mánudagur, janúar 30, 2006
Auðnuleysinginn
væri allt eins góður bókartitill eins og Fávitinn eða Ofvitinn. Og sérlega viðeigandi á ævisögu mína post mortem. Já, ég er í smá hvaðerégaðgeraviðlífmittkreppu. Með vissu millibili þá efast ég um allt. Ekki misskilja mig, ég er stöðugt að efast eitthvað; einn daginn um að ég sé vinstrisinnuð, stundum um að súkkulaði sé guðsgjöf en ekki frá andskotanum, og annað slagið um að ég sé tilfinningavera. En svo koma líka stundir sem þessi þar sem ég efast um bókstaflega ALLT á þessari jörð og sérstaklega sjálfa mig.
Núna efast um að ég eigi eitthvað erindi í þennan háskóla. Hvort það sé þess virði að vera kannski sex ár að mennta sig, sex ár! Það eru eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex ár þangað til maður fer að þéna nóg til að koma almennilega undir sig fótunum. Sex ár þar til ég gæti BYRJAÐ að REYNA að koma sjálfri mér í aðstæður sem væru barni bjóðandi. Sex ár þangað til ég hæfist handa við að skapa mér starfsframa annars staðar en í Pennanum-Eymundsson-Máli&Menningu. Ekki það að ég sé að hnýta í vinnuveitanda minn eða kollega, en ég hafði bara hugsað mér að vera kominn í annað starfsumhverfi fyrir þrítugt, enda hef ég hangið við sama heygarðs-/bókahilluhornið síðan ég var 17 ára eða svo. Ég nefni hér töluna 6 því tvöfalt BA-próf tekur 4 ár og MA-gráða 2 til viðbótar - klárlega langar mig í MA (hah, væri nú notalegt að vera þar aftur).
Ég gæti lagt fyrir mig að merkja geisladiska. Það hef ég verið að dunda mér við í dag í stað þess að læra. Ég gæti líka orðið atvinnumaður í að rölta Laugaveginn. Það gerði ég líka í dag. Nú, eða sérlegur innkaupandi eða atvinnuhilluskoðandi í Bónus. Það gerði ég í um klukkustund í dag. Atvinnuræktandi kemur líka til greina. Að fara í ræktina var það fyrsta sem ég gerði í dag. Klæðari er góður kostur. Í dag klæddi ég mig úr fötum og í, margar umferðir, í hér um bil hálftíma. Eða sturta, ég gæti vel orðið góð sturta, með mína reynslu og sérlega kunnáttu í að fara í notalega sturtu, slíkt sýndi sig og sannaði í dag.
Enska, hvað? Til að verða - Englendingur? Ég er ekki einu sinni að læra, sem er fáránlegt, en mig bara langar það allsallsallsekki. Gremjulegast er þó að prófin á haustmisseri sýndu fram á að ég er á réttri hillu. Þetta er svo sannarlegar námið fyrir mig og mér finnst það skelfing áhugavert en nenni ekki að vera ábyrgðarfull og samviskusöm, nei, nei og aftur nei. Ég þrái svo heitt að vinnudeginum sé einhvern tíma lokið en hvenær hefur það verið raunin hjá nokkrum háskólanema? Maður er aldrei búinn, það er ellefta boðorðið: Þú skalt aldrei geta tekið þér frí með góðri samvisku, sért þú í háskóla.
Svo ég rölti bara fram og aftur um hverfið og glugga kannski í verslanir vitandi að ég má ekkert kaupa. Hvers lags sjálfspíningarhvöt er það? Tvöföld skömm; ætti að vera að lesa en fer þess í stað að leika mér að því að freista buddunnar. Ég er svo auðveld, svo einfalt fyrir illu-Helga að afvegaleiða ábyrgðarfulla stúdentinn og plata til að fjárfesta í einhverju sem hún þarf alveg nauð-syn-lega á að halda. Eins og til dæmis í súkkulaðirúsínum enda eru þær lífsnauðsynlegar.
Ég er auðnuleysingi! Ég læri ekki en kaupi mér nammi.
Hins vegar myndaði ég mér skoðun á þessu dratthaladangli mínu um stræti borgarinnar í dag, svohljóðandi: Fátækt er bara hugarástand.
Ég ætla aldrei á ævinni að verða fátæk og þessi síða mun ekki nokkru sinni kalla Skottið "fátækan námsmann". Hún er bara blönk. Oft. Það er samt ævinlega tímabundið. Ástand er ávallt breytilegt þó það geti reynst langvarandi. Að lokum réttir maðurúr kútnum, gefið að viðkomandi hafi verið staðfastur á eigin fótum.
Independent Woman a little bit short of funds - en aldrei fátæk.
Núna efast um að ég eigi eitthvað erindi í þennan háskóla. Hvort það sé þess virði að vera kannski sex ár að mennta sig, sex ár! Það eru eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex ár þangað til maður fer að þéna nóg til að koma almennilega undir sig fótunum. Sex ár þar til ég gæti BYRJAÐ að REYNA að koma sjálfri mér í aðstæður sem væru barni bjóðandi. Sex ár þangað til ég hæfist handa við að skapa mér starfsframa annars staðar en í Pennanum-Eymundsson-Máli&Menningu. Ekki það að ég sé að hnýta í vinnuveitanda minn eða kollega, en ég hafði bara hugsað mér að vera kominn í annað starfsumhverfi fyrir þrítugt, enda hef ég hangið við sama heygarðs-/bókahilluhornið síðan ég var 17 ára eða svo. Ég nefni hér töluna 6 því tvöfalt BA-próf tekur 4 ár og MA-gráða 2 til viðbótar - klárlega langar mig í MA (hah, væri nú notalegt að vera þar aftur).
Ég gæti lagt fyrir mig að merkja geisladiska. Það hef ég verið að dunda mér við í dag í stað þess að læra. Ég gæti líka orðið atvinnumaður í að rölta Laugaveginn. Það gerði ég líka í dag. Nú, eða sérlegur innkaupandi eða atvinnuhilluskoðandi í Bónus. Það gerði ég í um klukkustund í dag. Atvinnuræktandi kemur líka til greina. Að fara í ræktina var það fyrsta sem ég gerði í dag. Klæðari er góður kostur. Í dag klæddi ég mig úr fötum og í, margar umferðir, í hér um bil hálftíma. Eða sturta, ég gæti vel orðið góð sturta, með mína reynslu og sérlega kunnáttu í að fara í notalega sturtu, slíkt sýndi sig og sannaði í dag.
Enska, hvað? Til að verða - Englendingur? Ég er ekki einu sinni að læra, sem er fáránlegt, en mig bara langar það allsallsallsekki. Gremjulegast er þó að prófin á haustmisseri sýndu fram á að ég er á réttri hillu. Þetta er svo sannarlegar námið fyrir mig og mér finnst það skelfing áhugavert en nenni ekki að vera ábyrgðarfull og samviskusöm, nei, nei og aftur nei. Ég þrái svo heitt að vinnudeginum sé einhvern tíma lokið en hvenær hefur það verið raunin hjá nokkrum háskólanema? Maður er aldrei búinn, það er ellefta boðorðið: Þú skalt aldrei geta tekið þér frí með góðri samvisku, sért þú í háskóla.
Svo ég rölti bara fram og aftur um hverfið og glugga kannski í verslanir vitandi að ég má ekkert kaupa. Hvers lags sjálfspíningarhvöt er það? Tvöföld skömm; ætti að vera að lesa en fer þess í stað að leika mér að því að freista buddunnar. Ég er svo auðveld, svo einfalt fyrir illu-Helga að afvegaleiða ábyrgðarfulla stúdentinn og plata til að fjárfesta í einhverju sem hún þarf alveg nauð-syn-lega á að halda. Eins og til dæmis í súkkulaðirúsínum enda eru þær lífsnauðsynlegar.
Ég er auðnuleysingi! Ég læri ekki en kaupi mér nammi.
Hins vegar myndaði ég mér skoðun á þessu dratthaladangli mínu um stræti borgarinnar í dag, svohljóðandi: Fátækt er bara hugarástand.
Ég ætla aldrei á ævinni að verða fátæk og þessi síða mun ekki nokkru sinni kalla Skottið "fátækan námsmann". Hún er bara blönk. Oft. Það er samt ævinlega tímabundið. Ástand er ávallt breytilegt þó það geti reynst langvarandi. Að lokum réttir maðurúr kútnum, gefið að viðkomandi hafi verið staðfastur á eigin fótum.
Independent Woman a little bit short of funds - en aldrei fátæk.
sunnudagur, janúar 29, 2006
Hæstvirtir sambýlingar mínir
brugðu sér af bæ og út á land núna yfir helgina, og mér því frjálst að haga mér án almennrar tillitssemi. Það var nokkuð gaman. Ég poppaði í potti án þess að hafa lokið á, málaði stofuveggina með sultu og hoppaði á stígvélum í rúminu hennar Erlu með trylltan Whitesnake í græjunum - eða ekki.
Ég átti því miður vaktir í bókabúðinni svo það varð lítið um æst home-alone-fangbrögð. EN ég sleppti því hins vegar að sofa og horfði þess í stað á BLACKADDER inn í stofu fram undir klukkan 5 allar nætur. Stillti hljóðið hátt svo ég gæti hlegið brjálæðislega án þess að missa af svo mikið sem einni línu, oh, fyndnir þættir!
Ég vildi ég ætti einn svona Baldrick, illa þefjandi og heimskari en allt. Í hvert sinn sem ég lenti í vandræðum, sökum valdagræðgi minnar og krónískrar arfgengrar óheppni, þá myndum við ræðast við í þessum dúr:
Baldrick: Mah ladey-
Elga Blackadder: Yes, Balders?
Baldrick: I ov a cunnin' plan...
Elga Blackadder: Baldrick, your family's history in the Department of Cunning Plans is about as successful as President Bush's English career in junior high.
Baldrick: Does tha' mean you don't wish to hear it?
Elga Blackadder: What do you think, Baldrick?
Baldrick: Ah don' think, mah ladey.
Seint í gærnótt var ég orðin virkilega örvæntingarfull því ég fann alls ekki til syfju og átti að mæta klukkan 10 í búðina. Ég var samt eiginlega meira örvæntingarfull yfir því að þurfa að trítla niður í kjallara og hengja upp úr vélinni. Sko, nú ég ekkert sérlega myrkfælin kona en þegar vindurinn sveiflar húsinu mínu, en nú bý ég í gamalli risíbúð í Þingholtunum, og það rignir eins og í miðju syndaflóði, þá er ogguponsusmá óhugnalegt að vera alein. Að maður tali nú ekki um í skjóli nætur, þegar ekki heyrist múkk í öðrum íbúum byggingarinnar. Ævinleg, ÆVINLEGA, þegar ég þarf að leggast í svona næturleiðangra niður í þvottahús, þá kemst ég ekki hjá því að muna að nú er gaurinn á miðhæðinni stórskrýtinn piparsveinn, sem gæti vel verið kolóður ofbeldismaður sem situr fyrir ungum stúlkum á bak við þvottavélar. Svo fljúga mér líka gjarnan í huga einhverjar ljótar draugsögur um óvinveitta anda sem ásækja gömul fjölskylduhús, kannski einhver ógæfusál sem var myrt á hrottafengin hátt af gamla leigusalanum því hún vildi ekki gefa frá sér barnið sem hún átti með syni helsta keppinautarins í einhverjum viðskiptum... Æ. En ég hafði þetta af og líka að vakna tímanlega í vinnuna, þar sem ég er einmitt stödd núna, hress.
Ég átti því miður vaktir í bókabúðinni svo það varð lítið um æst home-alone-fangbrögð. EN ég sleppti því hins vegar að sofa og horfði þess í stað á BLACKADDER inn í stofu fram undir klukkan 5 allar nætur. Stillti hljóðið hátt svo ég gæti hlegið brjálæðislega án þess að missa af svo mikið sem einni línu, oh, fyndnir þættir!
Ég vildi ég ætti einn svona Baldrick, illa þefjandi og heimskari en allt. Í hvert sinn sem ég lenti í vandræðum, sökum valdagræðgi minnar og krónískrar arfgengrar óheppni, þá myndum við ræðast við í þessum dúr:
Baldrick: Mah ladey-
Elga Blackadder: Yes, Balders?
Baldrick: I ov a cunnin' plan...
Elga Blackadder: Baldrick, your family's history in the Department of Cunning Plans is about as successful as President Bush's English career in junior high.
Baldrick: Does tha' mean you don't wish to hear it?
Elga Blackadder: What do you think, Baldrick?
Baldrick: Ah don' think, mah ladey.
Seint í gærnótt var ég orðin virkilega örvæntingarfull því ég fann alls ekki til syfju og átti að mæta klukkan 10 í búðina. Ég var samt eiginlega meira örvæntingarfull yfir því að þurfa að trítla niður í kjallara og hengja upp úr vélinni. Sko, nú ég ekkert sérlega myrkfælin kona en þegar vindurinn sveiflar húsinu mínu, en nú bý ég í gamalli risíbúð í Þingholtunum, og það rignir eins og í miðju syndaflóði, þá er ogguponsusmá óhugnalegt að vera alein. Að maður tali nú ekki um í skjóli nætur, þegar ekki heyrist múkk í öðrum íbúum byggingarinnar. Ævinleg, ÆVINLEGA, þegar ég þarf að leggast í svona næturleiðangra niður í þvottahús, þá kemst ég ekki hjá því að muna að nú er gaurinn á miðhæðinni stórskrýtinn piparsveinn, sem gæti vel verið kolóður ofbeldismaður sem situr fyrir ungum stúlkum á bak við þvottavélar. Svo fljúga mér líka gjarnan í huga einhverjar ljótar draugsögur um óvinveitta anda sem ásækja gömul fjölskylduhús, kannski einhver ógæfusál sem var myrt á hrottafengin hátt af gamla leigusalanum því hún vildi ekki gefa frá sér barnið sem hún átti með syni helsta keppinautarins í einhverjum viðskiptum... Æ. En ég hafði þetta af og líka að vakna tímanlega í vinnuna, þar sem ég er einmitt stödd núna, hress.
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Það er aldrei góðs viti
þegar dagurinn heilsar manni með dúndrandi hausverk. Í morgun ætlaði ég að rísa úr rekkju eins og ævintýraprinsessa með tindrandi augu og silkimjúkt hár, en nei!
Einhver yfirskilvitlegur og illgjarn kraftur kýldi mig kalda niður á dýnuna aftur. Svo var ég líka með grjótharðar stýrur í augnkrókunum og dularfulla heysátu ofan á kollinum sem lafði niður hnakkann. Og bragðið í munninum, oj barasta, engu líkara en að tannkremsleifarnar hefðu stökkbreyst í sviðið gúmmí sem myndaði einkar ógeðfellda skán á sandpappírstungu.
Verð...að...komast...inn...á...bað... Var mín síðasta hugsun áður en mér sortnaði fyrir blóðhlaupnum augum og ég hlunkaðist öfug aftur inn í stríðshrjáð þróunarríki drauma minna.
Þessi óskemmtilegheit endurtóku sig svo um þrisvar sinnum fram að hádegi, nema hvað að mér tókst að skakklappast eins og kaldur kalkúnn fram á snyrtingu á einhverjum tímapunkti, og bögglast þar á bláa klósettinu mínu við athafnir sem ég kýs ekki að minnast.
Um eittleytið fann ég innri styrk í óskilamunum og kom mér inn í sturtuklefann, í föt og út úr húsi. Súrefni hafði góð áhrif á mín úldnu lungu, og smám saman fór að bera minna á ómannúðlegum kjarnorkutilraununum sem áttu sér stað inni í höfuðkúpu minni.
Ég hafði meira að segja af tollafyrirlestur í enskri málfræði og er búin að setja í tvær þvottavélar síðan heim kom. Hey, Kría! This would be a similar instance as the one where you ask for "annan kaffi", referring to another cup of the substance but not a different type. I didn't use two maschines for doing my laundry but the same one (my only one) twice. Although there's no ambiguity concerning the aggreement morphology here, this must count as a usage which could cause misunderstanding for a person speaking Icelandic as a foreign language.
Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég núna, eða var alla vega rétt áðan, að vinna í ritunarverkefninu óguðlega. Bara harka.
Og hungur, úff, ég er ekkert búin að borða í dag nema eina samloku rétt fyrir tímann í Háskólabíói. Kannski ég malli mér eitthvað áður en hörmungarnar halda áfram.
Einhver yfirskilvitlegur og illgjarn kraftur kýldi mig kalda niður á dýnuna aftur. Svo var ég líka með grjótharðar stýrur í augnkrókunum og dularfulla heysátu ofan á kollinum sem lafði niður hnakkann. Og bragðið í munninum, oj barasta, engu líkara en að tannkremsleifarnar hefðu stökkbreyst í sviðið gúmmí sem myndaði einkar ógeðfellda skán á sandpappírstungu.
Verð...að...komast...inn...á...bað... Var mín síðasta hugsun áður en mér sortnaði fyrir blóðhlaupnum augum og ég hlunkaðist öfug aftur inn í stríðshrjáð þróunarríki drauma minna.
Þessi óskemmtilegheit endurtóku sig svo um þrisvar sinnum fram að hádegi, nema hvað að mér tókst að skakklappast eins og kaldur kalkúnn fram á snyrtingu á einhverjum tímapunkti, og bögglast þar á bláa klósettinu mínu við athafnir sem ég kýs ekki að minnast.
Um eittleytið fann ég innri styrk í óskilamunum og kom mér inn í sturtuklefann, í föt og út úr húsi. Súrefni hafði góð áhrif á mín úldnu lungu, og smám saman fór að bera minna á ómannúðlegum kjarnorkutilraununum sem áttu sér stað inni í höfuðkúpu minni.
Ég hafði meira að segja af tollafyrirlestur í enskri málfræði og er búin að setja í tvær þvottavélar síðan heim kom. Hey, Kría! This would be a similar instance as the one where you ask for "annan kaffi", referring to another cup of the substance but not a different type. I didn't use two maschines for doing my laundry but the same one (my only one) twice. Although there's no ambiguity concerning the aggreement morphology here, this must count as a usage which could cause misunderstanding for a person speaking Icelandic as a foreign language.
Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er ég núna, eða var alla vega rétt áðan, að vinna í ritunarverkefninu óguðlega. Bara harka.
Og hungur, úff, ég er ekkert búin að borða í dag nema eina samloku rétt fyrir tímann í Háskólabíói. Kannski ég malli mér eitthvað áður en hörmungarnar halda áfram.
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Eftir 3 mín
kemur nýr dagur
og þá verð ég ný manneskja
þið munuð alveg þekkja mig
því ég verð ekta
þeim sem líkar það ekki
líkar ég ekki
og það er þeirra vandamál
ég ætla að sofa fram að hádegi
vakna og vera falleg
og þá verð ég ný manneskja
þið munuð alveg þekkja mig
því ég verð ekta
þeim sem líkar það ekki
líkar ég ekki
og það er þeirra vandamál
ég ætla að sofa fram að hádegi
vakna og vera falleg
Vá
hvernig getur það tekið andskotans 5 klukkutíma að byrja á einu súru ritunarverkeni? Ég tel það engan vegin eðlilegt, neineinei.
Það er linur köggull syndandi um í plasti inni í ísskápnum mínum. Mikið ferlega er tofu ljótur matur en hvað get ég sagt? Er sökker fyrir rakadrægum klessum.
Því miður hefur orðasambandið "sucker for" ekki enn verið íslenskað sómasamlega og því mun ég notast við samsetninguna "sökker fyrir". Það er að sjálfsögðu skítalykt af þess háttar málnotkun en í dag er svona dagur þegar mér finnst ég vera óhrein, sama hversu mikið ég sturta, skrúbba og skola kroppinn. Tilfinning: menguð eins og Ganges um miðsumar.
Ef ég mætti óska mér einhvers væri það dvöl í allsherjarafvötnun einhvers staðar í Tíbet hjá afabróður Dalai Lama. Mig langar svo að losna við allan viðbjóðinn sem stíflar kerfin í mér og rásirnar, allt
stressið
málfræðina
sjálfsfyrirlitninguna
e-efnin
plastið
samviskubitið
svefnleysið
dægurtónlistina
vöðvabólguna
glútenið
pólitíkina
flúorinn
hnattvæðinguna
fjárhagsáhyggjurnar
ábyrgðina
koffínið
lífsleiðann
koldíoxíðið
heimþrána -
mig langar að fá lífræna avakadósúpu í æð og stunda jóga í friði. Mig langar líka til að fólki finnist það allt í lagi að ég sé full af ofmetnaði sem skýtur mig endalaust í fótinn svo ég enda á því að vafra um althingi.is fram á rauðanótt. Og að engum þyki óeðlilegt við að mér líði illa á djamminu og þrái bara kaffibolla við kertaljós, innan um fólk sem ég treysti mér til að skiptast á alvöru orðum við. Mér leiðist þegar allir tala en enginn segir neitt, og menn eru svo uppteknir af einhverjum tilgerðarlegum samskiptareglum að þeir týna sjálfum sér.
Blóðnasir! Þær eru alltaf ekta.
Það er linur köggull syndandi um í plasti inni í ísskápnum mínum. Mikið ferlega er tofu ljótur matur en hvað get ég sagt? Er sökker fyrir rakadrægum klessum.
Því miður hefur orðasambandið "sucker for" ekki enn verið íslenskað sómasamlega og því mun ég notast við samsetninguna "sökker fyrir". Það er að sjálfsögðu skítalykt af þess háttar málnotkun en í dag er svona dagur þegar mér finnst ég vera óhrein, sama hversu mikið ég sturta, skrúbba og skola kroppinn. Tilfinning: menguð eins og Ganges um miðsumar.
Ef ég mætti óska mér einhvers væri það dvöl í allsherjarafvötnun einhvers staðar í Tíbet hjá afabróður Dalai Lama. Mig langar svo að losna við allan viðbjóðinn sem stíflar kerfin í mér og rásirnar, allt
stressið
málfræðina
sjálfsfyrirlitninguna
e-efnin
plastið
samviskubitið
svefnleysið
dægurtónlistina
vöðvabólguna
glútenið
pólitíkina
flúorinn
hnattvæðinguna
fjárhagsáhyggjurnar
ábyrgðina
koffínið
lífsleiðann
koldíoxíðið
heimþrána -
mig langar að fá lífræna avakadósúpu í æð og stunda jóga í friði. Mig langar líka til að fólki finnist það allt í lagi að ég sé full af ofmetnaði sem skýtur mig endalaust í fótinn svo ég enda á því að vafra um althingi.is fram á rauðanótt. Og að engum þyki óeðlilegt við að mér líði illa á djamminu og þrái bara kaffibolla við kertaljós, innan um fólk sem ég treysti mér til að skiptast á alvöru orðum við. Mér leiðist þegar allir tala en enginn segir neitt, og menn eru svo uppteknir af einhverjum tilgerðarlegum samskiptareglum að þeir týna sjálfum sér.
Blóðnasir! Þær eru alltaf ekta.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Mér er illt í hjartanu
- gefið það að ég hafi yfirhöfuð svoleiðis nokkuð.
I have my books
And my poetry to protect me;
I am shielded in my armor,
Hiding in my room, safe within my womb.
I touch no one and no one touches me.
I am a rock,
I am an island.
And a rock feels no pain;
And an island never cries.
Paul Simon,
the minstrel of modern days,
þú veist hvað ég meina.
I have my books
And my poetry to protect me;
I am shielded in my armor,
Hiding in my room, safe within my womb.
I touch no one and no one touches me.
I am a rock,
I am an island.
And a rock feels no pain;
And an island never cries.
Paul Simon,
the minstrel of modern days,
þú veist hvað ég meina.
mánudagur, janúar 23, 2006
Yðar einlæg lifir
og daglegt amstur amerískrar menningarsögu þar sem "the executive power shall be vested in the President (capital!)", og enskrar málsögu sullast áfram yfir líðandi stund.
Veto!
Ég krefst þess að fá fleiri svona afburðahelgar eins og þá sem nú er að baki.
Takmarki mínu og Sigga var náð um miðjan laugardag þegar Unnur fjárfesti í afmælisgjöf sér til handa: Excessively Cool Leather Jacket of Unholy Doom! Nú kemst hún ekki hjá því að eignast mótorhjól og rúnta með mig, oft.
Kaup helgarinnar hljóta að teljast bronsskórnir mínir sem ónefndur karlkyns meðinnkaupandi virtist helst vilja stinga upp í óæðri endann á mér. Nú tek ég ekki marki á þér, Y-litningur, sem neitar að skilja að skóbúnaður er mín trúarbrögð.
Myndir þú taka vítaspyrnu í gúmmístígvélum?
Þorrablótið fór í alla staði vel fram og ég finn mig knúna til að hrósa Lindu sérstaklega fyrir framúrskarandi súkkulaðimousse. Ég vann ekki í Trival, og geri ráð fyrir að ástæðan sé sú að ég er bjáni.
Gúbbífiskurinn gerði mér svo ljótan grikk á sunnudagskvöldið. Nú hef ég þegar undir höndum 2 afmælisgjafir og hálfur mánuður í að ég klóri mig upp í 21. aldursárið. Báðir liggja pakkarnir undir rúmi og ákall þeirra smýgur inn í draumaland mitt eins og ilmurinn af nýju kaffi í morgunsárið. "Helga, Helga" segir annar, "ég er RISAstór og dularfullur og þú þráir mig" og hinn sönglar í sífellu "y-e-a-t-s-y-e-a-t-s-y-e-a-t-s"
Innri styrkur óskast.
Veto!
Ég krefst þess að fá fleiri svona afburðahelgar eins og þá sem nú er að baki.
Takmarki mínu og Sigga var náð um miðjan laugardag þegar Unnur fjárfesti í afmælisgjöf sér til handa: Excessively Cool Leather Jacket of Unholy Doom! Nú kemst hún ekki hjá því að eignast mótorhjól og rúnta með mig, oft.
Kaup helgarinnar hljóta að teljast bronsskórnir mínir sem ónefndur karlkyns meðinnkaupandi virtist helst vilja stinga upp í óæðri endann á mér. Nú tek ég ekki marki á þér, Y-litningur, sem neitar að skilja að skóbúnaður er mín trúarbrögð.
Myndir þú taka vítaspyrnu í gúmmístígvélum?
Þorrablótið fór í alla staði vel fram og ég finn mig knúna til að hrósa Lindu sérstaklega fyrir framúrskarandi súkkulaðimousse. Ég vann ekki í Trival, og geri ráð fyrir að ástæðan sé sú að ég er bjáni.
Gúbbífiskurinn gerði mér svo ljótan grikk á sunnudagskvöldið. Nú hef ég þegar undir höndum 2 afmælisgjafir og hálfur mánuður í að ég klóri mig upp í 21. aldursárið. Báðir liggja pakkarnir undir rúmi og ákall þeirra smýgur inn í draumaland mitt eins og ilmurinn af nýju kaffi í morgunsárið. "Helga, Helga" segir annar, "ég er RISAstór og dularfullur og þú þráir mig" og hinn sönglar í sífellu "y-e-a-t-s-y-e-a-t-s-y-e-a-t-s"
Innri styrkur óskast.
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Mánaðarmót?
Bring 'em on!
Hér með kveður taugahrúgan síkveinandi og ný og talsvert fjáðari Ég tek við stjórninni. Fjármálum heimilisins mun héðan af verða stjórnað með röggsemi, myndugleika og fyrirhyggju a la mamma, og mánaðarmótum ávallt heilsað með brosi á vör.
Það er stolt Independent Woman sem hefur nú lifað af fyrstu önnina sína að heiman, fullkomlega án yfirdráttarheimildar, já. Hún hefur staðið við einkunnarorð sín og Bjarts í Sumarhúsum, og skuldar ekki neinum neitt. Ekki einu sinni Visa.
Lín er gott.
Hins vegar er það firrtur og afspyrnu mótþróafullur háskólanemi sem stígur nú á gólfinu trylltan málfræðidans. Ég lýsi allri ábyrgð á þessum ósköpum á hendur Hljóðfræði-Kríu.
Vitur maður mælti svo í vikunni að aðeins lúnatíkerar læsu amerískar pjúrítanabókmenntir. Ég neita þessu alfarið, og vil meina að þið hin trúvillingarnir og babýlonshórurnar munið öll brenna til eilífðarnóns í eitruðum vítiseldi á meðan skósveinar Belsebúbs snúa upp á geirvörturnar á ykkur.
Líka þú, Þorgerður Katrín.
Yðar einlæg veltir því fyrir sér hvort reyktur lax teljist þorramatur. Ef svo er, þá blótaði ég Þrælinn hér rétt áðan en meintur lax var ofan á brauð, sko.
Í dag á hann pabbi minn afmæli og þess vegna sendi ég þúsund fingurkossa norður yfir heiðar. Ástarþakkir fyrir öll kvöldin sem þú kúrðir í minni holu og svæfðir sjálfan þig með sögum af því þegar þú varst lítill strákur og afi Maggi lá uppi í hjá þér og svæfði sjálfan sig með sögum fyrir svefninn sem miskunnar sig alltaf yfir þá sem síst mega við.
Hér með kveður taugahrúgan síkveinandi og ný og talsvert fjáðari Ég tek við stjórninni. Fjármálum heimilisins mun héðan af verða stjórnað með röggsemi, myndugleika og fyrirhyggju a la mamma, og mánaðarmótum ávallt heilsað með brosi á vör.
Það er stolt Independent Woman sem hefur nú lifað af fyrstu önnina sína að heiman, fullkomlega án yfirdráttarheimildar, já. Hún hefur staðið við einkunnarorð sín og Bjarts í Sumarhúsum, og skuldar ekki neinum neitt. Ekki einu sinni Visa.
Lín er gott.
Hins vegar er það firrtur og afspyrnu mótþróafullur háskólanemi sem stígur nú á gólfinu trylltan málfræðidans. Ég lýsi allri ábyrgð á þessum ósköpum á hendur Hljóðfræði-Kríu.
Vitur maður mælti svo í vikunni að aðeins lúnatíkerar læsu amerískar pjúrítanabókmenntir. Ég neita þessu alfarið, og vil meina að þið hin trúvillingarnir og babýlonshórurnar munið öll brenna til eilífðarnóns í eitruðum vítiseldi á meðan skósveinar Belsebúbs snúa upp á geirvörturnar á ykkur.
Líka þú, Þorgerður Katrín.
Yðar einlæg veltir því fyrir sér hvort reyktur lax teljist þorramatur. Ef svo er, þá blótaði ég Þrælinn hér rétt áðan en meintur lax var ofan á brauð, sko.
Í dag á hann pabbi minn afmæli og þess vegna sendi ég þúsund fingurkossa norður yfir heiðar. Ástarþakkir fyrir öll kvöldin sem þú kúrðir í minni holu og svæfðir sjálfan þig með sögum af því þegar þú varst lítill strákur og afi Maggi lá uppi í hjá þér og svæfði sjálfan sig með sögum fyrir svefninn sem miskunnar sig alltaf yfir þá sem síst mega við.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Í dag dró til tíðinda
og ég ákvað að verða trancendentialisti. Þeir sem furða sig á slíkri ákvörðun ættu að lesa Self-Reliance eftir Ralph Waldo Emerson og sjá ljósið. Það gerði ég og lo! Hér sit ég og blogga þetta.
Í öðrum fréttum er þetta helst: ég elska Rauða Krossinn. En er ég evangelisti? Mamma, við spyrjum okkur en gleymdum að ræða málin við prest.
Um helgina ætla ég að skemmta mér í góðum félagsskap. Þá meina ég alla helgina, frá fimmtudagskvöldi held ég bara og eins lengi og mögulegt er. Unnur mín og Siggi ætla hingað suður og sofa á vindsæng á gólfinu hjá mér í nokkrar nætur. Óhugnaðurinn sem mun eiga sér stað þegar ég og Bestasta tökum stefnuna á búðir borgarinnar verður að líklega nóg til að murrka líftóruna úr öllum karlmönnum með snefil af testósteróni í æðum sér. Nánar um það síðar, en getur einhver sagt KJÓLLINN? Svo er það þorrablót Royelítunnar á laugardagskvöldið, að öllum líkindum pizza - ekki orð! Jafnvel eins og eitt Trivial Pursuit. Klárlega ætla ég að bursta ykkur allar stelpur. Múhahaha. Það er kannski vafasamt að fyrstu kynni Unnar af royalistunum mínum verði á slíkri stundu bullandi endorfínsflugeldasýningar en við eigum ekki annarra kosta völ. Nú, verður kvöldverður með Unu fiski á sunnudag og eins og ein bíómynd. Sú stutta stefnir langt af landi brott til bananalýðveldisins Frankaríkis þar sem hún mun trúlega giftast einhverju kynþokkafullu baguettebrauði.
En alla vega, LÍN! Námslán, takk.
Í öðrum fréttum er þetta helst: ég elska Rauða Krossinn. En er ég evangelisti? Mamma, við spyrjum okkur en gleymdum að ræða málin við prest.
Um helgina ætla ég að skemmta mér í góðum félagsskap. Þá meina ég alla helgina, frá fimmtudagskvöldi held ég bara og eins lengi og mögulegt er. Unnur mín og Siggi ætla hingað suður og sofa á vindsæng á gólfinu hjá mér í nokkrar nætur. Óhugnaðurinn sem mun eiga sér stað þegar ég og Bestasta tökum stefnuna á búðir borgarinnar verður að líklega nóg til að murrka líftóruna úr öllum karlmönnum með snefil af testósteróni í æðum sér. Nánar um það síðar, en getur einhver sagt KJÓLLINN? Svo er það þorrablót Royelítunnar á laugardagskvöldið, að öllum líkindum pizza - ekki orð! Jafnvel eins og eitt Trivial Pursuit. Klárlega ætla ég að bursta ykkur allar stelpur. Múhahaha. Það er kannski vafasamt að fyrstu kynni Unnar af royalistunum mínum verði á slíkri stundu bullandi endorfínsflugeldasýningar en við eigum ekki annarra kosta völ. Nú, verður kvöldverður með Unu fiski á sunnudag og eins og ein bíómynd. Sú stutta stefnir langt af landi brott til bananalýðveldisins Frankaríkis þar sem hún mun trúlega giftast einhverju kynþokkafullu baguettebrauði.
En alla vega, LÍN! Námslán, takk.
mánudagur, janúar 16, 2006
Return of the Killer Housewife
Myndarskap mínum eru sko engin takmörk sett. Framkvæmdagleðin gegnsýrði hverja einustu taug þessa helgina, svo svakalega að ég fann mig knúna til að hrjóta fram að hádegi í dag.
Oh, svo notalegt.
En já, síðan á föstudag hefur átt sér stað
eldhússtórhreingerning í nýja kjólnum II
a stepford wife í rallýgírnum
meira að segja uppsett hár (ekki túberað þó)
talsverðar bréfaskriftir en mestmegnis á rafrænu formi
óafsakanlegir tilburðir við lökkun á tánöglum
þrif á lakki af tánöglum og tám og gólfi og veggjum
nei þetta var kannski orðum aukið
lagfæringar á nýja kjólnum I, spretta og sauma, spretta og sauma
speltmjölsinnkaup á leið til vinnu
andlitssnyring
vinna vinna vinna
dularfullar tilraunir með augnblýant
þáttur í viðleitni við að öðlast 60s sex kitten augu eins og Birgit Bardot
kitchenaid
og hummus, ég gerði 2 uppskriftir af hummus, líka til að stinga í frystinn
og pönnuflatbrauð já, afskaplega ljótt en ó, svo gott
og fullur risa risa pottur af baunapottrétti sem mun endast mér fram á fimmtudag
og hér kemur uppskriftin:
-takið helling af mat
-setjið í stærsta pottinn
-sjóðið
Enjoy! Yours truly,
Ms Martha Stuart
Oh, svo notalegt.
En já, síðan á föstudag hefur átt sér stað
eldhússtórhreingerning í nýja kjólnum II
a stepford wife í rallýgírnum
meira að segja uppsett hár (ekki túberað þó)
talsverðar bréfaskriftir en mestmegnis á rafrænu formi
óafsakanlegir tilburðir við lökkun á tánöglum
þrif á lakki af tánöglum og tám og gólfi og veggjum
nei þetta var kannski orðum aukið
lagfæringar á nýja kjólnum I, spretta og sauma, spretta og sauma
speltmjölsinnkaup á leið til vinnu
andlitssnyring
vinna vinna vinna
dularfullar tilraunir með augnblýant
þáttur í viðleitni við að öðlast 60s sex kitten augu eins og Birgit Bardot
kitchenaid
og hummus, ég gerði 2 uppskriftir af hummus, líka til að stinga í frystinn
og pönnuflatbrauð já, afskaplega ljótt en ó, svo gott
og fullur risa risa pottur af baunapottrétti sem mun endast mér fram á fimmtudag
og hér kemur uppskriftin:
-takið helling af mat
-setjið í stærsta pottinn
-sjóðið
Enjoy! Yours truly,
Ms Martha Stuart
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Hvað gerir kona
þegar hún getur ekki sofið fyrir órum um HINN útsölukjólinn?
Maður spyr sig
en allar viti bornar kvenverur svara um hæl.
Hitt er svo annað mál
hvort þessi kjánaskapur hlýtur farsælan endi
eða þjóðin muni lesa á forsíðu DV
um stelpugæs
sem lést af völdum
hrottafengins samviskubits.
Maður spyr sig
en allar viti bornar kvenverur svara um hæl.
Hitt er svo annað mál
hvort þessi kjánaskapur hlýtur farsælan endi
eða þjóðin muni lesa á forsíðu DV
um stelpugæs
sem lést af völdum
hrottafengins samviskubits.
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Mér líkar vel
við Washington Irving og kennarann minn í amerískum bókmenntum en
það er of lítil kaffitería í Odda
svo eru samlokurnar þar líka seigar
en ég keypti kjól í dag
jibbí
fyrir 3500 krónur sem hefðu heldur átt að fara í lífsviðurværi mitt út mánuðinn
uns námslánin mín koma
hvenær veit ei neinn
og Tollinn er latur að lesa málvísindaprófið mitt yfir
sem er einkar óhagstætt með tilliti til að
einkunnir eru forsenda fjárveitinga frá LÍN
en varðandi kjólinn þá
er hann sætur
(ekki jafn sætur og sumir hverjir þó)
úr Gyllta kettinum í Austurstræti
æ æ
þar ég sem ætlaði að leita afmælisgjafar systu minni til handa
en fann ekki
frekar en pakka á pósthúsinu
sem ég reyndist þegar hafa sótt
en á nú von á einum frá Carolyn
svo skiljanlegt að hafi reynt
eins var nærbuxnaleit mín og Kötu ekki farsæl
og bara
grænar og gular brækur á útsölunni
svo var það Bónus vikunnar og Hagkaup
já og Penninn þar sem ég öðlaðist merkipenna til að skrifa
á hitakönnuna sem ég hef með í skólann
undir Svarta Kaffið
sem stúdentinn þarf til að halda út daginn
annars sofnar hann eða
breytist í geðvont og óspennandi
skapillskuskrýmsli
til alls ónothæft
og alls ekki vel til amerískrar menningarsögu fallið
en slíku stendur hann einmitt frammi fyrir á þessari stundu
good gracious me!
það er of lítil kaffitería í Odda
svo eru samlokurnar þar líka seigar
en ég keypti kjól í dag
jibbí
fyrir 3500 krónur sem hefðu heldur átt að fara í lífsviðurværi mitt út mánuðinn
uns námslánin mín koma
hvenær veit ei neinn
og Tollinn er latur að lesa málvísindaprófið mitt yfir
sem er einkar óhagstætt með tilliti til að
einkunnir eru forsenda fjárveitinga frá LÍN
en varðandi kjólinn þá
er hann sætur
(ekki jafn sætur og sumir hverjir þó)
úr Gyllta kettinum í Austurstræti
æ æ
þar ég sem ætlaði að leita afmælisgjafar systu minni til handa
en fann ekki
frekar en pakka á pósthúsinu
sem ég reyndist þegar hafa sótt
en á nú von á einum frá Carolyn
svo skiljanlegt að hafi reynt
eins var nærbuxnaleit mín og Kötu ekki farsæl
og bara
grænar og gular brækur á útsölunni
svo var það Bónus vikunnar og Hagkaup
já og Penninn þar sem ég öðlaðist merkipenna til að skrifa
á hitakönnuna sem ég hef með í skólann
undir Svarta Kaffið
sem stúdentinn þarf til að halda út daginn
annars sofnar hann eða
breytist í geðvont og óspennandi
skapillskuskrýmsli
til alls ónothæft
og alls ekki vel til amerískrar menningarsögu fallið
en slíku stendur hann einmitt frammi fyrir á þessari stundu
good gracious me!
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Hvað get ég sagt?
Snúin aftur til Rökuvíkur.
Borgin heilsaði mér með indælisrigningu, tómri íbúð, tómum ísskáp og sprunginni peru inni í herberginu mínu. En einnig biðu mín síðbúin jólakort, tilkynningar um afvegaleiddar jólagjafir inni á pósthúsi, nýtt Gestjafablað og 3 indælisstúlkur á kaffiteríunni í Odda.
Sumir myndu segja að orðið væri full áliðið fyrir áramótaannála en ég fæ tæpast hamið mig...
- bók ársins: "William Shakespeare The Complete Works" 2x
- matur ársins: hafragrautur?
- tungumál ársins: engilsaxneska
- mörgæs ársins: Örn Þór Emilsson
- jakki ársins: appelsínuguli stúdentsjakkinn minn
- endurfundir ársins: ég og Carolyn í Ulm í Þýskalandsreisunni miklu
- gjöf ársins: Ljóðabækurnar sem amma Helga og afi Addi færðu mér úr eigin safni
- trend ársins: að flytja að heiman
- Dani ársins: Baunagrasið
- lag ársins: "Cold Water" með Damien Rice er mitt sálarlíf í hnotskurn
- meiðsli ársins: satans mjöðmin
- afslöppun ársins: allar heimsóknir mínar í Stekkjargerðið í jólafríinu
- höfuðfat ársins: stúdentshúfa
- ógeð ársins: grillað eggaldin (bragðast eins og gamalt Melroses te)
- bjánaskapur ársins: að borða grillað eggaldin
- bölvun ársins: Visa
- símanúmer ársins: heimasíminn minn í Bergstaðastrætinu en hann hef ég ekki enn náð að læra
- maður ársins: Pétur Knútsson með sín linking and intrusive Rs
- trúlofun ársins: Unnur og Siggi
- brúðkaup ársins: Kalli og Milla
- ritgerð ársins: "Globalisation", tileinkuð Gvendi vonda
- asni ársins: Gvendur vondi
- athæfi ársins: rope yoga
- illmenni ársins: Edmund Blackadder
- hetja ársins: mamma mín, fyrir að drífa sig aftur í háskólann
- kynni ársins: ég, Kunihiko, Hsin-Yi og Ingrid í Heidelberg
- ljóð ársins: "Spring and Fall - To a Young Child" eftir Gerald Manley Hopkins
- par ársins: Ljótur og Leiðinlegur
- vonbrigði ársins: að týna steininum úr hringnum sem afi gaf ömmu og amma gaf mér
- sjónvarpsefni ársins: The O.C... en bagalegt
- útrás ársins: ráðningarsamningur Steinlaugar í Ameríku
- tilfinning ársins: ástarsorg
Borgin heilsaði mér með indælisrigningu, tómri íbúð, tómum ísskáp og sprunginni peru inni í herberginu mínu. En einnig biðu mín síðbúin jólakort, tilkynningar um afvegaleiddar jólagjafir inni á pósthúsi, nýtt Gestjafablað og 3 indælisstúlkur á kaffiteríunni í Odda.
Sumir myndu segja að orðið væri full áliðið fyrir áramótaannála en ég fæ tæpast hamið mig...
- bók ársins: "William Shakespeare The Complete Works" 2x
- matur ársins: hafragrautur?
- tungumál ársins: engilsaxneska
- mörgæs ársins: Örn Þór Emilsson
- jakki ársins: appelsínuguli stúdentsjakkinn minn
- endurfundir ársins: ég og Carolyn í Ulm í Þýskalandsreisunni miklu
- gjöf ársins: Ljóðabækurnar sem amma Helga og afi Addi færðu mér úr eigin safni
- trend ársins: að flytja að heiman
- Dani ársins: Baunagrasið
- lag ársins: "Cold Water" með Damien Rice er mitt sálarlíf í hnotskurn
- meiðsli ársins: satans mjöðmin
- afslöppun ársins: allar heimsóknir mínar í Stekkjargerðið í jólafríinu
- höfuðfat ársins: stúdentshúfa
- ógeð ársins: grillað eggaldin (bragðast eins og gamalt Melroses te)
- bjánaskapur ársins: að borða grillað eggaldin
- bölvun ársins: Visa
- símanúmer ársins: heimasíminn minn í Bergstaðastrætinu en hann hef ég ekki enn náð að læra
- maður ársins: Pétur Knútsson með sín linking and intrusive Rs
- trúlofun ársins: Unnur og Siggi
- brúðkaup ársins: Kalli og Milla
- ritgerð ársins: "Globalisation", tileinkuð Gvendi vonda
- asni ársins: Gvendur vondi
- athæfi ársins: rope yoga
- illmenni ársins: Edmund Blackadder
- hetja ársins: mamma mín, fyrir að drífa sig aftur í háskólann
- kynni ársins: ég, Kunihiko, Hsin-Yi og Ingrid í Heidelberg
- ljóð ársins: "Spring and Fall - To a Young Child" eftir Gerald Manley Hopkins
- par ársins: Ljótur og Leiðinlegur
- vonbrigði ársins: að týna steininum úr hringnum sem afi gaf ömmu og amma gaf mér
- sjónvarpsefni ársins: The O.C... en bagalegt
- útrás ársins: ráðningarsamningur Steinlaugar í Ameríku
- tilfinning ársins: ástarsorg