mánudagur, mars 26, 2007

 

Ég ætla að skrifa

línu úr íslensku dægurlagi og það mun ekkert ykkar átta ykkur á hversu þrungin merkingu hún er fyrir mér. Og ég ætla ekkert að útskýra. Ég skulda ekki neinum neitt.

Mín hljóða sorg og hlátur þinn
sem hlutu sömu gröf.

Hitt er annað mál að ég er á förum. Frá Keele sko. Á fimmtudaginn. Að vera á förum hefur óhjákvæmilega ýmislegt í för með sér og þessa stundina er ég úrvinda. En engu að síður svo upptendruð að ég held ég sofi bara ekkert í nótt. Sem betur fer er enn stafli af bókasafnsbókum inni í litla ljóta herbergi andarungans svo mér ætti ekki að leiðast. Þetta eru allt verk sem ég mæli með:
- The Location of Culture eftir Homi K. Bhabha (bwahaha, brabra, hahaha)
- Crime Fiction eftir John Scaggs
- Contemporary Fiction eftir Jago Morrison (eins og páfagaukurinn og tónlistarmaðurinn)
- The Cambridge Introduction to Modern British Fiction 1950-2000 eftir Dominic Head (alltaf á hausnum, oh ég er fyndin í dag)
- Contemporary British Fiction, ritstj. Richard J. Lane, Rod Mengham og Philip Tew
- Contemporary Novelists: British Fiction since 1970 eftir Peter Childs (þ.e. Peter Pan)
- The Gothic Body eftir Kelly Hurley
- The Uncanny eftir Nicholas Royle
- The Female Grotesque eftir Mary Russo
- Gothic eftir Fred Botting

En hvað varð um síðustu daga?
- Fylla út eyðublöð, ljósrita leyfisbréf, fá dagsetningar á próf, skila öllu á til alþjóðafulltrúa eða Humanities Office og fá ekki þakkir heldur reikning upp á 50 pund. Þetta legg ég á mig til að fá að taka prófin á Ak.

- Hringja í flutningafyrirtæki og panta flutning á litlu ferðatöskunni minni til Drífu svo ég komist sjálf alla leið með lestunum.

- Uppgötva að téð fyrirtæki er sóðastofnun sem svindlar á fátækum námsmönnum.

- Hringja mörg símtöl í sóðana og sóðakónginn til að afpanta. Heimtaði algjöra endurgreiðslu og með því að vitna í Terms&Conditions þá vann ég - enda hef ég alltaf rétt fyrir mér. Svona yfirleitt.

- Hringja og hringja og senda e-mail til að ná sambandi við Ásútgáfuna og athuga með þýðingarverkefni.

- Kaupa rándýra pappakassa á pósthúsinu og lélegt límband.

- Fylla pappakassana af bókum og fötum og vefja 100m af lélegu límbandi utan um þá.

- Labba með 10kg (rándýran) pappakassa niður á pósthús. 2 ferðir. Var einhverra hluta vegna í flíspeysunni minn þó það væri steikjandi vorsólskin.

- Borga mörgmörg pund fyrir að senda (rándýru) pappakassana til Drífu.

- Alltof margar ferðir inn í Newcastle.

- Allt of margar heimsóknir í Boots. Ég er sucker fyrir vouchers og sucker fyrir öllu sem heitir krem/exfoliator/andlitsvatn/augnskuggi/body scrub, æ þið vitið, allt þetta, og þegar maður þarf bara að borga 1 pund á milli þá bara, æ. En hey, Advantage kortið mitt gaf mér loks ókeypis augnkrem, jibbí!

- Vondu rúmfötin. Oh. Hin eru óhrein.

- Kaffi. Kaffi. Kaffikaffikaffikaffi. En það er alla vega fairtrade...

- 2 formative exercises tilbúnar, 2 assessed essays tilbúnar, 4782 bls af skáldsögum og smásögum lesnar.

- Allar glósur, teoría og worksheets flokkuð, merkt og komin í möppur sem eru of fyrirferðarmiklar til að ég komi þeim í ferðatöskuna mína.

- Búin að semja við Sabrinu um að hún muni ættleiða matarafgangana mína, það er allt sem er óátekið.

- Netbankinn er versti óvinur minn. Nei, bankareikningarnir mínir eru verstu óvinir mínir.

- Búin að semja við Ruth um að draga með mér ferðatöskurnar tvær upp úr botnlanganum í Lindsey Hall og upp á strætóstoppistöð.

- Mörg stressköst yfir að ég muni bara koma annarri ferðatöskunni upp í lestina til London og verða sjálf eftir grenjandi á brautarpallinum með hina töskuna.

- Örþrifaráð: black cab frá Euston og heim til Drífu því það er ekki möguleiki að ég komist í Underground með 2 ferðastöskur og axlaveski.

- "Kærustuparið" í Lindsey C-block verður meira obnoxious með hverjum deginum. Mel er svona smápíka sem er sífellt skrækjandi eða vælandi og John-O (hver kallar sig John-O?) er með ótrúlega leiðinlega rödd sem bergmálar um alla ganga þegar hann skammast eða kvartar eða sleikir fýluna úr smápíkukærustunni sem lætur honum líða eins og stórkalli þó hann sé í raun bara 19 ára fótboltapjakkur sem er eins og gangandi auglýsing fyrir achne solutions... Alla vega, ég þoli þau ekki og við erum fleiri sem deilum þeirri skoðun.

- Tuddarnir í C-block halda áfram að brjóta þakplötur og klósettrör, og ég er með krosslagða fingur um að það verði ekki búið að senda út reikning á okkur öll þegar ég skila lyklinum á fimmtud. og fæ vonandi, vonandi, eitthvað af tryggingunni minni til baka.

- Pakki frá DD-Gúbbý, ó elskurnar mínar!

- Á fimm dögum hef ég sullað niður jafnmörgum tebollum.

Já, og ef ykkur leiðist, burstið þá tennurnar. Englendingar bursta sínar að að meðaltali einu sinni á dag og það er helmingi of sjaldan (má segja svona). Þeir eru kannski frægir fyrir sínar ljótu tennur en mér finnst það aðeins of dýru verði keypt...ljótar tennur, sko, þið skiljið.

Og annað mál. Ég ætla í frí frá háskólanum næsta haust. Það verður gott að vera manneskja um tíma og það verður gott að eignast pening aftur.

Góðar stundir.

Comments:
Mikið gleðst lítið hjarta yfir velgengni vinkonu þess.

Það telur slögin þar til vinkonan kemur aftur heim. Heim til Akureyrar.

5skriljón999,5skriljón998,5skriljón997...
 
Gangi þér vel með ferðatöskurnar og allt stússið. Þetta kemur!

En smá um línurnar í byrjun þessarar færslu. Ekki beint úr dægurlagatexta heldur úr ljóði eftir Stein Steinarr.
 
Ég hlakka svo til að sjá þig... með nýju gleraugunum! Hoho, nei, ég myndi ekki einu sinni yggla mig þótt þú myndir gleyma þeim. Þú verður besti páskaglaðningurinn :o)
 
Þýðingarverkefni???
Vantar nokkuð fleiri semi-enskufræðinga?
 
Eg sendi ter endalausa ast og endalaust af knusum og kossum! hlakka svo til ad sja tig tegar vid hittumst aftur a akureyrinni!!

Tu er best!
 
Sammála með tennur og tannvanhirðu enskra, ekki mönnum bjóðandi.
Skemmtu þér vel í Lundúnum.
Bestu kveðjur.
 
Þetta kætti mitt hjarta í enda 12 tíma vaktar helga mín!
En sá ég rétt í dag, gekk Helga Valborg framhjá Pennanum í dag án þess að kasta svo mikið sem á mig kveðju?
Hlakka til að sjá þig skvísa:)
 
Hey, það er til geðveikt góð síða á netinu - www.skottur.blogspot.com skoðaðu hana, þú verður ekki fyrir vonbrigðum! Svo er líka til önnur góð síða, www.skottlaus.blogspot.com en því miður hefur hún verið eins og biluð plata upp á síðkastið ;o)
 
Hæ þarna, mér finnst að þú eigir að blogga aftur. Ég er í krísu og með kvef og hor í nös og þarf á upplífgandi lesefni að halda. En á hinn bóginn, hvenær er ég ekki í krísu, ég er krísudrottningin Kría; Krísukría!
Við veeeerðum að hittast á msn sem fyrst stúlkukind!
xxx
 
Mér finnst líka að þú ættir að lauma inn nýrri bloggfærslu.
Það er gaman að lesa þig Helga mín.

Svo sjáumst við e.t.v. á Akureyri í páskafríinu?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?