föstudagur, desember 29, 2006
Oj
ég er kúkur í nótt og á morgun og hata heiminn.
Það eru allir duglegir og successful og lifa innihaldsríku lífi nema ég.
Annað fólk kemur hlutunum í verk og lætur sér svo líða vel og verðskuldar það.
Ég er aumingi og á allt illt skilið og er ekki stolt af neinu og er bara til byrði.
Ég er ritgerðarauðnuleysingi og kann ekki að skipuleggja tíma minn og kann ekki að fara með peninga og er ekki búin að hreyfa mig spönn frá helvítis rassi síðan ég kom til Íslands og er viðbjóðslega stirð með slím í æðunum.
Herbergið mitt í Kambagerði er ömurlega skítugt og ég þarf að þvo á mér hárið og kaupa roll-on. Það var skítabóla á nefinu á mér en ég kreisti hana til bana og nú er hún dauð og nefið á mér rautt og ljótt. Ég er með bauga og blóðhlaupin augu, oj bara.
Ég drap jólin og vona bara að kannski, kannski, kannski, verði ég orðin manneskja fyrir gamlársdag.
Ég hata sjálfa mig og er farin til fjandans.
Það eru allir duglegir og successful og lifa innihaldsríku lífi nema ég.
Annað fólk kemur hlutunum í verk og lætur sér svo líða vel og verðskuldar það.
Ég er aumingi og á allt illt skilið og er ekki stolt af neinu og er bara til byrði.
Ég er ritgerðarauðnuleysingi og kann ekki að skipuleggja tíma minn og kann ekki að fara með peninga og er ekki búin að hreyfa mig spönn frá helvítis rassi síðan ég kom til Íslands og er viðbjóðslega stirð með slím í æðunum.
Herbergið mitt í Kambagerði er ömurlega skítugt og ég þarf að þvo á mér hárið og kaupa roll-on. Það var skítabóla á nefinu á mér en ég kreisti hana til bana og nú er hún dauð og nefið á mér rautt og ljótt. Ég er með bauga og blóðhlaupin augu, oj bara.
Ég drap jólin og vona bara að kannski, kannski, kannski, verði ég orðin manneskja fyrir gamlársdag.
Ég hata sjálfa mig og er farin til fjandans.
föstudagur, desember 22, 2006
Jólasníkjudýrið
í Kambagerði 1 er ekkert sérstaklega hjálplegur gestur. Í staðinn fyrir að baka, þrífa, pakka, kaupa inn og fleira í ætt við hefðbundinn jólaundirbúning heilbrigðs fólks þá rembist ég við að fæða ömurlega ritgerð.
Eitthvað smáræði af jákvæðari athöfnum hefur þó komist í verk:
- laufabrauðsgerð
- Prison Break-kvöld með Valdísi Ösp
- heimsókn í Bókval
- sojalatte á Te&kaffi
- stúdentsveisla hjá Valdísi Önnu þar sem allt Þverholtsfólkið góða var og svo auðvitað Unnur
- Margrét mín Brynjars og Gísli (í téðri stúdentsveislu)
- val á jólamat fyrir heimilisgrænmetisætuna
- hádegiskaffi með Valdísi Önnu
- afmæliskaffi hjá Tryggva í Hjallalundinum
- ekki ritgerð
En á morgun er Þorláksmessa og þá fer ég í jólafrí fram á 28.
Já.
Og svo mun ég fara í áramótafrí frá og með Gamlársdegi.
Já.
Dagarnir hjá Drífu og fjölskyldunni í Woodend í London voru draumur með jólabókalestri, sörubakstri, jólagjafainnkaupum og jólafataverslun - svo ég er reyndar búin að hafa það býsna gott...
Og á Stansted voru Eyrún og Lalli og við áttum góða stund á Kaffibrennslunni í Rvk meðan beðið var eftir fluginu norður. Og á Reykjavíkurflugvelli voru Egill og Regína með áhyggjur og Þórný Linda á leið heim frá Danmörku.
Ath! Engin yfirvigt!
Mamma mín er að reyna að muna hvert okkar krakkanna þriggja hefur föndrað hvað að af jólajógúrtdósabjöllunum og jólapípuhreinsarajólasveinahreindýrunum sem fylla hér tugi skókassa.
Ég man...
Eitthvað smáræði af jákvæðari athöfnum hefur þó komist í verk:
- laufabrauðsgerð
- Prison Break-kvöld með Valdísi Ösp
- heimsókn í Bókval
- sojalatte á Te&kaffi
- stúdentsveisla hjá Valdísi Önnu þar sem allt Þverholtsfólkið góða var og svo auðvitað Unnur
- Margrét mín Brynjars og Gísli (í téðri stúdentsveislu)
- val á jólamat fyrir heimilisgrænmetisætuna
- hádegiskaffi með Valdísi Önnu
- afmæliskaffi hjá Tryggva í Hjallalundinum
- ekki ritgerð
En á morgun er Þorláksmessa og þá fer ég í jólafrí fram á 28.
Já.
Og svo mun ég fara í áramótafrí frá og með Gamlársdegi.
Já.
Dagarnir hjá Drífu og fjölskyldunni í Woodend í London voru draumur með jólabókalestri, sörubakstri, jólagjafainnkaupum og jólafataverslun - svo ég er reyndar búin að hafa það býsna gott...
Og á Stansted voru Eyrún og Lalli og við áttum góða stund á Kaffibrennslunni í Rvk meðan beðið var eftir fluginu norður. Og á Reykjavíkurflugvelli voru Egill og Regína með áhyggjur og Þórný Linda á leið heim frá Danmörku.
Ath! Engin yfirvigt!
Mamma mín er að reyna að muna hvert okkar krakkanna þriggja hefur föndrað hvað að af jólajógúrtdósabjöllunum og jólapípuhreinsarajólasveinahreindýrunum sem fylla hér tugi skókassa.
Ég man...
mánudagur, desember 11, 2006
Það er orðið að vana hjá mér
að sofa ekki aðfaranætur mánudaga. Þar af leiðandi eru mánudagar líka einu dagarnir núorðið þar sem ég drekk meira en 2 bolla af kaffi.
Í gærnótt fór ég hamförum og brasaði. Skrifaði jólakort og pakkaði inn pökkum með "Rocking around the Christmas Tree" í eyrunum. Alveg þangaðitil var kominn tími á dekursturtu og svo málstofu klukkan 9. Eiturhress mætti ég og hélt áfram að vera eiturhress fram að hádegi. Þegar ég kom heim og inn í eldhús var þar ræstingakona nokkur illileg að ryðja óhroða niður af eldhúsbekknum. Svo illileg að mig langaði að hnipra mig saman og væla: ég vaska alltaf upp eftir mig...
Á stigapallinum fyrir neðan mig var Craig að byggja jólatré úr tómum bjórdósum. Hann sagði mér að téð ræstingakona hefði urrað á hann, og núna væri hann skemmdur fyrir lífsstíð og þyrfti örorkubætur til viðbótar við námslánin sín. Craig er með námslánin sín á heilanum því hann kláraði allt sparifé sitt fyrir um 3 vikum og hefur síðan þá þurft að stela mat frá öðrum nemendum.
Á 4. kaffibolla dagsins tætti ég niður á bókasafn og byrjaði að ljósrita heimildir. Vafalaust voru brotin lög um höfundarétt á hverri einustu bók en ég hef engu að tapa. 100 a4 bls. Eiturhress.
Góðverk dagsins var að gefa Sabrinu, sem er með mér í amerískum samtímabókmenntum, járn- og steinefnabætt vítamín. Við vorum aðeins að ræðast við, svona grænmetisætna á milli, og hún kvaðst alltaf þurfa að leggja sig seinni partinn, eins og gamlar konur með permanet. Ókei, lítil og mjó 21 árs stelpa borðar ekki kjöt og ekki egg og ekki rúsínur og tekur ekki fjölvítamín... Járnskortur, einhver?
Spellvirki dagsins var að skrifa inn í bókasafnsbók. Ohohoh.
Markmið dagsins: fara að sofa.
Í gærnótt fór ég hamförum og brasaði. Skrifaði jólakort og pakkaði inn pökkum með "Rocking around the Christmas Tree" í eyrunum. Alveg þangaðitil var kominn tími á dekursturtu og svo málstofu klukkan 9. Eiturhress mætti ég og hélt áfram að vera eiturhress fram að hádegi. Þegar ég kom heim og inn í eldhús var þar ræstingakona nokkur illileg að ryðja óhroða niður af eldhúsbekknum. Svo illileg að mig langaði að hnipra mig saman og væla: ég vaska alltaf upp eftir mig...
Á stigapallinum fyrir neðan mig var Craig að byggja jólatré úr tómum bjórdósum. Hann sagði mér að téð ræstingakona hefði urrað á hann, og núna væri hann skemmdur fyrir lífsstíð og þyrfti örorkubætur til viðbótar við námslánin sín. Craig er með námslánin sín á heilanum því hann kláraði allt sparifé sitt fyrir um 3 vikum og hefur síðan þá þurft að stela mat frá öðrum nemendum.
Á 4. kaffibolla dagsins tætti ég niður á bókasafn og byrjaði að ljósrita heimildir. Vafalaust voru brotin lög um höfundarétt á hverri einustu bók en ég hef engu að tapa. 100 a4 bls. Eiturhress.
Góðverk dagsins var að gefa Sabrinu, sem er með mér í amerískum samtímabókmenntum, járn- og steinefnabætt vítamín. Við vorum aðeins að ræðast við, svona grænmetisætna á milli, og hún kvaðst alltaf þurfa að leggja sig seinni partinn, eins og gamlar konur með permanet. Ókei, lítil og mjó 21 árs stelpa borðar ekki kjöt og ekki egg og ekki rúsínur og tekur ekki fjölvítamín... Járnskortur, einhver?
Spellvirki dagsins var að skrifa inn í bókasafnsbók. Ohohoh.
Markmið dagsins: fara að sofa.
sunnudagur, desember 10, 2006
Hvaða hvaða
Þullinn Þralli ber hausnum við vegginn - eins og það hjálpi eitthvað við að velja sér ritgerðarefni. Ég spyr bara hvert tíminn fari eiginlega!
Eftirfarandi svarmöguleikar eru í boði:
a) í að drekka kaffi með fólki úr málstofunum mínum
b) í að horfa á jóladagatal Ríkissjónvarpsins
c) í að klippa jólaskraut með fólkinu í blokkinni minni
d) í að lesa dagblöðin og hafa áhyggjur af bresku velferðarkerfi
e) í að ekki þvo þvottinn sinn
Eins og gamall bekkjarfélgi minn sagði gjarnan: nú er maður með skítinn upp á bak...
Ég þarf sem sagt að ákveða um hvað ég vil skrifa, lesa 12 bækur og 7 blaðagreinar og sigta út það sem er nytsamlegt, gera uppkast, skrifa ritgerð, fara yfir ritgerð, lagfæra ritgerð.
Megnið af þessu mun líklega vinnast heima á Akureyri því ég hef bara morgundaginn hérna í Keele, jesúguð! Á þriðjudaginn ætla ég nefnilega í bæinn og ganga frá ýmsum málum og pakka inn nokkrum jólagjöfum og pakka niður dótinu mínu og ekki þvo þvottinn minn því að
á miðvikudaginn fer ég til Drífu í London!
Þar mun ég hjálpa henni að baka smákökur og líka kaupa mér jólakjól og jólaskó. Þvílík neysluhyggja, hahaha! Og ég mun vera glöð og mér verður hlýtt alls staðar. En dagarnir hjá fjölskyldunni í Woodend verða nú ekkert of margir því að
á laugardaginn flýg ég heim til Akureyrar!
Þar mun ég faðma (nánast) alla sem ég elska mest og gera laufabrauð. Og gera ritgerð, uhm.
Hvað get ég sagt, ég er full af fiðrildum og ætti að vera að brasa milljón hluti. Ég hugsaði í 3 klst í nótt sem var klárlega heimskulegt en nú liggur mér þetta á hjarta:
- mig langar í mína eigin íbúð
- mig langar í meira jóga, mig langar í jógacamp
- mig langar að vera með systur minni
- mig langar í ensku jólakökuna sem er óopnuð inni í herberginu mínu
- mig langar í allar bækurnar á austurveggnum í Waterstone's
- mig langar að Unnur komist inn í Royal Collage of Music í Glasgow
- mig langar í úrið hans Benna sem stoppar tímann
- mig langar í avakadó með kvöldmatnum
- mig langar að fólkið sem missti heimili sín óveðrinu í London fái inni
- mig langar í nýja regnhlíf
- mig langar að komast á jólasýninguna í skólanum hans Daniels
- mig langar að allit sem töpuðu pening á Fairpack svindlinu fái endurgreitt
- mig langar að fá vinning í jóladagatali Glitnis
- mig langar í Sunday Times
- mig langar til Austurríkis 2007 að hitta vini mína frá Heidelberg
- mig langar í heimilsfangið hennar Ingrid svo ég geti sent henni jólakort og súkkulaði
- mig langar að Valdís komist inn í hjúkrun í HA
- mig langar í plokkun og litun og klippingu
- mig langar að fólkið í flóðunum í Sómalíu fái drykkjarvatn
- mig langar á jólatónleika í Akureyrarkirkju
- mig langar að dæmdir kynferðisafbrotamenn sitji í gæsluvarðhaldi á áfrýjunartíma
- mig langar í sófann í Kambagerði
En eins og litla gula hænan sagði: sá sem gerir ekki, fær ekki. Svo nú rölti ég í Select&Safe og kaupi mér avakadó. Það verður að duga.
Eftirfarandi svarmöguleikar eru í boði:
a) í að drekka kaffi með fólki úr málstofunum mínum
b) í að horfa á jóladagatal Ríkissjónvarpsins
c) í að klippa jólaskraut með fólkinu í blokkinni minni
d) í að lesa dagblöðin og hafa áhyggjur af bresku velferðarkerfi
e) í að ekki þvo þvottinn sinn
Eins og gamall bekkjarfélgi minn sagði gjarnan: nú er maður með skítinn upp á bak...
Ég þarf sem sagt að ákveða um hvað ég vil skrifa, lesa 12 bækur og 7 blaðagreinar og sigta út það sem er nytsamlegt, gera uppkast, skrifa ritgerð, fara yfir ritgerð, lagfæra ritgerð.
Megnið af þessu mun líklega vinnast heima á Akureyri því ég hef bara morgundaginn hérna í Keele, jesúguð! Á þriðjudaginn ætla ég nefnilega í bæinn og ganga frá ýmsum málum og pakka inn nokkrum jólagjöfum og pakka niður dótinu mínu og ekki þvo þvottinn minn því að
á miðvikudaginn fer ég til Drífu í London!
Þar mun ég hjálpa henni að baka smákökur og líka kaupa mér jólakjól og jólaskó. Þvílík neysluhyggja, hahaha! Og ég mun vera glöð og mér verður hlýtt alls staðar. En dagarnir hjá fjölskyldunni í Woodend verða nú ekkert of margir því að
á laugardaginn flýg ég heim til Akureyrar!
Þar mun ég faðma (nánast) alla sem ég elska mest og gera laufabrauð. Og gera ritgerð, uhm.
Hvað get ég sagt, ég er full af fiðrildum og ætti að vera að brasa milljón hluti. Ég hugsaði í 3 klst í nótt sem var klárlega heimskulegt en nú liggur mér þetta á hjarta:
- mig langar í mína eigin íbúð
- mig langar í meira jóga, mig langar í jógacamp
- mig langar að vera með systur minni
- mig langar í ensku jólakökuna sem er óopnuð inni í herberginu mínu
- mig langar í allar bækurnar á austurveggnum í Waterstone's
- mig langar að Unnur komist inn í Royal Collage of Music í Glasgow
- mig langar í úrið hans Benna sem stoppar tímann
- mig langar í avakadó með kvöldmatnum
- mig langar að fólkið sem missti heimili sín óveðrinu í London fái inni
- mig langar í nýja regnhlíf
- mig langar að komast á jólasýninguna í skólanum hans Daniels
- mig langar að allit sem töpuðu pening á Fairpack svindlinu fái endurgreitt
- mig langar að fá vinning í jóladagatali Glitnis
- mig langar í Sunday Times
- mig langar til Austurríkis 2007 að hitta vini mína frá Heidelberg
- mig langar í heimilsfangið hennar Ingrid svo ég geti sent henni jólakort og súkkulaði
- mig langar að Valdís komist inn í hjúkrun í HA
- mig langar í plokkun og litun og klippingu
- mig langar að fólkið í flóðunum í Sómalíu fái drykkjarvatn
- mig langar á jólatónleika í Akureyrarkirkju
- mig langar að dæmdir kynferðisafbrotamenn sitji í gæsluvarðhaldi á áfrýjunartíma
- mig langar í sófann í Kambagerði
En eins og litla gula hænan sagði: sá sem gerir ekki, fær ekki. Svo nú rölti ég í Select&Safe og kaupi mér avakadó. Það verður að duga.
miðvikudagur, desember 06, 2006
You've got a friend in me
...Some other folks might be
Little bit smarter than I am
Bigger and stronger too
But none of them will ever love you
The way I do
It's me and you, girl.
Þegar ég var smástelpa og stærri stelpa og unglingsstelpa þá hverfðist heimurinn um mig og Unni Helgu. Ég átti hana og hún mig, alltaf. Alltaf vís sessunautur í skólastofunni, á kóræfingum, á skátafundum, í rútuferðum, alltaf eyra á hinum enda símalínunnar, alltaf félagsskapur við íssát á laugardagskvöldum. Og svo gista. Hún skældi í öxlina á mér þegar Skundi dó og ég sat í fanginu á henni þegar við horfðum saman á hryllingsmyndir - og hún lét aldrei undan freistingunni að segja mér að opna augun þó blóðbaðið væri enn í gangi.
Og af því að hún hefur séð mig í mínum versta ham, og látið ljótustu tilhneigingar mínar og ókosti yfir sig ganga án þess að hafna mér eða fordæma, þá veit ég að ég get treyst henni fyrir öllu. Vinur er einhver sem veit af göllum manns en er alveg sama. Vinur tekur þá afstöðu því hann veit hún er gagnkvæm.
sodastream-tækið, öskudagslið, róla á Lundarskóla, Sound of Music hjá LA og endalausar leikuppfærslur í Lundarskóla, Ben&Jerry's, bílskúrsloftið, kjallarbúðin í Ásveginum, stóra rúmið í Kambagerði, Andrew Lloyd Webber, ponyhestarnir og barbie, labba saman í útihlaupum í leikfimi, Disneygeisladiskurinn í ótal rútum, Andrésblöð, fylgja hvor annarri heim og til baka og annan hring, fyrsti kaffibollinn okkar (swiss mokka á Bláu könnunni með hnetusírópi og helling af súkkulaðispænum), teiknimyndasögur, Simon&Garfunkel, rúntarnir á laugardagsnóttum, jájájá
Þvílíkt sem klukkutímarnir okkar saman hérna í UK voru mér ómetanlegir. Lágum bara í leti á laugardagskvöldið eftir dásemdar örbylgjukvöldverð í boði Sainsbury's og sváfum eins lengi og mögulegt var á sunnudeginum. Kíktum svo í búðir í Newcastle og grétum yfir verðlagningunni í Laura Ashley. Fundum óguðlega sætar mini-jólakökur með jólasveinaandlitum úr sykri og mátuðum skó (nema hvað). Markmiðið var að hrista ferðaþreytuna af Unni svo hún væri game í 3 áheyrnarprufum í 3 borgum á 3 dögum.
Ég var nú ekkert lítið stressuð á sunnudagskvöldinu: "guð ef við náum ekki í skólann í Manchester í tæka tíð, ég mun aldrei fyrirgefa mér að hafa ekki tekið fyrri lestina" en ferðalagið gekk eins og í sögu. Vorum mættar allt of snemma en þetta hafðist - 1 down. Þegar við stigum út úr skólanum með spennufallsólgu í maga, eyrum og tám, þá var að sjálfsögðu norðurensk stórborgarrigning alls ráðandi og engin regnhlíf með í för. Banhungraðar ráfuðum við inn á Gamla Apann en þar var enginn matur eftir kl 17:00 - hvað er það? En á Yates fengum við massa máltíð fyrir engan pening og ætluðum aldrei að koma okkur út í rakann, kuldann og myrkrið aftur.
Einstök ratvísi Unnar sannaði sig svo enn og við löbbuðum skakkafallalaust alla leið inn á Manchester Piccadilly lestarstöðina, útkeyrðar en langt á undan áætlun. Sem betur fer því ég þurfti góðar 30 mín í vönduð innkaup á þurrkuðum ávöxtum og hunangsristuðum hnetum og öðrum unaði í The Cranberry. Mín þolinmóða besta vinkona sagði ekki orð heldur keypti sér bara Pepsi Max í W.H. Smith - svona eiga ferðafélagar að vera!
Ég var nú ekki alveg sátt við að láta dömuna frá mér upp í lestina til London á þriðjudagsmorgni en það varð auðvitað úr. Hún átti ógnarlangan dag framundan með prufu á nýjum stað og flugferð yfir til Skotlands en ég, ég varð bara eftir í Staffordshire með fullt af gleði í nefinu.
Nú eru bara 10 dagar eða svo þangað til hjartað í mér hoppar aftur upp í háls þegar við föðmumst jólasnjónum á Akureyri. Elsku líf. Takk fyrir að blessa mig með annarri manneskju sem knúsar mig jafn fast og ég hana.
Little bit smarter than I am
Bigger and stronger too
But none of them will ever love you
The way I do
It's me and you, girl.
Þegar ég var smástelpa og stærri stelpa og unglingsstelpa þá hverfðist heimurinn um mig og Unni Helgu. Ég átti hana og hún mig, alltaf. Alltaf vís sessunautur í skólastofunni, á kóræfingum, á skátafundum, í rútuferðum, alltaf eyra á hinum enda símalínunnar, alltaf félagsskapur við íssát á laugardagskvöldum. Og svo gista. Hún skældi í öxlina á mér þegar Skundi dó og ég sat í fanginu á henni þegar við horfðum saman á hryllingsmyndir - og hún lét aldrei undan freistingunni að segja mér að opna augun þó blóðbaðið væri enn í gangi.
Og af því að hún hefur séð mig í mínum versta ham, og látið ljótustu tilhneigingar mínar og ókosti yfir sig ganga án þess að hafna mér eða fordæma, þá veit ég að ég get treyst henni fyrir öllu. Vinur er einhver sem veit af göllum manns en er alveg sama. Vinur tekur þá afstöðu því hann veit hún er gagnkvæm.
sodastream-tækið, öskudagslið, róla á Lundarskóla, Sound of Music hjá LA og endalausar leikuppfærslur í Lundarskóla, Ben&Jerry's, bílskúrsloftið, kjallarbúðin í Ásveginum, stóra rúmið í Kambagerði, Andrew Lloyd Webber, ponyhestarnir og barbie, labba saman í útihlaupum í leikfimi, Disneygeisladiskurinn í ótal rútum, Andrésblöð, fylgja hvor annarri heim og til baka og annan hring, fyrsti kaffibollinn okkar (swiss mokka á Bláu könnunni með hnetusírópi og helling af súkkulaðispænum), teiknimyndasögur, Simon&Garfunkel, rúntarnir á laugardagsnóttum, jájájá
Þvílíkt sem klukkutímarnir okkar saman hérna í UK voru mér ómetanlegir. Lágum bara í leti á laugardagskvöldið eftir dásemdar örbylgjukvöldverð í boði Sainsbury's og sváfum eins lengi og mögulegt var á sunnudeginum. Kíktum svo í búðir í Newcastle og grétum yfir verðlagningunni í Laura Ashley. Fundum óguðlega sætar mini-jólakökur með jólasveinaandlitum úr sykri og mátuðum skó (nema hvað). Markmiðið var að hrista ferðaþreytuna af Unni svo hún væri game í 3 áheyrnarprufum í 3 borgum á 3 dögum.
Ég var nú ekkert lítið stressuð á sunnudagskvöldinu: "guð ef við náum ekki í skólann í Manchester í tæka tíð, ég mun aldrei fyrirgefa mér að hafa ekki tekið fyrri lestina" en ferðalagið gekk eins og í sögu. Vorum mættar allt of snemma en þetta hafðist - 1 down. Þegar við stigum út úr skólanum með spennufallsólgu í maga, eyrum og tám, þá var að sjálfsögðu norðurensk stórborgarrigning alls ráðandi og engin regnhlíf með í för. Banhungraðar ráfuðum við inn á Gamla Apann en þar var enginn matur eftir kl 17:00 - hvað er það? En á Yates fengum við massa máltíð fyrir engan pening og ætluðum aldrei að koma okkur út í rakann, kuldann og myrkrið aftur.
Einstök ratvísi Unnar sannaði sig svo enn og við löbbuðum skakkafallalaust alla leið inn á Manchester Piccadilly lestarstöðina, útkeyrðar en langt á undan áætlun. Sem betur fer því ég þurfti góðar 30 mín í vönduð innkaup á þurrkuðum ávöxtum og hunangsristuðum hnetum og öðrum unaði í The Cranberry. Mín þolinmóða besta vinkona sagði ekki orð heldur keypti sér bara Pepsi Max í W.H. Smith - svona eiga ferðafélagar að vera!
Ég var nú ekki alveg sátt við að láta dömuna frá mér upp í lestina til London á þriðjudagsmorgni en það varð auðvitað úr. Hún átti ógnarlangan dag framundan með prufu á nýjum stað og flugferð yfir til Skotlands en ég, ég varð bara eftir í Staffordshire með fullt af gleði í nefinu.
Nú eru bara 10 dagar eða svo þangað til hjartað í mér hoppar aftur upp í háls þegar við föðmumst jólasnjónum á Akureyri. Elsku líf. Takk fyrir að blessa mig með annarri manneskju sem knúsar mig jafn fast og ég hana.
föstudagur, desember 01, 2006
"Close the book, man, what's the matter with you, dont' you know you're liberated?"
Þessi vika var ógeð. Ég var ógeð allan tímann og kláraði ógeðslega ritgerð í gærnótt. Í dag hef ég hvorki lesið né skrifað staf - þar til nú, augljóslega.
Annars mæli ég með The Book of Daniel eftir E. L. Doctorow. Hún er falleg, truflandi, sársaukafull, uppáþrengjandi, dónaleg, sorgmædd, ógeðfelld, fyndin, aumkunarverð og skrýtin. Æst bók. Góð bók. Ég held samt ég muni ekkert glugga í hana aftur á næstunni. Og helst aldrei lesa ritgerðina mína. Svo ég vitni aftur í Doctorow sem vitnar í apocryphal version of the Bible (hah, intertextuality, self-referentiality, sjá, the simulacrum sýnir sinn ljóta haus!):
"the words are closed up and sealed till the time of the end"
Ég klæddi mig á mánudaginn og miðvikudaginn. Og svo klukkan 15 í dag þegar var kominn tími til að skreppa í bæinn og kaupa eitthvað að borða. Og uppþvottalög. Hver einasta flaska af uppþvottalegi í eldhúsinu mínu hefur verið tóm í 2 daga. Eiginlega held ég að nágrannar mínir á ganginum hafi bara verið ástandinu fegnir svo þeir þyrftu ekki að vaska upp ...
Þegar ég sat í strætó á leið inn í Newcastle varð mér hugsað til þess hvað Englendingar eru lélegir við að skreyta fyrir jólin. Það er nánast ekkert hús komið með svo mikið sem eina auma gluggaseríu og ég er bara ekki að komast í rétta gírinn. Það eiga að vera alþjóðlegir jólasöngvar á miðvikudaginn hérna á campus en það hljómar eiginlega vara hallærislega með tilliti til þess hvernig menn virðast annars hunsa árstímann. Í dag er 1. des og ég steingleymdi að verða mér út um jóladagatal sem er bara vont. Hins vegar er jóladagatal ríkissjónvarpsins á Íslandi klassískt, Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn, fyrir þá sem ekki vissu, og það má fylgjast með þáttunum á netinu, vei! Kannski ég spari bara eins og pund eða tvö og láti mér það nægja.
Ok, talandi um jólaskreytingar í Englandi. Það versta er auðvitað að inn á milli leynist einn og einn JÓLA-VITFIRRINGUR sem heldur að hann sé Chevy Chase í þarna Christmas Vacation myndinni. Æ, hann þekur húsið sitt í seríum og plastrusli og tekur strauminn af öllu hverfinu, híhí... En já, hér í UK eru búa menn mikið í raðhúsum - þetta eru þröngar íbúðir á kannski þremur hæðum, oft er hver fjölskylda búin að mála framhliðina sína í öðruvísi lit en nágrannarnir en enginn nennir að standa í að flikka upp á bakhliðina . JÓLA-VITFIRRINGARNIR fara gjarnan á milli lágvöruverslana á borð við Tesco og Poundland og kaupa hvert einasta rafmangsskraut sem kemur á tilboði. Svo snúa þeir heim og klína 5 fermetra framhliðina sína alla út í plast- og vírarusli, kveikja á heila klabbinu og fá sér mincemeat. Gott dagsverk. Yuck! Þetta er verra en allt sem ég hef orðið vitni að heima á Fróni, I kid you not.
En nú mun ég horfa Stjörnustrák hlæja að fruntalegu kerlingunni. Og á morgun kemur Unnur og ég verð offline fram á þriðjudag. Já.
Annars mæli ég með The Book of Daniel eftir E. L. Doctorow. Hún er falleg, truflandi, sársaukafull, uppáþrengjandi, dónaleg, sorgmædd, ógeðfelld, fyndin, aumkunarverð og skrýtin. Æst bók. Góð bók. Ég held samt ég muni ekkert glugga í hana aftur á næstunni. Og helst aldrei lesa ritgerðina mína. Svo ég vitni aftur í Doctorow sem vitnar í apocryphal version of the Bible (hah, intertextuality, self-referentiality, sjá, the simulacrum sýnir sinn ljóta haus!):
"the words are closed up and sealed till the time of the end"
Ég klæddi mig á mánudaginn og miðvikudaginn. Og svo klukkan 15 í dag þegar var kominn tími til að skreppa í bæinn og kaupa eitthvað að borða. Og uppþvottalög. Hver einasta flaska af uppþvottalegi í eldhúsinu mínu hefur verið tóm í 2 daga. Eiginlega held ég að nágrannar mínir á ganginum hafi bara verið ástandinu fegnir svo þeir þyrftu ekki að vaska upp ...
Þegar ég sat í strætó á leið inn í Newcastle varð mér hugsað til þess hvað Englendingar eru lélegir við að skreyta fyrir jólin. Það er nánast ekkert hús komið með svo mikið sem eina auma gluggaseríu og ég er bara ekki að komast í rétta gírinn. Það eiga að vera alþjóðlegir jólasöngvar á miðvikudaginn hérna á campus en það hljómar eiginlega vara hallærislega með tilliti til þess hvernig menn virðast annars hunsa árstímann. Í dag er 1. des og ég steingleymdi að verða mér út um jóladagatal sem er bara vont. Hins vegar er jóladagatal ríkissjónvarpsins á Íslandi klassískt, Stjörnustrákur eftir Sigrúnu Eldjárn, fyrir þá sem ekki vissu, og það má fylgjast með þáttunum á netinu, vei! Kannski ég spari bara eins og pund eða tvö og láti mér það nægja.
Ok, talandi um jólaskreytingar í Englandi. Það versta er auðvitað að inn á milli leynist einn og einn JÓLA-VITFIRRINGUR sem heldur að hann sé Chevy Chase í þarna Christmas Vacation myndinni. Æ, hann þekur húsið sitt í seríum og plastrusli og tekur strauminn af öllu hverfinu, híhí... En já, hér í UK eru búa menn mikið í raðhúsum - þetta eru þröngar íbúðir á kannski þremur hæðum, oft er hver fjölskylda búin að mála framhliðina sína í öðruvísi lit en nágrannarnir en enginn nennir að standa í að flikka upp á bakhliðina . JÓLA-VITFIRRINGARNIR fara gjarnan á milli lágvöruverslana á borð við Tesco og Poundland og kaupa hvert einasta rafmangsskraut sem kemur á tilboði. Svo snúa þeir heim og klína 5 fermetra framhliðina sína alla út í plast- og vírarusli, kveikja á heila klabbinu og fá sér mincemeat. Gott dagsverk. Yuck! Þetta er verra en allt sem ég hef orðið vitni að heima á Fróni, I kid you not.
En nú mun ég horfa Stjörnustrák hlæja að fruntalegu kerlingunni. Og á morgun kemur Unnur og ég verð offline fram á þriðjudag. Já.