miðvikudagur, janúar 24, 2007

 

Fuglinn Fönix

Reis úr öskunni einhvers staðar og kannski er kominn tími á að blása í glæðurnar hér á þessu bloggi...

Mér finnst ég reyndar ekki þurfa að afsaka mig því eftir jólafrí kom prófatíð og eftir prófatíð og vetrarfrí með tilheyrandi tölvubindindi EN hafi einhverjum þótt ég léleg, þá biðst ég hér með forláts og aflausnar (svona rétt til að hita upp fyrir páskaföstuna, nei, spaug, ég er ekki einu sinni lengur í Þjóðkirkjunni...)

Með nýrri önn - en sem námsmanni er mér lífsins ómögulegt að mæla tímann í mánuðum og áramótum heldur verð að styðjast við annarskipti - er ég líka ný og betri kona. Nema hvað.

Og hér kemur öppdeit og ofervjú yfir undanfarinn janúar:

Vika 1
Vansælasti ferðalangur heimsins snýr aftur til Keele -ekkert ferlega gaman að kyssa fjölskylduna bless á miðri jólahátíð og halda á vit prófanna í UK. En í flugvélinni voru Bergþóra og Emmi og alla leiðina með lestinni inn á Euston Train Station í London. Þar skildu leiðir; þeirra lá til Asíu en mín til Staffordshire. Vei.

Í farteskinnu var fartölvan mín og um 7 kg af bókum og ljósrituðum heimildum fyrir jólafrísritgerðarvinnuna. Guði sé lof fyrir enska karlmenn sem kunna að búa í stórborg með almenningssamgöngum sem vita að allt gengur hraðar fyrir sig ef þeir aðstoða litlu konuna með græna ferðaskrímslið í stiganum.

Keele heilsaði kuldalega með tómri C-blokk. Engin ljós, bara tilkynningar frá húsverðinum um að íbúarnir yrðu rukkaðir sameiginlega vegna skemmda sem unnar voru í jólapartíinu. Jólapartíinu sem ég vissi ekki einu sinni af því ég var farin áður en það var haldið. Gott að koma heim, brrr.

Vond og ljót próf. Tímaritgerðir eru ekki mitt forte og alls ekki þegar skrifa þarf 2 í sama prófinu – undantekningarlaust er sú seinnu unnin á 15 mín. Reyndar hefur mér tekið að temja mér að gera uppkast að báðum svörum í upphafi svo þetta ætti að hafa reddast. Svaf varla, borðaði varla og lærði varla. Hm... Ekki besta hegðunin í prófatíð en ég var í rugli og rusli. Vildi bara skríða ofan í holu og deyja þangað til ég kæmist til Íslands aftur. Prófin klárast ég fagnaði því með tea and fruit scones. Lifi Bretaveldi og gúrkusamlokurnar þeirra.

Vika 2:
Pakkaði niður og fór til London. Away, away with thee! Á þessu stigi var allt á campus til þess fallið að vekja með mér ógleði. Langþráð heilafrí. Ég ferjaði svolítið af drasli með mér til að geyma hjá Drífu í Woodend – kvíði ekki lítið fyrir að fara með allt mitt hafurtask í lestarnar suður eftir þegar ég þarf að rýma herbergið mitt. Geri fastlega ráð fyrir að senda 3,5 tonn af bókum í pósti. Það mun verða dýrt.

Inga Steinunn gerði sér ferð frá Bremen til að eyða nokkrum dögum með mér í Lundúnaborg og við áttum skjólshús í Woodend. Hvað get ég sagt? Madame Toussauds og þar voru Jamie Oliver og Winston Churchill og Ghandi, Starbucks, Baker Street (cf Sherlock Holmes), Whittard of Chelsea þar sem við keyptum te og súkkulaðihjúpaðar kaffibaunir,Underground, ítalskir veitingastaðir, British Museum með sérsýningu um the Enlightenmen inni í salnum sem upphaflega hýsti bókasafn George III og svo var líka Rosetta-steinninn og við lásum textaspjöld samfleytt í 4,5 klst, Underground, Toy Museum því miður lokað, Starbucks, Underground, James Bond í bíó, Starbucks, ný regnhlíf, Shakespeare’s “Twelfth Night” í Old Vic Theatre á West End með all-male company sem þýðir að það voru bara karlleikarar í öllum hlutverkum eins og á 16. öld svo þarna voru karlar að leika konur að leika karla, Underground, Oxford Street þar sem voru útsölur og Inga fékk 3 pör af hælaskóm og ég kjól og mörgum mörgum mín eytt inni í stóru Borders bókabúðinni, Starbucks, Underground, Victoria&Albert Museum þar sem við lærðum um uppruna orðsins “portrait miniature”, Harrods (en bara að utan) þar sem voru líka útsölur sem vöru samt of dýrar fyrir okkur, Underground, Underground, Underground, leitin að cream custard til að gefa Ingu að smakka með rhubarb crumble, Underground, Underground, Underground, Starbucks kannan sem Inga gaf mér til minja um góðar stundir Ég sakna hennar skelfilega. Inga, komdu aftur!

Fleiri dagar í London. Ég lofaði Drífu og Mark að taka mér tak og reyna að sofa og borða almennilega sem er klárlega ekki vanþörf á. Þau eru uppáhalds fólkið mitt og Drífa er best og það sem næst kemst mömmu minni. Eastenders og Eastenders og mikið spjallað. Ég vil ítreka að Drífa er best. Þegar ég er hætt að vera blankur háskólanemi og á mína eigin íbúð þá er fjölskyldunni í Woodend velkomið að búa hjá mér eins oft og lengi og þau vilja. Daníel litli frændi gerði sitt besta til að auka fótboltafærni mína en hann mun ávallt mala mig. Svo var líka lego og mér hefur aldrei áður þótt neitt gaman í lego – svo lengi lærir sem lifir. Og spilað og þau Isabella sigruðu til skiptis: Animal Yatzy, Don’t Bug Me, Wozzit, Memory, líka teiknað á blöð með Barney litunum og dansað við The Feeling, líka Twister sem var það eina sem mér tókst að vinna í (allt þetta yoga og auðvitað limbóið hér í den). Svo bilaði hitavatnsketillinn og sunnudagurinn var kaldur dagur og húkt inni í stofu við rafmagnsofninn – ekki kjöraðstæður þegar menn eru 6 og 3ja ára.

Aftur til Keele við upphaf nýrrar annar. Verð sorgmædd við það eitt að hugsa um hvað það var leiðinlegt að fara. Lærði loksins að það á ekki að ferðast um lestarkerfi London á sunnudögum. Lenti í hjáleið með rútu frá Sutton til West-Croydon og afar hægfara lest þaðan inn á Victoria Station og þá loksins (eftir 2ja tíma aukalegan þvæling) komst ég inn í Underground og upp á Euston Train Station. Sem var full af löggum og ég varð svooo hrædd og hugsaði:

SPRENGJA

en það reyndust “bara” vera fótboltabullu og hooligans á leið til Manchester eftir að United tapaði fyrir Arsenal. Með lestinni minni, nema hvað. En þar sem ég hafði keypt miðann minn online með afar stuttum fyrirvara og borgað svívirðulegt verð fyrir þá átti ég sæti á 1.farrými... Sem var klárlega ekki ætlunin. Og hooligans ferðast ekki á 1st class, þannig er það bara. Þurfti reyndar að troðast fram hjá þeim til að komast í veitingavagninn og þeir lyktuðu af ódýru vínu og þeir kölluðu á mig og klipu í mig en löggan kom. Löggan er góð, ah. En enski boltinn er frá djöflinum!

Vika 3:
Back to school again. Fyrsti kaffibollinn með Kríu á nýju ári reyndist vera fullur af froðu en ég nennti ekki að kvarta. Margt að brasa. Negla niður áfangana mína: The Novel Now (Contemporary English Fiction) og Gothic Fiction og hann tekur téð Kría einmitt líka. Kaupa bækurnar á Amazon Marketplace og borga 0,01 GBP fyrir kilju en 2,75 GBP í sendingarkostnað. Nú streyma til mín pakkarnir sem er gaman þó ég viti hvað er í þeim. Ráða fram úr stundaskránni og það er svooo sætur doktorsnemi sem sér um Gothic Fiction málstofuna mína! Fara í Morrisons og Sainsbury’s og kaupa matvæli sem blotna í leka ísskápnum mínum. Nú eru Keele Accomodation Services minn versti óvinur en þeim er sama um það því þeim er sama um mig. Grrr... Fara á bókasafnið og safna critical reading í sarpinn áður en aðrir nemendur ná bókunum, hahah. Þetta er dog eat dog, every man for himself. Og nú munu vera 2 mánuðir þar til ég þarf að vera búin að lesa allt og skrifa allar ritgerðir til að vera ekki í stressi í páskafríinu sem er allur apríl. Ég get ekki beðið. Og þessi vika er ekki
einu sinni búin -

Comments:
Gott að fá blogg frá þér ástin, sérstaklega þar sem mér hefur enn ekki tekist að hitta á þig online. Mundu að fara vel með þig því þú ert best! (að Drífu ólastaðri)
 
Gaman að sjá að þú ætlar greinilega að tækla þessa önn og samkeppnis-samnemendur af stakri list.
Bestu kveðjur frá Leeds,
heyrumst á msn, Skype eða farsíma, það er gaman að tala við þig. ;-)
 
Una og Dalbjört, það er nú ekkert síðra að heyra frá ykkur!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?