sunnudagur, mars 18, 2007

 

Núna er tími

til að nýta tímann.

Núna er það seinni lokaritgerðin - Gothic Fictions: the uncanny spectral í Dracula og A Christmas Carol - og svo þarf ég bara að lesa The Book of Dave. Kýs að telja ekki teoríu og vinnublað fyrir 2 málstofur með, því það hljómar betur þannig.

Næstu nótt ætti ritgerðarómyndin að klárast. Ég get ekki byrjað að brasa neitt annað fyrr en ég er búin að kasta þessu.

Ekki það að maður sé ekki að brasa um leið og unnið er í ritgerð, hm...

- The Weather Man með Nicholas Cage er góð mynd. Ekki bara af því að Nicholas Cage leikur í henni. Ég held ég verði geðveik ef alluc.org gerir mér ekki kleift að horfa á síðasta hlutann, geðveik, án gríns, geðveik eins og konan í The Yellow Wallpaper, geðveik eins og maðurinn í The Raven, geðveik eins og vitleysingurinn í The Confessions of a Justified Sinner... Augljóst að the gothic á huga minn allan en það liggur nú í hlutarins eðli.

- 4 extra tyggjó er góð þjálfun fyrir kjálkavöðvana og koma í veg fyrir að maður sofni.

- Það er endalaust flókið og leiðinlegt að telja fram til skatts þegar maður leigir erlendis, átti innistæðu í erlendum bönkum um áramót, fékk styrki og þarf því að reikna út kostnaðinn sem kemur upp á móti, og geymir einhvern pening í sjóðum í Landsbankanum sem koma auðvitað ekki sjálfkrafa fram í gögnum frá netbanka Glitnis. Gott að eiga klára mömmu og gott að vera með skype.

- Sumar hárspangir eru ekki hannaðar fyrir fólk með gleraugu. Eða kannski eru sum gleraugu ekki hönnuð fyrir fólk sem notar hárspangir.

- Cappuchino á að vera 1/3 kaffi, 1/3 flóuð mjólk og 1/3 mjólkurfroða. Augljóslega þá hljóta flóaaða mjólkin og kaffiið að blandast en froðan á að fljóta ofan á. Ef einhver býður þér kaffidrykk sem er 1/3 kaffi blandað 2/3 heitri mjólk og kallar það cappuchino, þá skaltu benda viðkomandi á að til sé sérstakur drykkur fyrir þá sem kjósa slík hlutföll. Latte.

- Hversu lengi ætli sé skaðlaust að nota sama tannburstann?

- Sólþurrkaðir bananar eru frábær lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að uppfylla 5-á-dag kvótann. Meira að segja ég get sporðrennt 4 stk án þess að vera neitt sérlega svöng fyrir.

- Kosningar!

Í dag er sunnudagur og ný vika. Á fimmtudagskvöldið í næstu viku fer ég héðan burt, og til London, og kem aldrei aftur. Ég get ekki beðið. Ef ekki væri fyrir djös ritgerðina myndi ég eyða næstu dögum í að hugsa um hvað ég ætla að gera þegar þessir dagar eru liðnir.

Svo þarf ég líka að þvo þvott. Kemur.

Comments:
Samkvæmt minni starfsreynslu þýðir cappuccino "kaffi með hatt", sem þýðir espresso með froðu ofaná... en eðlilega bráðnar náttúrulega smá froða og blandast kaffinu :) En hvaða ógeðissull var verið að bjóða þér? Viðkomandi kaffiþjónn hefur ekki vitað neitt í sinn haus...
 
Ég veit um góða leið til að sleppa við að lenda á slæmum kaffibarþjóni með tilheyrandi kaffi sem veldur sárum vonbrigðum - hér er ráðið: sleppa því alfarið að drekka kaffi. ;-) Engin vonbrigði.

Bestu ritgerðaskrifabaráttukveðjur frá snæviþöktu Íslandi.
 
Og svo, þegar þinns kemur heim, þá horfum minns og þinns á Ghost Rider.
Harley Davidson og Nicholas Cage...

Getur ekki klikkað!

-Kay
 
Ég sendi þér ritgerðarstrauma úr ógeðisveðrinu! Brr...

Hlakka svo mikið til að knúsa þig og kreista í páskafríinu!
 
Eg sendi ter alla minu bestu strauma.

Eg er solbrunnin

tannburstinn minn endist otrulega lengi!!!

ekki spurning hvern tu att ad kjosa!! Vid hofum moguleika a ad koma Moggu Stinu inna ting, ekki spurning, afram x-s;)

Oll fotin min er otrulega drullug, og ta meina eg otrulega otrulega drullug, hafa ekki verid tvegin med heitu vatni i langan tima... Ekki nema sviti teljist heitt vatn;)

Lov u:)
Valdis
 
Elsku Helga mín!

Eftir rúmlega sex sólahringa verðum við loksins saman í LONDON! Það er stutt þangað til. En samt get ég ekki beðið. Kossar og knús

kveðja Hildur Sara

p.s. hann litli bróðir okkar var kosinn herra 8. bekkur. Ég trúi því varla að hann sé orðinn svalari en við:)
 
Jakk! Ég sé hana fyrir mér. Skríðandi upp við vegginn, eitthvað er í veggfóðrinu og hún svo ógeðsleg. Svo ógeðslega klikkuð.

Fæ enn þá hroll...

Þetta var samt allt saman svo óréttlátt og ekki henni að kenna.
Öllum öðrum!
 
En hvað er gaman að heyra fyrrverandi nemendur enn tala um The Yellow Wallpaper, enda mögnuð saga og áhrifarík!

Vonandi gekk þér vel að klára ritgerðina þína Skotta mín, ég er svo sem ekki í vafa um það að hún hefur verið brilljant þegar henni var lokið.

Varðandi seminarið sem þú minnist á í fyrra bloggi: aumingjar eru þetta að mæta ólesin, þú ert hetjan sem heldur þessu liði uppi.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?