þriðjudagur, mars 06, 2007
Domestic Bliss / Heimilisfriður
Farin til London og komin aftur til Keele, afturenda alheimsins.
Þó enskar bókmenntir eigi hug minn og hjarta þá er ég orðin frekar þreytt á því að vera nemandi. Þess vegna var ósköp kærkomið að gerast manneskja í tæpa viku og heimsækja elskurna mínar í 5 Woodend.
Ég gerðist barnfóstra og sá um Daníel, 5 ára mikilmenni á meðan foreldrar hans fóru með Isabellu, 3ja, í hjartaþræðingu. Nú er það svo að börn finna undantekningalítið hvernig pabba og mömmu líður, og varla hægt að ímynda sér hvernig sá stutti upplifði allt álagið og áhyggjurnar sem fylgdu þessu öllu saman. Um 5-leytið aðfaranótt þriðjudagsins skriðum við saman, litli glókollur og nátttröllsfrænka hans upp í hjónarúm og reyndum að gleyma því að húsráðendur og heimsætan væru á leið út í nóttina. Svefninn hafði loks yfirhöndina og ég svaf með lítinn putta í eyranu.
Svo voru það morgunverkin:
-heimsmet í hraðsturtun og klæðningu (5 mín)
-bran-flakes og ristað brauð með smjöri og sultu handa herramanninum
-heitt mjólkurkaffi handa nátttröllinu
-skólataska, vatnsbrúsi, húslyklar og hann fékk að fara á hlaupahjólinu
Engin eirð í mínum beinum á meðan skóladagurinn leið og hugurinn leitaði sífellt á sjúkrahúsið. Ég fann þó skammvinna huggun á Starbucks þar sem ég kúrði með Fingersmith eftir Sarah Waters og hvarf inn í London Viktoríutímans þar sem lesbískir þjófar eru ekki fæddir af sínum eigin mæðrum, og loks var kominn tími til að mæta við skólahliðið á Chestnut Class.
Litli maðurinn vildi ekki spila fótbolta við mig. Það hefur aldrei gerst áður og mun líklega aldrei eiga sér stað aftur. Hann sat bara dofinn eftir miðdegishressinguna sína og fékk að horfa á sjónvarpið (úff, dekurfrænka). Það var líka djús með kvöldmatnum og jelly í eftirmat og ég lofaði að hann mætti fá vöfflur þegar fótboltaæfingin væri búin. Hvað gerir maður til að hressa svona áhyggjufullt barn?
Maður les Horrid Henry (Skúla Skelfi)! Og maður les hann með tilþrifum. Og maður les hann allt of lengi, langt fram yfir háttatíma litla mannsins sem svaf þó ósköp lítið nóttina áður. En maður gerir það til að uppáhaldsfrændinn hlæi, en honum hafði varla stokkið bros á vör allan seinni partinn.
Loks kom svo pabbinn heim og um síðir mamman með litlu prinsessuna. Allt gekk víst eins og í sögu á sjúkrahúsinu, og niðurstöður rannsóknanna þvílíkt gleðiefni að hamingjan kitlar mig í nefið við það eitt að hugsa um það.
Þá tóku við nokkrir dagar þar sem frænkutröllið þurfti að deila tíma sínum niður á fótboltaglaðann Daniel, og hennar hátign Isabellu sem vildi ráða ein og sjálf yfir "my Helga". Teikna, Animals, Hippos, Whozzit, leika með "my ball". Óó. Við Drífa mamma lögðum okkur í líma við að þóknast litla fólkinu en óhjákvæmilega varð talsvert um ósætti. En þannig er heimurinn bara. Og maður gerir ekki betur en sitt besta.
Og þrátt fyrir allt, þá var ég glöð.
Þó enskar bókmenntir eigi hug minn og hjarta þá er ég orðin frekar þreytt á því að vera nemandi. Þess vegna var ósköp kærkomið að gerast manneskja í tæpa viku og heimsækja elskurna mínar í 5 Woodend.
Ég gerðist barnfóstra og sá um Daníel, 5 ára mikilmenni á meðan foreldrar hans fóru með Isabellu, 3ja, í hjartaþræðingu. Nú er það svo að börn finna undantekningalítið hvernig pabba og mömmu líður, og varla hægt að ímynda sér hvernig sá stutti upplifði allt álagið og áhyggjurnar sem fylgdu þessu öllu saman. Um 5-leytið aðfaranótt þriðjudagsins skriðum við saman, litli glókollur og nátttröllsfrænka hans upp í hjónarúm og reyndum að gleyma því að húsráðendur og heimsætan væru á leið út í nóttina. Svefninn hafði loks yfirhöndina og ég svaf með lítinn putta í eyranu.
Svo voru það morgunverkin:
-heimsmet í hraðsturtun og klæðningu (5 mín)
-bran-flakes og ristað brauð með smjöri og sultu handa herramanninum
-heitt mjólkurkaffi handa nátttröllinu
-skólataska, vatnsbrúsi, húslyklar og hann fékk að fara á hlaupahjólinu
Engin eirð í mínum beinum á meðan skóladagurinn leið og hugurinn leitaði sífellt á sjúkrahúsið. Ég fann þó skammvinna huggun á Starbucks þar sem ég kúrði með Fingersmith eftir Sarah Waters og hvarf inn í London Viktoríutímans þar sem lesbískir þjófar eru ekki fæddir af sínum eigin mæðrum, og loks var kominn tími til að mæta við skólahliðið á Chestnut Class.
Litli maðurinn vildi ekki spila fótbolta við mig. Það hefur aldrei gerst áður og mun líklega aldrei eiga sér stað aftur. Hann sat bara dofinn eftir miðdegishressinguna sína og fékk að horfa á sjónvarpið (úff, dekurfrænka). Það var líka djús með kvöldmatnum og jelly í eftirmat og ég lofaði að hann mætti fá vöfflur þegar fótboltaæfingin væri búin. Hvað gerir maður til að hressa svona áhyggjufullt barn?
Maður les Horrid Henry (Skúla Skelfi)! Og maður les hann með tilþrifum. Og maður les hann allt of lengi, langt fram yfir háttatíma litla mannsins sem svaf þó ósköp lítið nóttina áður. En maður gerir það til að uppáhaldsfrændinn hlæi, en honum hafði varla stokkið bros á vör allan seinni partinn.
Loks kom svo pabbinn heim og um síðir mamman með litlu prinsessuna. Allt gekk víst eins og í sögu á sjúkrahúsinu, og niðurstöður rannsóknanna þvílíkt gleðiefni að hamingjan kitlar mig í nefið við það eitt að hugsa um það.
Þá tóku við nokkrir dagar þar sem frænkutröllið þurfti að deila tíma sínum niður á fótboltaglaðann Daniel, og hennar hátign Isabellu sem vildi ráða ein og sjálf yfir "my Helga". Teikna, Animals, Hippos, Whozzit, leika með "my ball". Óó. Við Drífa mamma lögðum okkur í líma við að þóknast litla fólkinu en óhjákvæmilega varð talsvert um ósætti. En þannig er heimurinn bara. Og maður gerir ekki betur en sitt besta.
Og þrátt fyrir allt, þá var ég glöð.
Kv. úr enskri málfræði.
Kjáninn ég, þarna blasti hún við mér allan þennan tíma og hvar hef ég verið?
Ekki að lesa um þig, það er því miður á hreinu.
Nú hef ég fundið þig Helga mín og þér verður ekki undankomu auðið.
Múhahaha
Hafðu það annars bara sem allra allra allra best og þú átt von á pósti frá mér von bráðar..
<< Home