sunnudagur, janúar 28, 2007
Sex is Sainsbury's
Svo ég vitni nú í gamalt dægurlag með ensku bílskúrspoppbandi sem aldrei meikaði'ða.
Ég velti því stundum fyrir mér hversu margar vörutegundir sé að finna inn í einum vel útilátnum stórmarkaði og kemst ævinlega að sömu niðurstöðu: eins gott og þú veist það ekki, andarungi, því þú gætir aldrei talið upp að svo hárri tölu. Maður er alltaf að passa upp á egóið, sko. Stelpur, hvað eru aftur margir hálfir l í 4 l?
Alla vega, þá keypti ég inn í dag. Og "eldaði" mína fyrstu máltíð síðan ég kom til UK. Hannaði meira að segja sjálf uppskriftina og hér er hún:
Dressed-Up Potato Wedges / Kartöflubátar í sparifötunum
- 1 bakki Sainsbury's Taste the Difference Potato Wedges
(400g kartöflubátar með sjávarsalti, svörtum pipar og jurtaolíu)
- 2 stórir flat mushrooms
(einhverjir sveppir með stórum, flötum hatti, ekkert merkilegir)
- blue stilton
(mjúkur blámygluostur, kallaður konungur enskra osta)
Brytjið sveppina og myljið blámygluostinn og blandið saman við kartöflubátana í ofnföstu formi (klárlega þá komu bátarnir mínir í álbakka). Bakið við 250g C° í 35 mín. Smakkast vel með sultu (cf blámygluosturinn).
Nú, það ætti ekki að vera erfitt að skera sínar eigin kartöflur í báta og velta þeim upp úr sjávarsalti, svörtum pipar og góðri olíu ef maður byggi við mannsæmandi eldhúsaðstæður / á Íslandi þar sem Sainsbury's er ekki til staðar. Sömuleiðis skiptir ekki öllu hvernig ferskir sveppir eru notaðir, en ég held að það sé betra að nota flata, kjötmikla sveppi heldur en kúlulaga. Og þó stilton sé kallaður royalty hérna í UK þá er hann ekki fínaststi blámygluostur heims, og íslenskir frændur hans ættu að vera alveg nógu góðir.
Þetta er það eina sem ég hef skapað í dag. Annars hef ég bara verið neytandi - keypti mér Elle Magazine og drakk sojalatte á uppáhaldskaffihúsinu mínu inni í Castle. Og keypti inn, auðvitað.
Ég hef reyndar aðstoðað. Í búðinni nálgaðist mig strákur, greinilega frá Mið-Austurlöndum, og spurði mig hvort Earl Grey væri svart te. Ég kannaðist við gaurinn frá Keele en ákvað að ath hvort ég gæti feikað það að ég væri Englendingur. Útskýrði fyrir honum að samkvæmt minni bestu vitund kallaðist Earl Grey light blend, en innihéldi engu að síður koffín, svo ef það væri það sem hann sæktist eftir þá væri hann á réttri leið. Sem var raunin. Og svei mér þá ef hann lét ekki blekkjast af RP-hreimnum mínum.
Nú eru tea beliefs Englendingar skemmtilega flóknar. Heimsbyggðin öll (maður segir svona, klárlega eru sveltandi börn í myrkustu Afríku og stéttleysingjar á Indlandi ekki meðtaldir) veit auðvittað að Englendingar eru tedrykkjuþjóð Evrópu, en menn verða að búa hér meðal þeirra á enskri grund til að læra við hverju megi búast og hvað sé alveg bannað.
"Builders tea" er svona sterkt, svart te sem drekka ber með mjólk / sykri eða hvoru tveggja. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta drykkur fyrir the working class - og já, stéttskiptingin í ensku samfélagi er skýr, greinileg og óbifanleg. PG Tips er sígilt.
Eftir því sem menn eru ofar í stéttarstiganum verður teið þeirra ljósara og bragðdaufara. Einfalt. Twinnings English Breakfast er svona stiginu ofar en áðurnefnt (og ógeðslegt) PG Tips.
Earl Grey, sem blessaður drengurinn var að spá í, er drykkur efri stéttanna og það er ávallt drukkið sykurlaust. Að nota sykur í teið sitt er hreinlega merki um að þú sért úr "óæðri" hluta samfélagsins (haha, mig langaði mikið til að skrifa "óæðri enda").
Te þykir allra meina bót hérlendis. Visareikningurinn er of hár og "I'll put the kettle on". Einkasonurinn kemst ekki inn í Kings Collage og "I'll put the kettle on". Fjölskyldufaðirinn missir ökuleyfið fyrir ölvunarakstur og "I'll put the kettle on". IRA / al Quaeda sprengja the Underground í tætlur og "I'll put the kettle on".
Og eftir verslunarferð dagsins hefur mér tekist að sanka að mér 12 mismunandi tegundum af tei. Best að koma sér að verki...
Ég velti því stundum fyrir mér hversu margar vörutegundir sé að finna inn í einum vel útilátnum stórmarkaði og kemst ævinlega að sömu niðurstöðu: eins gott og þú veist það ekki, andarungi, því þú gætir aldrei talið upp að svo hárri tölu. Maður er alltaf að passa upp á egóið, sko. Stelpur, hvað eru aftur margir hálfir l í 4 l?
Alla vega, þá keypti ég inn í dag. Og "eldaði" mína fyrstu máltíð síðan ég kom til UK. Hannaði meira að segja sjálf uppskriftina og hér er hún:
Dressed-Up Potato Wedges / Kartöflubátar í sparifötunum
- 1 bakki Sainsbury's Taste the Difference Potato Wedges
(400g kartöflubátar með sjávarsalti, svörtum pipar og jurtaolíu)
- 2 stórir flat mushrooms
(einhverjir sveppir með stórum, flötum hatti, ekkert merkilegir)
- blue stilton
(mjúkur blámygluostur, kallaður konungur enskra osta)
Brytjið sveppina og myljið blámygluostinn og blandið saman við kartöflubátana í ofnföstu formi (klárlega þá komu bátarnir mínir í álbakka). Bakið við 250g C° í 35 mín. Smakkast vel með sultu (cf blámygluosturinn).
Nú, það ætti ekki að vera erfitt að skera sínar eigin kartöflur í báta og velta þeim upp úr sjávarsalti, svörtum pipar og góðri olíu ef maður byggi við mannsæmandi eldhúsaðstæður / á Íslandi þar sem Sainsbury's er ekki til staðar. Sömuleiðis skiptir ekki öllu hvernig ferskir sveppir eru notaðir, en ég held að það sé betra að nota flata, kjötmikla sveppi heldur en kúlulaga. Og þó stilton sé kallaður royalty hérna í UK þá er hann ekki fínaststi blámygluostur heims, og íslenskir frændur hans ættu að vera alveg nógu góðir.
Þetta er það eina sem ég hef skapað í dag. Annars hef ég bara verið neytandi - keypti mér Elle Magazine og drakk sojalatte á uppáhaldskaffihúsinu mínu inni í Castle. Og keypti inn, auðvitað.
Ég hef reyndar aðstoðað. Í búðinni nálgaðist mig strákur, greinilega frá Mið-Austurlöndum, og spurði mig hvort Earl Grey væri svart te. Ég kannaðist við gaurinn frá Keele en ákvað að ath hvort ég gæti feikað það að ég væri Englendingur. Útskýrði fyrir honum að samkvæmt minni bestu vitund kallaðist Earl Grey light blend, en innihéldi engu að síður koffín, svo ef það væri það sem hann sæktist eftir þá væri hann á réttri leið. Sem var raunin. Og svei mér þá ef hann lét ekki blekkjast af RP-hreimnum mínum.
Nú eru tea beliefs Englendingar skemmtilega flóknar. Heimsbyggðin öll (maður segir svona, klárlega eru sveltandi börn í myrkustu Afríku og stéttleysingjar á Indlandi ekki meðtaldir) veit auðvittað að Englendingar eru tedrykkjuþjóð Evrópu, en menn verða að búa hér meðal þeirra á enskri grund til að læra við hverju megi búast og hvað sé alveg bannað.
"Builders tea" er svona sterkt, svart te sem drekka ber með mjólk / sykri eða hvoru tveggja. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta drykkur fyrir the working class - og já, stéttskiptingin í ensku samfélagi er skýr, greinileg og óbifanleg. PG Tips er sígilt.
Eftir því sem menn eru ofar í stéttarstiganum verður teið þeirra ljósara og bragðdaufara. Einfalt. Twinnings English Breakfast er svona stiginu ofar en áðurnefnt (og ógeðslegt) PG Tips.
Earl Grey, sem blessaður drengurinn var að spá í, er drykkur efri stéttanna og það er ávallt drukkið sykurlaust. Að nota sykur í teið sitt er hreinlega merki um að þú sért úr "óæðri" hluta samfélagsins (haha, mig langaði mikið til að skrifa "óæðri enda").
Te þykir allra meina bót hérlendis. Visareikningurinn er of hár og "I'll put the kettle on". Einkasonurinn kemst ekki inn í Kings Collage og "I'll put the kettle on". Fjölskyldufaðirinn missir ökuleyfið fyrir ölvunarakstur og "I'll put the kettle on". IRA / al Quaeda sprengja the Underground í tætlur og "I'll put the kettle on".
Og eftir verslunarferð dagsins hefur mér tekist að sanka að mér 12 mismunandi tegundum af tei. Best að koma sér að verki...
og bara allir.
Ég er búin að gera þrjár heiðarlegar tilraunir til að hefja tedrykkju að enskum sið, allar mislánuðust.
Dalbjört, sem betur fer er helmingurinn af téðum tegundum koffínlaust ávaxtate ;-) En ég þakka umhyggjuna...
<< Home