miðvikudagur, mars 23, 2005

 

Tilvistarkreppa

Það er svo erfitt að vera til - svo erfitt að eiga val!
Ég þarf að velja hvað ég vil læra við Háskóla Íslands næsta vetur - mér skilst nefnilega að það sé ekki hægt að taka hugvísindadeildina eins og hún leggur sig. Svekk.
Ég er komi með grunnhugmyndina, sko: tvöfalt BA-próf (4ra ára nám) í almennri bókmenntafræði, ensku, íslensku, almennum málvísindum, þýðingafræði, þýsku og frönsku.
Eða ekki; búin að afmarka endanlegt val: almennar bókmenntir, íslenska, enska.
Langar að taka tvö aðalfög upp á 60 einingar, s.s. 120 eininga tvöfalt BA-próf, sem tekur reyndar ári lengur að ná heldur en hefðbundin 90 eininga gráða. Annað þessara faga mun væntanlega verða almenn bókmenntafræði, svo er bara að gera upp á milli íslensku og ensku...

Bleh, þetta er ekki alveg að gera sig. Svo er ég stressuð yfir því hvar ég eigi að búa - best væri að komast inn á stúdentagarðana en það gengur ekki oft í fyrstu tilraun. Svo ég verð væntanlega að redda mér húsnæði í einhverju kasti í blábyrjun september, ekki fer ágúst í það vesen, þá verð ég nebblega í

HEIDELBERG, HAH! Allan ágúst verð ég að skemmta mér, heimsækja fólk og læra þýsku í ÞÝSKALANDI, HAH! Þar sem Inga, Valdís og Una eru reyndar núna að njóta lífsins, án mín, af því að ég hef ekki efni á tveimur utanlandsferðum, búhú. Mikið óskaplega á ég bágt :-/

Maður þarf víst að velja og hafna, svei. Þetta er allt í klessu:

- gat ekki farið út með stelpunum um páskana því ég ætla að fara í ágúst
- get ekki farið á sumarnámskeið í Shakespeare við University of London því ég er búin að skrá mig í þýskuskóla
- get ekki hitt Bretana mína þegar þeir koma í ágúst, ekki hitt elsku Isabellu í fyrsta skiptið því þá verð ég í Þýskalandi
- get ekki unnið mér inn alveg fullt sumarkaup því ég ætla til Þýskalands í fjórar vikur að eyða pening sem ég mun ekki eiga
- get ekki unnið frá 9-22 eins oft og mér býðst þessa tvo mánuði sem ég verða að vinna því...

to be continued...

þriðjudagur, mars 08, 2005

 

Kaupstaðarferð


fimmtudagur, mars 03, 2005

 

Hm

Af hverju ætli ég hafi keypt mér svo lágar gallabuxur að þær ættu að kallast legghlífar?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?