mánudagur, febrúar 26, 2007

 

Zadie Smith sagði eitthvað um

að háskólagráða í ensku gerði úr manni gagnslausan þjóðfélagsþegn.
Með því á sá ágæti og margverðlaunaði rithöfundur við að BA-gráða í ensku hafi ekkert nytjagildi fyrir þjóðfélag viðkomandi.

Sömuleiðis vill Zadie Smith meina að eina leiðin til að verða góður penni sé að lesa, lesa, lesa annarra manna ritverk. Þannig gerir hún lítið úr mikilvægi sjálfra ritstarfanna, og neistanum sem rithöfundur verður að búa yfir til að getra tendrað tilfinninga/skoðanabál í lesanda sínum. Þess í stað virðist hún líta á ritlist sem fjölritun, afritun, speglun og klippimyndagerð, þar sem mikilvægustu uppsprettur viðfangsefnisins eru annarra manna uplifanir.

Með tilliti til þessa er ekki skrýtið að hin hlægilega ofmetna fyrsta skáldsaga hennar, White Teeth hafi á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að vera ófrumleg og tilgerðarleg endursýning á tilburðum annarra og hæfari rithöfunda, s.s. Hanif Kureshi og Salman Rushdie.

Nú, sé það haft í huga að Zadie Smith hefur í seinni tíð tekið undir slíka gagnrýni sem réttmæta í garð bókmenntalegs frumburðar síns (hún var rétt yfir tvítugt þegar White Teeth kom út), en að í hinni sömu seinni tíð láti hún jafnframt frá sér ummælin um mikilvægi þess að lesa, lesa, lesa... Þá veltir maður því auðvitað fyrir sér hvort hún hafi raunverulega þroskast, eða hvort hún taki einungis undir ummæli ganrýnenda því það er betra að láta hlægja með sér heldur en að sér...

Ég álykta að Zadie Smith sé enn sami vitleysingurinn. Og því er leikur einn að hunsa barnaleg ummæli hennar um háskólanám í ensku sem einn af dyntum hálffullorðins einstaklings sem vill virðast lífsreyndari en hann er, og gerir því lítið úr öllu sem honum var kennt að væri einhvers virði.

Ég ætla ekki að fara hérna út í kosti og galla enskunáms á háskólastigi, eða reyna að sannfæra menn um hversu dýrmæt ég verð íslensku samfélagi þegar Háskóli Íslands hefur afhent mér einhvern gráðubleðil. Eins og gamall félagi minn í the-dead-letter-department var vanur að segja "I'd prefer not to".

En ég ætla að fussa yfir öllum þeim sem halda því fram að skáldsögur, ljóð og teoría borgi ekki reikningana: filistearnir ykkar! Það sem skiptir máli er ekki hvað maður gerir heldur hversu vel maður gerir það. Það að setja mat á borðið byggist á því að geta unnið úr því sem maður hefur.

Comments:
Fussumsvei, hvaða rugl! Maður lærir það sem maður hefur áhuga á og svo verður bara eitthvað úr því! Svona fólk sko...
 
Sammála síðasta kommentara.
 
Heyr heyr Helga Valborg! Ég held alltént að ég sé ekki gangslaus þjóðfélagsþegn, og þó að kannski meirihluti nemenda minna hafi lítinn áhuga á enskum bókmenntum eru alltaf einhverjir sem hafa gaman af þvaðrinu í manni og fyllast áhuga á að vita meira... Svo ekki sé minnst á að bara það að lesa bókmenntir á enska tungu er auðgandi fyrir hvaða manneskju sem er, og þá af mörgum ástæðum. Íslendingar t.d. læra meiri ensku, öðlast víðari þekkingu á öðrum menningarheimum, og svo framvegis.
 
Yndislegt viðhorf Helga, það er líka það sem skiptir máli. Fyrir utan það að trúa á sjálfa sig, sem ég vona að þú gerir, því ég geri það.

Hunang og heslihnetur, kókoskúlur og hafragrjón.. eigðu góða helgi skotta.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?