mánudagur, maí 15, 2006
Dánarfregnir
Þennan dag fyrir 120 árum andaðist kona að nafni
Emily Dickinson
og mér þykir það leitt.
Ég veit ekki hvort nokkurt ykkar sem heimsækja þessa síðu (að enskuelskunum undanskildum) hafið hugmynd um af hverju mér þykir Miss Dickinson stórfengleg. Ég veit ekki hvort þið hafið yfir höfuð hugmynd um það hver þessi kona var - nema kannski að hún hafi verið eitthvað skáld, eitthvað frægt enskumælandi skáld, kannski bandarísk eða...
Emily Dickinson var ekki eitthvað skáld. Hún er með merkilegustu skáldum sem ensk tunga hefur eignast og ég elska hana.
Þessi kona skrifaði að minnsta kosti 1776 ljóð en aðeins 7 þeirra birtust meðan hún lifði. Hún varð fræg fyrir dauða sinn en ekki fyrir skáldskap heldur fyrir að einangra sig inni á heimili sínu, og hafa samband við umheiminn í gegnum bréfsnepla. Besta vinkona hennar hitti hana aldrei. Engu að síður reyndist sú vera vinur í raun þegar hún forðaði bleðlum með ljóðum og bréfum Miss Dickinson frá glötun, og fékk þau gefin út óritskoðuð. Annars hefði listin líklega farið í ruslið. Ljóðin eru öll ónefnd.
Þegar Emily Dickinson orti ljóð þá tók hún hníf og stakk sig brjóstið svo hjartablóðið draup á pappír. Svo grét hún tilfinningum, yndislegum og sárum, á blaðið, krumpaði það saman og lagði til hliðar. Þegar maður les verk eftir hana er það eins og að horfa inn meinið. Það ristir djúpt. Stundum kviknar bros en stundum kveinkar maður sér. Hún skrifaði einfalda, hefðbundna formgerð, yfirleitt ballöðuform en beygði það og sveigði eftir eigin duttlungum - enda voru þetta hennar ljóð.
Hér til hliðar má finna tengil inn á vefsíðu sem geymir ljóðasafn þessarrar sérkennilegu skáldkonu, og ég hvet alla til að lesa það sér til yndisauka. Ekki reyna að hafa uppi á íslenskum þýðingum verkanna; ég veit ekki hvort þær fyrirfinnast og ég vona ekki. Sumt væri illa gert þó það sé vel unnið.
Ég vildi óska að Emily Dickinson (1830-1886) hefði auðnast lengra líf. Þá hefði hún kannski getað skrifað meira, og hugsanlega, hugsanlega, fengið einhverja viðurkenningu samtímamanna sinna.
But although "the Moss had reached our lips - /And covered up - our names -" a true and honest legacy lives on as long as men value honesty and truth.
Long Years apart - can make no
Breach a second can not fill -
The absence of the Witch does not
Invalidate the spell-
The embers of a Thousand Years
Uncovered by the Hand
That fondled them when they were Fire
Will stir and understand-
(c. 1876)
Emily Dickinson
og mér þykir það leitt.
Ég veit ekki hvort nokkurt ykkar sem heimsækja þessa síðu (að enskuelskunum undanskildum) hafið hugmynd um af hverju mér þykir Miss Dickinson stórfengleg. Ég veit ekki hvort þið hafið yfir höfuð hugmynd um það hver þessi kona var - nema kannski að hún hafi verið eitthvað skáld, eitthvað frægt enskumælandi skáld, kannski bandarísk eða...
Emily Dickinson var ekki eitthvað skáld. Hún er með merkilegustu skáldum sem ensk tunga hefur eignast og ég elska hana.
Þessi kona skrifaði að minnsta kosti 1776 ljóð en aðeins 7 þeirra birtust meðan hún lifði. Hún varð fræg fyrir dauða sinn en ekki fyrir skáldskap heldur fyrir að einangra sig inni á heimili sínu, og hafa samband við umheiminn í gegnum bréfsnepla. Besta vinkona hennar hitti hana aldrei. Engu að síður reyndist sú vera vinur í raun þegar hún forðaði bleðlum með ljóðum og bréfum Miss Dickinson frá glötun, og fékk þau gefin út óritskoðuð. Annars hefði listin líklega farið í ruslið. Ljóðin eru öll ónefnd.
Þegar Emily Dickinson orti ljóð þá tók hún hníf og stakk sig brjóstið svo hjartablóðið draup á pappír. Svo grét hún tilfinningum, yndislegum og sárum, á blaðið, krumpaði það saman og lagði til hliðar. Þegar maður les verk eftir hana er það eins og að horfa inn meinið. Það ristir djúpt. Stundum kviknar bros en stundum kveinkar maður sér. Hún skrifaði einfalda, hefðbundna formgerð, yfirleitt ballöðuform en beygði það og sveigði eftir eigin duttlungum - enda voru þetta hennar ljóð.
Hér til hliðar má finna tengil inn á vefsíðu sem geymir ljóðasafn þessarrar sérkennilegu skáldkonu, og ég hvet alla til að lesa það sér til yndisauka. Ekki reyna að hafa uppi á íslenskum þýðingum verkanna; ég veit ekki hvort þær fyrirfinnast og ég vona ekki. Sumt væri illa gert þó það sé vel unnið.
Ég vildi óska að Emily Dickinson (1830-1886) hefði auðnast lengra líf. Þá hefði hún kannski getað skrifað meira, og hugsanlega, hugsanlega, fengið einhverja viðurkenningu samtímamanna sinna.
But although "the Moss had reached our lips - /And covered up - our names -" a true and honest legacy lives on as long as men value honesty and truth.
Long Years apart - can make no
Breach a second can not fill -
The absence of the Witch does not
Invalidate the spell-
The embers of a Thousand Years
Uncovered by the Hand
That fondled them when they were Fire
Will stir and understand-
(c. 1876)
laugardagur, maí 13, 2006
Desperada
Svona eins og Antonio Banderas í myndinni þar sem hann geymir hríðskotabyssu í gítartösku... En er hægt að gera miklar væntingar til manns sem kýs að stofna til hjónabands með Melanie Griffith? Allavega, svona eins og hann nema með kvenkyns endingu, ohoho.
Ég er sumsé ÖRVÆNTINGARFULL. Ég hamast og hamst að læra og læra fyrir þetta djös próf á mánudagsmorguninn en klukkustundirnar þjóta fram hjá - kannski eins og byssukúlur frá honum þarna Antonio. Kemst ekkert áfram, ekkert, ekkert, EKKERT. Ekki neitt neitt og guð minn, ég er byrjuð að skjálfa núna við tilhugsina. Áðan ætlaði ég að byrja að skæla úr reiði yfir því að það væri allt einu liðnir tveir tímar en hætti við og fékk mér sterkan mola. Sem ég bruddi afar fast og alvarlega.
Sólin úti er að ögra mér og ég er með ógeðslegt hár.
Urrr...
Ég er sumsé ÖRVÆNTINGARFULL. Ég hamast og hamst að læra og læra fyrir þetta djös próf á mánudagsmorguninn en klukkustundirnar þjóta fram hjá - kannski eins og byssukúlur frá honum þarna Antonio. Kemst ekkert áfram, ekkert, ekkert, EKKERT. Ekki neitt neitt og guð minn, ég er byrjuð að skjálfa núna við tilhugsina. Áðan ætlaði ég að byrja að skæla úr reiði yfir því að það væri allt einu liðnir tveir tímar en hætti við og fékk mér sterkan mola. Sem ég bruddi afar fast og alvarlega.
Sólin úti er að ögra mér og ég er með ógeðslegt hár.
Urrr...
föstudagur, maí 12, 2006
Ég er búin að vera með
*?&%!#*%+?$! fjörfisk í hægri rasskinninni síðan í gærkvöldi!
Er þetta hægt? Það er alla vega nánast ógerlegt að sitja og lesa málsögu við þessar aðstæður.
Held ég verði að láta taka rassinn af við öxl.
Er þetta hægt? Það er alla vega nánast ógerlegt að sitja og lesa málsögu við þessar aðstæður.
Held ég verði að láta taka rassinn af við öxl.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Svona er sálin í mér á litinn núna
When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse
And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?
Málað af eftirlætis indie rock/Brit pop bandinu mínu.
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse
And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?
Málað af eftirlætis indie rock/Brit pop bandinu mínu.
sunnudagur, maí 07, 2006
Randa(ndi)fluga
Fyrir kannski 3 vikum hljóp ég á fyrsta vorboðann.
Það var akfeit randafluga sem svínaði á mig þar sem ég var í mesta sakleysi að skokka heim úr jóga. Þó mér sé hálfilla við þessar loðnu lífverur þá er ég ekki vön að ráðast á þær að fyrra bragði - eiginlega þykir mér ágætt að vita af þeim þarna einhversstaðar úti í náttúrunni. Það er nefnilega svo að meðan randaflugur halda lífi á Fróni þá er betri sumartíð með blóm í haga (og tilheyrandi skorkvikindum). Ég varð þess vegna oggulítið döpur yfir því að hafa limlest vorsins fyrsta honeyB, en sú tilfinning vék fljótlega fyrir barnslegri hamingju minni yfir komandi summertime.
Vorboði númer 2: stelpa að kríta á bílaplani nágrannannans. Yðar einlæg þurfti að beita hörku til að hemja sig og halda áfram að lesa glósur í stað þess að hlaupa út og spyrja hvort maður mætti vera memm - og svo kannski pínu teygjutvist? Ég er góóóóóð í teygjutvist og mér finnst gaman að bursta lítil börn, eh...
Vorboði hinn þriðji var skyndileg löngun eftir ís í hádegisverð. En þar sem það er engin íssjoppa í kortersradíus frá rishöllinni minni þá beit ég bara í súrt en safaríkt epli. Við nánari ígrundun áttaði ég mig á því að ég hafði ekki snætt ís úr vél síðan ég fluttist í borgina utan þau tvö skipti í Kringlunni á góðri stundu, fyrst með henni litlu sys og svo öðru sinni með Valdísi Önnu minni. Þetta þóttu mér ekki góð tíðindi og verð að bæta úr þessu hið snarasta þegar ég sný aftur heim til Ak eftir prófin.
Hér kemur svo opinber staðfesting þess að það er ekki lengur vetur í lífi mínu: í morgun fór ég sokkalaus í vinnuna.
Það var akfeit randafluga sem svínaði á mig þar sem ég var í mesta sakleysi að skokka heim úr jóga. Þó mér sé hálfilla við þessar loðnu lífverur þá er ég ekki vön að ráðast á þær að fyrra bragði - eiginlega þykir mér ágætt að vita af þeim þarna einhversstaðar úti í náttúrunni. Það er nefnilega svo að meðan randaflugur halda lífi á Fróni þá er betri sumartíð með blóm í haga (og tilheyrandi skorkvikindum). Ég varð þess vegna oggulítið döpur yfir því að hafa limlest vorsins fyrsta honeyB, en sú tilfinning vék fljótlega fyrir barnslegri hamingju minni yfir komandi summertime.
Vorboði númer 2: stelpa að kríta á bílaplani nágrannannans. Yðar einlæg þurfti að beita hörku til að hemja sig og halda áfram að lesa glósur í stað þess að hlaupa út og spyrja hvort maður mætti vera memm - og svo kannski pínu teygjutvist? Ég er góóóóóð í teygjutvist og mér finnst gaman að bursta lítil börn, eh...
Vorboði hinn þriðji var skyndileg löngun eftir ís í hádegisverð. En þar sem það er engin íssjoppa í kortersradíus frá rishöllinni minni þá beit ég bara í súrt en safaríkt epli. Við nánari ígrundun áttaði ég mig á því að ég hafði ekki snætt ís úr vél síðan ég fluttist í borgina utan þau tvö skipti í Kringlunni á góðri stundu, fyrst með henni litlu sys og svo öðru sinni með Valdísi Önnu minni. Þetta þóttu mér ekki góð tíðindi og verð að bæta úr þessu hið snarasta þegar ég sný aftur heim til Ak eftir prófin.
Hér kemur svo opinber staðfesting þess að það er ekki lengur vetur í lífi mínu: í morgun fór ég sokkalaus í vinnuna.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Ég nenni
þessu ekki.
Brýt saman þvott milli þess sem ég
ædentifæa verbfreises bæ applæing ðe follóing konströktion tests
interrogative
do (so) anaphora
gapping
pseudocleft
topicalisation
though-extraction
Það er næstum skárra að vera málvísundur heldur en málfretur.
Og svo er kaffið líka búið.
Brýt saman þvott milli þess sem ég
ædentifæa verbfreises bæ applæing ðe follóing konströktion tests
interrogative
do (so) anaphora
gapping
pseudocleft
topicalisation
though-extraction
Það er næstum skárra að vera málvísundur heldur en málfretur.
Og svo er kaffið líka búið.
mánudagur, maí 01, 2006
Pokalafði
Ég átti skondinn dag um daginn. Téður (laugar)dagur hófst með örvæntingafullum lokaundirbúningi fyrir próf í bandarískri menningarsögu. Svo flysjaði ég puttann á mér með ostaskera en ályktaði að það væri góður fyrirboði. Ég tók prófið og féll tíma sem skiptir ekki öllu máli lengur. Skipti reyndar engu máli þá heldur því ég var svo þreytt eftir svefnvana nótt og próftökuna sjálfa að það var engin orka aflögu til að gráta það sem gert var.
Til að hressa sálartetrið og auðga andann brugðum við Kría okkur í Bónus á Laugaveginum að átökunum loknum, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að afraksturinn reyndist góður haldapoki hjá hvorri um sig. Þaðan þurfti yðar einlæg að mæta til vinnu í Máli&Menningu og var Bónuspokinn meðferðis.
Nú mætti halda að Jóhannes Baugur væri opinber styrktaraðili þessarrar síðu en svo er ekki.
Í vinnunni fékk yðar einlæg lánuð tímarit sem fylltu annan góðan poka. Þess utan var axlataskan hennar úttroðin af veski, snyrtibuddu, götukorti, inniskóm, nestisboxi, ensk-enskri orðabók, vatnsbrúsa, prjónahúfu, pennaveski, geislaspilara, hárgreiðu og ljóðasafni W.B. Yeats.
Hér lýkur formála og inngangsorðum og hefst nú ævintýrið. Nei, bíðið, í millitíðinni heftaði ég í puttann, sama puttann og var flysjaður fyrr um daginn.
Þegar kvöldvaktinni minni lauk var klukkan orðin 23 og nammidagur. Laugarsdagskvöld eru nammikvöld og eitthvað þurfti að maula yfir tískublöðunum en þau stefndi ég með undir sæng. Því brá ég á það ráð að lalla niður í 10-11 í Austurstræti, eins og svo oft áður þegar mig fýsir í fokdýrt sælgæti á ókristilegum tíma.
Með níðþungan Bónuspoka í annarri hendi, tímaritapokann í hinni og töskuskrýmslið um öxl skreiddist ég loks inn í verslunina og þar var sannkölluð laugardagsdjammstemming. Strípaðir Íslendingar á támjóum skóm að kaupa bland, g-strengsgellur að leita að snakki og áttavilltir túrhestar á höttunum eftir síðbúnum pylsukvöldverð. Ég skellti pokunum tveimur og axlatöskunni ofan í innkaupakerru og stefndi á nammibarinn.
Skrýtið augnatillit eins ferðalangsins reikaði frá pokunum og töskunni í kerrunni, upp kroppinn á mér og niður aftur. "Karlskarfurinn", hugsaði ég gröm en leit fyrir tilviljun niður á kerruna líka. Og skildi - og hló innan í mér. Útpískuð afgreiðsludaman ég var eins og besta baglady, ragdoll sem átti í engin hús að venda nema kjörbúðir með langan opnunartíma. Á augabragði hætti skósíða svarta vintagepilsið mitt að vera trendy og ummyndast í útigangspils. Græna notaða skíðaúlpan var ekki lengur skemmtileg heldur sorgleg. Prjónasjalið mitt ekki flottara en trefill heldur bara treflastaðgengill sem líka mátti binda um hausinn. Ullarhúfan ekki stór heldur of stór. Og aleiga mín í plastpokum og tösku ofan í innkaupakerru.
Ég komst í blússandi karakter og snarhætti við að fara heim. Hékk bara í búðinni og skoðaði allt sem fyrir augu bar, handlék og tautaði við sjálfa mig. Það var gaman. Góður þykjustuleikur. Ég rúntaði í marga hringi inni í búðinni og ímyndaði mér að ég ætti ekkert hlýtt rúm að skríða upp í eftir lokun á miðnætti. Aumingja pokalafðin.
Um nóttina prófaði ég svo annað hlutverk, fór í gulan blúnduhlýrabol og bleikar náttbuxur, kveikti á ilmkerti, setti krem á fæturna og Alanis Morisette í spilarann. Uppi í rúmi með bland í poka, Elle magazine og Marie Claire, allt annar fílingur. En maður verður auðvitað að hafa smá tilbreytingu í þessu lífi.
Til að hressa sálartetrið og auðga andann brugðum við Kría okkur í Bónus á Laugaveginum að átökunum loknum, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að afraksturinn reyndist góður haldapoki hjá hvorri um sig. Þaðan þurfti yðar einlæg að mæta til vinnu í Máli&Menningu og var Bónuspokinn meðferðis.
Nú mætti halda að Jóhannes Baugur væri opinber styrktaraðili þessarrar síðu en svo er ekki.
Í vinnunni fékk yðar einlæg lánuð tímarit sem fylltu annan góðan poka. Þess utan var axlataskan hennar úttroðin af veski, snyrtibuddu, götukorti, inniskóm, nestisboxi, ensk-enskri orðabók, vatnsbrúsa, prjónahúfu, pennaveski, geislaspilara, hárgreiðu og ljóðasafni W.B. Yeats.
Hér lýkur formála og inngangsorðum og hefst nú ævintýrið. Nei, bíðið, í millitíðinni heftaði ég í puttann, sama puttann og var flysjaður fyrr um daginn.
Þegar kvöldvaktinni minni lauk var klukkan orðin 23 og nammidagur. Laugarsdagskvöld eru nammikvöld og eitthvað þurfti að maula yfir tískublöðunum en þau stefndi ég með undir sæng. Því brá ég á það ráð að lalla niður í 10-11 í Austurstræti, eins og svo oft áður þegar mig fýsir í fokdýrt sælgæti á ókristilegum tíma.
Með níðþungan Bónuspoka í annarri hendi, tímaritapokann í hinni og töskuskrýmslið um öxl skreiddist ég loks inn í verslunina og þar var sannkölluð laugardagsdjammstemming. Strípaðir Íslendingar á támjóum skóm að kaupa bland, g-strengsgellur að leita að snakki og áttavilltir túrhestar á höttunum eftir síðbúnum pylsukvöldverð. Ég skellti pokunum tveimur og axlatöskunni ofan í innkaupakerru og stefndi á nammibarinn.
Skrýtið augnatillit eins ferðalangsins reikaði frá pokunum og töskunni í kerrunni, upp kroppinn á mér og niður aftur. "Karlskarfurinn", hugsaði ég gröm en leit fyrir tilviljun niður á kerruna líka. Og skildi - og hló innan í mér. Útpískuð afgreiðsludaman ég var eins og besta baglady, ragdoll sem átti í engin hús að venda nema kjörbúðir með langan opnunartíma. Á augabragði hætti skósíða svarta vintagepilsið mitt að vera trendy og ummyndast í útigangspils. Græna notaða skíðaúlpan var ekki lengur skemmtileg heldur sorgleg. Prjónasjalið mitt ekki flottara en trefill heldur bara treflastaðgengill sem líka mátti binda um hausinn. Ullarhúfan ekki stór heldur of stór. Og aleiga mín í plastpokum og tösku ofan í innkaupakerru.
Ég komst í blússandi karakter og snarhætti við að fara heim. Hékk bara í búðinni og skoðaði allt sem fyrir augu bar, handlék og tautaði við sjálfa mig. Það var gaman. Góður þykjustuleikur. Ég rúntaði í marga hringi inni í búðinni og ímyndaði mér að ég ætti ekkert hlýtt rúm að skríða upp í eftir lokun á miðnætti. Aumingja pokalafðin.
Um nóttina prófaði ég svo annað hlutverk, fór í gulan blúnduhlýrabol og bleikar náttbuxur, kveikti á ilmkerti, setti krem á fæturna og Alanis Morisette í spilarann. Uppi í rúmi með bland í poka, Elle magazine og Marie Claire, allt annar fílingur. En maður verður auðvitað að hafa smá tilbreytingu í þessu lífi.