara rangar tilfinningar?

Indæli afgreiðslumaðurinn á Lindsey Café hinum megin götunnar hlýtur að hafa séð að ég var ekki í góðu standi á sunnudaginn. Hann var minna reffilegur en venjulega, og beitti röddinni eins og hann væri að tala við veikt barn þegar hann afgreiddi mig. Og svo gaf hann mér aukafroðu í cappuchinobollann. Og hræddi mig.

Í dag reyndi ég að vera fierce -

Fight face, fight face, little fake
How I wonder if you'll break

Það skilaði ekki miklum árangri en latte- og chaibollarnir með Kríu og fleirum um eftirmiðdaginn glöddu mig þó. Sama má segja um bækurnar 6 sem biðu mín í bögglaafgreiðslunni

"The Book of Dave" eftir Will Self
"Dracula" eftir Bram Stoker
"A Christmas Carol" eftir Charles Dickens
"The Confessions of a Justified Sinner" eftir James Hogg
"The Book of Illusions" eftir Paul Auster
og síðast en ekki síst
"The Cambridge Introduction to Narrative" eftir H. Porter Abbott
sem er jólagjöf frá góðu fólki á Íslandi

Ég var að lesa "Narratology" eftir Mieke Bal síðastliðna nótt og ef ég sofna ekki í kvöld þá mun ég byrja á gjöfinni góðu og fylla hugann af actants, hero-victims, focalization, internal narrators/character-narrators from without, helpers opponents, the power, objects og subjects apiring to a goal

því nú er lampinn kominn aftur, eða öllu heldur bróðir hans - ekki sá sami og var numinn á brott. Og þar af leiðandi er ég enn án hárteygjunnar góðu.

Comments:
helga þú ert best!
 
Ég á auka hárteyju, meira að segja tvær - algerlega ónotaðar. Hvort viltu gráa eða hvíta? ;-) Get skellt í umslag og í póst, eða bætt við í afmælispakkann.
Gleðilegan lestur við nýendurheimt náttborðslampaljós. :-)
 
Þú veist ég skil þig.

Heppin þú að hafa fengið Dickens í pósti. Loooove him!
 
Og þú ert enn heppnari að hafa fengið James Hogg í pósti. THE book you must read in ScotLit - en í hvaða samhengi ert þú að fara að lesa hana? Vonandi ekki sem kanónuverk enskra bókmennta? Þar kom skoski þjóðernissinninn upp í mér :-).

Bestu kveðjur,

Ingibjörg
 
Hildur: nei, þú ert best!

Linda: nú myndi ég aldrei svipta þig teygju, hversu vel sem boðið er meint...

Una: Það sem gleður mig samt mest við Dickens er að hann er bara 1/5 af lengd hinna bókanna... Skilurðu það ;-)

dr. Ingibjörg: neineinei, Syndgarinn er fyrir Gothic Fictions og ég er þegar hálfnuð... Og jeminn, þetta var með þeim seinlesnari hálfu bókum sem ég hef kynnst - en skelfileg og spennandi svo ég verð að halda áfram!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?