miðvikudagur, mars 23, 2005
Tilvistarkreppa
Það er svo erfitt að vera til - svo erfitt að eiga val!
Ég þarf að velja hvað ég vil læra við Háskóla Íslands næsta vetur - mér skilst nefnilega að það sé ekki hægt að taka hugvísindadeildina eins og hún leggur sig. Svekk.
Ég er komi með grunnhugmyndina, sko: tvöfalt BA-próf (4ra ára nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, íslensku, almennum málvísindum, þýðingafræði, þýsku og frönsku.
Eða ekki; búin að afmarka endanlegt val: almennar bókmenntir, íslenska, enska.
Langar að taka tvö aðalfög upp á 60 einingar, s.s. 120 eininga tvöfalt BA-próf, sem tekur reyndar ári lengur að ná heldur en hefðbundin 90 eininga gráða. Annað þessara faga mun væntanlega verða almenn bókmenntafræði, svo er bara að gera upp á milli íslensku og ensku...
Bleh, þetta er ekki alveg að gera sig. Svo er ég stressuð yfir því hvar ég eigi að búa - best væri að komast inn á stúdentagarðana en það gengur ekki oft í fyrstu tilraun. Svo ég verð væntanlega að redda mér húsnæði í einhverju kasti í blábyrjun september, ekki fer ágúst í það vesen, þá verð ég nebblega í
HEIDELBERG, HAH! Allan ágúst verð ég að skemmta mér, heimsækja fólk og læra þýsku í ÞÝSKALANDI, HAH! Þar sem Inga, Valdís og Una eru reyndar núna að njóta lífsins, án mín, af því að ég hef ekki efni á tveimur utanlandsferðum, búhú. Mikið óskaplega á ég bágt :-/
Maður þarf víst að velja og hafna, svei. Þetta er allt í klessu:
- gat ekki farið út með stelpunum um páskana því ég ætla að fara í ágúst
- get ekki farið á sumarnámskeið í Shakespeare við University of London því ég er búin að skrá mig í þýskuskóla
- get ekki hitt Bretana mína þegar þeir koma í ágúst, ekki hitt elsku Isabellu í fyrsta skiptið því þá verð ég í Þýskalandi
- get ekki unnið mér inn alveg fullt sumarkaup því ég ætla til Þýskalands í fjórar vikur að eyða pening sem ég mun ekki eiga
- get ekki unnið frá 9-22 eins oft og mér býðst þessa tvo mánuði sem ég verða að vinna því...
to be continued...
Ég þarf að velja hvað ég vil læra við Háskóla Íslands næsta vetur - mér skilst nefnilega að það sé ekki hægt að taka hugvísindadeildina eins og hún leggur sig. Svekk.
Ég er komi með grunnhugmyndina, sko: tvöfalt BA-próf (4ra ára nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, íslensku, almennum málvísindum, þýðingafræði, þýsku og frönsku.
Eða ekki; búin að afmarka endanlegt val: almennar bókmenntir, íslenska, enska.
Langar að taka tvö aðalfög upp á 60 einingar, s.s. 120 eininga tvöfalt BA-próf, sem tekur reyndar ári lengur að ná heldur en hefðbundin 90 eininga gráða. Annað þessara faga mun væntanlega verða almenn bókmenntafræði, svo er bara að gera upp á milli íslensku og ensku...
Bleh, þetta er ekki alveg að gera sig. Svo er ég stressuð yfir því hvar ég eigi að búa - best væri að komast inn á stúdentagarðana en það gengur ekki oft í fyrstu tilraun. Svo ég verð væntanlega að redda mér húsnæði í einhverju kasti í blábyrjun september, ekki fer ágúst í það vesen, þá verð ég nebblega í
HEIDELBERG, HAH! Allan ágúst verð ég að skemmta mér, heimsækja fólk og læra þýsku í ÞÝSKALANDI, HAH! Þar sem Inga, Valdís og Una eru reyndar núna að njóta lífsins, án mín, af því að ég hef ekki efni á tveimur utanlandsferðum, búhú. Mikið óskaplega á ég bágt :-/
Maður þarf víst að velja og hafna, svei. Þetta er allt í klessu:
- gat ekki farið út með stelpunum um páskana því ég ætla að fara í ágúst
- get ekki farið á sumarnámskeið í Shakespeare við University of London því ég er búin að skrá mig í þýskuskóla
- get ekki hitt Bretana mína þegar þeir koma í ágúst, ekki hitt elsku Isabellu í fyrsta skiptið því þá verð ég í Þýskalandi
- get ekki unnið mér inn alveg fullt sumarkaup því ég ætla til Þýskalands í fjórar vikur að eyða pening sem ég mun ekki eiga
- get ekki unnið frá 9-22 eins oft og mér býðst þessa tvo mánuði sem ég verða að vinna því...
to be continued...
þriðjudagur, mars 08, 2005
Kaupstaðarferð
- Sá um mig sjálf í höfuðstaðnum, sem sumir vilja nefna borg óttans - skil ekki af hverju, gekk þar um götur miðbæjarins alein upp úr miðnætti, með tvær töskur án teljandi vandkvæða
- Lærði að rata um miðbæinn; fann Skólavörðustíg, Laugaveg og Lækjartorg
- Fékk mér sunnudagssundsprett í Sundhöll Rvk (hlýtur að vera brandari éða alvarleg tímaskekkja, og sama má segja um öldungana sem svamla þar um eins og hafmeyjur)
- Tók strætó (næstum) alveg sjálf
- Heimsótti Ester frænku í Máváhlíð án þess að villast
- Fékk ekki hafraskonsu hjá Bakarameistaranum Suðurveri þrátt fyrir 2 atrennur
- Fékk hins vegar himneskt muffins í Hagkaup
- Fór með Unni á Kofa Tómasar frænda (sætur en subbulegur lítill staður á Laugaveginum), sem hún vill meina að sé uppáhaldskaffihúsið hennar - sorglegt, þar sem kaffið þar er ekki gott, næstum vont, barasta
- Varð vitni að umferðarslysi þar sem róni flaug upp í loftið eins og hann hefði fengið rakettu í rassinn
- Huggaði grátandi kaffibarþjón sem hélt að róninn hefði dáið
- Borðaði á Grænum Kosti, Skólavörðustíg - snilldar grænmetisstaður með fjölbreytta, súperholla og þrusugóða rétti á lágu verði
- Uppgötvaði Íslenska málstöð
- Seldi Eddu-Miðlun sál mína fyrir 3 bækur
- Skoðaði Bókaverslun Máls og Menningar, Laugavegi, og sór þess dýran eið að ég fái vinnu þar
- Keypti enn eitt veskið (voða flott, notað, úr leðri)
- Keypti GAS gallabuxur á offjár
- Keypti hvorki yfirhöfn né sundföt
- Neyddi djammfólkið á Grettisgötu með mér í ótímabært morgunsund
- Sat í stólnum hans Gísla Marteins
- Laug fullum fetum að Herdísi námsráðgjafa
- Sá Danna dansa yfir Miklubrautina
- Hljóp 10 km á innan við 45 mín
- Smakkaði Pop Tarts, eins og Gilmore Girls borða í morgunmat
- Kom Valdísi inn á Kristal Plús
fimmtudagur, mars 03, 2005
Hm
Af hverju ætli ég hafi keypt mér svo lágar gallabuxur að þær ættu að kallast legghlífar?