sunnudagur, mars 11, 2007

 

Það er svo auðvelt

að gráta í sturtu.
Það rennur allt saman á kinnunum, á bringunni, á fótleggjunum
og ég veit ekki hvað kemur að ofan og hvað innan frá.

Sturtubotninn meiðir setbeinin mín
og það er vont að halda utan um sjálfa sig.
Ég er öll oddur og egg
og skil ekki af hverju ekkert er mjúkt í lífinu lengur.

Ég get ekki haldið áfram að vera hörð
svo ég sit bara í sturtunni,
í móðunni og regninu,
og veit ekki hvort ég er hætt að gráta.

Comments:
Risa rafrænt knús frá Leeds!
 
Æi, elskan mín.
Ég gæfi mikið fyrir að geta komið til þín og knúsað þig.
 
Mundu sokkinn.
 
Það er stutt í að við verðum saman á Akureyri í heilt ár! jeij :)
 
Ég mæli með stóru súkkulaðistykki, kaffibolla og Parachutes, virkar alltaf:) Sjáumst eftir örfáar vikur.
 
Sturtur eru tilvalinn staður til þess að gráta á.
Maður þarf ekkert að hafa fyrir því.
Sálin hreinsast um leið og maður sjálfur.

Tilfinningar eru nauðsynlegar.
Þær halda okkur mennskum.

Það er hollt að gráta en mundu að það er gott að brosa líka...
 
Helga.. leyfðu öðrum að halda utan um þig og hættu að skæla. Það er gott að kunna það en það er agalegt að festast svona í sturtu. Ég vil ekki að þú fáir ugga og tálkn og rennir úr greipum manns þegar maður ætlar að knúsa þig.

Fáðu þér unaðsgott te í kroppinn og hringdu heim.
 
Elsku Helga Valborg mín,
við elsum þig og hugsum hlítt til þín, það er svo farið að styttast í fjölskyldu endurfundinn!
knús og endalausir kossar frá Kaupmannahöfn,
Andrea.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?