laugardagur, febrúar 10, 2007
"Berrössuð á Akureyri"
er klárlega frasi gærdagsins - hann er engin leið að útskýra, if there ever was a had-to-be-there-moment þá er það þetta.
Gærdagurinn var líka afmælisdagur og viðlagið "I'm ancient".
Hvað get ég sagt? Fáránlegur dagur, góður dagur.
Við Kría sóttum Lindu á Stoke Rail Station en hún hafði komist skakkafallalaust frá Leeds.
Hanley, saman til Hanley að leita að afmælisgjöfinni minni frá pabba og mömmu og afmælisgjöfinni frá Kríu til litlu systur hennar sem á líka afmæli í dag - til hamingju, 14 ára stelpa!
Árstíð loðfóðraðra stígvéla liðin svo ég sættist á gráa ökklaskó úr rúskinni í staðinn og Kría keypti kúúúl stuttermabol og uglutuðru handa skvísunni í Keflavík. Frá sjálfri mér fékk ég svarta eyrnalokka og Linda fjárfesti í munstruðum poka og buxum úr Dorothy Perkins - retail therapy, ain't nth like it!
Nema kannski...ef ske kynni...það að vera veðurtepptur í Hanley...
Klukkan 18 hættu strætóar að ganga inn í Newcastle, að maður tali ekki um Keele...
Hví?
Hví?!
Því það var andsk...2 cm snjólag á götunum og slydduderringur!
Eftir hálftíma bið í næðingnum, með blauta fætur og gaulandi garnir náðum við þó í strætó aftur inn á Stoke Rail Station (sem er miðja leið á milli Hanley og Newcastle) og ætluðum að freista þess að ná í taxa þaðan. Reyndar ekkert svakalega bjartsýnar því leigubílarnir voru horfnir af götumHanley, og byrjuðum að áforma hótelgistingu inni í Stoke (sem hefði reyndar bara verið gaman, enda ekki mörg tækifæri til þess þegar menn eru fátækir háskólanemar). Náðum þó í síðasta leigarann í taxi-line og hann féllst á að keyra okkur til Keele fyrir 15 pund - 15 pund! Svo var hann svo taugaveiklaður, greyið; ég hafði á tilfinningunni að á hverri stundu brysti hann í grát, myndi henda okkur út og snúa við heim til mömmu. En svo var sem betur fer ekki, enda býr mamma hans örugglega í Pakistan.
Heima í Keele beið Ruth. Áform okkar fjögurra um að taka strætó inn í Newcastle þar sem við áttum pantað borð á tapas-stað voru klárlega farin út um þúfur, og það var stöðugt á tali hjá öllum leigubílaþjónustum, en sú ráðagóða enska snót hringdi einfaldlega í vin sinn, Ben, sem kom með vin sinn, what's-his-face, og skutlaði okkar í "ófærðinni" inn í Newcastle, vei!
Þar vorum við á rassgatinu, án þess að vera svo mikið sem byrjaðar í búsinu, því slyddan var orðin að slabbi á götum bæjarins og Ruth í of stórum skóm. En við náðum inn á veitingastaðinn þar sem borðið okkar beið og, oh! Það var sko kósí.
Eftir 27 tilraunir náði ég í gegn hjá Roseville Taxi Service og við pöntuðum bíl til að koma okkur aftur til Keele seinna um kvöldið - hefði verið frekar hvimleitt að krassa á gólfinu hjá Ben.
Svo lá leið okkar á pöbb þar sem téður Ben og vinur hans biðu og mikið og vel spjallað og margt gott þambað. Te inni á herbergi hjá Ruth yljaði svo köldum sálum þegar aftur til Keele var komið, og við vildum allar Peas on Earth. Og núna er nótt og Linda og Kría vonandi komnar alla leiðina inn í Horwood Hall of Residence þar sem þær munu kúra í Kríu herbergi en ég hérna í Lindsey í minni holu, uhm.
Fólk er gott.
Valdís Ösp, Una og Tom sem smsa, Unnur sem hringir og er Unnur mín, Drífa sem hringir af Starbucks þar sem hún drakk kakó mér til heiðurs, Pabbi sem hringir í mig og er pabbalegur, Addi, amma Helga og afi Addi, Sigga, Erla Rún og Inga Steinunn sem reyna að ná af mér á msn (en ég var auðvitað úti, sorry), Valdís Anna sem gerir ammælis-komment frá Indlandi, mamma sem sendir e-mail og hringdi og Hildur Sara sem er bestust og hefur alltaf tíma til að spjalla.
Og ég á fínerí: Ted Baker snyrtivörur því Drífa veit að stelpur þurfa að dekra við sig í sturtunni, náttföt með rollu því elsku Unnur man að mig langar svo í rollumálverk, handgerða sápu frá Carolyn í Frakkalandi sem veit ég er munúðarseggur, gyllt clutch-veski og rauða hálsfesti og vintage-nælu frá Hildi Söru og Andra Oddi því þau þekkja mig, "Tales from Beatrix Potter"með upprunalegum myndskreytingum og hárband og blekpennasett frá Lindu sem er meistari í gjafainnkaupum, Starbucks-London-risakönnuskrímslið frá Ingu sem ég fékk reyndar fyrir fram (í Londonreisunni góðu), hálsfesta-hengið frá Ruth sem veit hvað ég á geeeeðveikt mikið af glingri, nýju skóna frá pabba og mömmu sem ég elska svooo, leyndó frá ömmu Helgu og afa adda sem ég fæ bráðum að sjá í gegnum skype, leyndó frá Kríu sem hún ætlar ekki að gefa mér strax og keypti því drykk fyrir mig í "forgjöf"...
En best af öllu voru gylltir eyrnalokkar og glært Ted Baker varagloss og Lindt súkkulaðikúlur og 22-ára afmælisnæla frá Daniel og Isabellu, elskunum, og myndirnar sem þau teiknuðu af mér - ég er tannaskrímsli/risaeðla!
Best, best, best.
Gærdagurinn var líka afmælisdagur og viðlagið "I'm ancient".
Hvað get ég sagt? Fáránlegur dagur, góður dagur.
Við Kría sóttum Lindu á Stoke Rail Station en hún hafði komist skakkafallalaust frá Leeds.
Hanley, saman til Hanley að leita að afmælisgjöfinni minni frá pabba og mömmu og afmælisgjöfinni frá Kríu til litlu systur hennar sem á líka afmæli í dag - til hamingju, 14 ára stelpa!
Árstíð loðfóðraðra stígvéla liðin svo ég sættist á gráa ökklaskó úr rúskinni í staðinn og Kría keypti kúúúl stuttermabol og uglutuðru handa skvísunni í Keflavík. Frá sjálfri mér fékk ég svarta eyrnalokka og Linda fjárfesti í munstruðum poka og buxum úr Dorothy Perkins - retail therapy, ain't nth like it!
Nema kannski...ef ske kynni...það að vera veðurtepptur í Hanley...
Klukkan 18 hættu strætóar að ganga inn í Newcastle, að maður tali ekki um Keele...
Hví?
Hví?!
Því það var andsk...2 cm snjólag á götunum og slydduderringur!
Eftir hálftíma bið í næðingnum, með blauta fætur og gaulandi garnir náðum við þó í strætó aftur inn á Stoke Rail Station (sem er miðja leið á milli Hanley og Newcastle) og ætluðum að freista þess að ná í taxa þaðan. Reyndar ekkert svakalega bjartsýnar því leigubílarnir voru horfnir af götumHanley, og byrjuðum að áforma hótelgistingu inni í Stoke (sem hefði reyndar bara verið gaman, enda ekki mörg tækifæri til þess þegar menn eru fátækir háskólanemar). Náðum þó í síðasta leigarann í taxi-line og hann féllst á að keyra okkur til Keele fyrir 15 pund - 15 pund! Svo var hann svo taugaveiklaður, greyið; ég hafði á tilfinningunni að á hverri stundu brysti hann í grát, myndi henda okkur út og snúa við heim til mömmu. En svo var sem betur fer ekki, enda býr mamma hans örugglega í Pakistan.
Heima í Keele beið Ruth. Áform okkar fjögurra um að taka strætó inn í Newcastle þar sem við áttum pantað borð á tapas-stað voru klárlega farin út um þúfur, og það var stöðugt á tali hjá öllum leigubílaþjónustum, en sú ráðagóða enska snót hringdi einfaldlega í vin sinn, Ben, sem kom með vin sinn, what's-his-face, og skutlaði okkar í "ófærðinni" inn í Newcastle, vei!
Þar vorum við á rassgatinu, án þess að vera svo mikið sem byrjaðar í búsinu, því slyddan var orðin að slabbi á götum bæjarins og Ruth í of stórum skóm. En við náðum inn á veitingastaðinn þar sem borðið okkar beið og, oh! Það var sko kósí.
Eftir 27 tilraunir náði ég í gegn hjá Roseville Taxi Service og við pöntuðum bíl til að koma okkur aftur til Keele seinna um kvöldið - hefði verið frekar hvimleitt að krassa á gólfinu hjá Ben.
Svo lá leið okkar á pöbb þar sem téður Ben og vinur hans biðu og mikið og vel spjallað og margt gott þambað. Te inni á herbergi hjá Ruth yljaði svo köldum sálum þegar aftur til Keele var komið, og við vildum allar Peas on Earth. Og núna er nótt og Linda og Kría vonandi komnar alla leiðina inn í Horwood Hall of Residence þar sem þær munu kúra í Kríu herbergi en ég hérna í Lindsey í minni holu, uhm.
Fólk er gott.
Valdís Ösp, Una og Tom sem smsa, Unnur sem hringir og er Unnur mín, Drífa sem hringir af Starbucks þar sem hún drakk kakó mér til heiðurs, Pabbi sem hringir í mig og er pabbalegur, Addi, amma Helga og afi Addi, Sigga, Erla Rún og Inga Steinunn sem reyna að ná af mér á msn (en ég var auðvitað úti, sorry), Valdís Anna sem gerir ammælis-komment frá Indlandi, mamma sem sendir e-mail og hringdi og Hildur Sara sem er bestust og hefur alltaf tíma til að spjalla.
Og ég á fínerí: Ted Baker snyrtivörur því Drífa veit að stelpur þurfa að dekra við sig í sturtunni, náttföt með rollu því elsku Unnur man að mig langar svo í rollumálverk, handgerða sápu frá Carolyn í Frakkalandi sem veit ég er munúðarseggur, gyllt clutch-veski og rauða hálsfesti og vintage-nælu frá Hildi Söru og Andra Oddi því þau þekkja mig, "Tales from Beatrix Potter"með upprunalegum myndskreytingum og hárband og blekpennasett frá Lindu sem er meistari í gjafainnkaupum, Starbucks-London-risakönnuskrímslið frá Ingu sem ég fékk reyndar fyrir fram (í Londonreisunni góðu), hálsfesta-hengið frá Ruth sem veit hvað ég á geeeeðveikt mikið af glingri, nýju skóna frá pabba og mömmu sem ég elska svooo, leyndó frá ömmu Helgu og afa adda sem ég fæ bráðum að sjá í gegnum skype, leyndó frá Kríu sem hún ætlar ekki að gefa mér strax og keypti því drykk fyrir mig í "forgjöf"...
En best af öllu voru gylltir eyrnalokkar og glært Ted Baker varagloss og Lindt súkkulaðikúlur og 22-ára afmælisnæla frá Daniel og Isabellu, elskunum, og myndirnar sem þau teiknuðu af mér - ég er tannaskrímsli/risaeðla!
Best, best, best.
sakna þín alltaf!
Sama dag átti ég skírnarafmæli, hihi, er búin að heita Eyrún í 20 ár..:)
Svo er ég búin að fá vinnu í sumar á Akureyrinni...hvar verður þú í sumar?
En til hamingju aftur og aftur með afmælið.
Þín Eyrún
Bestu þakkir fyrir þessa ógleymanlegu afmælis-snjó-helgi.
;-)
Endalaust mikid af ast til tin:*
<< Home