laugardagur, september 30, 2006
Retail therapy
einkenndi daginn í dag. Hví:
- ég er vansvefta því ég get aldrei sofnað fyrr en annað fólk í sama svefnrými er horfið inn í draumalandið, ég bara verð að vaka þangað til
- ég er stressuð fyrir næsta miðvikudegi þegar ég þarf að mæta á seminar og tjá mig um bók sem virðist áfáanleg í verslunum
- ég þurfti að redda mér hinu og þessu til að geta komið mér bærilega fyrir og byrjað takast á við bækurnar (t.d. auka handklæði, auka sængurveri, námsbókum, batteríum, leslampa...)
- persónulegt rými mitt hefur einskorðast við klósettið undanfarið því við Kajsa deilum jú einsmanns herbergi
- ég þurfti að vera ein með sjálfri mér því undanfarið hefur hverri mínutu verið varið í gleðskap í góðum félagskap og það er bara slítandi að vera sífellt félagslyndur og gefandi (ég er í eðli mínu eigingjarn einfari)
- mig langar í ný föt því ég nenni ekki að þvo þvottinn minn
- það er útborgunardagur
Vaknaði snemma og tók strætó í 50 mín inn í miðborg byggðarlagskjarnans sem háskólinn minn tilheyrir (sumsé Stoke-on-Trent og miðborgin heitir Hanley). Bara ég með Fisherman's Woman í eyrunum og morgunsólina fyrir utan bílrúðuna. Unaður.
Fann Tourist Information þar sem ég varð mér út um götukort og þannig komst ég alla leið inn aðal-verslunarmiðstöðina sem olli sko ekki vonbrigðum. Núna á ég talsvert minni af pundum en í gær en er líka stoltur eigandi ullarkjóls og nýrra gallabuxna. Hins vegar gleymdist alveg að kippa með sængurveri og handklæði, hm. Það er bara ekki jafn skemmtilegt að máta þannig hluti.
Var að drepast út kulda í strætó á leiðinni heim undir kvöldmat og þegar ég skreið grútmáttlaus, hrakin og uppgefin eftir átök dagsins þá biða mín 3 yngismeyjar inn á herbergi og tilkynna mér að ég sé að fara í vínsmökkun heim til Simon og Filips, sem báðir eru Svíar og búa á sama ganginum í næstu blokk. Það þurfti gríðarlegt átak til að setjast ekki á gólfið og grenja því nú var heit sturta og efti kojan mín klárlega úr myndinni - það er jú skemmtilegra í partíum heldur en sturtu. Auk þess átti ég nýjar svartar skinny jeans til að skrýðast og 1 of Autumn's Essential Buys, eins og segir í auglýsingunum, sem sagt The Oversized Cardigan (nema hvað). Já, og gula hálsfesti, sem er gleðilegt. Svo mín klíndi á sig varalit og trítlaði yfir til Svíanna og var vel. Kvöldinu var varið í sull með ýmsa misjafna vökva, sænska hip-hop tónlist og gömul tónlistarmyndbönd síðan. Við hengdum upp plakat af Audrey Hepburn og ég var látin vera með karlmanns hatt.
Á morgun verður tekin lest upp til Manchester. Það hefur enginn nennt að afla sér upplýsinga um það sem þar er hægt að aðhafast svo líklega verður laugardeginum varið í ráp og blaður, veitingastað, pöbb og eitthvað álíka afslappandi. Kría er sú eina sem hefur heimsótt borgina svo hún verður bara að lóðsa okkur á milli verslana, haha. Vonandi tekst mér líka að komast yfir þessa bókardruslu. Vonandi kem ég mér til að setja inn myndir hérna á sunnudaginn en ég þarf náttúrulega að þvo þvott og drekka kaffi svo ég vil ekki lofa neinu.
Ást frá Helgu önd.
Jebb, "duck" er semsagt the local term of endearment hérna á svæðinu, þannig að ef fólki líkar vel við mann eða er að veita manni óformlega þjónustu eða aðstoð eða eitthvað þá er maður ávarpaður sem "duck", "duckling" eða "ducklet". Afskaplega krúttlegt en nánast ómögulegt að skilja nema það sé útskýrt sérstaklega. Eiginlega hljóma þetta meira eins og "doc" og "dumpling" sem er svona minna sætt, en alla vega, later, duck!
- ég er vansvefta því ég get aldrei sofnað fyrr en annað fólk í sama svefnrými er horfið inn í draumalandið, ég bara verð að vaka þangað til
- ég er stressuð fyrir næsta miðvikudegi þegar ég þarf að mæta á seminar og tjá mig um bók sem virðist áfáanleg í verslunum
- ég þurfti að redda mér hinu og þessu til að geta komið mér bærilega fyrir og byrjað takast á við bækurnar (t.d. auka handklæði, auka sængurveri, námsbókum, batteríum, leslampa...)
- persónulegt rými mitt hefur einskorðast við klósettið undanfarið því við Kajsa deilum jú einsmanns herbergi
- ég þurfti að vera ein með sjálfri mér því undanfarið hefur hverri mínutu verið varið í gleðskap í góðum félagskap og það er bara slítandi að vera sífellt félagslyndur og gefandi (ég er í eðli mínu eigingjarn einfari)
- mig langar í ný föt því ég nenni ekki að þvo þvottinn minn
- það er útborgunardagur
Vaknaði snemma og tók strætó í 50 mín inn í miðborg byggðarlagskjarnans sem háskólinn minn tilheyrir (sumsé Stoke-on-Trent og miðborgin heitir Hanley). Bara ég með Fisherman's Woman í eyrunum og morgunsólina fyrir utan bílrúðuna. Unaður.
Fann Tourist Information þar sem ég varð mér út um götukort og þannig komst ég alla leið inn aðal-verslunarmiðstöðina sem olli sko ekki vonbrigðum. Núna á ég talsvert minni af pundum en í gær en er líka stoltur eigandi ullarkjóls og nýrra gallabuxna. Hins vegar gleymdist alveg að kippa með sængurveri og handklæði, hm. Það er bara ekki jafn skemmtilegt að máta þannig hluti.
Var að drepast út kulda í strætó á leiðinni heim undir kvöldmat og þegar ég skreið grútmáttlaus, hrakin og uppgefin eftir átök dagsins þá biða mín 3 yngismeyjar inn á herbergi og tilkynna mér að ég sé að fara í vínsmökkun heim til Simon og Filips, sem báðir eru Svíar og búa á sama ganginum í næstu blokk. Það þurfti gríðarlegt átak til að setjast ekki á gólfið og grenja því nú var heit sturta og efti kojan mín klárlega úr myndinni - það er jú skemmtilegra í partíum heldur en sturtu. Auk þess átti ég nýjar svartar skinny jeans til að skrýðast og 1 of Autumn's Essential Buys, eins og segir í auglýsingunum, sem sagt The Oversized Cardigan (nema hvað). Já, og gula hálsfesti, sem er gleðilegt. Svo mín klíndi á sig varalit og trítlaði yfir til Svíanna og var vel. Kvöldinu var varið í sull með ýmsa misjafna vökva, sænska hip-hop tónlist og gömul tónlistarmyndbönd síðan. Við hengdum upp plakat af Audrey Hepburn og ég var látin vera með karlmanns hatt.
Á morgun verður tekin lest upp til Manchester. Það hefur enginn nennt að afla sér upplýsinga um það sem þar er hægt að aðhafast svo líklega verður laugardeginum varið í ráp og blaður, veitingastað, pöbb og eitthvað álíka afslappandi. Kría er sú eina sem hefur heimsótt borgina svo hún verður bara að lóðsa okkur á milli verslana, haha. Vonandi tekst mér líka að komast yfir þessa bókardruslu. Vonandi kem ég mér til að setja inn myndir hérna á sunnudaginn en ég þarf náttúrulega að þvo þvott og drekka kaffi svo ég vil ekki lofa neinu.
Ást frá Helgu önd.
Jebb, "duck" er semsagt the local term of endearment hérna á svæðinu, þannig að ef fólki líkar vel við mann eða er að veita manni óformlega þjónustu eða aðstoð eða eitthvað þá er maður ávarpaður sem "duck", "duckling" eða "ducklet". Afskaplega krúttlegt en nánast ómögulegt að skilja nema það sé útskýrt sérstaklega. Eiginlega hljóma þetta meira eins og "doc" og "dumpling" sem er svona minna sætt, en alla vega, later, duck!
miðvikudagur, september 27, 2006
Englendingar
keyra ekki bara vinstra megin á götunum heldur ríkir líka vinstri réttur hvað alla fótgangadi varðar, alas, ég er afskaplega dónalegur og pirrandi vegfarandi.
En ég er ekki bara pirrandi heldur líka pirruð. Enskir háskólanýnemar eru nefnilega ömurlegustu sóðar á jarðríki. Þar sem ég stundaði nú skátaútilegur í fjallaskálum til margra ára þá hef ég orðið vitni að ýmsu mis-aðlaðandi, en svona spauglaust þá hef ég aldrei kynnst öðrum eins óbjóði.
Við erum að tala um mat (ferskan, matreiddan, skemmdan...) út um allt og sérstaklega á gólfinu, óhreint leirtau upp um alla bekki, lekar mjólkurfernur í annarri hverri ísskápshillu og eldhússkáparnir eru eins og Somme á góðum degi, svona 1913. Fólk treður bara áhöldunum sínum og þurrvörunum alls staðar þar sem er minnsta pláss, en helst þar sem er ekki pláss, og hendir annarra manna dóti upp í aðrar hillur.
Í gærnótt þegar við komum heim þá var ég sko næstum búin að berja á allar dyrnar á ganginum til að hafa uppi á, og miskunnarælaust drepa apaköttinn sem tók mín 5 stk af krukkum/flöskum/pökkum úr einu skáphorni og henti þeim öllum í aðra stútfulla hillu - og hvað var mótífið? Að koma fyrir sínum stóru ljótu steikarpönnum.
Við Kajsa, herbergisfélagi minn, geymum nánast ekkert inni í þessu eldhúsógeði nema hrávörurnar í ískápnum, en ég mun EKKI láta þetta 1/2% af eldhúsrýminu af hendi! Ég borga nógu mikið í leigu til þess að geta geymt ólífuolíu, sojsósu, sinnepskrukku og hafrakexpakka í einu eldhússkápshorni, god damn it! Nú er ég brjáluð, bara við að hugsa um þetta... Það verður forvitnilegt að sjá hvernig fyrsti Block Meeting fer.
Í alvöru talað, Drekaútilega í Fálkafelli er rjómagrautur í samanburði við þetta rugl. Og nágrannar mínir eiga að heita fullorðið fólk, eða alla vega nógu fullorðið til að flytja að heiman og lifa í sambýli við annar fullorðið fólk. Bleh.
Að öllu nöldri slepptu þá lofa námskeiðin mín góðu. Ég tek 2 tvöföld námsskeið sem eru ætluð 3. árs nemum, og þarf því ekki að mæta á fyrirlestra, en þess í stað 2 stýrða umræðuhópa á viku (seminars). Það eru 4 klst en ég þarf að lesa 1 skáldsögu + aukaefni fyrir hvort seminar, auk þess að undirbúa mitt framlag til umræðnanna. Þetta er lágmark 700 bls á viku auk alls sem ég skrifa sjálf. Brrr. En ég hlakka svo til, vá, annað námsskeiðið heitir The Contemporary American Novel eða Amerískar samtímabókmenntir, og hitt Popular Fiction and Cultural Theory, og fjallar um hlutverk og gildi afþreyingarbókmennta í hinu vestræna nútímaþjóðfélagi. Litla ég er reyndar bara 2. árs nemi með undanþágur á báða bóga en so be it. Erfitt kannski, en fáránlega áhugavert, vá! Svo eru líka meiri líkur á að maður kynnstir fólki í 12 manna umræðuhópum heldur en á 100 manna fyrirlestrum, auk þess sem mér finnst gaman að tala, hah.
En já, til að reyfa þetta
- keypti fjólubláa flauelsinniskó eins og ömmur nota, svaka gella
- þarf að hafa herbergislyklana mína um hálsin þegar ég er heima við til að týna þeim ekki
- lét blekkjast af gaur sem reyndi af svíkja 2,80 af okkur stelpunum, en gömul kona bjargaði mér
- keypti bakteríu- og lyktareyðandi sprey fyrir fötin mín, ekki það að ég muni hætta að þvo þau heldur því ég þarf alltaf að ná að safna sjálf í heila vél og panta tíma og eyða tíma í þetta og borga fyrir og blablabla, alla vega þá kýs ég að fríska svona upp á fatnaðinn öðru hvoru (og svo reykja menn svooo mikið á pöbbunum)
- Kajsa er sænski herbergisfélaginn í Lindsey Hall (ljóshærð og fallega SÆNSK og þenkjandi og umhverfis- og skipulagsfræðinemi og okkur lyndir einstaklega vel)
- Kim er hollenski nágranninn í Lindsey Hall(músarleg en indæl, gefum henni tíma)
- Andreas er Kýpurbúi búsettur í Holly Cross (stúderar Amerískar og enskar bókmenntir, jájájá, eitursnjall en afslappaður, og mest goofy maður sem ég þekki, ég kalla hann wuss því hann þykist þurfa mýkingarefni fyrir þvotinn sinn og vill minni rass, og hann kallar mig darling og vill gefa mér múslí)
- Eva er þjóðverji frá Ulm! og býr í Lindsey Court með sitt eigið baðherbergi sem þykir afar öfundsvert (áreiðanleg, áhugaverð, tepruleg og ég mun klárlega heimsækja hana næsta sumar og Carolyn mína í leiðinni)
- Simon er Svíi sem ég man ekki hvar býr (fyndinn, skarpur,íhugull, lágvær, hefur áhuga á öllu held ég bara, og skoðanir líka, yes, svooo gaman að spjalla við hann)
- versluðum matvörur í Morrisons inni í Newcastle (ekki stórborginni) og strákarnir settu svo mikið í kerruna sína að brauðið og osturinn kramdist og þeir þurftu að taka leigubíl heim
- keypti plastbakka til að borða af á gólfinu því það er ekkert eldhúsborð, og bara eitt skrifborð á herberginu okkar Kajsu, hann var ljótur með fjólubláum blómum og kostaði pund í Poundland, og Simon fann annan miklu fallegri fyrir 70p í Wilkinsons og grobbaði sig mikið (annars er hann tepra og finnst vont að borða á gólfinu)
- stofnaði með Kajsu félagsskapinn The Cardigans, og Simon er með án þess að vita það, enda er hann líka alltaf í gollu
- borðaði á indverskum veitingastað til að hita upp fyrir afmælispartí Evu sem er í dag, og deildi hrísgrjónum með Kríu sem fékk sjálf heilan kjúkling og hann var fjólublár
- aðstoðaði hljálparvana Adrian við að elda örbylgjurétt í bakarofni því það var enginn örbylgjuofn í eldhúsinu (var, nú er), held hann sakni mömmu sinnar, ooooh
- á núna fullt af afar ódýrym ritföngum, og 2 dagbækur og post-it miða sem detta alltaf niður
- fann heilsuvöruverslun sem tilheyrir Boots rétt hjá strætóstoppistöðinni í Newcastle og þar er nánast allt sem ég gæti þarfnast
- get farið í jóga a.m.k. 3x í viku í ræktinni hérna sem er afar afar gott, eða eins og konan sagði: v.good
- keypti vasaljós því Kajsa sefur í neðri kojunni og þar er lampinn
- enskar pípulagnir eru ÖMURLEGAR
- Marks&Spencer's pestó er guðdómlegt
- fékk 2 fyrir 1 af Sensodyne tannkremi
- keypti regnhlíf og þarf að muna að það þykir ekki hallærislegt að nota svoleiðis hérna í Englandi
- er búin að læra að rata um mikilvægasta svæðið hérna á campus og finna út hvar er hægt að fá sojalatte
- þarf að finna tíma til að setja myndir hérna inn
- í kvöld er afmæliskvöldverður með ódýru víni hjá Evu, og vonandi er hún búin að jafna sig eftir öll skotin sem hún staupaði (ofan í öll vínglösin) í gærkvöldi, en það er sumsé sólarhringsfögnuður hér
- mamma ætlar að senda mér gráu tuðruna mína svo ég geti lifað
Ég er grænmetisæta, fyrir þá sem ekki vita það.
NB Newcastle sem ég tala um hérna er ekki stórborgin Newcastle, heldur bær sem heitir Newcastle-Under-Lyme og er í um 10 mín fjarlægð frá Keele. Mér skillst að það megi svæðið Castle svo kannski geri ég það bara til að forðast misskilning.
En ég er ekki bara pirrandi heldur líka pirruð. Enskir háskólanýnemar eru nefnilega ömurlegustu sóðar á jarðríki. Þar sem ég stundaði nú skátaútilegur í fjallaskálum til margra ára þá hef ég orðið vitni að ýmsu mis-aðlaðandi, en svona spauglaust þá hef ég aldrei kynnst öðrum eins óbjóði.
Við erum að tala um mat (ferskan, matreiddan, skemmdan...) út um allt og sérstaklega á gólfinu, óhreint leirtau upp um alla bekki, lekar mjólkurfernur í annarri hverri ísskápshillu og eldhússkáparnir eru eins og Somme á góðum degi, svona 1913. Fólk treður bara áhöldunum sínum og þurrvörunum alls staðar þar sem er minnsta pláss, en helst þar sem er ekki pláss, og hendir annarra manna dóti upp í aðrar hillur.
Í gærnótt þegar við komum heim þá var ég sko næstum búin að berja á allar dyrnar á ganginum til að hafa uppi á, og miskunnarælaust drepa apaköttinn sem tók mín 5 stk af krukkum/flöskum/pökkum úr einu skáphorni og henti þeim öllum í aðra stútfulla hillu - og hvað var mótífið? Að koma fyrir sínum stóru ljótu steikarpönnum.
Við Kajsa, herbergisfélagi minn, geymum nánast ekkert inni í þessu eldhúsógeði nema hrávörurnar í ískápnum, en ég mun EKKI láta þetta 1/2% af eldhúsrýminu af hendi! Ég borga nógu mikið í leigu til þess að geta geymt ólífuolíu, sojsósu, sinnepskrukku og hafrakexpakka í einu eldhússkápshorni, god damn it! Nú er ég brjáluð, bara við að hugsa um þetta... Það verður forvitnilegt að sjá hvernig fyrsti Block Meeting fer.
Í alvöru talað, Drekaútilega í Fálkafelli er rjómagrautur í samanburði við þetta rugl. Og nágrannar mínir eiga að heita fullorðið fólk, eða alla vega nógu fullorðið til að flytja að heiman og lifa í sambýli við annar fullorðið fólk. Bleh.
Að öllu nöldri slepptu þá lofa námskeiðin mín góðu. Ég tek 2 tvöföld námsskeið sem eru ætluð 3. árs nemum, og þarf því ekki að mæta á fyrirlestra, en þess í stað 2 stýrða umræðuhópa á viku (seminars). Það eru 4 klst en ég þarf að lesa 1 skáldsögu + aukaefni fyrir hvort seminar, auk þess að undirbúa mitt framlag til umræðnanna. Þetta er lágmark 700 bls á viku auk alls sem ég skrifa sjálf. Brrr. En ég hlakka svo til, vá, annað námsskeiðið heitir The Contemporary American Novel eða Amerískar samtímabókmenntir, og hitt Popular Fiction and Cultural Theory, og fjallar um hlutverk og gildi afþreyingarbókmennta í hinu vestræna nútímaþjóðfélagi. Litla ég er reyndar bara 2. árs nemi með undanþágur á báða bóga en so be it. Erfitt kannski, en fáránlega áhugavert, vá! Svo eru líka meiri líkur á að maður kynnstir fólki í 12 manna umræðuhópum heldur en á 100 manna fyrirlestrum, auk þess sem mér finnst gaman að tala, hah.
En já, til að reyfa þetta
- keypti fjólubláa flauelsinniskó eins og ömmur nota, svaka gella
- þarf að hafa herbergislyklana mína um hálsin þegar ég er heima við til að týna þeim ekki
- lét blekkjast af gaur sem reyndi af svíkja 2,80 af okkur stelpunum, en gömul kona bjargaði mér
- keypti bakteríu- og lyktareyðandi sprey fyrir fötin mín, ekki það að ég muni hætta að þvo þau heldur því ég þarf alltaf að ná að safna sjálf í heila vél og panta tíma og eyða tíma í þetta og borga fyrir og blablabla, alla vega þá kýs ég að fríska svona upp á fatnaðinn öðru hvoru (og svo reykja menn svooo mikið á pöbbunum)
- Kajsa er sænski herbergisfélaginn í Lindsey Hall (ljóshærð og fallega SÆNSK og þenkjandi og umhverfis- og skipulagsfræðinemi og okkur lyndir einstaklega vel)
- Kim er hollenski nágranninn í Lindsey Hall(músarleg en indæl, gefum henni tíma)
- Andreas er Kýpurbúi búsettur í Holly Cross (stúderar Amerískar og enskar bókmenntir, jájájá, eitursnjall en afslappaður, og mest goofy maður sem ég þekki, ég kalla hann wuss því hann þykist þurfa mýkingarefni fyrir þvotinn sinn og vill minni rass, og hann kallar mig darling og vill gefa mér múslí)
- Eva er þjóðverji frá Ulm! og býr í Lindsey Court með sitt eigið baðherbergi sem þykir afar öfundsvert (áreiðanleg, áhugaverð, tepruleg og ég mun klárlega heimsækja hana næsta sumar og Carolyn mína í leiðinni)
- Simon er Svíi sem ég man ekki hvar býr (fyndinn, skarpur,íhugull, lágvær, hefur áhuga á öllu held ég bara, og skoðanir líka, yes, svooo gaman að spjalla við hann)
- versluðum matvörur í Morrisons inni í Newcastle (ekki stórborginni) og strákarnir settu svo mikið í kerruna sína að brauðið og osturinn kramdist og þeir þurftu að taka leigubíl heim
- keypti plastbakka til að borða af á gólfinu því það er ekkert eldhúsborð, og bara eitt skrifborð á herberginu okkar Kajsu, hann var ljótur með fjólubláum blómum og kostaði pund í Poundland, og Simon fann annan miklu fallegri fyrir 70p í Wilkinsons og grobbaði sig mikið (annars er hann tepra og finnst vont að borða á gólfinu)
- stofnaði með Kajsu félagsskapinn The Cardigans, og Simon er með án þess að vita það, enda er hann líka alltaf í gollu
- borðaði á indverskum veitingastað til að hita upp fyrir afmælispartí Evu sem er í dag, og deildi hrísgrjónum með Kríu sem fékk sjálf heilan kjúkling og hann var fjólublár
- aðstoðaði hljálparvana Adrian við að elda örbylgjurétt í bakarofni því það var enginn örbylgjuofn í eldhúsinu (var, nú er), held hann sakni mömmu sinnar, ooooh
- á núna fullt af afar ódýrym ritföngum, og 2 dagbækur og post-it miða sem detta alltaf niður
- fann heilsuvöruverslun sem tilheyrir Boots rétt hjá strætóstoppistöðinni í Newcastle og þar er nánast allt sem ég gæti þarfnast
- get farið í jóga a.m.k. 3x í viku í ræktinni hérna sem er afar afar gott, eða eins og konan sagði: v.good
- keypti vasaljós því Kajsa sefur í neðri kojunni og þar er lampinn
- enskar pípulagnir eru ÖMURLEGAR
- Marks&Spencer's pestó er guðdómlegt
- fékk 2 fyrir 1 af Sensodyne tannkremi
- keypti regnhlíf og þarf að muna að það þykir ekki hallærislegt að nota svoleiðis hérna í Englandi
- er búin að læra að rata um mikilvægasta svæðið hérna á campus og finna út hvar er hægt að fá sojalatte
- þarf að finna tíma til að setja myndir hérna inn
- í kvöld er afmæliskvöldverður með ódýru víni hjá Evu, og vonandi er hún búin að jafna sig eftir öll skotin sem hún staupaði (ofan í öll vínglösin) í gærkvöldi, en það er sumsé sólarhringsfögnuður hér
- mamma ætlar að senda mér gráu tuðruna mína svo ég geti lifað
Ég er grænmetisæta, fyrir þá sem ekki vita það.
NB Newcastle sem ég tala um hérna er ekki stórborgin Newcastle, heldur bær sem heitir Newcastle-Under-Lyme og er í um 10 mín fjarlægð frá Keele. Mér skillst að það megi svæðið Castle svo kannski geri ég það bara til að forðast misskilning.
sunnudagur, september 24, 2006
Cheers darlin'
Here's to you guys at home, lotsa luv'an'kissiz...
Mikið skelfilega er tæknin ógeðslega mikilvæg og leiðinleg.
Sko, í fyrsta lagi: Keypti enskt símkort EN hef þar til núna ekki getað notað sms þjónustuna, hvorki skrifað né tekið á móti smáskilaboðum (oh, íslenska er svooo falleg!). Talhólfið mitt er líka búið að vera í ólagi svo vonandi heldur enginn að ég hafi verið að dissa fólk.
Í annan stað: BRAS DAUÐANS við að tengja fartölvuna mína við skólanetið, en án þess kemst maður ekki, ég endurtek, ekki, á netið. Afleiðing: Maður svarar ekki e-mailum, maður bloggar ekki, maður les ekki annarra blogg, maður fylgist ekki með fréttum, maður fer ekki á msn, maður fer ekki á skype, maður kemst ekki í heimabankann sinn...
Skiljiði? Þetta var sumsé ekki viljandi að hverfa svona.
Góðu fréttirnar eru að ég leysti bæði síma og tölvuvandann sjálf, ein og óstudd. Og nú veit ég hvað "mobile handset" er, og hvernig proxy server virkar, nananananana.
Ég sit semsagt á herberginu mínu Lindsey Hall C-19, Keele University, Staffordshire, UK, og er afskaplega góð með mig. Tíminn síðan ég kvaddi Mark á Heathrow til að taka rútuna hingað í háskólann er búin að vera stórskrýtinn e yndislegur. Ég hef ekki átt eina frístund, án gríns, þið getið varla ímyndað ykkur skiplagið hérna, og þess utan allir hlutirnir sem maður þarf að redda til þess að geta sinnt þessari stífu dagskrá.
Fyrsta morguninn minn vaknaði ég og uppgötvaði að ég var hvorki með glas né skeið né hníf né nokkuð sem hægt var að notar til að matast eða drekka. Því þambaði ég morgunte úr íþróttaplastbrúsa og skaðbrenndi mig í gómnum. Herbergið mitt er fyrir einn en ég deili því tímabundið með yndislegri sænskri stelpu sem heitir Kajsa Kirbe, meira af henni seinna en okkur semur mjög vel. Ég er í efri koju og svaf við ullarteppi því einhver gleymdi að láta okkur hafa aukasæng. Úff. Ekki næs.
Fyrstu tvo dagana voru bara erlendir nemar mættir en í gær streymdu að enskir nýnemar og eldri nemendur, fullir bílar af ferðatöskum, hljómflutnigstækjum, áhyggjufullum foreldrum, öfundsjúkum systkinum, sorgmæddum kæröstum/kærustum o.þ.h. Ég er lánsöm að því leiti að á mínum gangi búa engir karlkyns enskir fyrstaárs nemar, en þeir ku ekki kunna að henda rusli annars staðar en á gólfið eða í vaskinn eða annað fólk.
Ég er búin að sitja endalausa fyrirlestra um lífið og skipulagið hér, hvað ég verð að gera og hvað má alls ekki gera og ef ég hélt það væri vesen að vera nýnemi þá er það EKKERT í samanburði við allt sem skiptinemar þurfa að ganga í gegnum.
Skrá sig, skrá sig á herbergið og fá lykla, koma sér fyrir, kapall fyrir tölvuna, setja upp netið, setja upp póstinn, setja upp Keelekortið, hlaða Keelekortið, læra að rata í mikilvægu byggingarnar, spjalla við fólk, reyna að finna skemmtilega fólkið aftur, reyna að forðast leiðinlega fólkið, finna þvottahúsið og íþróttahúsið og pósthúsið og Student's Union húsið, og barina og matsölustaðina og bókabúðina og matvöruverslunina og bókasafnið, fá Student's Extra kort, finna símana, skrá herbergissímana, finna ruslatunnurnar, hringja heim, kaupa eitthvað í matinn, læra á strætókerfið, komast til Newkastle, læra að rata um Newkastle, finna Campur Travel shop, læra opnunar- og þjónustutíma, guð.
Núna er í gangi skráning í öll þessi Student Society, sem er sko á tveimur stöðum og ég þarf að kaupa mér ritföng og plástur og fleiri fyrirlestra og læra að rata betur. Morgundagurinn verður helvíti á jörðu því þá þarf ég að hafa uppi á kennurunum sem eru ábyrgir fyrir námsekiðavali mínu og svo mun eflaust allt stangast á og ég þarf að breyta hinu og þessu og finna þessa karla aftur. Og komast að því hvernig hagkvæmast sé að nálgast bækurnar sem ég þarf, og úff, það er a.m.k. bók á viku í mínum námskeiðum. Ég þarf líka að komast í banka (hvar?!) til að opna enskan bankareikning og finna prentaðstöðuna og læra á einhverjar vefsíður og kaupa mér rútukort og kaupa afmælisgjöf handa Eve frá Þýskalandi sem er búin að bjóða mér í afmæli á þriðjudagskvöldið. Svo þarf ég að finna Kýpurbúann sem ég man ekki hvað heitir og koma til hans skilaboðum sem ég man ekki hver eru. En hann er líka að læra bókmenntir svo við höfum alltaf eitthvað að tala um.
Vá hvað þetta er ekkert sérlega skemmtileg færsla að lesa, býst ég við, en svona eru síðustu dagar búnir að vera og a.m.k. næstu 2 verða líka endalaus þeytingur. Vonandi verð ég þá nokkuð reddí þegar fyrirlestrar hefjast á miðvikudaginn, eða alla vega búin að kaupa stílabók. Ég er lifandi og mér líður vel og hlakka bara til að ger hluti eins og lesa e-mail og blogg og senda kort og heyra betur í ykkur öllum heima sem eruð yndisleg og góð. Þetta kemur allt saman.
Mikið skelfilega er tæknin ógeðslega mikilvæg og leiðinleg.
Sko, í fyrsta lagi: Keypti enskt símkort EN hef þar til núna ekki getað notað sms þjónustuna, hvorki skrifað né tekið á móti smáskilaboðum (oh, íslenska er svooo falleg!). Talhólfið mitt er líka búið að vera í ólagi svo vonandi heldur enginn að ég hafi verið að dissa fólk.
Í annan stað: BRAS DAUÐANS við að tengja fartölvuna mína við skólanetið, en án þess kemst maður ekki, ég endurtek, ekki, á netið. Afleiðing: Maður svarar ekki e-mailum, maður bloggar ekki, maður les ekki annarra blogg, maður fylgist ekki með fréttum, maður fer ekki á msn, maður fer ekki á skype, maður kemst ekki í heimabankann sinn...
Skiljiði? Þetta var sumsé ekki viljandi að hverfa svona.
Góðu fréttirnar eru að ég leysti bæði síma og tölvuvandann sjálf, ein og óstudd. Og nú veit ég hvað "mobile handset" er, og hvernig proxy server virkar, nananananana.
Ég sit semsagt á herberginu mínu Lindsey Hall C-19, Keele University, Staffordshire, UK, og er afskaplega góð með mig. Tíminn síðan ég kvaddi Mark á Heathrow til að taka rútuna hingað í háskólann er búin að vera stórskrýtinn e yndislegur. Ég hef ekki átt eina frístund, án gríns, þið getið varla ímyndað ykkur skiplagið hérna, og þess utan allir hlutirnir sem maður þarf að redda til þess að geta sinnt þessari stífu dagskrá.
Fyrsta morguninn minn vaknaði ég og uppgötvaði að ég var hvorki með glas né skeið né hníf né nokkuð sem hægt var að notar til að matast eða drekka. Því þambaði ég morgunte úr íþróttaplastbrúsa og skaðbrenndi mig í gómnum. Herbergið mitt er fyrir einn en ég deili því tímabundið með yndislegri sænskri stelpu sem heitir Kajsa Kirbe, meira af henni seinna en okkur semur mjög vel. Ég er í efri koju og svaf við ullarteppi því einhver gleymdi að láta okkur hafa aukasæng. Úff. Ekki næs.
Fyrstu tvo dagana voru bara erlendir nemar mættir en í gær streymdu að enskir nýnemar og eldri nemendur, fullir bílar af ferðatöskum, hljómflutnigstækjum, áhyggjufullum foreldrum, öfundsjúkum systkinum, sorgmæddum kæröstum/kærustum o.þ.h. Ég er lánsöm að því leiti að á mínum gangi búa engir karlkyns enskir fyrstaárs nemar, en þeir ku ekki kunna að henda rusli annars staðar en á gólfið eða í vaskinn eða annað fólk.
Ég er búin að sitja endalausa fyrirlestra um lífið og skipulagið hér, hvað ég verð að gera og hvað má alls ekki gera og ef ég hélt það væri vesen að vera nýnemi þá er það EKKERT í samanburði við allt sem skiptinemar þurfa að ganga í gegnum.
Skrá sig, skrá sig á herbergið og fá lykla, koma sér fyrir, kapall fyrir tölvuna, setja upp netið, setja upp póstinn, setja upp Keelekortið, hlaða Keelekortið, læra að rata í mikilvægu byggingarnar, spjalla við fólk, reyna að finna skemmtilega fólkið aftur, reyna að forðast leiðinlega fólkið, finna þvottahúsið og íþróttahúsið og pósthúsið og Student's Union húsið, og barina og matsölustaðina og bókabúðina og matvöruverslunina og bókasafnið, fá Student's Extra kort, finna símana, skrá herbergissímana, finna ruslatunnurnar, hringja heim, kaupa eitthvað í matinn, læra á strætókerfið, komast til Newkastle, læra að rata um Newkastle, finna Campur Travel shop, læra opnunar- og þjónustutíma, guð.
Núna er í gangi skráning í öll þessi Student Society, sem er sko á tveimur stöðum og ég þarf að kaupa mér ritföng og plástur og fleiri fyrirlestra og læra að rata betur. Morgundagurinn verður helvíti á jörðu því þá þarf ég að hafa uppi á kennurunum sem eru ábyrgir fyrir námsekiðavali mínu og svo mun eflaust allt stangast á og ég þarf að breyta hinu og þessu og finna þessa karla aftur. Og komast að því hvernig hagkvæmast sé að nálgast bækurnar sem ég þarf, og úff, það er a.m.k. bók á viku í mínum námskeiðum. Ég þarf líka að komast í banka (hvar?!) til að opna enskan bankareikning og finna prentaðstöðuna og læra á einhverjar vefsíður og kaupa mér rútukort og kaupa afmælisgjöf handa Eve frá Þýskalandi sem er búin að bjóða mér í afmæli á þriðjudagskvöldið. Svo þarf ég að finna Kýpurbúann sem ég man ekki hvað heitir og koma til hans skilaboðum sem ég man ekki hver eru. En hann er líka að læra bókmenntir svo við höfum alltaf eitthvað að tala um.
Vá hvað þetta er ekkert sérlega skemmtileg færsla að lesa, býst ég við, en svona eru síðustu dagar búnir að vera og a.m.k. næstu 2 verða líka endalaus þeytingur. Vonandi verð ég þá nokkuð reddí þegar fyrirlestrar hefjast á miðvikudaginn, eða alla vega búin að kaupa stílabók. Ég er lifandi og mér líður vel og hlakka bara til að ger hluti eins og lesa e-mail og blogg og senda kort og heyra betur í ykkur öllum heima sem eruð yndisleg og góð. Þetta kemur allt saman.
miðvikudagur, september 20, 2006
Skottið i Englandi
Reyfum þetta
Sunnudagur: Flaug til Rvk á sunnudaginn og hitti Unu. Súpa og salatbar og bounding. Endurvöktum Skottusíðuna og vorkenndum okkur uppi í rúmi. Uppgötvaði að pin-númerin mín urðu eftir heima - einhversstaðar
Mánudagur: Bless Una. Takk fyrir diskinn og ég elska þig. Taxi í Ármúlann til að fá infó um pin-númerin og svo á Bergstaðastrætið. Djös töskurnar alla leið upp á 3. hæð. Gott að hitta Kötu og Erlu. Sigga veik svo stefnumótið okkar Kríu við hana á Kaffitár færðist heim til sjúklingsins í Fannafold og við tókum bara beyglur og kaffi to go. Drykkjarföngin kólnuðu svolítið en þau tilheyra okkar hittingum. Tókum vel á mönnum og málefnum og þjóðfélaginu og lífsgátunni og ég mun sakna Siggu. Bless Sigga. Unnur! Unnur mín á Laugaveginum og ég knúsaði hana svo fast og svo gott að spjalla og leiðast og tárast og brosa aftur og betur. Lífið er betra þegar Unnur situr við hliðina á mér. Rigning og grænmetissúpa á Café Rosenberg. Te og svo aftur te á Mokka sem er reyklaust. Innlit í skókassa Unnar og Sigga og svo loks heim á Bergstaðastræti.
Þriðjudagur Sturta um miðnætti og umpakkað. Far með Jóni og Svönu til Keflavíkur, enginn taxi og Flybus, jess. Alltaf að spara 1 1/2 klst í biðröð eftir að tékkinnið byrjaði en var líka fyrst í röðinni. 9kg yfirvigt. Nælonsokkarbuxur í fríhöfninni. England. Fyrirframpantaði taxabílstjórinn hvergi sjáanlegur. Indæl kona las á nafnspjaldið á djös töskunni minni og benti mér á villuráfandi leigubíltjóra með nafnið mitt á spjaldi. Hann hélt að Ísland væri í EU. Heim til Drífu frænku, oh, svo ljúft. Gaf Daníel og Ísabellu Karíus og Baktus og Emmu öfugsnúna og horfðum á Barney the Pink Dinosaur og vöfðum hvort oðru inni í sæng og földum okkur í fataskápnum. Kvöldspjall við elsku Drífu og svo í bælið eftir 11/2 sólarhring án svefns.
Miðvikudagur: Keyptu handklæði og þvottapoka og lak og nesti og The Guardian og símkort. Ensk símanr birt þegar ég er búina að finna það aftur. Umpakkaði einu sinni enn. Horfði á Coronian Street. Sit hér og blogga.
Á morgun er það rútuferð upp til Staffordshire...Later!
Sunnudagur: Flaug til Rvk á sunnudaginn og hitti Unu. Súpa og salatbar og bounding. Endurvöktum Skottusíðuna og vorkenndum okkur uppi í rúmi. Uppgötvaði að pin-númerin mín urðu eftir heima - einhversstaðar
Mánudagur: Bless Una. Takk fyrir diskinn og ég elska þig. Taxi í Ármúlann til að fá infó um pin-númerin og svo á Bergstaðastrætið. Djös töskurnar alla leið upp á 3. hæð. Gott að hitta Kötu og Erlu. Sigga veik svo stefnumótið okkar Kríu við hana á Kaffitár færðist heim til sjúklingsins í Fannafold og við tókum bara beyglur og kaffi to go. Drykkjarföngin kólnuðu svolítið en þau tilheyra okkar hittingum. Tókum vel á mönnum og málefnum og þjóðfélaginu og lífsgátunni og ég mun sakna Siggu. Bless Sigga. Unnur! Unnur mín á Laugaveginum og ég knúsaði hana svo fast og svo gott að spjalla og leiðast og tárast og brosa aftur og betur. Lífið er betra þegar Unnur situr við hliðina á mér. Rigning og grænmetissúpa á Café Rosenberg. Te og svo aftur te á Mokka sem er reyklaust. Innlit í skókassa Unnar og Sigga og svo loks heim á Bergstaðastræti.
Þriðjudagur Sturta um miðnætti og umpakkað. Far með Jóni og Svönu til Keflavíkur, enginn taxi og Flybus, jess. Alltaf að spara 1 1/2 klst í biðröð eftir að tékkinnið byrjaði en var líka fyrst í röðinni. 9kg yfirvigt. Nælonsokkarbuxur í fríhöfninni. England. Fyrirframpantaði taxabílstjórinn hvergi sjáanlegur. Indæl kona las á nafnspjaldið á djös töskunni minni og benti mér á villuráfandi leigubíltjóra með nafnið mitt á spjaldi. Hann hélt að Ísland væri í EU. Heim til Drífu frænku, oh, svo ljúft. Gaf Daníel og Ísabellu Karíus og Baktus og Emmu öfugsnúna og horfðum á Barney the Pink Dinosaur og vöfðum hvort oðru inni í sæng og földum okkur í fataskápnum. Kvöldspjall við elsku Drífu og svo í bælið eftir 11/2 sólarhring án svefns.
Miðvikudagur: Keyptu handklæði og þvottapoka og lak og nesti og The Guardian og símkort. Ensk símanr birt þegar ég er búina að finna það aftur. Umpakkaði einu sinni enn. Horfði á Coronian Street. Sit hér og blogga.
Á morgun er það rútuferð upp til Staffordshire...Later!
sunnudagur, september 17, 2006
Voðalegur
og skelfilegur dagur var þetta. Þá er ég að tala um nýliðinn laugardaginn, ekki sunnudaginn í dag.
Pakka-niður-fyrir-háskólaár-í-Englandi-dagurinn sem ég er búin að kvíða vikum saman. Ég gerði svo sem allt sem ég ætlaði mér en það var bara svooo tímafrekt og erfitt og leiðinlegt. Og ég á eftir að setja niður einhverjar restar af fatnaði og svo snyrtidótið mitt og loka svo töskunni.
Ég setti markið hátt og ákvað að halda mig innan löglegra marka, sumsé 20 kg til að tékka inn og svo einhver 10 samtals í handfarangri. 1 stór eiturgræn ferðataska, ein rauð flugfreyjutaska og svarta vintage axlarveskið mitt, það er allt og sumt en nógu helvíti þungt! Ég setti sokka inn í skó, skildi eftir hleðslutæki fyrir batterí og í fyrsta skipti á ævinni mun ég bara taka eina bók með í ferðalagið. Eina kilju sem ég á reyndar eftir að velja mér, hm.
Pússaði alla skóna og pabbi spreyjaði þá með sílikoni. Hann hefur líklega ekki treyst mér til þess verks af ótta við að ég reyndi að koma einhverju inn í þessi smánarlegu brjóst mín. En það voru nú alveg óþarfa áhyggjur því ég er búin að finna (undir rúmi, by the way, hví?!) pokann með öllum aukapúðunum fyrir brjóstahaldarana mína, þið vitið, þessa lausu sem maður hefur ýmist í eða ekki eftir því hvers konar efri parti maður klæðist. Pokaskrattinn var týndur í allt sumar þegar ég hefði alveg mátt við smá upplyftingu undir hlýrabolunum en einmitt núna, þegar komin er tími á stórar peysur og ullarvesti, þá kemur hann í leitirnar.
Ég er búin að grenja úr þreytu og pirringi, hlaða jólatónlist inn í iTunes, kveðja Valdísi Ösp og Helga Val, borða hnetusmjör, gera við sokkabuxur, gefa litlu sys allt meiköppið og kremin sem ég get ekki tekið með, mæta í hjúkkupartí, klippa eina nögl, og vera viðstödd tvíburaskírn.
Elsku Elvar Ágúst og María Katrín. Þarf fleiri orða við?
Á morgun flýg ég til Rvk og Unu. Kannski kemur kveðja en annars verðið þið bara að ganga í sjóinn.
Pakka-niður-fyrir-háskólaár-í-Englandi-dagurinn sem ég er búin að kvíða vikum saman. Ég gerði svo sem allt sem ég ætlaði mér en það var bara svooo tímafrekt og erfitt og leiðinlegt. Og ég á eftir að setja niður einhverjar restar af fatnaði og svo snyrtidótið mitt og loka svo töskunni.
Ég setti markið hátt og ákvað að halda mig innan löglegra marka, sumsé 20 kg til að tékka inn og svo einhver 10 samtals í handfarangri. 1 stór eiturgræn ferðataska, ein rauð flugfreyjutaska og svarta vintage axlarveskið mitt, það er allt og sumt en nógu helvíti þungt! Ég setti sokka inn í skó, skildi eftir hleðslutæki fyrir batterí og í fyrsta skipti á ævinni mun ég bara taka eina bók með í ferðalagið. Eina kilju sem ég á reyndar eftir að velja mér, hm.
Pússaði alla skóna og pabbi spreyjaði þá með sílikoni. Hann hefur líklega ekki treyst mér til þess verks af ótta við að ég reyndi að koma einhverju inn í þessi smánarlegu brjóst mín. En það voru nú alveg óþarfa áhyggjur því ég er búin að finna (undir rúmi, by the way, hví?!) pokann með öllum aukapúðunum fyrir brjóstahaldarana mína, þið vitið, þessa lausu sem maður hefur ýmist í eða ekki eftir því hvers konar efri parti maður klæðist. Pokaskrattinn var týndur í allt sumar þegar ég hefði alveg mátt við smá upplyftingu undir hlýrabolunum en einmitt núna, þegar komin er tími á stórar peysur og ullarvesti, þá kemur hann í leitirnar.
Ég er búin að grenja úr þreytu og pirringi, hlaða jólatónlist inn í iTunes, kveðja Valdísi Ösp og Helga Val, borða hnetusmjör, gera við sokkabuxur, gefa litlu sys allt meiköppið og kremin sem ég get ekki tekið með, mæta í hjúkkupartí, klippa eina nögl, og vera viðstödd tvíburaskírn.
Elsku Elvar Ágúst og María Katrín. Þarf fleiri orða við?
Á morgun flýg ég til Rvk og Unu. Kannski kemur kveðja en annars verðið þið bara að ganga í sjóinn.
miðvikudagur, september 13, 2006
Þar sem ég er með ljótar tær
sökum krónískra langhlaupa þá pantaði ég tíma hjá fótaaðgerðarfræðingi fyrir gærdaginn. Fótaaðgerðarfræðingur framkvæmir ekki fótsnyrtingu með lökkun og þess háttar hégóma, heldur tekur hann á tánum með hníf, skærum, töng og svona stálslípigræju eins og Krummi í Spaugstofunni notar. Er'ekk'allt'ílagæjiiiiiiiii?!
Alla vega, þá ætlaði ég mér náttúrulega að mæta í þennan tíma eftir morgunjógað mitt, EN einhver gamall karlskarfur gerði sér lítið fyrir og hreinlega stal honum. Kauði mætti bara og fótaðgerðargellan hleypti honum inn og upp í stól! Og ég sat bara á rassinum á meðan eins og þæg stelpa frammi í móttöku, las Séð&Heyrt og beið eftir að kallað væri í mig. Svo liðu 10 mín, svo 14, svo 18oghálf og svo 27 og þá, loksins þá, áttaði einhver sig á því að þetta þarna áttræða, gráhærða, gigtveika líkþorn með gaddavírsnasahárin héti líklega ekki Helga Valborg.
Oh.
Ég fékk í staðinn tíma klukkan 18 og er löngu hætt að bölva gamla greppitrýninu. Karma will get him in the end...
Alla vega, þá ætlaði ég mér náttúrulega að mæta í þennan tíma eftir morgunjógað mitt, EN einhver gamall karlskarfur gerði sér lítið fyrir og hreinlega stal honum. Kauði mætti bara og fótaðgerðargellan hleypti honum inn og upp í stól! Og ég sat bara á rassinum á meðan eins og þæg stelpa frammi í móttöku, las Séð&Heyrt og beið eftir að kallað væri í mig. Svo liðu 10 mín, svo 14, svo 18oghálf og svo 27 og þá, loksins þá, áttaði einhver sig á því að þetta þarna áttræða, gráhærða, gigtveika líkþorn með gaddavírsnasahárin héti líklega ekki Helga Valborg.
Oh.
Ég fékk í staðinn tíma klukkan 18 og er löngu hætt að bölva gamla greppitrýninu. Karma will get him in the end...
sunnudagur, september 10, 2006
No regrets
Ég er ekki stolt af öllu sem ég hef gert en ég sé ekki eftir neinu.
Sumarið er farið og það er ýmislegt misgáfulegt sem ég aðhafðist nú eða aðhafðist hreinlega ekki (*hóst* blogga*hóst*) en þeir villuráfandi sauðir sem enn ramba inn á þessa síðu vilja örugglega ekki lesa afsakanir - og síst af öllu ef þær eru ekki einlægar.
Ég er einlæg. Alla vega á þessum vettvangi. Við ýmsar aðrar aðstæður gæti fólki fundist ég lokuð eða í vörn eða guðmávitahvað en hér er ég ég. Og ef þér finnst ég ekki skemmtileg þá er það þitt vandamál. Ég hef það eftir mjög svo áreiðanlegum heimildum að ég sé skemmtileg svo það er engin leið að fá mig til að efast.
En skemmtilegt fólk fer líka í fýlu, sko. Og stundum er ég bara fúl og það er bara fínt.
Nú er vika í að ég kveðji gömlu Ak og fari burt og út í heim. Fyrsta stopp er nú ekki lengra í burtu en Rakavík þar sem ég hyggst heimsækja elsku Unu og Unni mína og Sigga og segi bless og líka við Björk.
Björk, þú ert pottétt. Takk fyrir það.
Ég og Kristín kría ætlum að vera hallærislegir skiptinemar við University of Keele í Staffordshire, UK. Við munum mæta sveittar með lágmark 30kg af farangri hvor og sigra heiminn. Eða alla vega Bretaveldi.
Taa
Sumarið er farið og það er ýmislegt misgáfulegt sem ég aðhafðist nú eða aðhafðist hreinlega ekki (*hóst* blogga*hóst*) en þeir villuráfandi sauðir sem enn ramba inn á þessa síðu vilja örugglega ekki lesa afsakanir - og síst af öllu ef þær eru ekki einlægar.
Ég er einlæg. Alla vega á þessum vettvangi. Við ýmsar aðrar aðstæður gæti fólki fundist ég lokuð eða í vörn eða guðmávitahvað en hér er ég ég. Og ef þér finnst ég ekki skemmtileg þá er það þitt vandamál. Ég hef það eftir mjög svo áreiðanlegum heimildum að ég sé skemmtileg svo það er engin leið að fá mig til að efast.
En skemmtilegt fólk fer líka í fýlu, sko. Og stundum er ég bara fúl og það er bara fínt.
Nú er vika í að ég kveðji gömlu Ak og fari burt og út í heim. Fyrsta stopp er nú ekki lengra í burtu en Rakavík þar sem ég hyggst heimsækja elsku Unu og Unni mína og Sigga og segi bless og líka við Björk.
Björk, þú ert pottétt. Takk fyrir það.
Ég og Kristín kría ætlum að vera hallærislegir skiptinemar við University of Keele í Staffordshire, UK. Við munum mæta sveittar með lágmark 30kg af farangri hvor og sigra heiminn. Eða alla vega Bretaveldi.
Taa