þriðjudagur, febrúar 20, 2007

 

Jæja

nú er ég lélegur bloggari og latur/gleyminn.

Afsakið.

Hins vegar ætla ég ekki að biðjast afsökunar á því að vera ekki við tölvuna þegar ég er skráð inn á msn - tilgangurinn með statusnum Away er einmitt að gefa til kynna að maður sé ekki viðstaddur þó kveikt sé á græjunni, og ég nota alla mögulega og ómögulega statusa aaaaafar samviskusamlega.

Stundum þá er kveikt á tölvunni til að hlusta á tónlist. Stundum er kveikt á tölvunni en maður bregður sér yfir til næsta nágranna að spjalla. Stundum er kveikt á tölvunni en maður er í eldhúsinu að hita te. Stundum er kveikt á tölvunni en maður hleypur á bókasafnið að skila bók sem er overdue. Og þar fram eftir götunni.

Stundum skilur maður eftir kveikt á tölvunni þó maður fari út úr herberginu og stillir bara á sleep og stundum gleymir maður að slökkva. Stundum er hentugt að vera með kveikt á tölvunni því maður sér hverjir hafa verið að reyna að ná af manni á msn og skype þó maður hafi verið fjarverandi.

Og staðreyndin er að ég er alltaf automatically skráð inn á msn þegar kveikt er á tölvunni! Því það er mikiðvægt að vita hvort einhver sé að reyna að ná sambandi þar sem ég er jú erlendir og ástvinir mínir dreifiðir út um allan heim.

Þá er það komið á hreint.

En gólfið mitt er ekki hreint. Og engar af mjúku heima-læri-notputtingmyfaceon-buxunum mínum eru hreinar.

Það verður að viðurkennast að þetta er frekar leiðinlegt blogg.

Afsakið.

Reyndar hef ég gleðifréttir að færa: the pink lady er hætt að halda fyrirlestra í Gothic Fictions og nú munu Scott McCracken og Helen Stoddard sem hafa bæði verið prófessorarnir mínir halda þá og ég eeeelska þau bæði (ekki bara því þau gefa manni kaffi og kex í málstofum). Nú er það ykkur öllum ómögulegt að skilja hversu mikilvægt það er að þurfa ekki að hlusta meir á the pink lady, en í stuttu máli þá er hún leiðinleg gella sem heldur slæma fyrirlestra - illa.

Ekki var þetta skemmtileg viðbót á leiðinlega bloggið; röfl um hvað pink lady sé asnaleg.

Hvað með þetta: peningaveskið mitt er rifið en samt hef ég sjaldnast átt pening til að geyma í því. Ég dreg þá ályktun að téð peningaveski hafi bugast vegna misnotkunar en ekki ofnotkunar. Það er nefnilega óviðeigandi að vera að eiga veski án þess að hafa nokkuð með það að gera (því maður er svo blankur).

Aaaaðeins meira röfl/væl.

Ég er ömöguleg!

Best að skríða upp í rúm og lesa í bók eftir Homi K. Bhabha - það er alla vega skemmtilegt nafn...

Comments:
Helga, þú ert best! Og ég skil þig líklega best með msn og ekki vera við tölvuna! En hey, er veskið þitt ekki eiginlega nýtt? skærgrænt úr bókval...
 
Það eru undantekningar ef ég nenni að fikta eitthvað í stillingunum á msn-inu og skype-inu hjá mér, þannig að ég skil mjög vel. Dáist að þeim sem nenna þessu.
Tölvan mín ákveður hins vegar oft sjálf að nú sé ég "busy" eða "away" jafnvel "offline". Undarlegt mál. :-)
 
Helga, vissulega notar þú statusa samviskusamlega! Ég hef einmitt tekið eftir því og virði þig fyrir það :o)

Hey, pink lady segiru? Eitt sinn komst ég í kynni við pink lady, hún rak hostel sem ég gisti á í Nice, kölluð bleik vegna pólýester galla í sama lit sem hún klæddist alltaf. En sú talaði litla ensku, svo ég hugsa að það sé ekki sú sama...
 
valdís, klárlega keypti ég veskið mitt glænýtt og skærgrænt í bókval í haust, og stefni að því að kæra þessa dónabúð fyrir neytendasamtökunum.
linda mín, it's only a click away...
una, pink lady (eða bleika skrýmslið eins og titillinn útleggst á íslensku) er sumsé ýmist með skærbleikt/útfjólublátt/upplitað hár...
 
Mjer fannst tetta akaflega skemmtilegt blogg, naut tess vel og jeg skil lika svo veeeel med pink lady monster (eda svona meira purlple tessa dagana).

En ad mikilvaegari malefnum, hvad helduru svo med Frakkann Fagra, helduru ad hann sje skotinn?

Og Auden er yndi, to tad sje bloggid a eftir tessu!
 
Homi K. Bhabha, jamm, skemmtilegt nafn, en það sem hann skrifar er kannski ekki eins skemmtilegt, eins fullt af "jargoni" og það er og næstum því óskiljanlegt í minningunni.
 
og ps. þetta var skemmtilegt blogg eins og alltaf.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?