mánudagur, febrúar 26, 2007
Zadie Smith sagði eitthvað um
að háskólagráða í ensku gerði úr manni gagnslausan þjóðfélagsþegn.
Með því á sá ágæti og margverðlaunaði rithöfundur við að BA-gráða í ensku hafi ekkert nytjagildi fyrir þjóðfélag viðkomandi.
Sömuleiðis vill Zadie Smith meina að eina leiðin til að verða góður penni sé að lesa, lesa, lesa annarra manna ritverk. Þannig gerir hún lítið úr mikilvægi sjálfra ritstarfanna, og neistanum sem rithöfundur verður að búa yfir til að getra tendrað tilfinninga/skoðanabál í lesanda sínum. Þess í stað virðist hún líta á ritlist sem fjölritun, afritun, speglun og klippimyndagerð, þar sem mikilvægustu uppsprettur viðfangsefnisins eru annarra manna uplifanir.
Með tilliti til þessa er ekki skrýtið að hin hlægilega ofmetna fyrsta skáldsaga hennar, White Teeth hafi á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að vera ófrumleg og tilgerðarleg endursýning á tilburðum annarra og hæfari rithöfunda, s.s. Hanif Kureshi og Salman Rushdie.
Nú, sé það haft í huga að Zadie Smith hefur í seinni tíð tekið undir slíka gagnrýni sem réttmæta í garð bókmenntalegs frumburðar síns (hún var rétt yfir tvítugt þegar White Teeth kom út), en að í hinni sömu seinni tíð láti hún jafnframt frá sér ummælin um mikilvægi þess að lesa, lesa, lesa... Þá veltir maður því auðvitað fyrir sér hvort hún hafi raunverulega þroskast, eða hvort hún taki einungis undir ummæli ganrýnenda því það er betra að láta hlægja með sér heldur en að sér...
Ég álykta að Zadie Smith sé enn sami vitleysingurinn. Og því er leikur einn að hunsa barnaleg ummæli hennar um háskólanám í ensku sem einn af dyntum hálffullorðins einstaklings sem vill virðast lífsreyndari en hann er, og gerir því lítið úr öllu sem honum var kennt að væri einhvers virði.
Ég ætla ekki að fara hérna út í kosti og galla enskunáms á háskólastigi, eða reyna að sannfæra menn um hversu dýrmæt ég verð íslensku samfélagi þegar Háskóli Íslands hefur afhent mér einhvern gráðubleðil. Eins og gamall félagi minn í the-dead-letter-department var vanur að segja "I'd prefer not to".
En ég ætla að fussa yfir öllum þeim sem halda því fram að skáldsögur, ljóð og teoría borgi ekki reikningana: filistearnir ykkar! Það sem skiptir máli er ekki hvað maður gerir heldur hversu vel maður gerir það. Það að setja mat á borðið byggist á því að geta unnið úr því sem maður hefur.
Með því á sá ágæti og margverðlaunaði rithöfundur við að BA-gráða í ensku hafi ekkert nytjagildi fyrir þjóðfélag viðkomandi.
Sömuleiðis vill Zadie Smith meina að eina leiðin til að verða góður penni sé að lesa, lesa, lesa annarra manna ritverk. Þannig gerir hún lítið úr mikilvægi sjálfra ritstarfanna, og neistanum sem rithöfundur verður að búa yfir til að getra tendrað tilfinninga/skoðanabál í lesanda sínum. Þess í stað virðist hún líta á ritlist sem fjölritun, afritun, speglun og klippimyndagerð, þar sem mikilvægustu uppsprettur viðfangsefnisins eru annarra manna uplifanir.
Með tilliti til þessa er ekki skrýtið að hin hlægilega ofmetna fyrsta skáldsaga hennar, White Teeth hafi á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að vera ófrumleg og tilgerðarleg endursýning á tilburðum annarra og hæfari rithöfunda, s.s. Hanif Kureshi og Salman Rushdie.
Nú, sé það haft í huga að Zadie Smith hefur í seinni tíð tekið undir slíka gagnrýni sem réttmæta í garð bókmenntalegs frumburðar síns (hún var rétt yfir tvítugt þegar White Teeth kom út), en að í hinni sömu seinni tíð láti hún jafnframt frá sér ummælin um mikilvægi þess að lesa, lesa, lesa... Þá veltir maður því auðvitað fyrir sér hvort hún hafi raunverulega þroskast, eða hvort hún taki einungis undir ummæli ganrýnenda því það er betra að láta hlægja með sér heldur en að sér...
Ég álykta að Zadie Smith sé enn sami vitleysingurinn. Og því er leikur einn að hunsa barnaleg ummæli hennar um háskólanám í ensku sem einn af dyntum hálffullorðins einstaklings sem vill virðast lífsreyndari en hann er, og gerir því lítið úr öllu sem honum var kennt að væri einhvers virði.
Ég ætla ekki að fara hérna út í kosti og galla enskunáms á háskólastigi, eða reyna að sannfæra menn um hversu dýrmæt ég verð íslensku samfélagi þegar Háskóli Íslands hefur afhent mér einhvern gráðubleðil. Eins og gamall félagi minn í the-dead-letter-department var vanur að segja "I'd prefer not to".
En ég ætla að fussa yfir öllum þeim sem halda því fram að skáldsögur, ljóð og teoría borgi ekki reikningana: filistearnir ykkar! Það sem skiptir máli er ekki hvað maður gerir heldur hversu vel maður gerir það. Það að setja mat á borðið byggist á því að geta unnið úr því sem maður hefur.
föstudagur, febrúar 23, 2007
Hausinn á mér er að springa
þessa dagana, og þegar ég ligg í rúminu er eins og jarðýta sé að mylja sér leið gegnum ruslahaugana sem lífið treður inn um skilningarvit mín.
Þetta eru dreggjar daganna og leyfar þess sem aldrei varð meira en möguleiki á raunveruleika.
"Heaps of fragments", hvað? Mín póstmódernísk inn að beini.
Þetta er að brjótast um núna:
- hvar finn ég tíma til að skoða hvaða bækur ég vil eyða afgangnum af jólagjafapeningnum í?
- Literary Theory: an Anthology, The Madwoman in the Attic, Chambers Dictionary of Literary Characters eru pottþétt á listanum, svo langar mig ótrúúúúlega í allar John Rebus spennusögurnar eftir Ian Rankin...kannski ég ætti þó að bíða þangað til hann er hættur að skrifa nýjar og nýjar og kaupa allt heila safnið í einhvers konar pakka...
- hvenær hef ég tíma til að þvo þvottinn minn? Nei, umorðum þetta: hvenær tími ég tíma í eitthvað jafn ömurlega leiðinlegt (og tímafrekt) og það að þvo þvottinn minn í þvottahúsinu hérna í Lindsey? Og 3 pund er mikið!
- hvenær verður öllum heimsins byssum útrýmt svo tilefnislausum dauðsföllum fækki? Ég veit að menn finna sér alltaf eitthvað ef þeir vilja drepa hvorn annan en það verður ekki fram hjá því horft að ef skotvopn eru ekki "eðlilegt" heimilistæki og fáanleg í næstu sjoppu þá eru tækifærin öllu færri... Alla vega engin slysaskot meir.
- hvaða kjána dettur í hug að binda jafnt kynjahlutfall alþingismanna í landslög? Maður vill fjandakornið ekki fá stöðu eða starf einungis á þeim forsendum að maður sé/sé ekki með typpi
- hvenær fer hausverkurinn úr vinstra auganu?
- hversu ómerkilegt er af British TV Licensing að senda út formleg hótunarbréf til að hræða háskólanema til að borga skrásetningargjald fyrir sjónvarpstæki (eða tölvu eða farsíma ef menn nota slíkt til að horfa á sjónvarp)? Og ég fer fjandakornið ekki að hleypa neinum "eftirlitsmanni" sem ekki er lögreglan inn í herbergið mitt til að athuga hvort sé örugglega ekki með sjónvarp! Spáið í það að maður þurfi að hafa formlega samband við TV Licensing til að tilkynna að maður sé ekki að horfa á sjónvarpsútsendingar, annars ofsækja þeir mann í pósti og hóta lögsókn, oj þeim!
- munu allir þessir klukkutímar við lestur og kaffidrykkju á Lindsey Café, þar ég stunda óbeinar reykingar stíft, enda með lungnakrabba?
- hvenær mun ég hafa færi á að fara í gegnum myndirnar mínar héðan frá UK og flokka þær í möppur og senda Ingu Steinunni þær sem ég tók í Londonreisunni góðu?
- mun ég geispa golunni við að skrifa stóru ritgerðirnar 2 í mars?
- mun ég einhvern tíma hafa efni á að kaupa mér mína eigin íbúð?
- mun ég einhvern tíma geta farið í handahlaup?
- mun vera Harry Bretaprins í Írak vera ógnun við öryggi félaga hans í Breska hernum? Augljóslega þráir hver einasti hryðjuverkamaður að afhausa 3rd-in-line to the British throne í beinni útsendingu og ögra þannig siðlausum kapítalista öfuguggaríkjum Vesturlanda
- hvernig í óskupunum mun ég ná að lesa 150 bls í Dracula, 308 bls í Book of Illusions, 360 bls í Arthur and George og 476 bls í The Book of Dave fyrir þriðjudaginn?
- hversu yndislegt verður að eyða 4 dögum í London hjá elsku Drífu og leika við krakkana?
- get ég beðið eftir apríl með stórfjölskylduhitting í London og svo a.m.k. 2 vikum á Íslandi áður en prófin byrja?
- af hverju minntist ég á helv... prófin?
- ætli N°7 Intelligent Balance andlitssápan sé jafn góð og andlitskremið þeirra?
- datt mér einhvern tíma í hug að ég fyndi aðra vörulínu af andlitssnyrtivörum sem ég get sætt mig við þegar ég tími ekki að kaupa Clinique? Takk guð fyrir Boots.
- Ætli einhver hafi stolið af lífræna cheddarostinum mínum í dag?
- Ætli Bram Stoker hafi ekki verið hómófóbískari en Gunnar í Krossinum?
- Hvænær eignast ég yogamottu?
- Hvað ætli ferðalagið til Staffordshire eftir páska, og ferðalagið þaðan til Ak eftir vorprófin muni kosta?
- Hvenær man ég eftir að kaupa nýjasta Marie Claire?
- Á ég að fá mér hafrakex með heimagerða chai tea latteinu núna eða Jacob's Figrolls?
Hmmm
Þetta eru dreggjar daganna og leyfar þess sem aldrei varð meira en möguleiki á raunveruleika.
"Heaps of fragments", hvað? Mín póstmódernísk inn að beini.
Þetta er að brjótast um núna:
- hvar finn ég tíma til að skoða hvaða bækur ég vil eyða afgangnum af jólagjafapeningnum í?
- Literary Theory: an Anthology, The Madwoman in the Attic, Chambers Dictionary of Literary Characters eru pottþétt á listanum, svo langar mig ótrúúúúlega í allar John Rebus spennusögurnar eftir Ian Rankin...kannski ég ætti þó að bíða þangað til hann er hættur að skrifa nýjar og nýjar og kaupa allt heila safnið í einhvers konar pakka...
- hvenær hef ég tíma til að þvo þvottinn minn? Nei, umorðum þetta: hvenær tími ég tíma í eitthvað jafn ömurlega leiðinlegt (og tímafrekt) og það að þvo þvottinn minn í þvottahúsinu hérna í Lindsey? Og 3 pund er mikið!
- hvenær verður öllum heimsins byssum útrýmt svo tilefnislausum dauðsföllum fækki? Ég veit að menn finna sér alltaf eitthvað ef þeir vilja drepa hvorn annan en það verður ekki fram hjá því horft að ef skotvopn eru ekki "eðlilegt" heimilistæki og fáanleg í næstu sjoppu þá eru tækifærin öllu færri... Alla vega engin slysaskot meir.
- hvaða kjána dettur í hug að binda jafnt kynjahlutfall alþingismanna í landslög? Maður vill fjandakornið ekki fá stöðu eða starf einungis á þeim forsendum að maður sé/sé ekki með typpi
- hvenær fer hausverkurinn úr vinstra auganu?
- hversu ómerkilegt er af British TV Licensing að senda út formleg hótunarbréf til að hræða háskólanema til að borga skrásetningargjald fyrir sjónvarpstæki (eða tölvu eða farsíma ef menn nota slíkt til að horfa á sjónvarp)? Og ég fer fjandakornið ekki að hleypa neinum "eftirlitsmanni" sem ekki er lögreglan inn í herbergið mitt til að athuga hvort sé örugglega ekki með sjónvarp! Spáið í það að maður þurfi að hafa formlega samband við TV Licensing til að tilkynna að maður sé ekki að horfa á sjónvarpsútsendingar, annars ofsækja þeir mann í pósti og hóta lögsókn, oj þeim!
- munu allir þessir klukkutímar við lestur og kaffidrykkju á Lindsey Café, þar ég stunda óbeinar reykingar stíft, enda með lungnakrabba?
- hvenær mun ég hafa færi á að fara í gegnum myndirnar mínar héðan frá UK og flokka þær í möppur og senda Ingu Steinunni þær sem ég tók í Londonreisunni góðu?
- mun ég geispa golunni við að skrifa stóru ritgerðirnar 2 í mars?
- mun ég einhvern tíma hafa efni á að kaupa mér mína eigin íbúð?
- mun ég einhvern tíma geta farið í handahlaup?
- mun vera Harry Bretaprins í Írak vera ógnun við öryggi félaga hans í Breska hernum? Augljóslega þráir hver einasti hryðjuverkamaður að afhausa 3rd-in-line to the British throne í beinni útsendingu og ögra þannig siðlausum kapítalista öfuguggaríkjum Vesturlanda
- hvernig í óskupunum mun ég ná að lesa 150 bls í Dracula, 308 bls í Book of Illusions, 360 bls í Arthur and George og 476 bls í The Book of Dave fyrir þriðjudaginn?
- hversu yndislegt verður að eyða 4 dögum í London hjá elsku Drífu og leika við krakkana?
- get ég beðið eftir apríl með stórfjölskylduhitting í London og svo a.m.k. 2 vikum á Íslandi áður en prófin byrja?
- af hverju minntist ég á helv... prófin?
- ætli N°7 Intelligent Balance andlitssápan sé jafn góð og andlitskremið þeirra?
- datt mér einhvern tíma í hug að ég fyndi aðra vörulínu af andlitssnyrtivörum sem ég get sætt mig við þegar ég tími ekki að kaupa Clinique? Takk guð fyrir Boots.
- Ætli einhver hafi stolið af lífræna cheddarostinum mínum í dag?
- Ætli Bram Stoker hafi ekki verið hómófóbískari en Gunnar í Krossinum?
- Hvænær eignast ég yogamottu?
- Hvað ætli ferðalagið til Staffordshire eftir páska, og ferðalagið þaðan til Ak eftir vorprófin muni kosta?
- Hvenær man ég eftir að kaupa nýjasta Marie Claire?
- Á ég að fá mér hafrakex með heimagerða chai tea latteinu núna eða Jacob's Figrolls?
Hmmm
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Ég vil vekja athygli manna á því að
í dag er breska skáldið W.H. Auden 100 ára.
Annars held ég að það kallist ártíð þegar maðurinn sjálfur er látinn - alla vega, þá eru í dag 100 ár liðin frá fæðingu Auden.
Þess vegna segi ég: til hamingju heimur. Til hamingju með að geta ekki bara af þér sjálfselsku, ófyrirleitni, mannvonsku og fáfræði.
Það eru kannski þjóðarmorð, sjálfsvígsárasir, heimilisofbeldi, hungursneyð og náttúruhamfarir handa okkur að dæsa yfir áður en við snúum okkur frá sjónvarpsskjánum og aftur að grillaða kjúklingnum og frönskunum úr Hrísalundi -
en það er líka fegurð.
Í alvörunni.
Ást er falleg og óendurgoldin ást er það fegursta af öllu, því þrátt fyrir fullkomið tilgangsleysi sitt þá heldur hún áfram að vera til staðar. Stundum að eilífu. Óendurgoldin ást sannar að ekkert þarf að réttlæta tilvist sína. Það er nóg að vera til.
Annars held ég að það kallist ártíð þegar maðurinn sjálfur er látinn - alla vega, þá eru í dag 100 ár liðin frá fæðingu Auden.
Þess vegna segi ég: til hamingju heimur. Til hamingju með að geta ekki bara af þér sjálfselsku, ófyrirleitni, mannvonsku og fáfræði.
Það eru kannski þjóðarmorð, sjálfsvígsárasir, heimilisofbeldi, hungursneyð og náttúruhamfarir handa okkur að dæsa yfir áður en við snúum okkur frá sjónvarpsskjánum og aftur að grillaða kjúklingnum og frönskunum úr Hrísalundi -
en það er líka fegurð.
Í alvörunni.
Ást er falleg og óendurgoldin ást er það fegursta af öllu, því þrátt fyrir fullkomið tilgangsleysi sitt þá heldur hún áfram að vera til staðar. Stundum að eilífu. Óendurgoldin ást sannar að ekkert þarf að réttlæta tilvist sína. Það er nóg að vera til.
The More Loving One
Looking up at the stars, I know quite well
That, for all they care, I can go to hell,
But on earth indifference is the least
We have to dread from man or beast.
How should we like it were stars to burn
With a passion for us we could not return?
If equal affection cannot be,
Let the more loving one be me.
Admirer as I think I am
Of stars that do not give a damn,
I cannot, now I see them, say
I missed one terribly all day.
Were all stars to disappear or die,
I should learn to look at an empty sky
And feel its total dark sublime,
Though this might take me a little time.
Looking up at the stars, I know quite well
That, for all they care, I can go to hell,
But on earth indifference is the least
We have to dread from man or beast.
How should we like it were stars to burn
With a passion for us we could not return?
If equal affection cannot be,
Let the more loving one be me.
Admirer as I think I am
Of stars that do not give a damn,
I cannot, now I see them, say
I missed one terribly all day.
Were all stars to disappear or die,
I should learn to look at an empty sky
And feel its total dark sublime,
Though this might take me a little time.
(W.H. Auden)
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Jæja
nú er ég lélegur bloggari og latur/gleyminn.
Afsakið.
Hins vegar ætla ég ekki að biðjast afsökunar á því að vera ekki við tölvuna þegar ég er skráð inn á msn - tilgangurinn með statusnum Away er einmitt að gefa til kynna að maður sé ekki viðstaddur þó kveikt sé á græjunni, og ég nota alla mögulega og ómögulega statusa aaaaafar samviskusamlega.
Stundum þá er kveikt á tölvunni til að hlusta á tónlist. Stundum er kveikt á tölvunni en maður bregður sér yfir til næsta nágranna að spjalla. Stundum er kveikt á tölvunni en maður er í eldhúsinu að hita te. Stundum er kveikt á tölvunni en maður hleypur á bókasafnið að skila bók sem er overdue. Og þar fram eftir götunni.
Stundum skilur maður eftir kveikt á tölvunni þó maður fari út úr herberginu og stillir bara á sleep og stundum gleymir maður að slökkva. Stundum er hentugt að vera með kveikt á tölvunni því maður sér hverjir hafa verið að reyna að ná af manni á msn og skype þó maður hafi verið fjarverandi.
Og staðreyndin er að ég er alltaf automatically skráð inn á msn þegar kveikt er á tölvunni! Því það er mikiðvægt að vita hvort einhver sé að reyna að ná sambandi þar sem ég er jú erlendir og ástvinir mínir dreifiðir út um allan heim.
Þá er það komið á hreint.
En gólfið mitt er ekki hreint. Og engar af mjúku heima-læri-notputtingmyfaceon-buxunum mínum eru hreinar.
Það verður að viðurkennast að þetta er frekar leiðinlegt blogg.
Afsakið.
Reyndar hef ég gleðifréttir að færa: the pink lady er hætt að halda fyrirlestra í Gothic Fictions og nú munu Scott McCracken og Helen Stoddard sem hafa bæði verið prófessorarnir mínir halda þá og ég eeeelska þau bæði (ekki bara því þau gefa manni kaffi og kex í málstofum). Nú er það ykkur öllum ómögulegt að skilja hversu mikilvægt það er að þurfa ekki að hlusta meir á the pink lady, en í stuttu máli þá er hún leiðinleg gella sem heldur slæma fyrirlestra - illa.
Ekki var þetta skemmtileg viðbót á leiðinlega bloggið; röfl um hvað pink lady sé asnaleg.
Hvað með þetta: peningaveskið mitt er rifið en samt hef ég sjaldnast átt pening til að geyma í því. Ég dreg þá ályktun að téð peningaveski hafi bugast vegna misnotkunar en ekki ofnotkunar. Það er nefnilega óviðeigandi að vera að eiga veski án þess að hafa nokkuð með það að gera (því maður er svo blankur).
Aaaaðeins meira röfl/væl.
Ég er ömöguleg!
Best að skríða upp í rúm og lesa í bók eftir Homi K. Bhabha - það er alla vega skemmtilegt nafn...
Afsakið.
Hins vegar ætla ég ekki að biðjast afsökunar á því að vera ekki við tölvuna þegar ég er skráð inn á msn - tilgangurinn með statusnum Away er einmitt að gefa til kynna að maður sé ekki viðstaddur þó kveikt sé á græjunni, og ég nota alla mögulega og ómögulega statusa aaaaafar samviskusamlega.
Stundum þá er kveikt á tölvunni til að hlusta á tónlist. Stundum er kveikt á tölvunni en maður bregður sér yfir til næsta nágranna að spjalla. Stundum er kveikt á tölvunni en maður er í eldhúsinu að hita te. Stundum er kveikt á tölvunni en maður hleypur á bókasafnið að skila bók sem er overdue. Og þar fram eftir götunni.
Stundum skilur maður eftir kveikt á tölvunni þó maður fari út úr herberginu og stillir bara á sleep og stundum gleymir maður að slökkva. Stundum er hentugt að vera með kveikt á tölvunni því maður sér hverjir hafa verið að reyna að ná af manni á msn og skype þó maður hafi verið fjarverandi.
Og staðreyndin er að ég er alltaf automatically skráð inn á msn þegar kveikt er á tölvunni! Því það er mikiðvægt að vita hvort einhver sé að reyna að ná sambandi þar sem ég er jú erlendir og ástvinir mínir dreifiðir út um allan heim.
Þá er það komið á hreint.
En gólfið mitt er ekki hreint. Og engar af mjúku heima-læri-notputtingmyfaceon-buxunum mínum eru hreinar.
Það verður að viðurkennast að þetta er frekar leiðinlegt blogg.
Afsakið.
Reyndar hef ég gleðifréttir að færa: the pink lady er hætt að halda fyrirlestra í Gothic Fictions og nú munu Scott McCracken og Helen Stoddard sem hafa bæði verið prófessorarnir mínir halda þá og ég eeeelska þau bæði (ekki bara því þau gefa manni kaffi og kex í málstofum). Nú er það ykkur öllum ómögulegt að skilja hversu mikilvægt það er að þurfa ekki að hlusta meir á the pink lady, en í stuttu máli þá er hún leiðinleg gella sem heldur slæma fyrirlestra - illa.
Ekki var þetta skemmtileg viðbót á leiðinlega bloggið; röfl um hvað pink lady sé asnaleg.
Hvað með þetta: peningaveskið mitt er rifið en samt hef ég sjaldnast átt pening til að geyma í því. Ég dreg þá ályktun að téð peningaveski hafi bugast vegna misnotkunar en ekki ofnotkunar. Það er nefnilega óviðeigandi að vera að eiga veski án þess að hafa nokkuð með það að gera (því maður er svo blankur).
Aaaaðeins meira röfl/væl.
Ég er ömöguleg!
Best að skríða upp í rúm og lesa í bók eftir Homi K. Bhabha - það er alla vega skemmtilegt nafn...
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Húsmóðir óskast
Heimilishaldið í Lindsey Hall C-19 er í molum/tætlum
- blúndan er að rifna af blómapilsinu mínu
- 2 tölur eru dottnar af my box coat (hvað heitir svoleiðis á íslensku?)
- dregist hefur til í bæði svörtu og grábláu ullarleggingsbuxunum mínum
- handþvo þarf karrýgula ullarsjalið mitt
- almennt þarf að þvo þvott
- bera þarf á gráu stígvélin mín
- skipta þarf á rúmfötum
- póstleggja þarf afmælissendinguna til ömmu Tótu
- kaupa þarf áhöld á borð við uppþvottalög og -bursta og handsápu og tannbursta
- flokka þarf pappírshrúguna í skrifborðsbakkanum áður en einhver reikningur fellur á gjalddaga/einhver appointment einhvers staðar gleymist
- skila þarf overdue bókasafnsbókum og greiða sektir
Þetta eru allt skelfilega leiðinleg verkefni sem ég kýs að fresta svo ég geti lesið skáldsögur/spjallað við fólk/skrifað dagbækur
Morgundagurinn er allra daga lengstur og á morgun segir sá lati, þ.e. ég. Á morgun og hinn neyðist ég til að skrifa 1500 orða bókagagnrýni, og frá sunnudegi til mánudags neyðist ég til að skrifa 1200 orða greiningu á gotneskri smásögu. Í kvöld ætti ég því líklega að velja mér skáldsögu og smásögu til að fjalla um, hm. Kannski. Eða á morgun.
Á morgun verð ég búin að vera 22ja ára í 1 viku. Á morgun er 1 1/2 vika í lestrarvikuna og þá mun ég dveljast hjá Drífu frænku í London og leika við krakkana - og ekki lesa.
Á morgun eru 6 vikur í að ég fari frá Keele og heim í páskafrí. Og komi ekki aftur nema til að taka 2 próf, einhvers staðar í fjarlægri framtíð, eða maí.
Eins og sjá má er ég ekki að nenna þessu lengur, og lifi því í framtíðinni. Það er svo ágætt að fresta deginum í dag þangað til seinna.
Á morgun lofa ég að vera hressari.
- blúndan er að rifna af blómapilsinu mínu
- 2 tölur eru dottnar af my box coat (hvað heitir svoleiðis á íslensku?)
- dregist hefur til í bæði svörtu og grábláu ullarleggingsbuxunum mínum
- handþvo þarf karrýgula ullarsjalið mitt
- almennt þarf að þvo þvott
- bera þarf á gráu stígvélin mín
- skipta þarf á rúmfötum
- póstleggja þarf afmælissendinguna til ömmu Tótu
- kaupa þarf áhöld á borð við uppþvottalög og -bursta og handsápu og tannbursta
- flokka þarf pappírshrúguna í skrifborðsbakkanum áður en einhver reikningur fellur á gjalddaga/einhver appointment einhvers staðar gleymist
- skila þarf overdue bókasafnsbókum og greiða sektir
Þetta eru allt skelfilega leiðinleg verkefni sem ég kýs að fresta svo ég geti lesið skáldsögur/spjallað við fólk/skrifað dagbækur
Morgundagurinn er allra daga lengstur og á morgun segir sá lati, þ.e. ég. Á morgun og hinn neyðist ég til að skrifa 1500 orða bókagagnrýni, og frá sunnudegi til mánudags neyðist ég til að skrifa 1200 orða greiningu á gotneskri smásögu. Í kvöld ætti ég því líklega að velja mér skáldsögu og smásögu til að fjalla um, hm. Kannski. Eða á morgun.
Á morgun verð ég búin að vera 22ja ára í 1 viku. Á morgun er 1 1/2 vika í lestrarvikuna og þá mun ég dveljast hjá Drífu frænku í London og leika við krakkana - og ekki lesa.
Á morgun eru 6 vikur í að ég fari frá Keele og heim í páskafrí. Og komi ekki aftur nema til að taka 2 próf, einhvers staðar í fjarlægri framtíð, eða maí.
Eins og sjá má er ég ekki að nenna þessu lengur, og lifi því í framtíðinni. Það er svo ágætt að fresta deginum í dag þangað til seinna.
Á morgun lofa ég að vera hressari.
laugardagur, febrúar 10, 2007
"Berrössuð á Akureyri"
er klárlega frasi gærdagsins - hann er engin leið að útskýra, if there ever was a had-to-be-there-moment þá er það þetta.
Gærdagurinn var líka afmælisdagur og viðlagið "I'm ancient".
Hvað get ég sagt? Fáránlegur dagur, góður dagur.
Við Kría sóttum Lindu á Stoke Rail Station en hún hafði komist skakkafallalaust frá Leeds.
Hanley, saman til Hanley að leita að afmælisgjöfinni minni frá pabba og mömmu og afmælisgjöfinni frá Kríu til litlu systur hennar sem á líka afmæli í dag - til hamingju, 14 ára stelpa!
Árstíð loðfóðraðra stígvéla liðin svo ég sættist á gráa ökklaskó úr rúskinni í staðinn og Kría keypti kúúúl stuttermabol og uglutuðru handa skvísunni í Keflavík. Frá sjálfri mér fékk ég svarta eyrnalokka og Linda fjárfesti í munstruðum poka og buxum úr Dorothy Perkins - retail therapy, ain't nth like it!
Nema kannski...ef ske kynni...það að vera veðurtepptur í Hanley...
Klukkan 18 hættu strætóar að ganga inn í Newcastle, að maður tali ekki um Keele...
Hví?
Hví?!
Því það var andsk...2 cm snjólag á götunum og slydduderringur!
Eftir hálftíma bið í næðingnum, með blauta fætur og gaulandi garnir náðum við þó í strætó aftur inn á Stoke Rail Station (sem er miðja leið á milli Hanley og Newcastle) og ætluðum að freista þess að ná í taxa þaðan. Reyndar ekkert svakalega bjartsýnar því leigubílarnir voru horfnir af götumHanley, og byrjuðum að áforma hótelgistingu inni í Stoke (sem hefði reyndar bara verið gaman, enda ekki mörg tækifæri til þess þegar menn eru fátækir háskólanemar). Náðum þó í síðasta leigarann í taxi-line og hann féllst á að keyra okkur til Keele fyrir 15 pund - 15 pund! Svo var hann svo taugaveiklaður, greyið; ég hafði á tilfinningunni að á hverri stundu brysti hann í grát, myndi henda okkur út og snúa við heim til mömmu. En svo var sem betur fer ekki, enda býr mamma hans örugglega í Pakistan.
Heima í Keele beið Ruth. Áform okkar fjögurra um að taka strætó inn í Newcastle þar sem við áttum pantað borð á tapas-stað voru klárlega farin út um þúfur, og það var stöðugt á tali hjá öllum leigubílaþjónustum, en sú ráðagóða enska snót hringdi einfaldlega í vin sinn, Ben, sem kom með vin sinn, what's-his-face, og skutlaði okkar í "ófærðinni" inn í Newcastle, vei!
Þar vorum við á rassgatinu, án þess að vera svo mikið sem byrjaðar í búsinu, því slyddan var orðin að slabbi á götum bæjarins og Ruth í of stórum skóm. En við náðum inn á veitingastaðinn þar sem borðið okkar beið og, oh! Það var sko kósí.
Eftir 27 tilraunir náði ég í gegn hjá Roseville Taxi Service og við pöntuðum bíl til að koma okkur aftur til Keele seinna um kvöldið - hefði verið frekar hvimleitt að krassa á gólfinu hjá Ben.
Svo lá leið okkar á pöbb þar sem téður Ben og vinur hans biðu og mikið og vel spjallað og margt gott þambað. Te inni á herbergi hjá Ruth yljaði svo köldum sálum þegar aftur til Keele var komið, og við vildum allar Peas on Earth. Og núna er nótt og Linda og Kría vonandi komnar alla leiðina inn í Horwood Hall of Residence þar sem þær munu kúra í Kríu herbergi en ég hérna í Lindsey í minni holu, uhm.
Fólk er gott.
Valdís Ösp, Una og Tom sem smsa, Unnur sem hringir og er Unnur mín, Drífa sem hringir af Starbucks þar sem hún drakk kakó mér til heiðurs, Pabbi sem hringir í mig og er pabbalegur, Addi, amma Helga og afi Addi, Sigga, Erla Rún og Inga Steinunn sem reyna að ná af mér á msn (en ég var auðvitað úti, sorry), Valdís Anna sem gerir ammælis-komment frá Indlandi, mamma sem sendir e-mail og hringdi og Hildur Sara sem er bestust og hefur alltaf tíma til að spjalla.
Og ég á fínerí: Ted Baker snyrtivörur því Drífa veit að stelpur þurfa að dekra við sig í sturtunni, náttföt með rollu því elsku Unnur man að mig langar svo í rollumálverk, handgerða sápu frá Carolyn í Frakkalandi sem veit ég er munúðarseggur, gyllt clutch-veski og rauða hálsfesti og vintage-nælu frá Hildi Söru og Andra Oddi því þau þekkja mig, "Tales from Beatrix Potter"með upprunalegum myndskreytingum og hárband og blekpennasett frá Lindu sem er meistari í gjafainnkaupum, Starbucks-London-risakönnuskrímslið frá Ingu sem ég fékk reyndar fyrir fram (í Londonreisunni góðu), hálsfesta-hengið frá Ruth sem veit hvað ég á geeeeðveikt mikið af glingri, nýju skóna frá pabba og mömmu sem ég elska svooo, leyndó frá ömmu Helgu og afa adda sem ég fæ bráðum að sjá í gegnum skype, leyndó frá Kríu sem hún ætlar ekki að gefa mér strax og keypti því drykk fyrir mig í "forgjöf"...
En best af öllu voru gylltir eyrnalokkar og glært Ted Baker varagloss og Lindt súkkulaðikúlur og 22-ára afmælisnæla frá Daniel og Isabellu, elskunum, og myndirnar sem þau teiknuðu af mér - ég er tannaskrímsli/risaeðla!
Best, best, best.
Gærdagurinn var líka afmælisdagur og viðlagið "I'm ancient".
Hvað get ég sagt? Fáránlegur dagur, góður dagur.
Við Kría sóttum Lindu á Stoke Rail Station en hún hafði komist skakkafallalaust frá Leeds.
Hanley, saman til Hanley að leita að afmælisgjöfinni minni frá pabba og mömmu og afmælisgjöfinni frá Kríu til litlu systur hennar sem á líka afmæli í dag - til hamingju, 14 ára stelpa!
Árstíð loðfóðraðra stígvéla liðin svo ég sættist á gráa ökklaskó úr rúskinni í staðinn og Kría keypti kúúúl stuttermabol og uglutuðru handa skvísunni í Keflavík. Frá sjálfri mér fékk ég svarta eyrnalokka og Linda fjárfesti í munstruðum poka og buxum úr Dorothy Perkins - retail therapy, ain't nth like it!
Nema kannski...ef ske kynni...það að vera veðurtepptur í Hanley...
Klukkan 18 hættu strætóar að ganga inn í Newcastle, að maður tali ekki um Keele...
Hví?
Hví?!
Því það var andsk...2 cm snjólag á götunum og slydduderringur!
Eftir hálftíma bið í næðingnum, með blauta fætur og gaulandi garnir náðum við þó í strætó aftur inn á Stoke Rail Station (sem er miðja leið á milli Hanley og Newcastle) og ætluðum að freista þess að ná í taxa þaðan. Reyndar ekkert svakalega bjartsýnar því leigubílarnir voru horfnir af götumHanley, og byrjuðum að áforma hótelgistingu inni í Stoke (sem hefði reyndar bara verið gaman, enda ekki mörg tækifæri til þess þegar menn eru fátækir háskólanemar). Náðum þó í síðasta leigarann í taxi-line og hann féllst á að keyra okkur til Keele fyrir 15 pund - 15 pund! Svo var hann svo taugaveiklaður, greyið; ég hafði á tilfinningunni að á hverri stundu brysti hann í grát, myndi henda okkur út og snúa við heim til mömmu. En svo var sem betur fer ekki, enda býr mamma hans örugglega í Pakistan.
Heima í Keele beið Ruth. Áform okkar fjögurra um að taka strætó inn í Newcastle þar sem við áttum pantað borð á tapas-stað voru klárlega farin út um þúfur, og það var stöðugt á tali hjá öllum leigubílaþjónustum, en sú ráðagóða enska snót hringdi einfaldlega í vin sinn, Ben, sem kom með vin sinn, what's-his-face, og skutlaði okkar í "ófærðinni" inn í Newcastle, vei!
Þar vorum við á rassgatinu, án þess að vera svo mikið sem byrjaðar í búsinu, því slyddan var orðin að slabbi á götum bæjarins og Ruth í of stórum skóm. En við náðum inn á veitingastaðinn þar sem borðið okkar beið og, oh! Það var sko kósí.
Eftir 27 tilraunir náði ég í gegn hjá Roseville Taxi Service og við pöntuðum bíl til að koma okkur aftur til Keele seinna um kvöldið - hefði verið frekar hvimleitt að krassa á gólfinu hjá Ben.
Svo lá leið okkar á pöbb þar sem téður Ben og vinur hans biðu og mikið og vel spjallað og margt gott þambað. Te inni á herbergi hjá Ruth yljaði svo köldum sálum þegar aftur til Keele var komið, og við vildum allar Peas on Earth. Og núna er nótt og Linda og Kría vonandi komnar alla leiðina inn í Horwood Hall of Residence þar sem þær munu kúra í Kríu herbergi en ég hérna í Lindsey í minni holu, uhm.
Fólk er gott.
Valdís Ösp, Una og Tom sem smsa, Unnur sem hringir og er Unnur mín, Drífa sem hringir af Starbucks þar sem hún drakk kakó mér til heiðurs, Pabbi sem hringir í mig og er pabbalegur, Addi, amma Helga og afi Addi, Sigga, Erla Rún og Inga Steinunn sem reyna að ná af mér á msn (en ég var auðvitað úti, sorry), Valdís Anna sem gerir ammælis-komment frá Indlandi, mamma sem sendir e-mail og hringdi og Hildur Sara sem er bestust og hefur alltaf tíma til að spjalla.
Og ég á fínerí: Ted Baker snyrtivörur því Drífa veit að stelpur þurfa að dekra við sig í sturtunni, náttföt með rollu því elsku Unnur man að mig langar svo í rollumálverk, handgerða sápu frá Carolyn í Frakkalandi sem veit ég er munúðarseggur, gyllt clutch-veski og rauða hálsfesti og vintage-nælu frá Hildi Söru og Andra Oddi því þau þekkja mig, "Tales from Beatrix Potter"með upprunalegum myndskreytingum og hárband og blekpennasett frá Lindu sem er meistari í gjafainnkaupum, Starbucks-London-risakönnuskrímslið frá Ingu sem ég fékk reyndar fyrir fram (í Londonreisunni góðu), hálsfesta-hengið frá Ruth sem veit hvað ég á geeeeðveikt mikið af glingri, nýju skóna frá pabba og mömmu sem ég elska svooo, leyndó frá ömmu Helgu og afa adda sem ég fæ bráðum að sjá í gegnum skype, leyndó frá Kríu sem hún ætlar ekki að gefa mér strax og keypti því drykk fyrir mig í "forgjöf"...
En best af öllu voru gylltir eyrnalokkar og glært Ted Baker varagloss og Lindt súkkulaðikúlur og 22-ára afmælisnæla frá Daniel og Isabellu, elskunum, og myndirnar sem þau teiknuðu af mér - ég er tannaskrímsli/risaeðla!
Best, best, best.
föstudagur, febrúar 02, 2007
Ljótan er eins og tröllkona
og verður að steini þegar sólin byrjar að skína.
Í dag drattaðist ég á lappir þegar líða tók að hádegi, skreið fram á gang til að sturta mig, andfúl, úfin, krumpuð og klesst eins og vera ber eftir næturlangan lestur af syndjátningum geðbrenglaðs skosks ofsatrúarmans frá 18 öld. En þegar ég hökti fram hjá stóra stigpallsglugganum skipuðst heldur betur veður í lofti, og ég ummyndaðist úr ljótum andarunga í undurfagran svan - í fyrsta sinn vikum saman brosti sólin við mér og hló!
Ég plokkaði grængula stíru úr auganu og valhoppaði léttstíg inn í sturtuklefann og hefði örugglega byrjað að syngja ef morgunröddin mín hefði leyft. Ég var kát meðan ég klæddi mig, þó að teppið inni í herbergi væri svo skítugt að það væri nánast sársukafullt á standa berfætt á því (á miðvikudaginn var ég í súrum svefnrofum þegar ræstitæknirinn mætti, og rak hana öfuga á dyr), og ég var kát meðan ég drakk morgunkaffið mitt yfir á Lindsey Café Bar. Og ég var kát í strætó alla leið inn í Newcastle, og ég var kát í gönguferðinni minni, alveg þangað til ipodinn varð batteríislaus.
Þá var það með herkjum sem mér tókst að forðast fýluna, en hélt áfram í góða skapinu. Og þó að sólin væri farin veg allrar veraldar (eða alla vega bak við ský) þá hélt dagurinn áfram að vera fallegur.
Það var ekki fyrr en um 6-leytið sem vindáttin breyttist. Ég var í biðröð á kassa í Sainsbury's með afskaplega netta innkaupakörfu og á undan mér var eldri kona með fremur, eða bara ógeðslega, mikið af varningi. Allt í lagi með að, ef strákrassgatið á kassanum hefði þekkt hana eitthvað, og fundið sig knúinn til að spjalla meðan hann skannaði vörurnar. Nú hef ég unnið á kassa og veit fyrir víst að það er vel hægt að eiga í innihaldsríkum samræðum og skanna í leiðinni...eða kannski gildir það bara um kvenmenn. Þessi ágæti afgreiðslugaur ætlaði ekki að geta hreyft hendurnar! Það tók hann 10 mín að klára afgreiðsluna og spjallið, og þess vegna missti ég af strætó heim. Og eins og áður sagði var sólin farin og því réði napurt febrúarkvöldið eitt ríkjum. Ef það er ekki nægileg ástæða til að finna til örlítis pirrings þá veit ég ekki hvað.
Nei, ok, eitt og sér er það ekki næg ástæða. En nú er það svo að Englendingar eru hægvirkasta afgreiðslufólk sem ég hef kynnst. Og þegar maður hefur upplifað svona lagað, tja 57 sinnum á 4 mánuðum, og veit af fenginni reynslu í öðrum og skilvirkari samfélögum, að það er ekkert lögmál sem segir: "Þú skalt afgreiða eins hægt og þú getur án þess að vera rekin(n)" þá má maður pirrast.
En nú mun ég fara og drekka te inn í eldhúsi og veita Chloe félagsskap - hún er á krónískum bömmer yfir því að ostinum hennar sé ævinlega stolið.
Í dag drattaðist ég á lappir þegar líða tók að hádegi, skreið fram á gang til að sturta mig, andfúl, úfin, krumpuð og klesst eins og vera ber eftir næturlangan lestur af syndjátningum geðbrenglaðs skosks ofsatrúarmans frá 18 öld. En þegar ég hökti fram hjá stóra stigpallsglugganum skipuðst heldur betur veður í lofti, og ég ummyndaðist úr ljótum andarunga í undurfagran svan - í fyrsta sinn vikum saman brosti sólin við mér og hló!
Ég plokkaði grængula stíru úr auganu og valhoppaði léttstíg inn í sturtuklefann og hefði örugglega byrjað að syngja ef morgunröddin mín hefði leyft. Ég var kát meðan ég klæddi mig, þó að teppið inni í herbergi væri svo skítugt að það væri nánast sársukafullt á standa berfætt á því (á miðvikudaginn var ég í súrum svefnrofum þegar ræstitæknirinn mætti, og rak hana öfuga á dyr), og ég var kát meðan ég drakk morgunkaffið mitt yfir á Lindsey Café Bar. Og ég var kát í strætó alla leið inn í Newcastle, og ég var kát í gönguferðinni minni, alveg þangað til ipodinn varð batteríislaus.
Þá var það með herkjum sem mér tókst að forðast fýluna, en hélt áfram í góða skapinu. Og þó að sólin væri farin veg allrar veraldar (eða alla vega bak við ský) þá hélt dagurinn áfram að vera fallegur.
Það var ekki fyrr en um 6-leytið sem vindáttin breyttist. Ég var í biðröð á kassa í Sainsbury's með afskaplega netta innkaupakörfu og á undan mér var eldri kona með fremur, eða bara ógeðslega, mikið af varningi. Allt í lagi með að, ef strákrassgatið á kassanum hefði þekkt hana eitthvað, og fundið sig knúinn til að spjalla meðan hann skannaði vörurnar. Nú hef ég unnið á kassa og veit fyrir víst að það er vel hægt að eiga í innihaldsríkum samræðum og skanna í leiðinni...eða kannski gildir það bara um kvenmenn. Þessi ágæti afgreiðslugaur ætlaði ekki að geta hreyft hendurnar! Það tók hann 10 mín að klára afgreiðsluna og spjallið, og þess vegna missti ég af strætó heim. Og eins og áður sagði var sólin farin og því réði napurt febrúarkvöldið eitt ríkjum. Ef það er ekki nægileg ástæða til að finna til örlítis pirrings þá veit ég ekki hvað.
Nei, ok, eitt og sér er það ekki næg ástæða. En nú er það svo að Englendingar eru hægvirkasta afgreiðslufólk sem ég hef kynnst. Og þegar maður hefur upplifað svona lagað, tja 57 sinnum á 4 mánuðum, og veit af fenginni reynslu í öðrum og skilvirkari samfélögum, að það er ekkert lögmál sem segir: "Þú skalt afgreiða eins hægt og þú getur án þess að vera rekin(n)" þá má maður pirrast.
En nú mun ég fara og drekka te inn í eldhúsi og veita Chloe félagsskap - hún er á krónískum bömmer yfir því að ostinum hennar sé ævinlega stolið.