laugardagur, apríl 29, 2006
Crap!
Ég reyni alltaf við þennan sæta mann sem þekkir frænda minn og kemur í sífellu að láta mig pakka inn fyrir sig.
Bad cashier!
En þar sem ég er feimin eins og ostra þá nær það aldrei lengra en tilburðir við að vera fyndin.
jesúsminnalmáttugur
Bad cashier!
En þar sem ég er feimin eins og ostra þá nær það aldrei lengra en tilburðir við að vera fyndin.
jesúsminnalmáttugur
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Hemm hemm
Undur og stórmerki og bara vei!
Minns vann í happdrætti í 2. skipti á öllum sínum árum, gleðilegt.
Það er deginum ljósara að forsjónin hefur áhyggjur af tónlistarmenningunni á mínum bæ því í bæði þessi skipti er það geisladiskur sem mér hlotnast:
fyrst A Rush of Blood To the Head með Coldplay þegar ég var 17, happdrætti hjá Tónlistarfélagi Menntaskólans á Ak, þurfti að fara upp á svið í Löngu mjög svo opinberlega, ó ó
svo núna Benni Hemm Hemm frá bankanum mínum, í pósti, fjúff
og það nokkuð góðir diskar báðir 2. Takk lukka.
Benni Hemm Hemm er í spilaranum, hring eftir hring, aftur og aftur.
Sálin í mér grætur og ég fæ hroll því til eru fræ og skip
og von sem hefir vængi sína misst
og varir sem aldrei geta kysst
og elskendur sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð sem lifna og deyja í senn
og lítil börn sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson)
Minns vann í happdrætti í 2. skipti á öllum sínum árum, gleðilegt.
Það er deginum ljósara að forsjónin hefur áhyggjur af tónlistarmenningunni á mínum bæ því í bæði þessi skipti er það geisladiskur sem mér hlotnast:
fyrst A Rush of Blood To the Head með Coldplay þegar ég var 17, happdrætti hjá Tónlistarfélagi Menntaskólans á Ak, þurfti að fara upp á svið í Löngu mjög svo opinberlega, ó ó
svo núna Benni Hemm Hemm frá bankanum mínum, í pósti, fjúff
og það nokkuð góðir diskar báðir 2. Takk lukka.
Benni Hemm Hemm er í spilaranum, hring eftir hring, aftur og aftur.
Sálin í mér grætur og ég fæ hroll því til eru fræ og skip
og von sem hefir vængi sína misst
og varir sem aldrei geta kysst
og elskendur sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð sem lifna og deyja í senn
og lítil börn sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson)
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Take heart, braveheart
Í gær var ég aum. Fyrst kitlaði vorið mig í tærnar svo ég gat ekki lært heldur fór bara á pósthúsið og hékk þar, og svo tók við hausverkur sem leiddi af sér pirring og almenn leiðindi.
Í morgun vaknaði ég, ennþá pirruð, og var að hugsa um að fara bara ekkert í ræktina
EN
mundi að yogakennarinn minn væri kominn heim frá páskafríi sínu í sunny California (þar sem rúsínur vaxa á trjánum) svo: upp, í og út.
Úti var Björk svarthærð og bauð mér á tónleika. Hún er góð og ég er glöð að hún muni spila uppáhalds eftirlætisfiðlukonsertinn minn eftir Mendelson. Vonandi fæ ég þá að heyra hljóminn í nýju fiðlunni, rándýru ógurlega fínu fiðlunni hennar, gaman gaman.
En, back to the basics, ég fór í yoga og lifnaði við í ennisholunum - það er svona að láta hausinn hanga niðri við gólf mínútum saman, þá kemst hreyfing á hlutina þarna uppi, blóð, hor og allt saman. Upplifði líka alveg nýja kennd, svona þögla, æsta, magnaða tilfinningu.
Þetta reyndist nefnilega keppnis yogatími, enda kennarinn ekki búinn að hreyfa sig í 2 vikur, heldur borða bara ameríska hamborgara út í eitt. Í fyrsta skipti var tónlistin í tímanum ekki eingöngu fljótandi bakgrunnsniður heldur baráttusöngur. Ég er ekki að grínast enda hefði mér aldrei dottið þetta í hug. Miss Darcy var með langan kafla af tónlist úr Braveheart (gott ef það var ekki þemað sjálft) á meðan við gerðum jafnvægisæfingar. Þetta var allt saman frekar fyndið, fullur salur af kéllingum af öllum stærðum og gerðum og stirðleikum, sem kepptust við að toga hægri fótinn hærra heldur en næsta gella. Með æðisglampa í augum þá reyndi hver fyrir sig að "vinna yogað", hah, ótrúlegt, en stórskemmtilegt. Ég varð svo uppfull af baráttuanda að ég svínaði á alla bíla á hlaupunum heim og brenndi brauðsneiðina í ristavélinni - sigur!
Þökk sé Mel Gibson þá er ég stríðsstúdent í dag en enginn voraumingi með hor.
Í morgun vaknaði ég, ennþá pirruð, og var að hugsa um að fara bara ekkert í ræktina
EN
mundi að yogakennarinn minn væri kominn heim frá páskafríi sínu í sunny California (þar sem rúsínur vaxa á trjánum) svo: upp, í og út.
Úti var Björk svarthærð og bauð mér á tónleika. Hún er góð og ég er glöð að hún muni spila uppáhalds eftirlætisfiðlukonsertinn minn eftir Mendelson. Vonandi fæ ég þá að heyra hljóminn í nýju fiðlunni, rándýru ógurlega fínu fiðlunni hennar, gaman gaman.
En, back to the basics, ég fór í yoga og lifnaði við í ennisholunum - það er svona að láta hausinn hanga niðri við gólf mínútum saman, þá kemst hreyfing á hlutina þarna uppi, blóð, hor og allt saman. Upplifði líka alveg nýja kennd, svona þögla, æsta, magnaða tilfinningu.
Þetta reyndist nefnilega keppnis yogatími, enda kennarinn ekki búinn að hreyfa sig í 2 vikur, heldur borða bara ameríska hamborgara út í eitt. Í fyrsta skipti var tónlistin í tímanum ekki eingöngu fljótandi bakgrunnsniður heldur baráttusöngur. Ég er ekki að grínast enda hefði mér aldrei dottið þetta í hug. Miss Darcy var með langan kafla af tónlist úr Braveheart (gott ef það var ekki þemað sjálft) á meðan við gerðum jafnvægisæfingar. Þetta var allt saman frekar fyndið, fullur salur af kéllingum af öllum stærðum og gerðum og stirðleikum, sem kepptust við að toga hægri fótinn hærra heldur en næsta gella. Með æðisglampa í augum þá reyndi hver fyrir sig að "vinna yogað", hah, ótrúlegt, en stórskemmtilegt. Ég varð svo uppfull af baráttuanda að ég svínaði á alla bíla á hlaupunum heim og brenndi brauðsneiðina í ristavélinni - sigur!
Þökk sé Mel Gibson þá er ég stríðsstúdent í dag en enginn voraumingi með hor.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Vitiði hvað er gott?
Hafragrautur með kakó!
Í dag mátaði ég atferli. Ég ímyndaði mér að ég væri vísindalegur atferlisfræðingur og þess vegna fór ég í sturtu ÁÐUR en ég fór út að hlaupa. Ég hljóp líka rangsælis og bara 3/4 af leiðinni. Svo labbaði ég heim og klappaði 3 köttum. Einn malaði, einn mjálmaði og einn beit mig í hnéskelina.
Ég borðaði morgunmatinn minn sveitt því öllum er sama. Það er hollt að svitna. Svo fór ég aftur í sturtu og sat í sturtubotninum og prófaði að drekka heita vatnið sem streymdi úr sturtuhausnum.
Ég fór sparikjól og byrjaði að skrifa ritgerð. Ég áformaði sparikvöldverð á Sumardaginn fyrsta með Kríunni minni og hlustaði líka á Strumpageisladiskinn sem ég eignaðist meðan ég var barn og gekk unglingadeild Lundarskóla. Ég átti ekki nóg í dökka vél en vildi þvo íþróttafötin mín svo ég smurði bara tómatsósu í sparikjólinn og reddaði málunum þannig.
Ég ákvað að eyða afgangnum af deginum í blettóttri hettupeysu því hún er góð en setti á mig varalit til að hafa smá jafnvægi. Ég fór líka í einn hælaskó og einn strigaskó.
Á meðan ég talaði við Björk og Unni, sem eru bestar, þá kúrði ég undir skrifborðinu mínu og þóttist vera kisa. Mig langaði nefnilega að komast að því hvað það er sem fær kött til að vilja bíta stelpur. Að sjálfsögði rak ég hausinn oft í en afréð að það hlyti að vera kúl að vera með kúlur.
Í kvöld ætla ég aftur að fá mér hafragraut með kakó til að loka hringnum.
Í dag mátaði ég atferli. Ég ímyndaði mér að ég væri vísindalegur atferlisfræðingur og þess vegna fór ég í sturtu ÁÐUR en ég fór út að hlaupa. Ég hljóp líka rangsælis og bara 3/4 af leiðinni. Svo labbaði ég heim og klappaði 3 köttum. Einn malaði, einn mjálmaði og einn beit mig í hnéskelina.
Ég borðaði morgunmatinn minn sveitt því öllum er sama. Það er hollt að svitna. Svo fór ég aftur í sturtu og sat í sturtubotninum og prófaði að drekka heita vatnið sem streymdi úr sturtuhausnum.
Ég fór sparikjól og byrjaði að skrifa ritgerð. Ég áformaði sparikvöldverð á Sumardaginn fyrsta með Kríunni minni og hlustaði líka á Strumpageisladiskinn sem ég eignaðist meðan ég var barn og gekk unglingadeild Lundarskóla. Ég átti ekki nóg í dökka vél en vildi þvo íþróttafötin mín svo ég smurði bara tómatsósu í sparikjólinn og reddaði málunum þannig.
Ég ákvað að eyða afgangnum af deginum í blettóttri hettupeysu því hún er góð en setti á mig varalit til að hafa smá jafnvægi. Ég fór líka í einn hælaskó og einn strigaskó.
Á meðan ég talaði við Björk og Unni, sem eru bestar, þá kúrði ég undir skrifborðinu mínu og þóttist vera kisa. Mig langaði nefnilega að komast að því hvað það er sem fær kött til að vilja bíta stelpur. Að sjálfsögði rak ég hausinn oft í en afréð að það hlyti að vera kúl að vera með kúlur.
Í kvöld ætla ég aftur að fá mér hafragraut með kakó til að loka hringnum.
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Þetta var svo ljótur dagur!
ojojojojojojojojojojojojojojojojojojojojojojojoj
Það hlýtur að teljast meinsæri eða landráð eða guðlast eða dauði
að vera á bömmer frá klukkan 9:40 til 21: 44 (s.s. núna) - vá!
Við erum hér að tala um hálfan sólarhring
í ekkert
ekkert!
nema bleh úff oh á búhú ó æ döh
Teppið hefur aldreialdreialdrei verið ljótara
og hárið á mér, jeez!, er svo ljótt
að ekki sé minnst á táneglurnar ljótu
nú eða sólina sem er ógeðslega ljót
og vond að skína í augun á mér og á tölvuskjáinn hjá mér og inn um gluggana mína
svo mig langar út að kaupa ís
en ég er svo ljót að ég á það ekki skilið heldur bara bömmer sem er vont.
Það er vont að vera ljótur og ljótt að vera vondur
og ég og þessi dagur við erum sko versta ljóta par í heimi og geimi.
Við erum svo súr, skal ég segja ykkur, að við erum meira að segja óvelkomin á þorrablót.
Þorri fólksins blótar okkur bara.
En mér er alveg sama og ég geri ekkert í því
vegna þess að í dag er ég ljót og vond við sjálfa mig.
Bless.
Það hlýtur að teljast meinsæri eða landráð eða guðlast eða dauði
að vera á bömmer frá klukkan 9:40 til 21: 44 (s.s. núna) - vá!
Við erum hér að tala um hálfan sólarhring
í ekkert
ekkert!
nema bleh úff oh á búhú ó æ döh
Teppið hefur aldreialdreialdrei verið ljótara
og hárið á mér, jeez!, er svo ljótt
að ekki sé minnst á táneglurnar ljótu
nú eða sólina sem er ógeðslega ljót
og vond að skína í augun á mér og á tölvuskjáinn hjá mér og inn um gluggana mína
svo mig langar út að kaupa ís
en ég er svo ljót að ég á það ekki skilið heldur bara bömmer sem er vont.
Það er vont að vera ljótur og ljótt að vera vondur
og ég og þessi dagur við erum sko versta ljóta par í heimi og geimi.
Við erum svo súr, skal ég segja ykkur, að við erum meira að segja óvelkomin á þorrablót.
Þorri fólksins blótar okkur bara.
En mér er alveg sama og ég geri ekkert í því
vegna þess að í dag er ég ljót og vond við sjálfa mig.
Bless.
Óbjóður
á skóla
á piparmolum
á munnangrinu
á ýsu
á teppalögðum gólfum
á fuglaflensunni
á naglaklippum
á stríði
á blautum þvotti
á brauði
á blankheitum
á tilgerðarlegum nihilistum
á magaverknum
á matvöruverði
á skólaumsóknum
á gleraugnaumgjörðinni
á sambýli
á tannburstanum
á tímaskorti
á maskaklessum
á hnökkum og hnakkamellum
á opnunartíma pósthúsa
á tómum dósum
á auma eyrnasneplinum
á rakstri
á flugvélahellum
á ráðaleysi
á doða
á eftirsjá
á sektarkennd
á sjálfshatri
ááá
á piparmolum
á munnangrinu
á ýsu
á teppalögðum gólfum
á fuglaflensunni
á naglaklippum
á stríði
á blautum þvotti
á brauði
á blankheitum
á tilgerðarlegum nihilistum
á magaverknum
á matvöruverði
á skólaumsóknum
á gleraugnaumgjörðinni
á sambýli
á tannburstanum
á tímaskorti
á maskaklessum
á hnökkum og hnakkamellum
á opnunartíma pósthúsa
á tómum dósum
á auma eyrnasneplinum
á rakstri
á flugvélahellum
á ráðaleysi
á doða
á eftirsjá
á sektarkennd
á sjálfshatri
ááá
mánudagur, apríl 10, 2006
Epiphany óskast
Enskunemi þarf nauðsynlega að fæða 1 stk literary analysis af smásögunni The Dead eftir James Joyce fyrir kvöldmat á miðvikudag. Þá ætlar viðkomandi nefnilega að fara til Ak í páskafrí. Allar hugmyndir vel þegnar. Óska einnig eftir stáltaugum á viðráðanlegu verði.
Vinsamlegast athugið að "Gabriel Conroy's final ponderings represent the infinite emotional paralysis of the protagonist and the Irish people" og "Gabriel Conroy's final ponderings represent the glimpse of hope for regeneration and rebirth offered to the protagonist and the Irish people" eru ekki hugmyndir heldur viðteknar staðreyndir.
ó
g
u
ð
Vinsamlegast athugið að "Gabriel Conroy's final ponderings represent the infinite emotional paralysis of the protagonist and the Irish people" og "Gabriel Conroy's final ponderings represent the glimpse of hope for regeneration and rebirth offered to the protagonist and the Irish people" eru ekki hugmyndir heldur viðteknar staðreyndir.
ó
g
u
ð
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Ismismi
= tilhneiging til að reyna að skilgreina heiminn með því að skipta honum niður í lýsandi hugtök.
Það er auðvitað kolbrenglað að halda að maður geti nokkru sinni hent reiður á óreiðu heimsins.
Mér finnst örlög vera óhugnaleg. Það fyllir mig hins vegar ekki öryggi að afneita forsjóninni því þá væri lífið bara happa glappa, ekki satt? Og ég er stöðugleikafíkill svo það er ekki þægileg tilfinning.
Fyrir utan krónískan alheimskvíða minn þá er allt gott að frétta. Yðar einlæg er búin að vera hugsandi í 2 og 1/2 viku og hefur því ekki fengið það af sér að skrifa hér staf um skeið. En nú er fréttir, alvöru fréttir:
Minns ætlar að búa í Englandi frá og með næsta hausti og fram á vor. Það á að leggja land undir fót og gerast skiptinemi við University of Keele í eitt háskólaár. Er það vel og ég er
glöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöð.
Þegar ég sný svo aftur til að ljúka BA-gráðunni minni hér fyrir sunnan mun ég hafa þróað með mér afgerandi Brummie hreim, haha, og allt verður óþolandi "lovely".
En undanfarið:
- ennþá-þvottur-í-helvítis-vélinnismi
- realismi
- súkkulaðismi
- naturalismi
- klára-málsöguverkefnismi
- kotasælan-búinismi
- oj-ógeðslega-leiðinlegt-að-klippa-táneglurnarismi
- jógismi
- hælaskóismi
- alþjóðaskrifstofismi
- segja-upp-vöktunum-og-fá-loforð-um-vinnu-eftir-Englandismi
- nei-ó-nei-prófin-eru-að-komismi
- nýr-maskarismi
- Akureyrismi
- heimamaturismi
- Unnurismi
- andlitssápan-búinismi
- Valdísismi
- tími-ekki-að-láta-festa-botninn-á-leðurstígvélinismi
- horismi
- ha-snjór-á-íslandismi
- hummusismi
- þurr-húðismi
- nenni-ekki-að-ryksugismi
- guli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- hjálpa-týndum-ferðamönnumismi
- finna-týnda-frænkismi
- blaut-leðurstígvélismi
- prófa-nýja-pottinnismi
- blekið-búiðismi
- hvað-á-ég-að-kjósa-í-sveitarstjórnarkosningunumismi
- appelsínuguli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- brjóta-eyrnalokkismi
- neita-að-borga-undir-baugsmálið-lengurismi
- eggjakökur-eru-fyrirlitlegarismi
- get-farið-í-höfuðstöðu-nananannananismi
- verð-að-drullast-til-að-ryksugismi
En núna, málsögumaraþon!
Það er auðvitað kolbrenglað að halda að maður geti nokkru sinni hent reiður á óreiðu heimsins.
Mér finnst örlög vera óhugnaleg. Það fyllir mig hins vegar ekki öryggi að afneita forsjóninni því þá væri lífið bara happa glappa, ekki satt? Og ég er stöðugleikafíkill svo það er ekki þægileg tilfinning.
Fyrir utan krónískan alheimskvíða minn þá er allt gott að frétta. Yðar einlæg er búin að vera hugsandi í 2 og 1/2 viku og hefur því ekki fengið það af sér að skrifa hér staf um skeið. En nú er fréttir, alvöru fréttir:
Minns ætlar að búa í Englandi frá og með næsta hausti og fram á vor. Það á að leggja land undir fót og gerast skiptinemi við University of Keele í eitt háskólaár. Er það vel og ég er
glöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöðglöð.
Þegar ég sný svo aftur til að ljúka BA-gráðunni minni hér fyrir sunnan mun ég hafa þróað með mér afgerandi Brummie hreim, haha, og allt verður óþolandi "lovely".
En undanfarið:
- ennþá-þvottur-í-helvítis-vélinnismi
- realismi
- súkkulaðismi
- naturalismi
- klára-málsöguverkefnismi
- kotasælan-búinismi
- oj-ógeðslega-leiðinlegt-að-klippa-táneglurnarismi
- jógismi
- hælaskóismi
- alþjóðaskrifstofismi
- segja-upp-vöktunum-og-fá-loforð-um-vinnu-eftir-Englandismi
- nei-ó-nei-prófin-eru-að-komismi
- nýr-maskarismi
- Akureyrismi
- heimamaturismi
- Unnurismi
- andlitssápan-búinismi
- Valdísismi
- tími-ekki-að-láta-festa-botninn-á-leðurstígvélinismi
- horismi
- ha-snjór-á-íslandismi
- hummusismi
- þurr-húðismi
- nenni-ekki-að-ryksugismi
- guli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- hjálpa-týndum-ferðamönnumismi
- finna-týnda-frænkismi
- blaut-leðurstígvélismi
- prófa-nýja-pottinnismi
- blekið-búiðismi
- hvað-á-ég-að-kjósa-í-sveitarstjórnarkosningunumismi
- appelsínuguli-yfirstrikunarpenninn-búinnismi
- brjóta-eyrnalokkismi
- neita-að-borga-undir-baugsmálið-lengurismi
- eggjakökur-eru-fyrirlitlegarismi
- get-farið-í-höfuðstöðu-nananannananismi
- verð-að-drullast-til-að-ryksugismi
En núna, málsögumaraþon!