föstudagur, febrúar 23, 2007

 

Hausinn á mér er að springa

þessa dagana, og þegar ég ligg í rúminu er eins og jarðýta sé að mylja sér leið gegnum ruslahaugana sem lífið treður inn um skilningarvit mín.

Þetta eru dreggjar daganna og leyfar þess sem aldrei varð meira en möguleiki á raunveruleika.

"Heaps of fragments", hvað? Mín póstmódernísk inn að beini.

Þetta er að brjótast um núna:
- hvar finn ég tíma til að skoða hvaða bækur ég vil eyða afgangnum af jólagjafapeningnum í?

- Literary Theory: an Anthology, The Madwoman in the Attic, Chambers Dictionary of Literary Characters eru pottþétt á listanum, svo langar mig ótrúúúúlega í allar John Rebus spennusögurnar eftir Ian Rankin...kannski ég ætti þó að bíða þangað til hann er hættur að skrifa nýjar og nýjar og kaupa allt heila safnið í einhvers konar pakka...

- hvenær hef ég tíma til að þvo þvottinn minn? Nei, umorðum þetta: hvenær tími ég tíma í eitthvað jafn ömurlega leiðinlegt (og tímafrekt) og það að þvo þvottinn minn í þvottahúsinu hérna í Lindsey? Og 3 pund er mikið!

- hvenær verður öllum heimsins byssum útrýmt svo tilefnislausum dauðsföllum fækki? Ég veit að menn finna sér alltaf eitthvað ef þeir vilja drepa hvorn annan en það verður ekki fram hjá því horft að ef skotvopn eru ekki "eðlilegt" heimilistæki og fáanleg í næstu sjoppu þá eru tækifærin öllu færri... Alla vega engin slysaskot meir.

- hvaða kjána dettur í hug að binda jafnt kynjahlutfall alþingismanna í landslög? Maður vill fjandakornið ekki fá stöðu eða starf einungis á þeim forsendum að maður sé/sé ekki með typpi

- hvenær fer hausverkurinn úr vinstra auganu?

- hversu ómerkilegt er af British TV Licensing að senda út formleg hótunarbréf til að hræða háskólanema til að borga skrásetningargjald fyrir sjónvarpstæki (eða tölvu eða farsíma ef menn nota slíkt til að horfa á sjónvarp)? Og ég fer fjandakornið ekki að hleypa neinum "eftirlitsmanni" sem ekki er lögreglan inn í herbergið mitt til að athuga hvort sé örugglega ekki með sjónvarp! Spáið í það að maður þurfi að hafa formlega samband við TV Licensing til að tilkynna að maður sé ekki að horfa á sjónvarpsútsendingar, annars ofsækja þeir mann í pósti og hóta lögsókn, oj þeim!

- munu allir þessir klukkutímar við lestur og kaffidrykkju á Lindsey Café, þar ég stunda óbeinar reykingar stíft, enda með lungnakrabba?

- hvenær mun ég hafa færi á að fara í gegnum myndirnar mínar héðan frá UK og flokka þær í möppur og senda Ingu Steinunni þær sem ég tók í Londonreisunni góðu?

- mun ég geispa golunni við að skrifa stóru ritgerðirnar 2 í mars?

- mun ég einhvern tíma hafa efni á að kaupa mér mína eigin íbúð?

- mun ég einhvern tíma geta farið í handahlaup?

- mun vera Harry Bretaprins í Írak vera ógnun við öryggi félaga hans í Breska hernum? Augljóslega þráir hver einasti hryðjuverkamaður að afhausa 3rd-in-line to the British throne í beinni útsendingu og ögra þannig siðlausum kapítalista öfuguggaríkjum Vesturlanda

- hvernig í óskupunum mun ég ná að lesa 150 bls í Dracula, 308 bls í Book of Illusions, 360 bls í Arthur and George og 476 bls í The Book of Dave fyrir þriðjudaginn?

- hversu yndislegt verður að eyða 4 dögum í London hjá elsku Drífu og leika við krakkana?

- get ég beðið eftir apríl með stórfjölskylduhitting í London og svo a.m.k. 2 vikum á Íslandi áður en prófin byrja?

- af hverju minntist ég á helv... prófin?

- ætli N°7 Intelligent Balance andlitssápan sé jafn góð og andlitskremið þeirra?

- datt mér einhvern tíma í hug að ég fyndi aðra vörulínu af andlitssnyrtivörum sem ég get sætt mig við þegar ég tími ekki að kaupa Clinique? Takk guð fyrir Boots.

- Ætli einhver hafi stolið af lífræna cheddarostinum mínum í dag?

- Ætli Bram Stoker hafi ekki verið hómófóbískari en Gunnar í Krossinum?

- Hvænær eignast ég yogamottu?

- Hvað ætli ferðalagið til Staffordshire eftir páska, og ferðalagið þaðan til Ak eftir vorprófin muni kosta?

- Hvenær man ég eftir að kaupa nýjasta Marie Claire?

- Á ég að fá mér hafrakex með heimagerða chai tea latteinu núna eða Jacob's Figrolls?

Hmmm

Comments:
Ekki þvo, kauptu bara ný föt; vertu Miss World og biddu um frið á jörð; hausverkur varir ekki að eilífu (7,9,13); húrra fyrir reykingabanninu sem gengur í gildi í sumar; flokkaðu myndirnar þegar þú átt að vera að læra (þannig kem ég öllu svoleiðis í verk); að deyja við ritgerðarsmíð er örugglega með verri dauðdögum; já, þú munt hafa efni á eigin íbúð; ég veit ekki með handahlaup, en ég meina, reach for the stars; grey Harry; það verður eflaust ofur yndislegt að vera í London; ég get ekki beðið eftir að fá þig til Íslands; próf smóf; veit ekki með N°7, en apparently er Nivea afar slæmt fyrir húðina... úps; ég held að það sé ostaþjófur á kreiki á vistinni þinni...; hafrakex er gott.

Ég saaaaaakna þín!
 
og já, þú rúllar því upp að lesa þessar nokkur hundruð blaðsíðna...
 
Hausverkur er helvíti! Legg til að hausverkir verði gerðir útlægir úr líffærakerfi mannsins.

Stofnum landsamtök fólks sem getur ekki farið í handahlaup - og sleppur þar af leiðandi við að hálsbrjóta sig í þessum fíflalátum.

Góða skemmtun í Lundúnum.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?