miðvikudagur, mars 14, 2007

 

Reiður

dagur.

With a frown.

Ég verð örugglega með hrukkur á milli augabrúnanna langt fyrir aldurfram.

Reið.

Því að hafa plokkað brúnirnar í gærkvöldi svo ég gat ekki hnykklað þær og látið rauðsprengdu augun hverfa.

Því ég setti á mig of ullarsjalið áður en ég hljóp í seminar í morgun og það var sólskin og hiti og ég svitnaði á hálsinum.

Því það er ekki hægt að hlaða keele-kortið sitt með 10p klinki.

Því ég vaknaði með magaverk og fór út með magaverk og sat í 3ja klst seminar með magaverk.

Því fólkið í seminarinu þóttist ekki geta tjáð sig almennilega því það væri of loftlaust á skrifstofunni hennar Dr. Stoddard - hver þarf súrefni þegar viðfangsefnið er Salman Rushdie?

Því það var enginn nema búinn að gera background reading on queer theory og því ekkert gaman að tala um hlutverk lesbianism í Fingersmith eftir Sarah Waters, menn bara almennt naive og uncritical.

Því símfyrirtækið mitt lætur mig borga þegar ég fyrir að fá skilaboð um missed calls.

Því Tom félagi minn er sjálfsánægður kjáni sem keypti sér fiðlu í charity shop og þykist ætla að spila á hana opinberlega eftir viku.

Því fiðlan er að detta í sundur og því var endalaust vesen fyrir mig að setja nýja strengi í hana fyrir strákinn.

Því bókasafnsbókin um the novel of sensation eftir Lynn Pykett datt í sundur.

Því það verður miklu dýrara að kaupa bækur af Amazonmarketplace þegar ég verð komin til Íslands aftur.

Því báðir strætóbílstjórarnir sem ég ók með í dag kunnu ekki að keyra og voru krónískt upp á gangstéttum.

Því reiðin mín í dag sprettur af vanmætti. Ekki gat ég öskrað á strætóbílstjórana því ef þeir hefði spurt: vilt þú ekki bara taka við? Og ég hefði þurft að svara: nei, ég kann ekki að nota kúplingu.

Comments:
Hva, lærðiru aldrei á kúplingu stelpa, mér finnst vera vöntun á menntun þinni ef svo er...
Og hver heldur eiginlega að hann getur spilað á fiðlu eftir viku, nehehei. Þá ýlir fiðlan sko bara! oj, ekki vill ég heyra það!
Og já, ég er frekar að skrifa athugasemd hjá þér og lesa blogg en að skrifa ritgerðarbáknið. Þetta er krónískt vandamál.
 
Ég kann ekki heldur að nota kúplingu. Kúpling er tímaskekkja. Sjálfskipting er nútíminn. Og ekkert annað.
 
Ó þið aumu kúplings-lausu sálir!
 
Við vitum öll að símafyrirtæki eru oftast ömurleg en við getum ekki lifað án þeirra.
Skólakortið mitt get ég ekki hlaðið nema með korti, ömurleg hentisemi þeirra.
Fólk, almennt, virðist vera latt.
Ísland er lengst norður í hafi og langt frá öllu svona dóti.
En Helga mín, greyið... að geta ekki keyrt beinskiptan :(
 
Helga, I love you just as you are, kúpling eða ekki kúpling ;o) (samt spurning um að fara að bæta úr þessu hm ha). Knús í krús!
 
já usss... það styttist í London. Ricky Gervais og vonandi Blue Man Group og Arsenal. Ekki vill svo til að þú hafir séð/heyrt í Drífu um Arsenal miðana??? Ég hef nefnilega ekkert heyrt, reyndar ekki líklegt að þú vitir eitthvað um þessa blessuðu miða en hvað með það. peace out.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?