föstudagur, janúar 05, 2007

 

Nýir tímar

Það eru takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að hata sjálfan sig svona mikið.
Alla vega nenni ég ekki meir.

Nú er líka árið "liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka" svo ef þetta er ekki tíminn til að horfa fram á veginn þá veit ég ekki hvað.

Engu að síður þykir mér við hæfi að lítu ogguponsu lítið um öxl og rifja upp hvað mér þykir markverðast við árið 2006. Auðvitað er alsendis óvíst hvort nokkur deilir þeim skoðunum með mér, en eins og vitur maður sagði einhverju sinni þá eru skoðanir eins og rassgöt; það hefur hver sína og allar lykta þær jafnilla.

Dagur ársins: 9. febrúar, nema hvað - fyrsti afmælisdagurinn sem ég fagnaði að heiman, og hélt veisluna ein og óstudd á mínu eigin heimili

Mánuður ársins: júní, þegar 1 ár var liðið síðan ég útskrifaðist úr MA

Maður ársins: Pabbi minn, fyrir að sína stakt jafnaðargeð og umburðarlyndi þegar ég fékk ranga einkunn í Amerískri menningarsögu og hélt ég myndi deyja (og dó næstum við að hrapa niður kjallarastigann í örvæntingu minni)

Athæfi ársins: búferlaflutningar; af Bergstaðastræti í Kambagerði til Keele

Drykkur ársins: sojalatte

Skólafélagi ársins: mamma mín

Íþróttamaður ársins: Daníel 5 ára frændi minn, fyrir að hjálpa mér að máta sig í skák

Bók ársins: allir enskar samheitaorðabækur heimsins

Samgöngukerfi ársins: leiðarkerfi strætisvagna Akureyrarbæjar

Strætisvagnstjóri ársins: gaurinn sem keyrði fram hjá mér á stoppistöðinni þegar ég var á leið til vinnu einn þriðjudagsmorgunn í sumar

Kennari ársins: Scott McCracken, say no more

Vinnufélagi ársins: Nonni, fyrir að hreinsa fartölvuna mína og setja upp í henni alls kyns fínerí sem ég kann engin skil á

Risaeðla ársins: Barney the Pink Dinosaur, besti vinur Isabellu frænku

Lestarstöð ársins: London-Euston

Verslunarferð ársins: ferð okkar Adda á Oxford Street, þegar afrakstur innkaupa hans varð eftir í lestinni til Sutton, ó ó

Systir ársins: Hildur Sara, hver annar?

Heimili ársins: Woodend 5, hjá elsku Drífu frænku þar sem mér finnst ég vera svo velkomin

Verktaki ársins: klikkaða kerlingin sem prjónar lopapeysurnar sem við seljum í Bókval og þekkir ekki muninn á kvittun og reikningi

Sms ársins: þegar við Una vorum á hlusta á sama Coldplay lagið, hvor í sínu landinu

Jólasveinn ársins: Kertasníkir, sem gaf mér Olive body butter

Ferðalag ársins: road trip mitt, Valdísar og Unu í Mývatnssveit; jarðböð, út að borða og svo OC að lokum

Frumkvöðull ársins: Aldís frænka, fyrir að stofna kaffihús

Vesen ársins: Erasmus-umsóknarferlið

Matvara ársins: hnetusmjör

Vinnustaður ársins: Penninn-Bókval, og hana nú

Brúður ársins: Unnur Helga, bestasta besta

Afmælisgjöf ársins: Fishbone stígvélin (og Alkemistinn) frá stelpunum mínum

Hetja ársins: ég sjálf, fyrir að þramma inn á skrifstofu hjá Sævari og heimta launahækkun (og fá hana, naturally)

Heimsókn ársins: þegar Inga Steinunn kom í nokkra daga í kringum júbíleringuna í júní

Flík ársins: kjóllinn sem ég keypti fyrir brúðkaup Unnar og Sigga

Hjón ársins: afi Addi og amma Helga fyrir að hafa verið ástfangin í 55 ár og hamingjusamlega gift í 50

Viðbjóður ársins: Accommodation Services hér í Keele

Framtak ársins: kaup Eyrúnar á heilum flygli

Mágkona ársins: Valdís Anna, ohohoh

Jólagjöf ársins: ullarskór x2

Gleði ársins: að hitta Valdísi Ösp aftur þegar hún sneri frá Sölden

Kaffihús ársins: Kaffitár, fyrir allar góðu stundirnar þegar það hýsti mig og Kríu og jafnvel Lindu og Siggu líka

Bjartasta vonin: Valdís Ösp og Helgi Valur

Eitthvað hefur að sjálfsögðu gleymst en það rýrir ekki gildi þess. Kannski man ég það á morgun, kannski á hinn. Þó það sé gleymt í bili þá er það geymt, eins og allir góðir hlutir.

Comments:
Flott upptalning, og þú hefur greinilega margs að minnast og miklu áorkað á liðnu ári. Setur allt í reynslubankann og uppflettibók fyrir góðar minningar.

Blah, ég er barasta í ruglinu. ;-)
 
ó hvað ég skemmti mér alltaf vel við að lesa bloggið þitt elsku Helga mín!! og já ég var líka svo vitlaus að ég ruglaðist á dögum hvenær þú færir, spurði svo pabba þinn spennt hvenær þú færir til að vera alveg viss og ætlaði að bjóða þér á bláu, en þá sagði hann mér að þú værir farin, ó þvílík sorg... En jæja, við sjáumst hressar þegar ég kem frá Indlandi, þú verður reyndar örugglega á Íslandi þannig að ég kem ekki í heimsókn til þín í útlandinu.. en það verður að hafa það:)
hafðu það gott krúttið mitt:)
 
gott að kvitta undir líka
þín einlæg
Valdís
 
Já þetta var gott sms :o) Hafðu það gott gullið mitt og vita skaltu að ég hugsaði til þín í dag. Þú ert búin í prófum 11. ekki satt? Skype?
 
knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?