þriðjudagur, desember 06, 2005

 

Góðir hlutir

Kertaloginn að brenna niður dagatalskertið mitt
Að coke-lestin sé til í alvörunni og keyri niður Laugaveginn um helgina
Sjóðandi heitt neskaffi eftir kvöldmat
Að vera (næstum) búin að kaupa allar jólagjafirnar
Ljóta mömmupeysan
Að hafa keypt ógeeeeeeeðslega flotta gjöf handa Hildi Söru, oh
Handstúkur úr ull
'The Sally Gardens' eftir Yeats við enskt þjóðlag
Pabbi minn sem hringir í mig þegar ég þarf að tala við einhvern en er ekki búin að fatta það
Að það sé til fólk sem vilji hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni
Pétur Knútsson
Að það séu 2 jólabúðir í mínútna göngufæri frá húsinu mínu
Kertavax á puttann
Að börn leigusalanna ætli að leigja af okkur íbúðina yfir jólin - lifi hússjóðurinn
Að Finnbogi eigi þykjustutrukk
Jesúbarnið, auðvitað
Litla systir mín sem hringir þegar hún sér á blogginu mínu að ég sé í krísu
Að eyða laugardagskvöldi með vinkonum mínum úr enskudeildinni
Að mamma skuli hafa sent mér uppáhaldsjóladiskana mína að heiman
Kaffitár
'Tuck Everlasting' eftir Natalie Babbit
Að Inga skuli virkilega senda mér Hussel súkkulaði fyrir jólin
Að við mamma skulum báðar hata Composition
Tölvupóstur frá vinum mínum í Japan og Taílandi
Gúbbý
Johnny Martin að syngja 'When A Child Is Born'
Stúdentsmyndin af Unni sem ég fæ í jólagjöf
Að eftir 2 vikur verði ég heima á Akureyri
Að sofna í Rope Yoga
Að fljótlega hitti ég Valdísi Önnu og Freyju og Steinlaugu í Bókval og vinni með þeim, vei
Útskriftartónleikar Kristínar söngkríu
Að spjalla við Valdísi Ösp áður en hún fer til Austurríkis og hlýna í maganum af gleði
Jólin, bráðum

Comments:
Sko takk fyrir mig í þessari upptalningu, Sally Gardens er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds. Svo förum við og sjáum kóklestina um helgina, er það ekki?Takk fyrir laugardaginn og umsögnina um tónleikana hér, ég fer hjá mér og roðna af gleði.
 
Verð einmitt að komast að því hvenær þessi blessaða lest verður á ferðinni.
 
Af einhverjum ástæðum finnst mér svo gaman alltaf að lesa bloggið þitt:) Hlakka svo óstjórnlega til að hitta þig:) og ef þú gefur út bókina um rófueldamennskuna, heimta ég að fá eintak þar sem ég elska rófur:) Þú ert algjör gullmoli og mér þykir alveg óskaplega óskaplega vænt um þig:)
(maður má vera væminn á aðventunni;))
 
Úff, ég verð þá að vera væmin eins og allir hér að ofan :) en takk fyrir æðislega samveru áður en ég fer til útlandisins, það var ekkert smá gaman að hitta þig, og ég vona að þú hafir það ótrúlega gott á meðan þú ert heima hjá þér um jólin! já og eitt enn, ég gleymdi að láta þig fá jólakortið þitt í gær..
 
ég man ekki hvort að ég var búin að segja það áður, en það böggar mið geðveikt þegar blogger breytir fyrsta stafnum í nafninu mínu í lítinn!
 
Hæ, hæ og takk fyrir seinast. Frábært að það er aðeins bjartara yfir þessari færslu þinni! Og í sambandi við prófin er ágætt að hafa í huga að "allt vont tekur enda um síðir," svo ég haldi nú áfram að brengla orðatiltækjum og tilvitnunum :-)
Bestu kveðjur,
Linda
 
Oooo Linda, nú komst ég í Jólaskap, út af málshættinum þínum :)
 
Æ DD, ég ræð ekkert við formatið á þessu bloggi en ég biðst bara forláts á því að það sé að rugla í nafninu þínu. Þetta með jólakortið er nú minnsta málið, þú gætir t.d. látið frændfólk mitt hafa það í Sölden og þá verður það komið í hendur mér fyrir nýár. Já, og Valdís Anna, klárlega þá tileinka ég þér '1001 aðferð við að matreiða rófur'. Kristín og Linda, það verður sko 'Pride & Predjudice' strax á vormisseri, við þurfum sko að halda upp á að Composition 2 hefjist!
 
Hcað eru eiginlega handstúkur?
 
Haha, það eru svona 'legghlífar' fyrir úlnliði - fullkomið þegar maður er kulsæll, og einstaklega gott fyrir námsmenn eins og okkur sem þurfa að vinna mikið í tölvum.
 
ó! ég vildi að ég væri ekki búin að týna handstúkunum mínum! En ég sakna þín óskaplega!...miklu meira en handstúkanna (?rétt?) minna...og ég sakna þeirra sko mikið!!! og bráðum kemur Ester heim og bráðum á ég afmæli og bráðum koma jólin!!!
 
híhíhí já eða kulsækið fólk sem vinnur í Bókval á veturnar, þar sem að hitastigið getur farið niður í rassgat!!
 
já, ég er víst þessi anonymous sem var að kommenta hjá þér ;o)
 
Helga það er svo yndislegt þegar þér líður vel!!!
 
helga! ég hringdi í þig tvisvar en þú svaraðir ekki.. en það væri gaman að heyra í þér hljóðið við tækifæri.
 
Þetta er yndislegt, þú ert yndisleg og ert líka á þessum lista! Ég er ekki einu sinni sár yfir því að hafa verið "hlutgerð" ;op En þú góða mín hefur hins vegar verið kitluð!
 
Ég verð að minnast á einn góðan hlut í viðbót og það er að ég talaði við þig á föstudaginn í síma.
Það var dásamlegt að heyra í þér. Oh, hvað ég sakna þín; að fara saman í Súper í hádeginu og ná í Fréttablaðið, stöku hlaup í 10-11 fyrir salatbar, Body Balance á Bjargi og svo auðvitað kvöldin sem við eyddum saman, matreiddum stundum og horfðum á bíómyndir.
Ég heyri í þér um jólin og sé þig næsta vor.
Knús og kossar frá Þýskalandi,
Inga Steinunn.
 
Æ, ég tárast nú bara eiginlega við minninguna um okkur Fréttablaðssnápana, Inga mín - og takk fyrir símtalið, það var betra en allt heimsins súkkulaði.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?