fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Húsmóðir óskast
Heimilishaldið í Lindsey Hall C-19 er í molum/tætlum
- blúndan er að rifna af blómapilsinu mínu
- 2 tölur eru dottnar af my box coat (hvað heitir svoleiðis á íslensku?)
- dregist hefur til í bæði svörtu og grábláu ullarleggingsbuxunum mínum
- handþvo þarf karrýgula ullarsjalið mitt
- almennt þarf að þvo þvott
- bera þarf á gráu stígvélin mín
- skipta þarf á rúmfötum
- póstleggja þarf afmælissendinguna til ömmu Tótu
- kaupa þarf áhöld á borð við uppþvottalög og -bursta og handsápu og tannbursta
- flokka þarf pappírshrúguna í skrifborðsbakkanum áður en einhver reikningur fellur á gjalddaga/einhver appointment einhvers staðar gleymist
- skila þarf overdue bókasafnsbókum og greiða sektir
Þetta eru allt skelfilega leiðinleg verkefni sem ég kýs að fresta svo ég geti lesið skáldsögur/spjallað við fólk/skrifað dagbækur
Morgundagurinn er allra daga lengstur og á morgun segir sá lati, þ.e. ég. Á morgun og hinn neyðist ég til að skrifa 1500 orða bókagagnrýni, og frá sunnudegi til mánudags neyðist ég til að skrifa 1200 orða greiningu á gotneskri smásögu. Í kvöld ætti ég því líklega að velja mér skáldsögu og smásögu til að fjalla um, hm. Kannski. Eða á morgun.
Á morgun verð ég búin að vera 22ja ára í 1 viku. Á morgun er 1 1/2 vika í lestrarvikuna og þá mun ég dveljast hjá Drífu frænku í London og leika við krakkana - og ekki lesa.
Á morgun eru 6 vikur í að ég fari frá Keele og heim í páskafrí. Og komi ekki aftur nema til að taka 2 próf, einhvers staðar í fjarlægri framtíð, eða maí.
Eins og sjá má er ég ekki að nenna þessu lengur, og lifi því í framtíðinni. Það er svo ágætt að fresta deginum í dag þangað til seinna.
Á morgun lofa ég að vera hressari.
- blúndan er að rifna af blómapilsinu mínu
- 2 tölur eru dottnar af my box coat (hvað heitir svoleiðis á íslensku?)
- dregist hefur til í bæði svörtu og grábláu ullarleggingsbuxunum mínum
- handþvo þarf karrýgula ullarsjalið mitt
- almennt þarf að þvo þvott
- bera þarf á gráu stígvélin mín
- skipta þarf á rúmfötum
- póstleggja þarf afmælissendinguna til ömmu Tótu
- kaupa þarf áhöld á borð við uppþvottalög og -bursta og handsápu og tannbursta
- flokka þarf pappírshrúguna í skrifborðsbakkanum áður en einhver reikningur fellur á gjalddaga/einhver appointment einhvers staðar gleymist
- skila þarf overdue bókasafnsbókum og greiða sektir
Þetta eru allt skelfilega leiðinleg verkefni sem ég kýs að fresta svo ég geti lesið skáldsögur/spjallað við fólk/skrifað dagbækur
Morgundagurinn er allra daga lengstur og á morgun segir sá lati, þ.e. ég. Á morgun og hinn neyðist ég til að skrifa 1500 orða bókagagnrýni, og frá sunnudegi til mánudags neyðist ég til að skrifa 1200 orða greiningu á gotneskri smásögu. Í kvöld ætti ég því líklega að velja mér skáldsögu og smásögu til að fjalla um, hm. Kannski. Eða á morgun.
Á morgun verð ég búin að vera 22ja ára í 1 viku. Á morgun er 1 1/2 vika í lestrarvikuna og þá mun ég dveljast hjá Drífu frænku í London og leika við krakkana - og ekki lesa.
Á morgun eru 6 vikur í að ég fari frá Keele og heim í páskafrí. Og komi ekki aftur nema til að taka 2 próf, einhvers staðar í fjarlægri framtíð, eða maí.
Eins og sjá má er ég ekki að nenna þessu lengur, og lifi því í framtíðinni. Það er svo ágætt að fresta deginum í dag þangað til seinna.
Á morgun lofa ég að vera hressari.
Já, og til hamingju með afmælið! (betra seint en aldrei)
PS. Má ég spyrja þig, lentir þú í einhverju veseni þegar blogspot lét þig skipta yfir í "New Blogger"? Fartölvan mín virðist ekki gútera þennan nýja blogger, svo ég verð að blogga á ísl/ensku þar til ég kem heim til Íslands.
<< Home