fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Nærbuxur
eru ein mikilvægasta flíkin þegar maður er pilsakona sem fer allra sinna ferða fótgangandi.
Í morgun gerði ég þau afdrifaríku mistök að velja dökkbláan blúnduhipster í staðinn fyrir einangrandi bómullarboxer innan undir sokkabuxurnar mínar. Þar sem ískaldur næðingur hristi og skók borgarbúa í -3°C kuldakasti dagsins saup ég seyðið af hégóma mínum, og bý ekki lengur yfir rasskinnum.
Nei, svona án spaugs, þá hefði það gert gæfumuninn.
Téð bómullarbrók er ekkert ófrýnileg, það er reginmisskilningur að allar nærbuxur sem gerðar eru úr yfirborðsmeira hráefni en bómullarhnoðra og tveimur tvinnaspottum eigi ekki heima utanum sæmilega meðvitaðan kvenmansbotn. Géstrengir eru oft afar smekklegir og fínir til síns brúks en engan vegin viðeigandi öllum stundum - ekki myndi ég klæðast sömu gallabuxunum hvernig sem vindáttin stæði. Reyndar tel það skyldu hverrar konu sem þykist hafa frambærilegan fatastíl að eiga minnst fjögur snið af nærbuxum úr mismunandi efni. Og jafnframt að vanda sig við að velja réttu brókina við dress dagsins.
Persónulega þá þykir mér fátt skemmtilegra en að kaupa mér nærbuxur. Og rétt eins og röng undiföt geta eyðilagt góðan dag þá er gríðargaman að klæðast vel heppnuðum. Stundum vel ég meira að segja brókina fyrst þegar ég fer í föt á morgnana og bæti svo smám saman utan um.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga hvað viðkemur nærbuxum:
- setjið þær í óhreinatauið að kvöldi dags, alltaf og ÞÚ LÍKA! Óhreinar nærbuxur eru alveg jafn óskemmtilegar á rassi sem gólfi
- hendið þeim götóttu - það eru fleiri fiskar í sjónum
- ef þær skerast einhvers staðar inn í hold þá passa þær ekki
- ef þær duga ekki til að hylja pípulagningarmanninn þá passa þær ekki
- ef þær eru af maka þínum þá passa þær ekki
- ekki einu sinni reyna að þvo hvítar nærbuxur með dökku taui (nema þú viljir afsökun fyrir að kaupa nýjar)
- búið ykkur undir að allt sem heitir pallíettur muni á einhverjum tímapunkti detta af
- klippið miða sem standa alltaf upp úr
- og munið það sem maðurinn sagði: Skapadulur, ekki axlabönd!
Í morgun gerði ég þau afdrifaríku mistök að velja dökkbláan blúnduhipster í staðinn fyrir einangrandi bómullarboxer innan undir sokkabuxurnar mínar. Þar sem ískaldur næðingur hristi og skók borgarbúa í -3°C kuldakasti dagsins saup ég seyðið af hégóma mínum, og bý ekki lengur yfir rasskinnum.
Nei, svona án spaugs, þá hefði það gert gæfumuninn.
Téð bómullarbrók er ekkert ófrýnileg, það er reginmisskilningur að allar nærbuxur sem gerðar eru úr yfirborðsmeira hráefni en bómullarhnoðra og tveimur tvinnaspottum eigi ekki heima utanum sæmilega meðvitaðan kvenmansbotn. Géstrengir eru oft afar smekklegir og fínir til síns brúks en engan vegin viðeigandi öllum stundum - ekki myndi ég klæðast sömu gallabuxunum hvernig sem vindáttin stæði. Reyndar tel það skyldu hverrar konu sem þykist hafa frambærilegan fatastíl að eiga minnst fjögur snið af nærbuxum úr mismunandi efni. Og jafnframt að vanda sig við að velja réttu brókina við dress dagsins.
Persónulega þá þykir mér fátt skemmtilegra en að kaupa mér nærbuxur. Og rétt eins og röng undiföt geta eyðilagt góðan dag þá er gríðargaman að klæðast vel heppnuðum. Stundum vel ég meira að segja brókina fyrst þegar ég fer í föt á morgnana og bæti svo smám saman utan um.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga hvað viðkemur nærbuxum:
- setjið þær í óhreinatauið að kvöldi dags, alltaf og ÞÚ LÍKA! Óhreinar nærbuxur eru alveg jafn óskemmtilegar á rassi sem gólfi
- hendið þeim götóttu - það eru fleiri fiskar í sjónum
- ef þær skerast einhvers staðar inn í hold þá passa þær ekki
- ef þær duga ekki til að hylja pípulagningarmanninn þá passa þær ekki
- ef þær eru af maka þínum þá passa þær ekki
- ekki einu sinni reyna að þvo hvítar nærbuxur með dökku taui (nema þú viljir afsökun fyrir að kaupa nýjar)
- búið ykkur undir að allt sem heitir pallíettur muni á einhverjum tímapunkti detta af
- klippið miða sem standa alltaf upp úr
- og munið það sem maðurinn sagði: Skapadulur, ekki axlabönd!
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Það er margt gott -
svo sem að eiga afmæli.
Reyndar vika síðan en ég lifi á minningunni um einn dag þar sem ég gerði nákvæmlega það sem mér sýndist, sama hvort það var skynsamlegt eða ekki. Ég var til dæmis í hálftíma undir heitri morgunsturtunni, burt séð frá öllum hitaveitureikningum. Ég notaði allar mínar sápur og mikið af þeim, fullt af alls kyns kremum og dásamlegheitum, drakk svo morgunkaffi á Súfistanum mínum og keypti nærföt og náttbuxur á 3fyrir1 útsölu í Knickerbox. Það voru líka góðar konur sem sóttu mig heim og deildu franskri súkkulaðiköku, gulrótartertu og kexi með osti og sultu.
Allir pakkarnir voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar og ó, mig auma, nú þarf ég að vaka lengur á nóttunni til að lesa
Beowulf eða Bjólfskviðu
The Narrative of Arthur Gordon Pym of Nantucket eftir E. A. Poe
Alkemistann eftir Paulo Coelho
og öll ljóðin eftir W.B. Yeats
en það ætti að vera í lagi því ég á
kaffisúkkulaði
biscotti
og tvo nýja bolla til að drekka mikið kaffi úr.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa tilfinningunni sem kom yfir mig þegar ég opnaði risarisastórvaxna böggulinn frá elsku bestu stelpunum mínum í
Þýskalandi
Frakklandi
Noregi
og Austurríki
og við mér blöstu Skórnir Einu. Inga mín, Inga, þú ert ólýsanlegur öðlingur, og þið allar, leynimakkarar og ljúfastar.
ÞETTA hefur hins vegar ásótt mig síðan þá:
Gömlu konurnar verða líklega aldrei aftur samankomnar í árlegu afmælisboði mínu.
Einu sinni var
tíminn þegar það voru helgispjöll að skorast undan afmælisveislu (sem pabbi einhvers og mamma borguðu að sjálfsögðu).
Einu sinni var ég líka
ekkistór
og hafði enga ástæðu til að efast um að tilvera mín myndi ekki ævinlega hverfast um
LundarskólaMenntaskólann og tónó og kórinn og skátana og ræktina á Bjargi og afa&ömmu í Holtateigi.
Við hvern á ég að ræða slúðrið og plastpokapólitíkina í Fréttablaðinu yfir lafmóðum salatbar?
Unnur, manstu þegar við drukkum endalaust mikið sódastrím og lékum Lion King í bílskúrnum?
Hver vill koma með mér á kamarinn og lýsa?
Ég örvænti að Valdís og Helgi munu setjast að í Ölpunum og gerast þar skíðahjúkka og snjóhúsasmiður, og hef illan grun um að Tóta hafi verið numin á brott af norskum skógartröllum. Una mín kemur trúlega heim með froskalappir og Inga, hún kann ekki lengur að reikna í krónum. Bestasta besta er næst mér í tíma en ég er ekkert rosalega velkomin í hennar rúmi...
Getur verið að ég sakni ykkar svo vegna þess að ég get ómögulega sæst á sjálfa mig sem lífsförunaut? Ekki að ástæðulausu, ég er búin að vera fremur leiðnleg í tæpa viku, borandi hausnum ofan í kodda til að þurfa ekki að horfast í augu við uppvaskið og framtíðina. Sef ekki, bara alls ekki, og hef óbjóð á öllum mínum köntum. Emily Dickinson er flutt inn og mig langar afskaplega til að sleppa daglega lífinu og gerast minnismiðaskáld undir súð. Hef ekki einu sinni litið á tölvupóstinn minn, hvað þá annarra manna vefdagbækur. Erasmus er að gera mig gráhærða en ég skal! Morgundagurinn fer að öllum líkindum í að ganga á veggi. Svo verður hann farinn áður en ég næ að gera eitthvað afdrifaríkara en að borða hádegismat -
burt, bless
Gone With The Wind
And frankly, my dear,
I don't give a damn.
Reyndar vika síðan en ég lifi á minningunni um einn dag þar sem ég gerði nákvæmlega það sem mér sýndist, sama hvort það var skynsamlegt eða ekki. Ég var til dæmis í hálftíma undir heitri morgunsturtunni, burt séð frá öllum hitaveitureikningum. Ég notaði allar mínar sápur og mikið af þeim, fullt af alls kyns kremum og dásamlegheitum, drakk svo morgunkaffi á Súfistanum mínum og keypti nærföt og náttbuxur á 3fyrir1 útsölu í Knickerbox. Það voru líka góðar konur sem sóttu mig heim og deildu franskri súkkulaðiköku, gulrótartertu og kexi með osti og sultu.
Allir pakkarnir voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar og ó, mig auma, nú þarf ég að vaka lengur á nóttunni til að lesa
Beowulf eða Bjólfskviðu
The Narrative of Arthur Gordon Pym of Nantucket eftir E. A. Poe
Alkemistann eftir Paulo Coelho
og öll ljóðin eftir W.B. Yeats
en það ætti að vera í lagi því ég á
kaffisúkkulaði
biscotti
og tvo nýja bolla til að drekka mikið kaffi úr.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa tilfinningunni sem kom yfir mig þegar ég opnaði risarisastórvaxna böggulinn frá elsku bestu stelpunum mínum í
Þýskalandi
Frakklandi
Noregi
og Austurríki
og við mér blöstu Skórnir Einu. Inga mín, Inga, þú ert ólýsanlegur öðlingur, og þið allar, leynimakkarar og ljúfastar.
ÞETTA hefur hins vegar ásótt mig síðan þá:
Gömlu konurnar verða líklega aldrei aftur samankomnar í árlegu afmælisboði mínu.
Einu sinni var
tíminn þegar það voru helgispjöll að skorast undan afmælisveislu (sem pabbi einhvers og mamma borguðu að sjálfsögðu).
Einu sinni var ég líka
ekkistór
og hafði enga ástæðu til að efast um að tilvera mín myndi ekki ævinlega hverfast um
LundarskólaMenntaskólann og tónó og kórinn og skátana og ræktina á Bjargi og afa&ömmu í Holtateigi.
Við hvern á ég að ræða slúðrið og plastpokapólitíkina í Fréttablaðinu yfir lafmóðum salatbar?
Unnur, manstu þegar við drukkum endalaust mikið sódastrím og lékum Lion King í bílskúrnum?
Hver vill koma með mér á kamarinn og lýsa?
Ég örvænti að Valdís og Helgi munu setjast að í Ölpunum og gerast þar skíðahjúkka og snjóhúsasmiður, og hef illan grun um að Tóta hafi verið numin á brott af norskum skógartröllum. Una mín kemur trúlega heim með froskalappir og Inga, hún kann ekki lengur að reikna í krónum. Bestasta besta er næst mér í tíma en ég er ekkert rosalega velkomin í hennar rúmi...
Getur verið að ég sakni ykkar svo vegna þess að ég get ómögulega sæst á sjálfa mig sem lífsförunaut? Ekki að ástæðulausu, ég er búin að vera fremur leiðnleg í tæpa viku, borandi hausnum ofan í kodda til að þurfa ekki að horfast í augu við uppvaskið og framtíðina. Sef ekki, bara alls ekki, og hef óbjóð á öllum mínum köntum. Emily Dickinson er flutt inn og mig langar afskaplega til að sleppa daglega lífinu og gerast minnismiðaskáld undir súð. Hef ekki einu sinni litið á tölvupóstinn minn, hvað þá annarra manna vefdagbækur. Erasmus er að gera mig gráhærða en ég skal! Morgundagurinn fer að öllum líkindum í að ganga á veggi. Svo verður hann farinn áður en ég næ að gera eitthvað afdrifaríkara en að borða hádegismat -
burt, bless
Gone With The Wind
And frankly, my dear,
I don't give a damn.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Óvissa í dag
I found the phrase to every thought
I ever had, but one;
And that defies me, - as a hand
Did try to chalk the sun
To races nurtured in the dark; -
How would your own begin?
Can blaze be done in cochineal,
Or noon in mazarin?
(Emily Dickinson)
I ever had, but one;
And that defies me, - as a hand
Did try to chalk the sun
To races nurtured in the dark; -
How would your own begin?
Can blaze be done in cochineal,
Or noon in mazarin?
(Emily Dickinson)
laugardagur, febrúar 11, 2006
Fjóluröndóttir tásusokkar
eru ástandið á mér í hnotskurn.
Þess utan
bleikar náttbuxur með litlum gulum slaufum
yfirskilvitlega þægilegur boxer
gulur hlýrabolur með grænni blúndu og bleikri slaufu
bleik nátttreyja
köflóttur náttsloppur
perlusaumaðar handstúkur
bleikir loðinniskór
mad hair
og bóla í uppsiglingu inn á milli háranna sem mynda augabrúnirnar á mér
að ógleymdum keppnisbaugum
og varaþurrki.
Enn er klukkan að sigla í eitt að næturlagi
án þess að ég sé byrjuð að lesa enska málsögu.
Sumir klæða sig eftir veðri - ég klæði mig eftir skapi.
Í dag leið mér asnalega, eins og ég væri hungover
eftir lífsgleði gærdagsins
sem var á heimsmælikvarða.
Ég er orðin ævaforn en því miður ekki nógu kát
til að treysta mér í hresst afmælisblogg.
Það kemur inn á morgun eða hinn,
ég lofa,
búin að skrifa
My Thank You Speech.
Þess utan
bleikar náttbuxur með litlum gulum slaufum
yfirskilvitlega þægilegur boxer
gulur hlýrabolur með grænni blúndu og bleikri slaufu
bleik nátttreyja
köflóttur náttsloppur
perlusaumaðar handstúkur
bleikir loðinniskór
mad hair
og bóla í uppsiglingu inn á milli háranna sem mynda augabrúnirnar á mér
að ógleymdum keppnisbaugum
og varaþurrki.
Enn er klukkan að sigla í eitt að næturlagi
án þess að ég sé byrjuð að lesa enska málsögu.
Sumir klæða sig eftir veðri - ég klæði mig eftir skapi.
Í dag leið mér asnalega, eins og ég væri hungover
eftir lífsgleði gærdagsins
sem var á heimsmælikvarða.
Ég er orðin ævaforn en því miður ekki nógu kát
til að treysta mér í hresst afmælisblogg.
Það kemur inn á morgun eða hinn,
ég lofa,
búin að skrifa
My Thank You Speech.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Ég er rammpólitísk
og búin að koma mér upp barmmerki. Kosningar 8.-9. febrúar, smávægileg skekkjumörk á síðustu færslu. Klárlega fer mitt atkvæði ekki til þeirra sem vilja láta fyrirtæki fjármagna kennslu í stökum kúrsum innan háskólans! Það væri eins og að selja úr sér nýrað fyrir nám sem maður á fullan rétt á samkvæmt lögum - jafnrétti til náms!
Og já, hvað er málið með þessi stúdentakort? Það væri öllu nær að láta mig hafa einhverja byggingu undir námskeiðin mín frekar en "sólarhringsaðgang" að Odda, þar sem ég er varla velkomin. Svo væri líka snjallt að berjast fyrir jafnrétti til mötuneytis og sjá til þess að allir stúdentar fengju einhvers staðar sæti í hádegishléinu, í stað þess að jarma um byggingu Vísindagarða. Þannig komum við aftur að húsnæðisvanda hugvísindadeildar; finnst engum athugavert við að heimta frekar Vísindagarða til viðbótar við aðra aðstöðu raunvísindanema þegar flestar tungumálaskorir eiga í engin hús að venda? Ég þeytist milli tíma í Lögbergi, Árnagarði, Odda og Háskólabíói og það er hvergi lesaðstaða fyrir BA-nema í hugvísindadeild, hvergi! Nema þá á Þjóðarbókhlöðunni þar sem við höfum að sjálfsögðu engan forgang fram yfir aðra. Nú óska ég eðlisfræðistúdentum og fleiri þvíumlíkum alls hins besta en mér finnst alveg grundvallarforgangsröðun að allir nemendur fái einn bita áður en sumir fara aðra ferð.
En svo ég taki nú upp léttara hjal, þá er ísinn minn góður. Ég hefði bara þurft alvöru einangrað ísform til að koma algjörlega í veg fyrir kristallamyndun, svona tómt box undan hversdagsís er ekki alveg að gera sig.
Á morgun mun ég mæta í fyrsta sinn ólesin í fyrirlestur í amerískum bókmenntum og það er Gvendi að kenna. Hann er búinn að stela of mörgum klukkustundum af lífi mínu, bjálfinn sá. Aumingja Thoreau, ég og hann munum ekki eiga nein samkipti fyrr en á föstudaginn. Vesalingurinn heldur örugglega að ég hafi misst allan áhuga, það er auðvitað erfitt fyrir hann að skilja að það sé annar karlmaður í lífi mínu. Sá er reyndar ekki velkominn, hm, já kannski er kominn tími á að losa sig endanlega við Guðmund vonda... Ég veit náttúrulega hvar hann á heima.
Svo finnst mér líka Hugh Laurie sætur.
Og já, hvað er málið með þessi stúdentakort? Það væri öllu nær að láta mig hafa einhverja byggingu undir námskeiðin mín frekar en "sólarhringsaðgang" að Odda, þar sem ég er varla velkomin. Svo væri líka snjallt að berjast fyrir jafnrétti til mötuneytis og sjá til þess að allir stúdentar fengju einhvers staðar sæti í hádegishléinu, í stað þess að jarma um byggingu Vísindagarða. Þannig komum við aftur að húsnæðisvanda hugvísindadeildar; finnst engum athugavert við að heimta frekar Vísindagarða til viðbótar við aðra aðstöðu raunvísindanema þegar flestar tungumálaskorir eiga í engin hús að venda? Ég þeytist milli tíma í Lögbergi, Árnagarði, Odda og Háskólabíói og það er hvergi lesaðstaða fyrir BA-nema í hugvísindadeild, hvergi! Nema þá á Þjóðarbókhlöðunni þar sem við höfum að sjálfsögðu engan forgang fram yfir aðra. Nú óska ég eðlisfræðistúdentum og fleiri þvíumlíkum alls hins besta en mér finnst alveg grundvallarforgangsröðun að allir nemendur fái einn bita áður en sumir fara aðra ferð.
En svo ég taki nú upp léttara hjal, þá er ísinn minn góður. Ég hefði bara þurft alvöru einangrað ísform til að koma algjörlega í veg fyrir kristallamyndun, svona tómt box undan hversdagsís er ekki alveg að gera sig.
Á morgun mun ég mæta í fyrsta sinn ólesin í fyrirlestur í amerískum bókmenntum og það er Gvendi að kenna. Hann er búinn að stela of mörgum klukkustundum af lífi mínu, bjálfinn sá. Aumingja Thoreau, ég og hann munum ekki eiga nein samkipti fyrr en á föstudaginn. Vesalingurinn heldur örugglega að ég hafi misst allan áhuga, það er auðvitað erfitt fyrir hann að skilja að það sé annar karlmaður í lífi mínu. Sá er reyndar ekki velkominn, hm, já kannski er kominn tími á að losa sig endanlega við Guðmund vonda... Ég veit náttúrulega hvar hann á heima.
Svo finnst mér líka Hugh Laurie sætur.
mánudagur, febrúar 06, 2006
Ég gerði mér
ís í dag. Hann er að frjósa í litla frystihólfinu mínu og ég hlakka ferlega til að smakka. Mér finnst þetta gerast afar hægt, eiginlega allt of hægt, og er farin að óttast að ég verði að lifa kvöldið án hans. Þessar framkvæmdir áttu sér stað vegna þess að ég nennti ekki að skrifa ritgerð. Ég bakaði líka brauð í þeim eina tilgangi að forðast téð ritgerðarskrif. Svo þurfti ég að stroka helling út úr stílabókinni minni og mátti því ekki vera að því takast á við ritsmíðir. Allt í einu var klukkan orðin 7 og tími á að fá sér í gogginn. Það tók laaaaaaangan tíma að vaska upp og ganga frá, og loks var röðin komin að OC. Reyndist þáttur dagsins var einkar ánægjulegur og að honum liðnum fann ég mig knúna til að skera niður brauðið mitt og stinga í poka. Núna er pokinn í frystihólfinu mínu hjá ísnum. Blogg? Kannski smá, takk. Ég held að nú væri ráð að skella sér í heita sturtu og nota allar sápurnar sem fyrirfinnast á þessum bæ. Ég reikna líka fastlega með að þvo á mér hárið og klippa allar mínar neglur vel og vandlega. Á morgun er kjördagur til Háskólaráðs og ég þyrftiþví að kynna mér málefnaskrá allra framboða eins gaumgæfilega og kostur er. Svo eins og einn Blackadder, hringja í einhvern skemmtilegan, skrifa e-mail til Kunihiko og þá hugsanlega, HUGSANLEGA gæti ég séð mér fært að skrifa ritgerð. Myndi þó ekki stóla á það. American History & Culture kl 9:40 í fyrramálið svo maður verður líkega að koma sér í bælið fyrir sólarupprás.
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Gvendur og Baunagrasið (fyrir einn)
Nei, ég nennti ekki að læra svo ég hannaði mér bara geðveikt góðan og ofurfljótlegan kvöldmat.
- 150 g tófú
- teryaki sósa (eða sojasósa)
- olía til steikingar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/4 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 5 þurrkaðar apríkósur
- 1 tsk engiferduft
- smá svartur pipar (eða venjulegur)
- smá salt
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 dós nýrnabaunir
- 1 msk sólblómafræ
Skerið tófú í 1x1 bita og marínerið í teryakísósunni á meðan eftirfarandi er framkvæmt:
Skerið rauðlauk og lauk í þunnar sneiðar, pressið hvítlauk og brúnið allt á pönnu upp úr olíunni. Skerið apríkósur í ræmur, skolið baunirnar og bætið þessu út á pönnuna. Kryddið með engiferdufti, svörtum pipar og salti og slettið sítrónusafanum með. Blandið loks tófúbitunum út í og látið krauma þangað til þeir hafa brúnast smá á köntunum. Þurrristið sólblómafræ og sáldrið yfir réttinn á diskinum.
Berið fram með sýrðum rjóma eða kotasælu eða hreinum fetaosti, og fersku grænmeti ef það er til í ísskápnum. Annars er þetta hreinn grænmetisréttur svo það þarf enginn að hafa samviskubit yfir því að sleppa salatinu (alla vega gerði ég þar ekki).
Þetta er svo góður réttur að Gvendur og Bauna eiga alls ekki skilið að hann heiti eftir þeim. Ég er bara búin að hamast svo mikið við skítagagnrýnina mína að þessar kennaraómyndir eiga hug minn allan. En sorglegt.
Alla vega, þá er þetta líka mjög ódýrt. 500 g af tófú kostar 145 kr í Bónus og baunadós eithvað mjög lítið. Poki af Hagver-apríkósum kostar rúmlega hundraðkall og laukur er örugglega ódýrasta grænmeti í heimi. Það má jafnvel láta eina lauktegund duga ef maður vill spara en annars er hvítlauksbúnt lítilmótleg en góð fjárfesting. Ég nota hvítlauk sem krydd í næstum allt og það fara bara 1 eða 2 rif í hvern rétt. Svo geymist þetta líka að eilífu. Engiferduft er snilld í allar kássur og steikta rétti og bakstur líka svo það þarf ekki að fara til spillis. Kostar á milli 120 og 200 kr. Sama máli gegnir um sítrónusafa úr belg (hræódýrt) og sólblómafræ (159 kr fyrir 500 g) getur maður notað í allskonar bakstur, út á salöt og grauta, í skyrboozt eða sem snakk.
Ég setti þetta saman á tímapunkti þegar var "ekkert" til hjá mér af hráefni nema einn tófúklumpur og svo baunadósin. Hitt er allt saman eitthvað sem er ævinlega til í skápnum mínum því það má nota í hvað sem er.
Svo, sýnið smá viðleitni og gefið tófú séns! Ég var um korter að malla þetta svo það gerist nú varla fljótlegra.
- 150 g tófú
- teryaki sósa (eða sojasósa)
- olía til steikingar
- 1/2 rauðlaukur
- 1/4 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 5 þurrkaðar apríkósur
- 1 tsk engiferduft
- smá svartur pipar (eða venjulegur)
- smá salt
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 dós nýrnabaunir
- 1 msk sólblómafræ
Skerið tófú í 1x1 bita og marínerið í teryakísósunni á meðan eftirfarandi er framkvæmt:
Skerið rauðlauk og lauk í þunnar sneiðar, pressið hvítlauk og brúnið allt á pönnu upp úr olíunni. Skerið apríkósur í ræmur, skolið baunirnar og bætið þessu út á pönnuna. Kryddið með engiferdufti, svörtum pipar og salti og slettið sítrónusafanum með. Blandið loks tófúbitunum út í og látið krauma þangað til þeir hafa brúnast smá á köntunum. Þurrristið sólblómafræ og sáldrið yfir réttinn á diskinum.
Berið fram með sýrðum rjóma eða kotasælu eða hreinum fetaosti, og fersku grænmeti ef það er til í ísskápnum. Annars er þetta hreinn grænmetisréttur svo það þarf enginn að hafa samviskubit yfir því að sleppa salatinu (alla vega gerði ég þar ekki).
Þetta er svo góður réttur að Gvendur og Bauna eiga alls ekki skilið að hann heiti eftir þeim. Ég er bara búin að hamast svo mikið við skítagagnrýnina mína að þessar kennaraómyndir eiga hug minn allan. En sorglegt.
Alla vega, þá er þetta líka mjög ódýrt. 500 g af tófú kostar 145 kr í Bónus og baunadós eithvað mjög lítið. Poki af Hagver-apríkósum kostar rúmlega hundraðkall og laukur er örugglega ódýrasta grænmeti í heimi. Það má jafnvel láta eina lauktegund duga ef maður vill spara en annars er hvítlauksbúnt lítilmótleg en góð fjárfesting. Ég nota hvítlauk sem krydd í næstum allt og það fara bara 1 eða 2 rif í hvern rétt. Svo geymist þetta líka að eilífu. Engiferduft er snilld í allar kássur og steikta rétti og bakstur líka svo það þarf ekki að fara til spillis. Kostar á milli 120 og 200 kr. Sama máli gegnir um sítrónusafa úr belg (hræódýrt) og sólblómafræ (159 kr fyrir 500 g) getur maður notað í allskonar bakstur, út á salöt og grauta, í skyrboozt eða sem snakk.
Ég setti þetta saman á tímapunkti þegar var "ekkert" til hjá mér af hráefni nema einn tófúklumpur og svo baunadósin. Hitt er allt saman eitthvað sem er ævinlega til í skápnum mínum því það má nota í hvað sem er.
Svo, sýnið smá viðleitni og gefið tófú séns! Ég var um korter að malla þetta svo það gerist nú varla fljótlegra.
laugardagur, febrúar 04, 2006
Ónefnd góðvinkona mín
benti mér óbeðin á að ég er alveg að komast á þrítugsaldurinn.
You just made my day, hon.
Annars getur þessi dagur ekki orðið mikið verri. Félagi Gvendur heimtar að ég skrifi gagnrýni um einhverja 14 bls grein um framúrstefnulegar aðferðir í kennslufræði. Það er frekar leiðinlegt, get sagt ykkur, þó téð grein sé ekki svo slæm, bara ogguponsulítið of löng. Ég hef aðrar hugmyndir um góð laugardagskvöld en að kveljast við ritgerðarskrif. Þrjóskupúkinn í mér afréð líka að þessu skyldi lokið fyrir mánudag svo ég geti sinnt öðrum og meira gefandi störfum í komandi viku, eins og til dæmis að sofa út á afmælisdaginn minn.
Hér koma niðurstöður liðinna daga:
- síld er ekki góð í óhófi
- Margaret Fuller dó
- amma Helga er að ljúka við lopapeysu handa mér
- ég er lélegur pennavinur
- http://www.blog.central.is/volmer
- 399 kr eru ekki mikið fyrir Ben&Jerry's ís
- skammdeginu fer að linna
- maður á ekki að sofna með maskara
- Rachel Barton Pine er einn góóóóóóður fiðluleikari
- sojamjólk veldur ekki ófrjósemi
- ég og pabbi erum andlega tengd
- maður á ekki að raka á sér fótlegina nema hafa gleraugu
- ég geri unaðslegan hummus
- Pride & Predjudice er svo slæm að ég kúgast við tilhugsununa - svínslegt!
- maður ekki að vera í opnum skóm í rigningu
- Prokofíev var í tilvistarkreppu
- maður á ekki að nudda vellyktandi kremi ofan í skurði eftir rakvélablöð
- ég sakna vina minna frá Heidelberg
- Intelligent Design er jafn vísindaleg og naflalóin mín
- mig vantar nýjan pönnukökuspaða
- rúsínur eru þurrkuð vínber
- Sylvía Nótt er ædolið mitt
- það er vont að fá deig upp í nef
You just made my day, hon.
Annars getur þessi dagur ekki orðið mikið verri. Félagi Gvendur heimtar að ég skrifi gagnrýni um einhverja 14 bls grein um framúrstefnulegar aðferðir í kennslufræði. Það er frekar leiðinlegt, get sagt ykkur, þó téð grein sé ekki svo slæm, bara ogguponsulítið of löng. Ég hef aðrar hugmyndir um góð laugardagskvöld en að kveljast við ritgerðarskrif. Þrjóskupúkinn í mér afréð líka að þessu skyldi lokið fyrir mánudag svo ég geti sinnt öðrum og meira gefandi störfum í komandi viku, eins og til dæmis að sofa út á afmælisdaginn minn.
Hér koma niðurstöður liðinna daga:
- síld er ekki góð í óhófi
- Margaret Fuller dó
- amma Helga er að ljúka við lopapeysu handa mér
- ég er lélegur pennavinur
- http://www.blog.central.is/volmer
- 399 kr eru ekki mikið fyrir Ben&Jerry's ís
- skammdeginu fer að linna
- maður á ekki að sofna með maskara
- Rachel Barton Pine er einn góóóóóóður fiðluleikari
- sojamjólk veldur ekki ófrjósemi
- ég og pabbi erum andlega tengd
- maður á ekki að raka á sér fótlegina nema hafa gleraugu
- ég geri unaðslegan hummus
- Pride & Predjudice er svo slæm að ég kúgast við tilhugsununa - svínslegt!
- maður ekki að vera í opnum skóm í rigningu
- Prokofíev var í tilvistarkreppu
- maður á ekki að nudda vellyktandi kremi ofan í skurði eftir rakvélablöð
- ég sakna vina minna frá Heidelberg
- Intelligent Design er jafn vísindaleg og naflalóin mín
- mig vantar nýjan pönnukökuspaða
- rúsínur eru þurrkuð vínber
- Sylvía Nótt er ædolið mitt
- það er vont að fá deig upp í nef
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Hún systa mín
er orðin árinu eldri og ég vona að hún hafi átt góðan dag.
Ég sakna þín óskaplega, litla ljúfa, enda blóðið mitt þitt. Mig langar til að vera hjá þér og ég elska þig alltaf.
For there is no friend like a sister
In calm or stormy weather;
To cheer one on the tedious way,
To fetch one if one goes astray,
To lift one if one totters down,
To strengthen whilst one stands.
(Christina Rossetti)
Ég sakna þín óskaplega, litla ljúfa, enda blóðið mitt þitt. Mig langar til að vera hjá þér og ég elska þig alltaf.
For there is no friend like a sister
In calm or stormy weather;
To cheer one on the tedious way,
To fetch one if one goes astray,
To lift one if one totters down,
To strengthen whilst one stands.
(Christina Rossetti)