sunnudagur, mars 11, 2007
Það er svo auðvelt
að gráta í sturtu.
Það rennur allt saman á kinnunum, á bringunni, á fótleggjunum
og ég veit ekki hvað kemur að ofan og hvað innan frá.
Sturtubotninn meiðir setbeinin mín
og það er vont að halda utan um sjálfa sig.
Ég er öll oddur og egg
og skil ekki af hverju ekkert er mjúkt í lífinu lengur.
Ég get ekki haldið áfram að vera hörð
svo ég sit bara í sturtunni,
í móðunni og regninu,
og veit ekki hvort ég er hætt að gráta.
Það rennur allt saman á kinnunum, á bringunni, á fótleggjunum
og ég veit ekki hvað kemur að ofan og hvað innan frá.
Sturtubotninn meiðir setbeinin mín
og það er vont að halda utan um sjálfa sig.
Ég er öll oddur og egg
og skil ekki af hverju ekkert er mjúkt í lífinu lengur.
Ég get ekki haldið áfram að vera hörð
svo ég sit bara í sturtunni,
í móðunni og regninu,
og veit ekki hvort ég er hætt að gráta.
Ég gæfi mikið fyrir að geta komið til þín og knúsað þig.
Maður þarf ekkert að hafa fyrir því.
Sálin hreinsast um leið og maður sjálfur.
Tilfinningar eru nauðsynlegar.
Þær halda okkur mennskum.
Það er hollt að gráta en mundu að það er gott að brosa líka...
Fáðu þér unaðsgott te í kroppinn og hringdu heim.
við elsum þig og hugsum hlítt til þín, það er svo farið að styttast í fjölskyldu endurfundinn!
knús og endalausir kossar frá Kaupmannahöfn,
Andrea.
<< Home