fimmtudagur, mars 08, 2007

 

Nocturne

Það rignir úti í myrkrinu
en ég er í ömmuinniskónum.

Mér er illt í maganum að vanda
en queer theory er spennandi svo kannski gleymi ég mér.

Gleraugun mín er rispuð
en það sést bara framan á þeim.

Hnetusmjörskrukkan tæmdist
en ég á aðra óátekna.

Bráðum verður lítið eftir að sparigfénu mínu
en bráðum kemur sumarið með vinnu og svo haustið með meiri vinnu.

Nýmansfjölskyldan, Woodendfjölskyldan, afiogammaíholtateigi og stelpurnar mínar eru í margar km fjarlægð
en hér hef ég Kríu.

Ég er hrædd við að sofna og vakna
en það eru bara 3 vikur í að ég fari heim.

Alþjóðafulltrúi Hugvísindadeildar er ekki búin að svara e-mailinu mínu
en ég hef símanúmerið hjá henni og nóg af skypecredit.

Ég get engan vegin tekið allt dótið mitt með í lestarnar þegar ég fer
en ég fann fyrirtæki sem flytur door-to-door fyrir háskólanema.

Ég veit ekki hvort ég á að kjósa Vinstri-græna eða Samfylkinguna
en það er enn langt í kosningar.

Það kom hlussurandafluga inn um gluggann minn og var með ólæti
en randaflugur eru vorboðar.

Húðin mín er ömurlega þurr þessa dagana
en ég á 4 tegundir af rakakremi.

Maðurinn sem ég er með á heilanum á konu og börn
en það má alltaf láta sig dreyma.

Comments:
Ég er að fara í miðannarpróf í amerískum bókmenntum.
En það er árshátíð í kvöld.

3 vikur! Ég get ekki beðið :o)
 
Thad er bara gott ad lata sig dreyma.
En, eins gott ad engar hlussurandaflugur fari ad gera sig heimakomnar i herberginu minu. Jeg er svo mikill tortimandi ad jeg held ad mjer hafi m.a.s. tekist ad rada nidurlogum silfursottanna.
Bestu kvedjur.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?