mánudagur, mars 26, 2007
Ég ætla að skrifa
línu úr íslensku dægurlagi og það mun ekkert ykkar átta ykkur á hversu þrungin merkingu hún er fyrir mér. Og ég ætla ekkert að útskýra. Ég skulda ekki neinum neitt.
Mín hljóða sorg og hlátur þinn
sem hlutu sömu gröf.
Hitt er annað mál að ég er á förum. Frá Keele sko. Á fimmtudaginn. Að vera á förum hefur óhjákvæmilega ýmislegt í för með sér og þessa stundina er ég úrvinda. En engu að síður svo upptendruð að ég held ég sofi bara ekkert í nótt. Sem betur fer er enn stafli af bókasafnsbókum inni í litla ljóta herbergi andarungans svo mér ætti ekki að leiðast. Þetta eru allt verk sem ég mæli með:
- The Location of Culture eftir Homi K. Bhabha (bwahaha, brabra, hahaha)
- Crime Fiction eftir John Scaggs
- Contemporary Fiction eftir Jago Morrison (eins og páfagaukurinn og tónlistarmaðurinn)
- The Cambridge Introduction to Modern British Fiction 1950-2000 eftir Dominic Head (alltaf á hausnum, oh ég er fyndin í dag)
- Contemporary British Fiction, ritstj. Richard J. Lane, Rod Mengham og Philip Tew
- Contemporary Novelists: British Fiction since 1970 eftir Peter Childs (þ.e. Peter Pan)
- The Gothic Body eftir Kelly Hurley
- The Uncanny eftir Nicholas Royle
- The Female Grotesque eftir Mary Russo
- Gothic eftir Fred Botting
En hvað varð um síðustu daga?
- Fylla út eyðublöð, ljósrita leyfisbréf, fá dagsetningar á próf, skila öllu á til alþjóðafulltrúa eða Humanities Office og fá ekki þakkir heldur reikning upp á 50 pund. Þetta legg ég á mig til að fá að taka prófin á Ak.
- Hringja í flutningafyrirtæki og panta flutning á litlu ferðatöskunni minni til Drífu svo ég komist sjálf alla leið með lestunum.
- Uppgötva að téð fyrirtæki er sóðastofnun sem svindlar á fátækum námsmönnum.
- Hringja mörg símtöl í sóðana og sóðakónginn til að afpanta. Heimtaði algjöra endurgreiðslu og með því að vitna í Terms&Conditions þá vann ég - enda hef ég alltaf rétt fyrir mér. Svona yfirleitt.
- Hringja og hringja og senda e-mail til að ná sambandi við Ásútgáfuna og athuga með þýðingarverkefni.
- Kaupa rándýra pappakassa á pósthúsinu og lélegt límband.
- Fylla pappakassana af bókum og fötum og vefja 100m af lélegu límbandi utan um þá.
- Labba með 10kg (rándýran) pappakassa niður á pósthús. 2 ferðir. Var einhverra hluta vegna í flíspeysunni minn þó það væri steikjandi vorsólskin.
- Borga mörgmörg pund fyrir að senda (rándýru) pappakassana til Drífu.
- Alltof margar ferðir inn í Newcastle.
- Allt of margar heimsóknir í Boots. Ég er sucker fyrir vouchers og sucker fyrir öllu sem heitir krem/exfoliator/andlitsvatn/augnskuggi/body scrub, æ þið vitið, allt þetta, og þegar maður þarf bara að borga 1 pund á milli þá bara, æ. En hey, Advantage kortið mitt gaf mér loks ókeypis augnkrem, jibbí!
- Vondu rúmfötin. Oh. Hin eru óhrein.
- Kaffi. Kaffi. Kaffikaffikaffikaffi. En það er alla vega fairtrade...
- 2 formative exercises tilbúnar, 2 assessed essays tilbúnar, 4782 bls af skáldsögum og smásögum lesnar.
- Allar glósur, teoría og worksheets flokkuð, merkt og komin í möppur sem eru of fyrirferðarmiklar til að ég komi þeim í ferðatöskuna mína.
- Búin að semja við Sabrinu um að hún muni ættleiða matarafgangana mína, það er allt sem er óátekið.
- Netbankinn er versti óvinur minn. Nei, bankareikningarnir mínir eru verstu óvinir mínir.
- Búin að semja við Ruth um að draga með mér ferðatöskurnar tvær upp úr botnlanganum í Lindsey Hall og upp á strætóstoppistöð.
- Mörg stressköst yfir að ég muni bara koma annarri ferðatöskunni upp í lestina til London og verða sjálf eftir grenjandi á brautarpallinum með hina töskuna.
- Örþrifaráð: black cab frá Euston og heim til Drífu því það er ekki möguleiki að ég komist í Underground með 2 ferðastöskur og axlaveski.
- "Kærustuparið" í Lindsey C-block verður meira obnoxious með hverjum deginum. Mel er svona smápíka sem er sífellt skrækjandi eða vælandi og John-O (hver kallar sig John-O?) er með ótrúlega leiðinlega rödd sem bergmálar um alla ganga þegar hann skammast eða kvartar eða sleikir fýluna úr smápíkukærustunni sem lætur honum líða eins og stórkalli þó hann sé í raun bara 19 ára fótboltapjakkur sem er eins og gangandi auglýsing fyrir achne solutions... Alla vega, ég þoli þau ekki og við erum fleiri sem deilum þeirri skoðun.
- Tuddarnir í C-block halda áfram að brjóta þakplötur og klósettrör, og ég er með krosslagða fingur um að það verði ekki búið að senda út reikning á okkur öll þegar ég skila lyklinum á fimmtud. og fæ vonandi, vonandi, eitthvað af tryggingunni minni til baka.
- Pakki frá DD-Gúbbý, ó elskurnar mínar!
- Á fimm dögum hef ég sullað niður jafnmörgum tebollum.
Já, og ef ykkur leiðist, burstið þá tennurnar. Englendingar bursta sínar að að meðaltali einu sinni á dag og það er helmingi of sjaldan (má segja svona). Þeir eru kannski frægir fyrir sínar ljótu tennur en mér finnst það aðeins of dýru verði keypt...ljótar tennur, sko, þið skiljið.
Og annað mál. Ég ætla í frí frá háskólanum næsta haust. Það verður gott að vera manneskja um tíma og það verður gott að eignast pening aftur.
Góðar stundir.
Mín hljóða sorg og hlátur þinn
sem hlutu sömu gröf.
Hitt er annað mál að ég er á förum. Frá Keele sko. Á fimmtudaginn. Að vera á förum hefur óhjákvæmilega ýmislegt í för með sér og þessa stundina er ég úrvinda. En engu að síður svo upptendruð að ég held ég sofi bara ekkert í nótt. Sem betur fer er enn stafli af bókasafnsbókum inni í litla ljóta herbergi andarungans svo mér ætti ekki að leiðast. Þetta eru allt verk sem ég mæli með:
- The Location of Culture eftir Homi K. Bhabha (bwahaha, brabra, hahaha)
- Crime Fiction eftir John Scaggs
- Contemporary Fiction eftir Jago Morrison (eins og páfagaukurinn og tónlistarmaðurinn)
- The Cambridge Introduction to Modern British Fiction 1950-2000 eftir Dominic Head (alltaf á hausnum, oh ég er fyndin í dag)
- Contemporary British Fiction, ritstj. Richard J. Lane, Rod Mengham og Philip Tew
- Contemporary Novelists: British Fiction since 1970 eftir Peter Childs (þ.e. Peter Pan)
- The Gothic Body eftir Kelly Hurley
- The Uncanny eftir Nicholas Royle
- The Female Grotesque eftir Mary Russo
- Gothic eftir Fred Botting
En hvað varð um síðustu daga?
- Fylla út eyðublöð, ljósrita leyfisbréf, fá dagsetningar á próf, skila öllu á til alþjóðafulltrúa eða Humanities Office og fá ekki þakkir heldur reikning upp á 50 pund. Þetta legg ég á mig til að fá að taka prófin á Ak.
- Hringja í flutningafyrirtæki og panta flutning á litlu ferðatöskunni minni til Drífu svo ég komist sjálf alla leið með lestunum.
- Uppgötva að téð fyrirtæki er sóðastofnun sem svindlar á fátækum námsmönnum.
- Hringja mörg símtöl í sóðana og sóðakónginn til að afpanta. Heimtaði algjöra endurgreiðslu og með því að vitna í Terms&Conditions þá vann ég - enda hef ég alltaf rétt fyrir mér. Svona yfirleitt.
- Hringja og hringja og senda e-mail til að ná sambandi við Ásútgáfuna og athuga með þýðingarverkefni.
- Kaupa rándýra pappakassa á pósthúsinu og lélegt límband.
- Fylla pappakassana af bókum og fötum og vefja 100m af lélegu límbandi utan um þá.
- Labba með 10kg (rándýran) pappakassa niður á pósthús. 2 ferðir. Var einhverra hluta vegna í flíspeysunni minn þó það væri steikjandi vorsólskin.
- Borga mörgmörg pund fyrir að senda (rándýru) pappakassana til Drífu.
- Alltof margar ferðir inn í Newcastle.
- Allt of margar heimsóknir í Boots. Ég er sucker fyrir vouchers og sucker fyrir öllu sem heitir krem/exfoliator/andlitsvatn/augnskuggi/body scrub, æ þið vitið, allt þetta, og þegar maður þarf bara að borga 1 pund á milli þá bara, æ. En hey, Advantage kortið mitt gaf mér loks ókeypis augnkrem, jibbí!
- Vondu rúmfötin. Oh. Hin eru óhrein.
- Kaffi. Kaffi. Kaffikaffikaffikaffi. En það er alla vega fairtrade...
- 2 formative exercises tilbúnar, 2 assessed essays tilbúnar, 4782 bls af skáldsögum og smásögum lesnar.
- Allar glósur, teoría og worksheets flokkuð, merkt og komin í möppur sem eru of fyrirferðarmiklar til að ég komi þeim í ferðatöskuna mína.
- Búin að semja við Sabrinu um að hún muni ættleiða matarafgangana mína, það er allt sem er óátekið.
- Netbankinn er versti óvinur minn. Nei, bankareikningarnir mínir eru verstu óvinir mínir.
- Búin að semja við Ruth um að draga með mér ferðatöskurnar tvær upp úr botnlanganum í Lindsey Hall og upp á strætóstoppistöð.
- Mörg stressköst yfir að ég muni bara koma annarri ferðatöskunni upp í lestina til London og verða sjálf eftir grenjandi á brautarpallinum með hina töskuna.
- Örþrifaráð: black cab frá Euston og heim til Drífu því það er ekki möguleiki að ég komist í Underground með 2 ferðastöskur og axlaveski.
- "Kærustuparið" í Lindsey C-block verður meira obnoxious með hverjum deginum. Mel er svona smápíka sem er sífellt skrækjandi eða vælandi og John-O (hver kallar sig John-O?) er með ótrúlega leiðinlega rödd sem bergmálar um alla ganga þegar hann skammast eða kvartar eða sleikir fýluna úr smápíkukærustunni sem lætur honum líða eins og stórkalli þó hann sé í raun bara 19 ára fótboltapjakkur sem er eins og gangandi auglýsing fyrir achne solutions... Alla vega, ég þoli þau ekki og við erum fleiri sem deilum þeirri skoðun.
- Tuddarnir í C-block halda áfram að brjóta þakplötur og klósettrör, og ég er með krosslagða fingur um að það verði ekki búið að senda út reikning á okkur öll þegar ég skila lyklinum á fimmtud. og fæ vonandi, vonandi, eitthvað af tryggingunni minni til baka.
- Pakki frá DD-Gúbbý, ó elskurnar mínar!
- Á fimm dögum hef ég sullað niður jafnmörgum tebollum.
Já, og ef ykkur leiðist, burstið þá tennurnar. Englendingar bursta sínar að að meðaltali einu sinni á dag og það er helmingi of sjaldan (má segja svona). Þeir eru kannski frægir fyrir sínar ljótu tennur en mér finnst það aðeins of dýru verði keypt...ljótar tennur, sko, þið skiljið.
Og annað mál. Ég ætla í frí frá háskólanum næsta haust. Það verður gott að vera manneskja um tíma og það verður gott að eignast pening aftur.
Góðar stundir.
sunnudagur, mars 18, 2007
Núna er tími
til að nýta tímann.
Núna er það seinni lokaritgerðin - Gothic Fictions: the uncanny spectral í Dracula og A Christmas Carol - og svo þarf ég bara að lesa The Book of Dave. Kýs að telja ekki teoríu og vinnublað fyrir 2 málstofur með, því það hljómar betur þannig.
Næstu nótt ætti ritgerðarómyndin að klárast. Ég get ekki byrjað að brasa neitt annað fyrr en ég er búin að kasta þessu.
Ekki það að maður sé ekki að brasa um leið og unnið er í ritgerð, hm...
- The Weather Man með Nicholas Cage er góð mynd. Ekki bara af því að Nicholas Cage leikur í henni. Ég held ég verði geðveik ef alluc.org gerir mér ekki kleift að horfa á síðasta hlutann, geðveik, án gríns, geðveik eins og konan í The Yellow Wallpaper, geðveik eins og maðurinn í The Raven, geðveik eins og vitleysingurinn í The Confessions of a Justified Sinner... Augljóst að the gothic á huga minn allan en það liggur nú í hlutarins eðli.
- 4 extra tyggjó er góð þjálfun fyrir kjálkavöðvana og koma í veg fyrir að maður sofni.
- Það er endalaust flókið og leiðinlegt að telja fram til skatts þegar maður leigir erlendis, átti innistæðu í erlendum bönkum um áramót, fékk styrki og þarf því að reikna út kostnaðinn sem kemur upp á móti, og geymir einhvern pening í sjóðum í Landsbankanum sem koma auðvitað ekki sjálfkrafa fram í gögnum frá netbanka Glitnis. Gott að eiga klára mömmu og gott að vera með skype.
- Sumar hárspangir eru ekki hannaðar fyrir fólk með gleraugu. Eða kannski eru sum gleraugu ekki hönnuð fyrir fólk sem notar hárspangir.
- Cappuchino á að vera 1/3 kaffi, 1/3 flóuð mjólk og 1/3 mjólkurfroða. Augljóslega þá hljóta flóaaða mjólkin og kaffiið að blandast en froðan á að fljóta ofan á. Ef einhver býður þér kaffidrykk sem er 1/3 kaffi blandað 2/3 heitri mjólk og kallar það cappuchino, þá skaltu benda viðkomandi á að til sé sérstakur drykkur fyrir þá sem kjósa slík hlutföll. Latte.
- Hversu lengi ætli sé skaðlaust að nota sama tannburstann?
- Sólþurrkaðir bananar eru frábær lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að uppfylla 5-á-dag kvótann. Meira að segja ég get sporðrennt 4 stk án þess að vera neitt sérlega svöng fyrir.
- Kosningar!
Í dag er sunnudagur og ný vika. Á fimmtudagskvöldið í næstu viku fer ég héðan burt, og til London, og kem aldrei aftur. Ég get ekki beðið. Ef ekki væri fyrir djös ritgerðina myndi ég eyða næstu dögum í að hugsa um hvað ég ætla að gera þegar þessir dagar eru liðnir.
Svo þarf ég líka að þvo þvott. Kemur.
Núna er það seinni lokaritgerðin - Gothic Fictions: the uncanny spectral í Dracula og A Christmas Carol - og svo þarf ég bara að lesa The Book of Dave. Kýs að telja ekki teoríu og vinnublað fyrir 2 málstofur með, því það hljómar betur þannig.
Næstu nótt ætti ritgerðarómyndin að klárast. Ég get ekki byrjað að brasa neitt annað fyrr en ég er búin að kasta þessu.
Ekki það að maður sé ekki að brasa um leið og unnið er í ritgerð, hm...
- The Weather Man með Nicholas Cage er góð mynd. Ekki bara af því að Nicholas Cage leikur í henni. Ég held ég verði geðveik ef alluc.org gerir mér ekki kleift að horfa á síðasta hlutann, geðveik, án gríns, geðveik eins og konan í The Yellow Wallpaper, geðveik eins og maðurinn í The Raven, geðveik eins og vitleysingurinn í The Confessions of a Justified Sinner... Augljóst að the gothic á huga minn allan en það liggur nú í hlutarins eðli.
- 4 extra tyggjó er góð þjálfun fyrir kjálkavöðvana og koma í veg fyrir að maður sofni.
- Það er endalaust flókið og leiðinlegt að telja fram til skatts þegar maður leigir erlendis, átti innistæðu í erlendum bönkum um áramót, fékk styrki og þarf því að reikna út kostnaðinn sem kemur upp á móti, og geymir einhvern pening í sjóðum í Landsbankanum sem koma auðvitað ekki sjálfkrafa fram í gögnum frá netbanka Glitnis. Gott að eiga klára mömmu og gott að vera með skype.
- Sumar hárspangir eru ekki hannaðar fyrir fólk með gleraugu. Eða kannski eru sum gleraugu ekki hönnuð fyrir fólk sem notar hárspangir.
- Cappuchino á að vera 1/3 kaffi, 1/3 flóuð mjólk og 1/3 mjólkurfroða. Augljóslega þá hljóta flóaaða mjólkin og kaffiið að blandast en froðan á að fljóta ofan á. Ef einhver býður þér kaffidrykk sem er 1/3 kaffi blandað 2/3 heitri mjólk og kallar það cappuchino, þá skaltu benda viðkomandi á að til sé sérstakur drykkur fyrir þá sem kjósa slík hlutföll. Latte.
- Hversu lengi ætli sé skaðlaust að nota sama tannburstann?
- Sólþurrkaðir bananar eru frábær lausn fyrir þá sem eiga erfitt með að uppfylla 5-á-dag kvótann. Meira að segja ég get sporðrennt 4 stk án þess að vera neitt sérlega svöng fyrir.
- Kosningar!
Í dag er sunnudagur og ný vika. Á fimmtudagskvöldið í næstu viku fer ég héðan burt, og til London, og kem aldrei aftur. Ég get ekki beðið. Ef ekki væri fyrir djös ritgerðina myndi ég eyða næstu dögum í að hugsa um hvað ég ætla að gera þegar þessir dagar eru liðnir.
Svo þarf ég líka að þvo þvott. Kemur.
miðvikudagur, mars 14, 2007
Reiður
dagur.
With a frown.
Ég verð örugglega með hrukkur á milli augabrúnanna langt fyrir aldurfram.
Reið.
Því að hafa plokkað brúnirnar í gærkvöldi svo ég gat ekki hnykklað þær og látið rauðsprengdu augun hverfa.
Því ég setti á mig of ullarsjalið áður en ég hljóp í seminar í morgun og það var sólskin og hiti og ég svitnaði á hálsinum.
Því það er ekki hægt að hlaða keele-kortið sitt með 10p klinki.
Því ég vaknaði með magaverk og fór út með magaverk og sat í 3ja klst seminar með magaverk.
Því fólkið í seminarinu þóttist ekki geta tjáð sig almennilega því það væri of loftlaust á skrifstofunni hennar Dr. Stoddard - hver þarf súrefni þegar viðfangsefnið er Salman Rushdie?
Því það var enginn nema búinn að gera background reading on queer theory og því ekkert gaman að tala um hlutverk lesbianism í Fingersmith eftir Sarah Waters, menn bara almennt naive og uncritical.
Því símfyrirtækið mitt lætur mig borga þegar ég fyrir að fá skilaboð um missed calls.
Því Tom félagi minn er sjálfsánægður kjáni sem keypti sér fiðlu í charity shop og þykist ætla að spila á hana opinberlega eftir viku.
Því fiðlan er að detta í sundur og því var endalaust vesen fyrir mig að setja nýja strengi í hana fyrir strákinn.
Því bókasafnsbókin um the novel of sensation eftir Lynn Pykett datt í sundur.
Því það verður miklu dýrara að kaupa bækur af Amazonmarketplace þegar ég verð komin til Íslands aftur.
Því báðir strætóbílstjórarnir sem ég ók með í dag kunnu ekki að keyra og voru krónískt upp á gangstéttum.
Því reiðin mín í dag sprettur af vanmætti. Ekki gat ég öskrað á strætóbílstjórana því ef þeir hefði spurt: vilt þú ekki bara taka við? Og ég hefði þurft að svara: nei, ég kann ekki að nota kúplingu.
With a frown.
Ég verð örugglega með hrukkur á milli augabrúnanna langt fyrir aldurfram.
Reið.
Því að hafa plokkað brúnirnar í gærkvöldi svo ég gat ekki hnykklað þær og látið rauðsprengdu augun hverfa.
Því ég setti á mig of ullarsjalið áður en ég hljóp í seminar í morgun og það var sólskin og hiti og ég svitnaði á hálsinum.
Því það er ekki hægt að hlaða keele-kortið sitt með 10p klinki.
Því ég vaknaði með magaverk og fór út með magaverk og sat í 3ja klst seminar með magaverk.
Því fólkið í seminarinu þóttist ekki geta tjáð sig almennilega því það væri of loftlaust á skrifstofunni hennar Dr. Stoddard - hver þarf súrefni þegar viðfangsefnið er Salman Rushdie?
Því það var enginn nema búinn að gera background reading on queer theory og því ekkert gaman að tala um hlutverk lesbianism í Fingersmith eftir Sarah Waters, menn bara almennt naive og uncritical.
Því símfyrirtækið mitt lætur mig borga þegar ég fyrir að fá skilaboð um missed calls.
Því Tom félagi minn er sjálfsánægður kjáni sem keypti sér fiðlu í charity shop og þykist ætla að spila á hana opinberlega eftir viku.
Því fiðlan er að detta í sundur og því var endalaust vesen fyrir mig að setja nýja strengi í hana fyrir strákinn.
Því bókasafnsbókin um the novel of sensation eftir Lynn Pykett datt í sundur.
Því það verður miklu dýrara að kaupa bækur af Amazonmarketplace þegar ég verð komin til Íslands aftur.
Því báðir strætóbílstjórarnir sem ég ók með í dag kunnu ekki að keyra og voru krónískt upp á gangstéttum.
Því reiðin mín í dag sprettur af vanmætti. Ekki gat ég öskrað á strætóbílstjórana því ef þeir hefði spurt: vilt þú ekki bara taka við? Og ég hefði þurft að svara: nei, ég kann ekki að nota kúplingu.
sunnudagur, mars 11, 2007
Það er svo auðvelt
að gráta í sturtu.
Það rennur allt saman á kinnunum, á bringunni, á fótleggjunum
og ég veit ekki hvað kemur að ofan og hvað innan frá.
Sturtubotninn meiðir setbeinin mín
og það er vont að halda utan um sjálfa sig.
Ég er öll oddur og egg
og skil ekki af hverju ekkert er mjúkt í lífinu lengur.
Ég get ekki haldið áfram að vera hörð
svo ég sit bara í sturtunni,
í móðunni og regninu,
og veit ekki hvort ég er hætt að gráta.
Það rennur allt saman á kinnunum, á bringunni, á fótleggjunum
og ég veit ekki hvað kemur að ofan og hvað innan frá.
Sturtubotninn meiðir setbeinin mín
og það er vont að halda utan um sjálfa sig.
Ég er öll oddur og egg
og skil ekki af hverju ekkert er mjúkt í lífinu lengur.
Ég get ekki haldið áfram að vera hörð
svo ég sit bara í sturtunni,
í móðunni og regninu,
og veit ekki hvort ég er hætt að gráta.
fimmtudagur, mars 08, 2007
Nocturne
Það rignir úti í myrkrinu
en ég er í ömmuinniskónum.
Mér er illt í maganum að vanda
en queer theory er spennandi svo kannski gleymi ég mér.
Gleraugun mín er rispuð
en það sést bara framan á þeim.
Hnetusmjörskrukkan tæmdist
en ég á aðra óátekna.
Bráðum verður lítið eftir að sparigfénu mínu
en bráðum kemur sumarið með vinnu og svo haustið með meiri vinnu.
Nýmansfjölskyldan, Woodendfjölskyldan, afiogammaíholtateigi og stelpurnar mínar eru í margar km fjarlægð
en hér hef ég Kríu.
Ég er hrædd við að sofna og vakna
en það eru bara 3 vikur í að ég fari heim.
Alþjóðafulltrúi Hugvísindadeildar er ekki búin að svara e-mailinu mínu
en ég hef símanúmerið hjá henni og nóg af skypecredit.
Ég get engan vegin tekið allt dótið mitt með í lestarnar þegar ég fer
en ég fann fyrirtæki sem flytur door-to-door fyrir háskólanema.
Ég veit ekki hvort ég á að kjósa Vinstri-græna eða Samfylkinguna
en það er enn langt í kosningar.
Það kom hlussurandafluga inn um gluggann minn og var með ólæti
en randaflugur eru vorboðar.
Húðin mín er ömurlega þurr þessa dagana
en ég á 4 tegundir af rakakremi.
Maðurinn sem ég er með á heilanum á konu og börn
en það má alltaf láta sig dreyma.
en ég er í ömmuinniskónum.
Mér er illt í maganum að vanda
en queer theory er spennandi svo kannski gleymi ég mér.
Gleraugun mín er rispuð
en það sést bara framan á þeim.
Hnetusmjörskrukkan tæmdist
en ég á aðra óátekna.
Bráðum verður lítið eftir að sparigfénu mínu
en bráðum kemur sumarið með vinnu og svo haustið með meiri vinnu.
Nýmansfjölskyldan, Woodendfjölskyldan, afiogammaíholtateigi og stelpurnar mínar eru í margar km fjarlægð
en hér hef ég Kríu.
Ég er hrædd við að sofna og vakna
en það eru bara 3 vikur í að ég fari heim.
Alþjóðafulltrúi Hugvísindadeildar er ekki búin að svara e-mailinu mínu
en ég hef símanúmerið hjá henni og nóg af skypecredit.
Ég get engan vegin tekið allt dótið mitt með í lestarnar þegar ég fer
en ég fann fyrirtæki sem flytur door-to-door fyrir háskólanema.
Ég veit ekki hvort ég á að kjósa Vinstri-græna eða Samfylkinguna
en það er enn langt í kosningar.
Það kom hlussurandafluga inn um gluggann minn og var með ólæti
en randaflugur eru vorboðar.
Húðin mín er ömurlega þurr þessa dagana
en ég á 4 tegundir af rakakremi.
Maðurinn sem ég er með á heilanum á konu og börn
en það má alltaf láta sig dreyma.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Domestic Bliss / Heimilisfriður
Farin til London og komin aftur til Keele, afturenda alheimsins.
Þó enskar bókmenntir eigi hug minn og hjarta þá er ég orðin frekar þreytt á því að vera nemandi. Þess vegna var ósköp kærkomið að gerast manneskja í tæpa viku og heimsækja elskurna mínar í 5 Woodend.
Ég gerðist barnfóstra og sá um Daníel, 5 ára mikilmenni á meðan foreldrar hans fóru með Isabellu, 3ja, í hjartaþræðingu. Nú er það svo að börn finna undantekningalítið hvernig pabba og mömmu líður, og varla hægt að ímynda sér hvernig sá stutti upplifði allt álagið og áhyggjurnar sem fylgdu þessu öllu saman. Um 5-leytið aðfaranótt þriðjudagsins skriðum við saman, litli glókollur og nátttröllsfrænka hans upp í hjónarúm og reyndum að gleyma því að húsráðendur og heimsætan væru á leið út í nóttina. Svefninn hafði loks yfirhöndina og ég svaf með lítinn putta í eyranu.
Svo voru það morgunverkin:
-heimsmet í hraðsturtun og klæðningu (5 mín)
-bran-flakes og ristað brauð með smjöri og sultu handa herramanninum
-heitt mjólkurkaffi handa nátttröllinu
-skólataska, vatnsbrúsi, húslyklar og hann fékk að fara á hlaupahjólinu
Engin eirð í mínum beinum á meðan skóladagurinn leið og hugurinn leitaði sífellt á sjúkrahúsið. Ég fann þó skammvinna huggun á Starbucks þar sem ég kúrði með Fingersmith eftir Sarah Waters og hvarf inn í London Viktoríutímans þar sem lesbískir þjófar eru ekki fæddir af sínum eigin mæðrum, og loks var kominn tími til að mæta við skólahliðið á Chestnut Class.
Litli maðurinn vildi ekki spila fótbolta við mig. Það hefur aldrei gerst áður og mun líklega aldrei eiga sér stað aftur. Hann sat bara dofinn eftir miðdegishressinguna sína og fékk að horfa á sjónvarpið (úff, dekurfrænka). Það var líka djús með kvöldmatnum og jelly í eftirmat og ég lofaði að hann mætti fá vöfflur þegar fótboltaæfingin væri búin. Hvað gerir maður til að hressa svona áhyggjufullt barn?
Maður les Horrid Henry (Skúla Skelfi)! Og maður les hann með tilþrifum. Og maður les hann allt of lengi, langt fram yfir háttatíma litla mannsins sem svaf þó ósköp lítið nóttina áður. En maður gerir það til að uppáhaldsfrændinn hlæi, en honum hafði varla stokkið bros á vör allan seinni partinn.
Loks kom svo pabbinn heim og um síðir mamman með litlu prinsessuna. Allt gekk víst eins og í sögu á sjúkrahúsinu, og niðurstöður rannsóknanna þvílíkt gleðiefni að hamingjan kitlar mig í nefið við það eitt að hugsa um það.
Þá tóku við nokkrir dagar þar sem frænkutröllið þurfti að deila tíma sínum niður á fótboltaglaðann Daniel, og hennar hátign Isabellu sem vildi ráða ein og sjálf yfir "my Helga". Teikna, Animals, Hippos, Whozzit, leika með "my ball". Óó. Við Drífa mamma lögðum okkur í líma við að þóknast litla fólkinu en óhjákvæmilega varð talsvert um ósætti. En þannig er heimurinn bara. Og maður gerir ekki betur en sitt besta.
Og þrátt fyrir allt, þá var ég glöð.
Þó enskar bókmenntir eigi hug minn og hjarta þá er ég orðin frekar þreytt á því að vera nemandi. Þess vegna var ósköp kærkomið að gerast manneskja í tæpa viku og heimsækja elskurna mínar í 5 Woodend.
Ég gerðist barnfóstra og sá um Daníel, 5 ára mikilmenni á meðan foreldrar hans fóru með Isabellu, 3ja, í hjartaþræðingu. Nú er það svo að börn finna undantekningalítið hvernig pabba og mömmu líður, og varla hægt að ímynda sér hvernig sá stutti upplifði allt álagið og áhyggjurnar sem fylgdu þessu öllu saman. Um 5-leytið aðfaranótt þriðjudagsins skriðum við saman, litli glókollur og nátttröllsfrænka hans upp í hjónarúm og reyndum að gleyma því að húsráðendur og heimsætan væru á leið út í nóttina. Svefninn hafði loks yfirhöndina og ég svaf með lítinn putta í eyranu.
Svo voru það morgunverkin:
-heimsmet í hraðsturtun og klæðningu (5 mín)
-bran-flakes og ristað brauð með smjöri og sultu handa herramanninum
-heitt mjólkurkaffi handa nátttröllinu
-skólataska, vatnsbrúsi, húslyklar og hann fékk að fara á hlaupahjólinu
Engin eirð í mínum beinum á meðan skóladagurinn leið og hugurinn leitaði sífellt á sjúkrahúsið. Ég fann þó skammvinna huggun á Starbucks þar sem ég kúrði með Fingersmith eftir Sarah Waters og hvarf inn í London Viktoríutímans þar sem lesbískir þjófar eru ekki fæddir af sínum eigin mæðrum, og loks var kominn tími til að mæta við skólahliðið á Chestnut Class.
Litli maðurinn vildi ekki spila fótbolta við mig. Það hefur aldrei gerst áður og mun líklega aldrei eiga sér stað aftur. Hann sat bara dofinn eftir miðdegishressinguna sína og fékk að horfa á sjónvarpið (úff, dekurfrænka). Það var líka djús með kvöldmatnum og jelly í eftirmat og ég lofaði að hann mætti fá vöfflur þegar fótboltaæfingin væri búin. Hvað gerir maður til að hressa svona áhyggjufullt barn?
Maður les Horrid Henry (Skúla Skelfi)! Og maður les hann með tilþrifum. Og maður les hann allt of lengi, langt fram yfir háttatíma litla mannsins sem svaf þó ósköp lítið nóttina áður. En maður gerir það til að uppáhaldsfrændinn hlæi, en honum hafði varla stokkið bros á vör allan seinni partinn.
Loks kom svo pabbinn heim og um síðir mamman með litlu prinsessuna. Allt gekk víst eins og í sögu á sjúkrahúsinu, og niðurstöður rannsóknanna þvílíkt gleðiefni að hamingjan kitlar mig í nefið við það eitt að hugsa um það.
Þá tóku við nokkrir dagar þar sem frænkutröllið þurfti að deila tíma sínum niður á fótboltaglaðann Daniel, og hennar hátign Isabellu sem vildi ráða ein og sjálf yfir "my Helga". Teikna, Animals, Hippos, Whozzit, leika með "my ball". Óó. Við Drífa mamma lögðum okkur í líma við að þóknast litla fólkinu en óhjákvæmilega varð talsvert um ósætti. En þannig er heimurinn bara. Og maður gerir ekki betur en sitt besta.
Og þrátt fyrir allt, þá var ég glöð.
mánudagur, febrúar 26, 2007
Zadie Smith sagði eitthvað um
að háskólagráða í ensku gerði úr manni gagnslausan þjóðfélagsþegn.
Með því á sá ágæti og margverðlaunaði rithöfundur við að BA-gráða í ensku hafi ekkert nytjagildi fyrir þjóðfélag viðkomandi.
Sömuleiðis vill Zadie Smith meina að eina leiðin til að verða góður penni sé að lesa, lesa, lesa annarra manna ritverk. Þannig gerir hún lítið úr mikilvægi sjálfra ritstarfanna, og neistanum sem rithöfundur verður að búa yfir til að getra tendrað tilfinninga/skoðanabál í lesanda sínum. Þess í stað virðist hún líta á ritlist sem fjölritun, afritun, speglun og klippimyndagerð, þar sem mikilvægustu uppsprettur viðfangsefnisins eru annarra manna uplifanir.
Með tilliti til þessa er ekki skrýtið að hin hlægilega ofmetna fyrsta skáldsaga hennar, White Teeth hafi á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að vera ófrumleg og tilgerðarleg endursýning á tilburðum annarra og hæfari rithöfunda, s.s. Hanif Kureshi og Salman Rushdie.
Nú, sé það haft í huga að Zadie Smith hefur í seinni tíð tekið undir slíka gagnrýni sem réttmæta í garð bókmenntalegs frumburðar síns (hún var rétt yfir tvítugt þegar White Teeth kom út), en að í hinni sömu seinni tíð láti hún jafnframt frá sér ummælin um mikilvægi þess að lesa, lesa, lesa... Þá veltir maður því auðvitað fyrir sér hvort hún hafi raunverulega þroskast, eða hvort hún taki einungis undir ummæli ganrýnenda því það er betra að láta hlægja með sér heldur en að sér...
Ég álykta að Zadie Smith sé enn sami vitleysingurinn. Og því er leikur einn að hunsa barnaleg ummæli hennar um háskólanám í ensku sem einn af dyntum hálffullorðins einstaklings sem vill virðast lífsreyndari en hann er, og gerir því lítið úr öllu sem honum var kennt að væri einhvers virði.
Ég ætla ekki að fara hérna út í kosti og galla enskunáms á háskólastigi, eða reyna að sannfæra menn um hversu dýrmæt ég verð íslensku samfélagi þegar Háskóli Íslands hefur afhent mér einhvern gráðubleðil. Eins og gamall félagi minn í the-dead-letter-department var vanur að segja "I'd prefer not to".
En ég ætla að fussa yfir öllum þeim sem halda því fram að skáldsögur, ljóð og teoría borgi ekki reikningana: filistearnir ykkar! Það sem skiptir máli er ekki hvað maður gerir heldur hversu vel maður gerir það. Það að setja mat á borðið byggist á því að geta unnið úr því sem maður hefur.
Með því á sá ágæti og margverðlaunaði rithöfundur við að BA-gráða í ensku hafi ekkert nytjagildi fyrir þjóðfélag viðkomandi.
Sömuleiðis vill Zadie Smith meina að eina leiðin til að verða góður penni sé að lesa, lesa, lesa annarra manna ritverk. Þannig gerir hún lítið úr mikilvægi sjálfra ritstarfanna, og neistanum sem rithöfundur verður að búa yfir til að getra tendrað tilfinninga/skoðanabál í lesanda sínum. Þess í stað virðist hún líta á ritlist sem fjölritun, afritun, speglun og klippimyndagerð, þar sem mikilvægustu uppsprettur viðfangsefnisins eru annarra manna uplifanir.
Með tilliti til þessa er ekki skrýtið að hin hlægilega ofmetna fyrsta skáldsaga hennar, White Teeth hafi á síðustu árum verið gagnrýnd fyrir að vera ófrumleg og tilgerðarleg endursýning á tilburðum annarra og hæfari rithöfunda, s.s. Hanif Kureshi og Salman Rushdie.
Nú, sé það haft í huga að Zadie Smith hefur í seinni tíð tekið undir slíka gagnrýni sem réttmæta í garð bókmenntalegs frumburðar síns (hún var rétt yfir tvítugt þegar White Teeth kom út), en að í hinni sömu seinni tíð láti hún jafnframt frá sér ummælin um mikilvægi þess að lesa, lesa, lesa... Þá veltir maður því auðvitað fyrir sér hvort hún hafi raunverulega þroskast, eða hvort hún taki einungis undir ummæli ganrýnenda því það er betra að láta hlægja með sér heldur en að sér...
Ég álykta að Zadie Smith sé enn sami vitleysingurinn. Og því er leikur einn að hunsa barnaleg ummæli hennar um háskólanám í ensku sem einn af dyntum hálffullorðins einstaklings sem vill virðast lífsreyndari en hann er, og gerir því lítið úr öllu sem honum var kennt að væri einhvers virði.
Ég ætla ekki að fara hérna út í kosti og galla enskunáms á háskólastigi, eða reyna að sannfæra menn um hversu dýrmæt ég verð íslensku samfélagi þegar Háskóli Íslands hefur afhent mér einhvern gráðubleðil. Eins og gamall félagi minn í the-dead-letter-department var vanur að segja "I'd prefer not to".
En ég ætla að fussa yfir öllum þeim sem halda því fram að skáldsögur, ljóð og teoría borgi ekki reikningana: filistearnir ykkar! Það sem skiptir máli er ekki hvað maður gerir heldur hversu vel maður gerir það. Það að setja mat á borðið byggist á því að geta unnið úr því sem maður hefur.