fimmtudagur, febrúar 15, 2007

 

Húsmóðir óskast

Heimilishaldið í Lindsey Hall C-19 er í molum/tætlum

- blúndan er að rifna af blómapilsinu mínu
- 2 tölur eru dottnar af my box coat (hvað heitir svoleiðis á íslensku?)
- dregist hefur til í bæði svörtu og grábláu ullarleggingsbuxunum mínum
- handþvo þarf karrýgula ullarsjalið mitt
- almennt þarf að þvo þvott
- bera þarf á gráu stígvélin mín
- skipta þarf á rúmfötum
- póstleggja þarf afmælissendinguna til ömmu Tótu
- kaupa þarf áhöld á borð við uppþvottalög og -bursta og handsápu og tannbursta
- flokka þarf pappírshrúguna í skrifborðsbakkanum áður en einhver reikningur fellur á gjalddaga/einhver appointment einhvers staðar gleymist
- skila þarf overdue bókasafnsbókum og greiða sektir

Þetta eru allt skelfilega leiðinleg verkefni sem ég kýs að fresta svo ég geti lesið skáldsögur/spjallað við fólk/skrifað dagbækur

Morgundagurinn er allra daga lengstur og á morgun segir sá lati, þ.e. ég. Á morgun og hinn neyðist ég til að skrifa 1500 orða bókagagnrýni, og frá sunnudegi til mánudags neyðist ég til að skrifa 1200 orða greiningu á gotneskri smásögu. Í kvöld ætti ég því líklega að velja mér skáldsögu og smásögu til að fjalla um, hm. Kannski. Eða á morgun.

Á morgun verð ég búin að vera 22ja ára í 1 viku. Á morgun er 1 1/2 vika í lestrarvikuna og þá mun ég dveljast hjá Drífu frænku í London og leika við krakkana - og ekki lesa.

Á morgun eru 6 vikur í að ég fari frá Keele og heim í páskafrí. Og komi ekki aftur nema til að taka 2 próf, einhvers staðar í fjarlægri framtíð, eða maí.

Eins og sjá má er ég ekki að nenna þessu lengur, og lifi því í framtíðinni. Það er svo ágætt að fresta deginum í dag þangað til seinna.

Á morgun lofa ég að vera hressari.

Comments:
Heyrðu ég skal koma og sjá um þessi verkefni. Þar að auki skal ég búa til spelt-tortillur með grænmeti og kóríandersósu (stóran skammt svo þú getir geymt restina í frysti) og baka gulrótaköku. Svo þvæ ég og strauja og skrúbba aðeins meira. Og kembi hestunum og gef hænsnunum. Og geri heimaverkefnin fyrir alla. Ég er nefnilega ekki alveg að nenna að mæta í skólann og fá út úr prófinu sem ég tók í síðustu viku hehe... til í að tjippa inn í flugfar handa mér?

Já, og til hamingju með afmælið! (betra seint en aldrei)
 
"Aldrei að gera neitt í dag sem maður getur gert á morgun" það er mitt mottó um þessar mundir. :-)

PS. Má ég spyrja þig, lentir þú í einhverju veseni þegar blogspot lét þig skipta yfir í "New Blogger"? Fartölvan mín virðist ekki gútera þennan nýja blogger, svo ég verð að blogga á ísl/ensku þar til ég kem heim til Íslands.
 
Þó ég viti að þú sér búin að laga síðuna þína, Linda mín, þá ætla ég að nota tækifæri og lýsa yfir frati á blogger - það tók mig óóóóóratíma að laga minn eftir að ég skipti, oj bara. Og Björk, heldurðu að þú megir ekki kúldrast í ferðatöskunni hjá einhverjum? ;)
 
Já, Helga, við verðum víst bara að herða upp hugann og láta okkur dreyma um sumarið þegar við þurfum ekkert að gera nema þræla okkur út í vinnunni. Við fáum þó allavegana borgað fyrir það:)
 
Ég hlakka alveg rosalega hrikalega mikið til að hitta þig í apríl. Pant þú gista hjá mér! :o)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?