sunnudagur, mars 26, 2006
Þessa helgina
var einmitt svona latt helgarveður. Glampandi sól, örlítið frost og stilla síðan á föstudag - þegar þannig stendur á langar mig í göngutúr með góðu fólki, og svo inn í heitt kaffi og helst eitthvað sætt. Nú er ég alin upp af göngufíklum sem telja hressilegar miðdegisgöngur hið ákjósanlegasta tómstundagaman. Það er hinsvegar ekki hreyfingin sem mestu skiptir heldur félagsskapurinn, annað hvort á meðan athæfinu stendur eða að því loknu, enda sígilt að skreppa í labbitúr heim til ömmu og telja sig þar með eiga réttmæta heimtingu á ljúfmeti og trivial pursuit.
Hins vegar átti ég slíkra notalegheita ekki kost þar sem ég þurfti að mæta í mína helgarvinnu. Þessa dagana er fermingarvertíðin að hefjast með tilheyrandi rassaköstum í bókabúðum landsins. Ég seldi og seldi svo þúsundkallarnir streymdu inn í tugavís á meðan tæplega kynþroska fjármálaráðgjafar í jakkaförum herptu þungbrýndir saman varnirnar, og aldraðar ömmusystur andvörpuðu ofan í tómar buddurnar. Þetta voru dýrar gjafir, feitar og löðrandi fermingagjafir sem viðskiptavinir mínir tíndu af útstillingarborðunum og stöfluðu á kassann fyrir framan mig.
Á milli þess sem ég svaraði fyrirspurnum á borð við: "Ég þarf að kaupa gjöf handa unglingsstrák, má kosta svona 12000..." "Hvað áttu handa fermingarstelpu á sirka 7000 krónur...", "Ef bókin á að kosta 6000, er þá nokkuð hallærislegt að kaupa hana þó hún sé á 50% afslætti...", þá fletti ég fermingarriti sem fylgt hafði einhverju dagblaðanna. Umfjöllunin um fermingarveislur og fermingarundirbúining er alls ekki úr takt við íslenskt þjóðfélagið almennt; allt stílíserað, gourmet, með stefnu, með sérstöðu - ef eitthvað gæti ekki verið klippt út úr auglýsingableðli frá Cosmo, La Dolce Vita, Sautján, Blómaverkstæði Binna, Kron, Fylgifiskum, eða Jóa Fel þá ætti maður að skammast sín og skríða aftur undir holtabarðið hennar langömmu.
Mér finnst alvega fyrirtak að gefa fermingarbarni fallegar og góðar gjafir sem geta fylgt því einhver ár til minningar um daginn. Og það er tilbreyting að halda veisluhöldum. En ég spyr mig á hvaða forsendum menn velja og gefa gjafirnar og standa að hátíðunum með hinu eða þessu sniði. Ég hef nefnilega oft á tilfinningunni að fullorðna fólkið geri þetta allt saman mest megnis fyrir sjálft sig, eflaust ómeðvitað. Hvaða hagsmuni hafa menn í huga þegar þeir spá hvort asnalegt sé að eyða "bara" 4000 krónum í fermingargjöf handa barni sem þeir vita ekki einu sinni hvaða áhugamál hefur? Hver er það sem "græðir" mest á því að halda ofurfágaða veislu með svo og svo merkilegum veitingum og flott hönnuðum skreytingum? Og af hverju telja menn svo mikið í húfi? Halda foreldrar að þeir verði að framkvæma hitt og þetta unglingsins vegna á þessum "tímamótum"? Hvernig dettur mönnum það í hug? Mér er sem ég sjái 14 ára fermingarpilt tilkynna að til að komast "í fullorðinna manna tölu" þá þurfi hann 70 manna veislu með designer blómaskreytingum, köldu borði og stílhreinni tertu í desert (helst tiramisú frá Sandholt). Fyrir hvað ætli menn minnist pabba og mömmu þegar komið er á fullorðinsárin?
Ég fékk örlítið hlé frá fermingarfarganinu þegar kona nokkur keypti af mér tvo pakka af kennaratyggjói, svona blágráu "Haaftmaassa". Og allt í einu var mér hugsað til mömmu, inni á skrifstofu að vinna við skrifborðið sitt. Ég mundi að mamma mín átti ALLTAF kennartyggjó handa mér þegar ég þurfti nauðsynlega að hengja upp Baywatchplaköt eða póstkort eða úrklippur eða hreyfðar ljósmyndir úr skátaútilegum.
Og mig langaði að fara með henni í göngutúr.
Hins vegar átti ég slíkra notalegheita ekki kost þar sem ég þurfti að mæta í mína helgarvinnu. Þessa dagana er fermingarvertíðin að hefjast með tilheyrandi rassaköstum í bókabúðum landsins. Ég seldi og seldi svo þúsundkallarnir streymdu inn í tugavís á meðan tæplega kynþroska fjármálaráðgjafar í jakkaförum herptu þungbrýndir saman varnirnar, og aldraðar ömmusystur andvörpuðu ofan í tómar buddurnar. Þetta voru dýrar gjafir, feitar og löðrandi fermingagjafir sem viðskiptavinir mínir tíndu af útstillingarborðunum og stöfluðu á kassann fyrir framan mig.
Á milli þess sem ég svaraði fyrirspurnum á borð við: "Ég þarf að kaupa gjöf handa unglingsstrák, má kosta svona 12000..." "Hvað áttu handa fermingarstelpu á sirka 7000 krónur...", "Ef bókin á að kosta 6000, er þá nokkuð hallærislegt að kaupa hana þó hún sé á 50% afslætti...", þá fletti ég fermingarriti sem fylgt hafði einhverju dagblaðanna. Umfjöllunin um fermingarveislur og fermingarundirbúining er alls ekki úr takt við íslenskt þjóðfélagið almennt; allt stílíserað, gourmet, með stefnu, með sérstöðu - ef eitthvað gæti ekki verið klippt út úr auglýsingableðli frá Cosmo, La Dolce Vita, Sautján, Blómaverkstæði Binna, Kron, Fylgifiskum, eða Jóa Fel þá ætti maður að skammast sín og skríða aftur undir holtabarðið hennar langömmu.
Mér finnst alvega fyrirtak að gefa fermingarbarni fallegar og góðar gjafir sem geta fylgt því einhver ár til minningar um daginn. Og það er tilbreyting að halda veisluhöldum. En ég spyr mig á hvaða forsendum menn velja og gefa gjafirnar og standa að hátíðunum með hinu eða þessu sniði. Ég hef nefnilega oft á tilfinningunni að fullorðna fólkið geri þetta allt saman mest megnis fyrir sjálft sig, eflaust ómeðvitað. Hvaða hagsmuni hafa menn í huga þegar þeir spá hvort asnalegt sé að eyða "bara" 4000 krónum í fermingargjöf handa barni sem þeir vita ekki einu sinni hvaða áhugamál hefur? Hver er það sem "græðir" mest á því að halda ofurfágaða veislu með svo og svo merkilegum veitingum og flott hönnuðum skreytingum? Og af hverju telja menn svo mikið í húfi? Halda foreldrar að þeir verði að framkvæma hitt og þetta unglingsins vegna á þessum "tímamótum"? Hvernig dettur mönnum það í hug? Mér er sem ég sjái 14 ára fermingarpilt tilkynna að til að komast "í fullorðinna manna tölu" þá þurfi hann 70 manna veislu með designer blómaskreytingum, köldu borði og stílhreinni tertu í desert (helst tiramisú frá Sandholt). Fyrir hvað ætli menn minnist pabba og mömmu þegar komið er á fullorðinsárin?
Ég fékk örlítið hlé frá fermingarfarganinu þegar kona nokkur keypti af mér tvo pakka af kennaratyggjói, svona blágráu "Haaftmaassa". Og allt í einu var mér hugsað til mömmu, inni á skrifstofu að vinna við skrifborðið sitt. Ég mundi að mamma mín átti ALLTAF kennartyggjó handa mér þegar ég þurfti nauðsynlega að hengja upp Baywatchplaköt eða póstkort eða úrklippur eða hreyfðar ljósmyndir úr skátaútilegum.
Og mig langaði að fara með henni í göngutúr.
fimmtudagur, mars 23, 2006
Hressi háskólaneminn
snýr aftur, ósofinn sem aldrei fyrr!
Þessa dagana lifi ég erkilífi hins einhleypa stúdents.
Sólarstundunum er farið að jfölga sem verður að teljast neikvætt nú þegar líkamsklukka mín er stillt inn að vaka á næturnar (því þá er friður til að læra, klippa táneglurnar og horfa á A Streetcar Named Desire). Það er orðið næsta ógerlegt að sofa til ellefu þegar maður liggur með höfuðið undir glugga sem snýr í austur. Upphrópunarmerki!
Ég hef gefist upp á Tollatímum og ætla ekki einu sinni að horfa á fyrirlestrana hans á netinu, ónei. Ég ætla bara að lesa grunsamlega skemmtilegt námsefnið og öðlast þannig uppljómun og ná mér í smáræðis málfræðinirvana. Þetta er kannski heldur seint í rassinn gripið með einungis tvær kennsluvikur framundan but a man's gotta do what a man's gotta do.
Talandi um nirvana, þá er ég á beinu brautinni með jóga all the way. Yðar einlæg hefur verið heldur löt við að mæta í ofurögrandi yogilates tímana sína undanfarið og saup seyðið af því síðastliðinn mánudag. Já, ég er með strengi á stöðum sem ég vissi ekki að væru til á mér.
Þá er gott að vita að harðsperrur verða einmitt til þegar vöðvaþræðirnir í manni rifna í tætlur.
Svo er ég er svo félagslega meðvituð þessa dagana. Brotthvarf hersins, úrlausnir á varnar- og björgunarmálum þjóðarinnar, atvinnuvandi Reykjanesbæjar, stóriðja á Norðurlandi, staðsetning Reykjavíkurflugvallar, verðið á fasteigna- og leigumarkaðnum, virðisaukaskattur á matvörur, Glitnir banki, afskræmd útlitsdýrkun í fjölmiðlum, Baugsmálið og argi ríkissaksóknarinn, skerðing á námi til stúdentsprófs, staða tungumála í menntakerfinu, fjárhagsvandi Háskólans, sóun á menntun og mannauði innflytjenda hér á landi, klámvæðingin, hnattvæðingin, álvæðingin - ég hef engan vegin tíma til að kryfja þetta allt til mergjar. En eitt vil ég segja og það ítrekað, að ég vil ekki sjá svona miklu af skattfé launþega varið í allt snobbið í kringum forsetaembættið. Það eru sko alveg hreinar línur.
Erasmus eða ekki Erasmus? Ég er að verða snargeðveik á að geta ekki hugsað fyrir haustinu - húsnæði, tekjur og tekjutap, hvaða námskeið og hvar, hvenær fer ég og hvert og hvort? Geta þessir apakettir ekki drattast til að svara umsókninni minni?! Það fer svo mikil þolinmæði í þetta eitt að ég á varla nokkra örðu eftir til að nota við daglegt bras. Þegar óþolinmæði er komin út í öfgar stökkbreytist hún í eirðarleysi. Ég er eirðarsnauðasta manneskja sem heimurinn hefur þurft að þola síðan Alexander mikli hjó á einhvern hnút fyrir endalaust löngu.
Ég hélt líka í gær að ég væri að þróa með mér afgerandi undirhöku. Þegar ég vaknaði svo í morgun þá var ég allt í einu mjög kinnfiskasogin. Mér þykir þetta benda til þess að ég sé ekki alveg í jafnvægi. Sem er út af fyrir sig ekkert alslæmt. Téð gærkvöld ummyndaðist ég í karlmann og sogaðist inn í imbakassann svo öll tengsl mín við umheimin rofnuðu. Fyrst Reunion, svo Jay Leno og Friends til skiptis, svo Close to Home og ég rankaði ekki við mér fyrr en ég þurfti allheiftarlega að pissa. Þetta var hin ágætasta skemmtun, miklu frambærilegra en málsöguverkefnið sem ég er einmitt ekki að gera núna:
women - Old English - Lit. “woman-man”, alteration of wifman, compound of wif “woman” + man “human being”.
Það borgar sig ekki einu sinni að minnast á krónískan skort á stofnfé Helgu ehf., en hann kemur helst niður á þeirri sem minnst má sín. Þetta er náttúrulega óviðunandi ástand sem má rekja beint til þenslunnar í hagkerfi landans. En hey, ég vann aukavaktir í síðastliðnum mánuði svo það verða nokkrir þúsundkallar til viðbótar við næstu útborgun, húrra, húrra, húrrah, hahaha, ahem.
En já, guð veri með ykkur, svo framarlega sem þið teiknið ekki af honum mynd.
Þessa dagana lifi ég erkilífi hins einhleypa stúdents.
Sólarstundunum er farið að jfölga sem verður að teljast neikvætt nú þegar líkamsklukka mín er stillt inn að vaka á næturnar (því þá er friður til að læra, klippa táneglurnar og horfa á A Streetcar Named Desire). Það er orðið næsta ógerlegt að sofa til ellefu þegar maður liggur með höfuðið undir glugga sem snýr í austur. Upphrópunarmerki!
Ég hef gefist upp á Tollatímum og ætla ekki einu sinni að horfa á fyrirlestrana hans á netinu, ónei. Ég ætla bara að lesa grunsamlega skemmtilegt námsefnið og öðlast þannig uppljómun og ná mér í smáræðis málfræðinirvana. Þetta er kannski heldur seint í rassinn gripið með einungis tvær kennsluvikur framundan but a man's gotta do what a man's gotta do.
Talandi um nirvana, þá er ég á beinu brautinni með jóga all the way. Yðar einlæg hefur verið heldur löt við að mæta í ofurögrandi yogilates tímana sína undanfarið og saup seyðið af því síðastliðinn mánudag. Já, ég er með strengi á stöðum sem ég vissi ekki að væru til á mér.
Þá er gott að vita að harðsperrur verða einmitt til þegar vöðvaþræðirnir í manni rifna í tætlur.
Svo er ég er svo félagslega meðvituð þessa dagana. Brotthvarf hersins, úrlausnir á varnar- og björgunarmálum þjóðarinnar, atvinnuvandi Reykjanesbæjar, stóriðja á Norðurlandi, staðsetning Reykjavíkurflugvallar, verðið á fasteigna- og leigumarkaðnum, virðisaukaskattur á matvörur, Glitnir banki, afskræmd útlitsdýrkun í fjölmiðlum, Baugsmálið og argi ríkissaksóknarinn, skerðing á námi til stúdentsprófs, staða tungumála í menntakerfinu, fjárhagsvandi Háskólans, sóun á menntun og mannauði innflytjenda hér á landi, klámvæðingin, hnattvæðingin, álvæðingin - ég hef engan vegin tíma til að kryfja þetta allt til mergjar. En eitt vil ég segja og það ítrekað, að ég vil ekki sjá svona miklu af skattfé launþega varið í allt snobbið í kringum forsetaembættið. Það eru sko alveg hreinar línur.
Erasmus eða ekki Erasmus? Ég er að verða snargeðveik á að geta ekki hugsað fyrir haustinu - húsnæði, tekjur og tekjutap, hvaða námskeið og hvar, hvenær fer ég og hvert og hvort? Geta þessir apakettir ekki drattast til að svara umsókninni minni?! Það fer svo mikil þolinmæði í þetta eitt að ég á varla nokkra örðu eftir til að nota við daglegt bras. Þegar óþolinmæði er komin út í öfgar stökkbreytist hún í eirðarleysi. Ég er eirðarsnauðasta manneskja sem heimurinn hefur þurft að þola síðan Alexander mikli hjó á einhvern hnút fyrir endalaust löngu.
Ég hélt líka í gær að ég væri að þróa með mér afgerandi undirhöku. Þegar ég vaknaði svo í morgun þá var ég allt í einu mjög kinnfiskasogin. Mér þykir þetta benda til þess að ég sé ekki alveg í jafnvægi. Sem er út af fyrir sig ekkert alslæmt. Téð gærkvöld ummyndaðist ég í karlmann og sogaðist inn í imbakassann svo öll tengsl mín við umheimin rofnuðu. Fyrst Reunion, svo Jay Leno og Friends til skiptis, svo Close to Home og ég rankaði ekki við mér fyrr en ég þurfti allheiftarlega að pissa. Þetta var hin ágætasta skemmtun, miklu frambærilegra en málsöguverkefnið sem ég er einmitt ekki að gera núna:
women - Old English - Lit. “woman-man”, alteration of wifman, compound of wif “woman” + man “human being”.
Það borgar sig ekki einu sinni að minnast á krónískan skort á stofnfé Helgu ehf., en hann kemur helst niður á þeirri sem minnst má sín. Þetta er náttúrulega óviðunandi ástand sem má rekja beint til þenslunnar í hagkerfi landans. En hey, ég vann aukavaktir í síðastliðnum mánuði svo það verða nokkrir þúsundkallar til viðbótar við næstu útborgun, húrra, húrra, húrrah, hahaha, ahem.
En já, guð veri með ykkur, svo framarlega sem þið teiknið ekki af honum mynd.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Nú er ég ósammála
þeirri staðhæfingu Emerson að til að verða mikil manneskja eða "great man", þ.e.a.s. "to fulfill one's godgiven potential for perfection" þá þurfi maður að verða algjörlega óháður öðrum; "self-reliant".
Ég tel að mönnum farnist best séu þeir sjálfstæðir á eigin fótum en það að vera engum háður er ómögulegt. Sá sem segist vera óháður öllu og öllum hann er lygari - kannski óafvitandi og óviljandi en staðhæfingin er engu að síður ósönn.
Að sjálfsögðu eru menn misháðir efnislegum gæðum sem og öðru fólki. Það er heldur ekki gott að vera mjög upp á aðra kominn því það heftir frelsi einstaklingsins og kemur í veg fyrir að hann nái fullum sambandi við sjálfan sig.
En öllu má nú ofgera og ég held því fram að þegar menn er komnir á það stig að þykjast ekkert þurfa á öðru fólki að halda, þá geti þeir alveg eins lagst niður og dáið. Það veitir lífsfyllingu að finnast maður vera þarfur. Viljir þú ekki veita öðrum þá gleði þá verður þú hennar heldur ekki aðnjótandi. Að einangrast frá öðru fólki er ávísun á tilgangsleysi. Sá sem heldur að hann geti verið sjálfum sér nægur ævilangt hann er hrokafullur og dramb er falli næst. Emerson hefði haft gott af því að kynna sér Hávamál og læra að maður er manns gaman.
Engu að síður þá hafði hann rétt fyrir sér, karlinn, með að umbætur verða að hefjast innra með hverjum og einum. Hver er sjálfum sér næstur og auðvitað verður maður að þekkja hug sinn - þar er einmitt upphafsreiturinn á leiðinni til betra lífs. Og sama hversu gott fólkið manns er þá fær það ekki breytt því sem aflaga fer hið innra ef maður er ekki tilbúin til að endurskoða afstöðu sína og forsendur fyrir ákveðnum tilfinningum.
Ég er búin að vera skrýtin í skapinu og sálinni undanfarin mánuðinn án þess að vita af hverju. Það kemur nú fyrir á bestu bæjum. Og þar sem mér leiðist að vera í niðurfallinu þá hef ég líka beðið eftir því með óþreyju að ástandið skáni. Síðustu daga hef ég haft fjölda ástæðna til að vera glöð og sæl því ég hef verið að bauka ýmislegt skemmtilegt með frábæru fólki.
- vöfflukaffi fyrir þær mörgæsir úr 4.A sem voru í borginni og var nýja járnið vígt, ógrynni af súkkulaði, sultum, ís og jarðaberjum
- dýrðarletikast með Valdísi Önnu minni þar sem var mikið spjallað og rölt, kaffihús, kjúklingur og góðar stundir
- Atli nokkur sem þykist vilja vera vinur minn, óskaplega fínn félagsskapur og skemmtilegur viðmælandi
- endurfundir við löngu týndan bróður minn úr Von Trapp fjölskyldunni, voða "bounding" og gaman
- indverskur matur með royelítunni minni og hroðalega ljúffengur desert sem lagði okkur allar að velli yfir gamalli bíómynd
- litla sys í símanum hlýjaði mér um hjartarætur
- Kría, Blackadder og ís með snickerssósu - þarf ég að segja meira?
Þessir snilldarviðburðir áttu sér stað hver á fætur öðrum en ekki vildi myrkrið úr innsta horni sálartetursins. Hví? Því það var skugginn af mér. En þó að öðlingarnir í lífi mínu hefðu ekki getað rekið hann út í dagsljósið þá tókst þeim að vekja mig til umhugsunar. Nú ætla ég að hugsa í eina viku og athuga hvort ég get ekki loftað aðeins út. Það þýðir að Sjálfhverfa Helga verður líklega ekki tilbúin í hvað sem er á komandi dögum en henni er að sjálfsögðu sama hvað ykkur finnst. Svo skulum við sjá hvort ekki rofar til.
Ég tel að mönnum farnist best séu þeir sjálfstæðir á eigin fótum en það að vera engum háður er ómögulegt. Sá sem segist vera óháður öllu og öllum hann er lygari - kannski óafvitandi og óviljandi en staðhæfingin er engu að síður ósönn.
Að sjálfsögðu eru menn misháðir efnislegum gæðum sem og öðru fólki. Það er heldur ekki gott að vera mjög upp á aðra kominn því það heftir frelsi einstaklingsins og kemur í veg fyrir að hann nái fullum sambandi við sjálfan sig.
En öllu má nú ofgera og ég held því fram að þegar menn er komnir á það stig að þykjast ekkert þurfa á öðru fólki að halda, þá geti þeir alveg eins lagst niður og dáið. Það veitir lífsfyllingu að finnast maður vera þarfur. Viljir þú ekki veita öðrum þá gleði þá verður þú hennar heldur ekki aðnjótandi. Að einangrast frá öðru fólki er ávísun á tilgangsleysi. Sá sem heldur að hann geti verið sjálfum sér nægur ævilangt hann er hrokafullur og dramb er falli næst. Emerson hefði haft gott af því að kynna sér Hávamál og læra að maður er manns gaman.
Engu að síður þá hafði hann rétt fyrir sér, karlinn, með að umbætur verða að hefjast innra með hverjum og einum. Hver er sjálfum sér næstur og auðvitað verður maður að þekkja hug sinn - þar er einmitt upphafsreiturinn á leiðinni til betra lífs. Og sama hversu gott fólkið manns er þá fær það ekki breytt því sem aflaga fer hið innra ef maður er ekki tilbúin til að endurskoða afstöðu sína og forsendur fyrir ákveðnum tilfinningum.
Ég er búin að vera skrýtin í skapinu og sálinni undanfarin mánuðinn án þess að vita af hverju. Það kemur nú fyrir á bestu bæjum. Og þar sem mér leiðist að vera í niðurfallinu þá hef ég líka beðið eftir því með óþreyju að ástandið skáni. Síðustu daga hef ég haft fjölda ástæðna til að vera glöð og sæl því ég hef verið að bauka ýmislegt skemmtilegt með frábæru fólki.
- vöfflukaffi fyrir þær mörgæsir úr 4.A sem voru í borginni og var nýja járnið vígt, ógrynni af súkkulaði, sultum, ís og jarðaberjum
- dýrðarletikast með Valdísi Önnu minni þar sem var mikið spjallað og rölt, kaffihús, kjúklingur og góðar stundir
- Atli nokkur sem þykist vilja vera vinur minn, óskaplega fínn félagsskapur og skemmtilegur viðmælandi
- endurfundir við löngu týndan bróður minn úr Von Trapp fjölskyldunni, voða "bounding" og gaman
- indverskur matur með royelítunni minni og hroðalega ljúffengur desert sem lagði okkur allar að velli yfir gamalli bíómynd
- litla sys í símanum hlýjaði mér um hjartarætur
- Kría, Blackadder og ís með snickerssósu - þarf ég að segja meira?
Þessir snilldarviðburðir áttu sér stað hver á fætur öðrum en ekki vildi myrkrið úr innsta horni sálartetursins. Hví? Því það var skugginn af mér. En þó að öðlingarnir í lífi mínu hefðu ekki getað rekið hann út í dagsljósið þá tókst þeim að vekja mig til umhugsunar. Nú ætla ég að hugsa í eina viku og athuga hvort ég get ekki loftað aðeins út. Það þýðir að Sjálfhverfa Helga verður líklega ekki tilbúin í hvað sem er á komandi dögum en henni er að sjálfsögðu sama hvað ykkur finnst. Svo skulum við sjá hvort ekki rofar til.
fimmtudagur, mars 16, 2006
Gah!
Ég var að enda við að borða fullan poka af sterkum molum og ég er soðin í kjaftinum - ekkert bragð, engin lykt, engin tilfinning í tungunni lengur.
Þetta er hið versta mál því ég er ósköp þyrst en allir vita að það er einkar óþægilegt að þamba kalt vatn þegar maður er brennheitur í munnholinu eftir piparinn.
Enn verra verður þó að teljast að nú á ég enga mola meir, búhú.
Það er mið nótt, ég vil ekki sofa og sit hér ein í þögninni, piparmey eða meðlimur í Sergeant Pepper's Lonely Hearts Club Band?
Þetta er hið versta mál því ég er ósköp þyrst en allir vita að það er einkar óþægilegt að þamba kalt vatn þegar maður er brennheitur í munnholinu eftir piparinn.
Enn verra verður þó að teljast að nú á ég enga mola meir, búhú.
Það er mið nótt, ég vil ekki sofa og sit hér ein í þögninni, piparmey eða meðlimur í Sergeant Pepper's Lonely Hearts Club Band?
þriðjudagur, mars 14, 2006
Pistill í stíl og anda Leiðinlegs
Fyrir 2 vikum fjárfesti ég í 4 eplum í Bónus. Ég snæddi af þeim í hádeginu og það kom mér skemmtilega á óvart að ávextirnir brögðuðust vel og reyndust stökkir undir tönn.
Maður hefði haldið að svona ferskvara væri farin að láta á sjá eftir svo marga daga í geymslu en úr þessu varð hin ánægjulegasta máltíð. Merkilegt.
Grænmeti og ávextir eru sérlega pirrandi neysluvarningur fyrir einbúann þar sem slíkt eldist ekki jafn vel og baunir í dós. Þess utan er ferskmeti dýrara en þurrvara og því tvöfalt súrt að sjá á baki því í ruslafötuna, óetnu.
Þrátt að það sé kostnaðarsamara að nærast á banönum en núðlum þá borðar maður nú samt grænmetið sitt því að sjálfsögðu vilja allir lit í kinnarnar. En þeim sem aðhlynnist afburða heilsusamlega lifnaðarhætti með tilheyrandi spelti, kjúklingabringum, kínóa, furuhnetum, bláberjum og avakadó, honum er vandi á höndum. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að leggja út fyrir slíkum matvælum vikulega, og síst af öllu fyrir háskólanemann sem hefur bara helgarvinnuna sína og námslánin. Og allt sem heitir "lífrænt" er hreint ómannúðlega dýrt.
Þetta vita allir. Það nægir að bera saman kílóverð og saðningarstuðul á vöruflokkum eins og jarðaberjum og pylsum til að sjá á hvorri tegundinni værir ódýrara að lifa. Hins er vel hægt að fara einhvern meðalveg og komast sæmilega af, fjárhags- sem heilsufarslega.
Þess vegna gramdist mér óstjórnlega við að horfa á þátt af "Heil og sæl" þar sem þáttastjórnandi og viðmælandi héldu því fram að ef maður "bara sleppti namminu og ruslinu og verslaði í lágvöruverslunum" þá væri maður jafn vel settur á nýja, ofurfína heilsufæðinu.
Sé þetta raunin, þá þarf viðkomandi að hafa eytt heeeeelvíti miklu í draslmat áður en lífsstílsbreytingin varð. Fyrir okkur sem höfum tiltölulega hógsamar neysluvenjur væri slík umbylting á matarræði ógerleg. Og svo fæst ekki nema brot af fína heilsumatnum í lágvöruverslunum, auk þess sem sjaldgæft er að ferskmetið þaðan endist jafn vel og eplin mín. Auðvitað velur öfgamanneskja sér ómarktæk viðmið, það var ekki við öðru að búast. Svei attan, svona staðhæfingar eru villandi, vondar og varasamar.
Maður hefði haldið að svona ferskvara væri farin að láta á sjá eftir svo marga daga í geymslu en úr þessu varð hin ánægjulegasta máltíð. Merkilegt.
Grænmeti og ávextir eru sérlega pirrandi neysluvarningur fyrir einbúann þar sem slíkt eldist ekki jafn vel og baunir í dós. Þess utan er ferskmeti dýrara en þurrvara og því tvöfalt súrt að sjá á baki því í ruslafötuna, óetnu.
Þrátt að það sé kostnaðarsamara að nærast á banönum en núðlum þá borðar maður nú samt grænmetið sitt því að sjálfsögðu vilja allir lit í kinnarnar. En þeim sem aðhlynnist afburða heilsusamlega lifnaðarhætti með tilheyrandi spelti, kjúklingabringum, kínóa, furuhnetum, bláberjum og avakadó, honum er vandi á höndum. Það er nefnilega ekki fyrir hvern sem er að leggja út fyrir slíkum matvælum vikulega, og síst af öllu fyrir háskólanemann sem hefur bara helgarvinnuna sína og námslánin. Og allt sem heitir "lífrænt" er hreint ómannúðlega dýrt.
Þetta vita allir. Það nægir að bera saman kílóverð og saðningarstuðul á vöruflokkum eins og jarðaberjum og pylsum til að sjá á hvorri tegundinni værir ódýrara að lifa. Hins er vel hægt að fara einhvern meðalveg og komast sæmilega af, fjárhags- sem heilsufarslega.
Þess vegna gramdist mér óstjórnlega við að horfa á þátt af "Heil og sæl" þar sem þáttastjórnandi og viðmælandi héldu því fram að ef maður "bara sleppti namminu og ruslinu og verslaði í lágvöruverslunum" þá væri maður jafn vel settur á nýja, ofurfína heilsufæðinu.
Sé þetta raunin, þá þarf viðkomandi að hafa eytt heeeeelvíti miklu í draslmat áður en lífsstílsbreytingin varð. Fyrir okkur sem höfum tiltölulega hógsamar neysluvenjur væri slík umbylting á matarræði ógerleg. Og svo fæst ekki nema brot af fína heilsumatnum í lágvöruverslunum, auk þess sem sjaldgæft er að ferskmetið þaðan endist jafn vel og eplin mín. Auðvitað velur öfgamanneskja sér ómarktæk viðmið, það var ekki við öðru að búast. Svei attan, svona staðhæfingar eru villandi, vondar og varasamar.
mánudagur, mars 13, 2006
Blogg að handan
er ávallt eftirtektarvert en ÞETTA
http://www.blogthoreau.blogspot.com/
hlýtur að teljast endemis erkisnilld!
Ef James Joyce myndi nota þessa leið til að koma skilaboðum yfir móðuna miklu, ætli síðan hans héti þá The Dead?
Og fyrst yðar einlæg er á þessum nótum hlýtur að liggja beint við að spyrja sig
Af hverju blogga ég?
Það er nú heppilegra að geta réttlætt helstu gjörðir sínar svo ég ætla að velta málinu fyrir mér.
huxhuxhux
Og svarið er "Forty-two".
Hvað, er það ekki nógu gott fyrir þig?
Jæja,
en hvað með þetta:
Það takmarkaða frelsi sem tjáning á mínu eigin sýndarveruleikasvæði á alnetinu veitir er betra en þrúgandi fangelsi þagnarinnar -
Orðlaus er andlaus og enginn vill kafna.
Ég er ekki svalur skemmtari
og ég lendi ekki í óþægilegum en fyndunum aðstæðum
eða upplifi epiphany
á hverjum degi.
En ég hugsa og finn og ergi mig og andvarpa
endalaust, aftur og aftur og aftur.
Svo eru vinir mínir og fjölskulda líka á tvist og bast út um allar jarðir
og ég vil síður að þau gleymi mér
þó ég sé svo bundin af amerískri menningarsögu og enskri málfræði að ég
gleymi að ryksuga og hringja lítil símtöl.
Ég er lánsöm að bréfin mín til heimsins rykfalla ekki í skúffum, og ég get gefið út án nokkurra skuldbindinga.
Engin orð með mér í gröfina.
http://www.blogthoreau.blogspot.com/
hlýtur að teljast endemis erkisnilld!
Ef James Joyce myndi nota þessa leið til að koma skilaboðum yfir móðuna miklu, ætli síðan hans héti þá The Dead?
Og fyrst yðar einlæg er á þessum nótum hlýtur að liggja beint við að spyrja sig
Af hverju blogga ég?
Það er nú heppilegra að geta réttlætt helstu gjörðir sínar svo ég ætla að velta málinu fyrir mér.
huxhuxhux
Og svarið er "Forty-two".
Hvað, er það ekki nógu gott fyrir þig?
Jæja,
en hvað með þetta:
Það takmarkaða frelsi sem tjáning á mínu eigin sýndarveruleikasvæði á alnetinu veitir er betra en þrúgandi fangelsi þagnarinnar -
Orðlaus er andlaus og enginn vill kafna.
Ég er ekki svalur skemmtari
og ég lendi ekki í óþægilegum en fyndunum aðstæðum
eða upplifi epiphany
á hverjum degi.
En ég hugsa og finn og ergi mig og andvarpa
endalaust, aftur og aftur og aftur.
Svo eru vinir mínir og fjölskulda líka á tvist og bast út um allar jarðir
og ég vil síður að þau gleymi mér
þó ég sé svo bundin af amerískri menningarsögu og enskri málfræði að ég
gleymi að ryksuga og hringja lítil símtöl.
Ég er lánsöm að bréfin mín til heimsins rykfalla ekki í skúffum, og ég get gefið út án nokkurra skuldbindinga.
Engin orð með mér í gröfina.
laugardagur, mars 11, 2006
Sumir dagar
eru ólýsanlegir af óútskýranlegum orsökum.
Í gærnótt hélt ég mér vakandi með því að borða frosin jarðaber. Annars hefði ég sofnað yfir Blackadder en það má ekki. Frosin jarðaber eru mjög góð á bragðið, miklu betri en allir hlunkar og eldflaugar og svoleiðis klakaóbjóður. Og þegar maður sýgur þau eða bítur í sundur, þá fær maður heilakal sem er afar hressandi.
Kannski var það sökum skemmda í heilaberkinum sem ég er búin að vera eins og álfur í allan dag. Ég hraut til hádegis og stefnan var svo tekin beint undan sturtunni og í bókabúðina. Enginn morgunmatur og ekkert kaffi - hvað var ég að spá?
Mér til mikillar furðu var ég svo með grátstafinn í kverkunum klukkustundum saman. Það er engan vegin eðlilegt að fá sting í brjóstið þegar bókin sem kúnninn vill er ófáanleg, í alvörunni.
Nú myndi ég seint vera kölluð svona kona sem "wears her heart on her sleeve". Það er frátekið fyrir fólk sem hrífst auðveldlega af öðrum og fer oft illa út úr slæmum tilfinningasamböndum. Það er ekkert svo auðvelt að troða sér inn á hjartastaðinn minn. En hvað er hægt að segja um svona manneskju eins og mig sem er ekki með neina húð, heldur klæðist sálinni utan yfir líffærin sín? Ástæða þess að ég er ekki með mölbrotið hjarta er sú að einu sinni, þegar ég var lítil, þá tók ég það úr mér, vafði í silkipappír og stakk ofan gamla hattöskju sem er geymd á góðum stað. Vandamálið er að maður á að nota hjartað til að skilja tilfinningarnar sem verða til þegar eitthvað dynur á sálinni. Og ég, ég botna auðvitað aldrei í neinu.
Í gærnótt hélt ég mér vakandi með því að borða frosin jarðaber. Annars hefði ég sofnað yfir Blackadder en það má ekki. Frosin jarðaber eru mjög góð á bragðið, miklu betri en allir hlunkar og eldflaugar og svoleiðis klakaóbjóður. Og þegar maður sýgur þau eða bítur í sundur, þá fær maður heilakal sem er afar hressandi.
Kannski var það sökum skemmda í heilaberkinum sem ég er búin að vera eins og álfur í allan dag. Ég hraut til hádegis og stefnan var svo tekin beint undan sturtunni og í bókabúðina. Enginn morgunmatur og ekkert kaffi - hvað var ég að spá?
Mér til mikillar furðu var ég svo með grátstafinn í kverkunum klukkustundum saman. Það er engan vegin eðlilegt að fá sting í brjóstið þegar bókin sem kúnninn vill er ófáanleg, í alvörunni.
Nú myndi ég seint vera kölluð svona kona sem "wears her heart on her sleeve". Það er frátekið fyrir fólk sem hrífst auðveldlega af öðrum og fer oft illa út úr slæmum tilfinningasamböndum. Það er ekkert svo auðvelt að troða sér inn á hjartastaðinn minn. En hvað er hægt að segja um svona manneskju eins og mig sem er ekki með neina húð, heldur klæðist sálinni utan yfir líffærin sín? Ástæða þess að ég er ekki með mölbrotið hjarta er sú að einu sinni, þegar ég var lítil, þá tók ég það úr mér, vafði í silkipappír og stakk ofan gamla hattöskju sem er geymd á góðum stað. Vandamálið er að maður á að nota hjartað til að skilja tilfinningarnar sem verða til þegar eitthvað dynur á sálinni. Og ég, ég botna auðvitað aldrei í neinu.
föstudagur, mars 10, 2006
Appú
ritgerðin
hummusinn
döðlurnar
klinkið líka því ég eyddi því í nammi meðan ég skrifaði í dag
græddi bók á gjafaborðinu í Þjóðarbókhlöðunni og það var
Robert Burns Selected Poetry
illa upplýstir Íslendingar
höfðu gengið fram hjá honum og valið sér
80's ástarsögur
og fyrir það er ég þakklát
vor í lofti í allan dag og mig langaði í
Brynju
helst með Unu minni
en þær eru báðar of langt í burtu
svo úr varð
SMS
hummusinn
döðlurnar
klinkið líka því ég eyddi því í nammi meðan ég skrifaði í dag
græddi bók á gjafaborðinu í Þjóðarbókhlöðunni og það var
Robert Burns Selected Poetry
illa upplýstir Íslendingar
höfðu gengið fram hjá honum og valið sér
80's ástarsögur
og fyrir það er ég þakklát
vor í lofti í allan dag og mig langaði í
Brynju
helst með Unu minni
en þær eru báðar of langt í burtu
svo úr varð
SMS
fimmtudagur, mars 09, 2006
Sauðir í réttum auglýsingaþjóðfélagsins
Man,wassuöpp, jóóóóóóóó!
Aha, minn langar að verða ýkt kúk bloggari, sko, skeluru?
Meeeeeen, hvað hér koma sko velltar sögur af feitu djammi í Sódómu 101, gaur!
Héðan í frá ætlar yðar einlæg að gerast ofursvöl singeltonskutla á pinnahælum með klemmuveskið, gróin eins og gamall nagsveppur við Hverfisbarinn að pikka upp hörku gelmenni á borð við Girlzenegger og Partý-Hamsturinn hans. Það verður bara Latte og sökksess, fullt af glimmeri, Cosmopolitan, tan úr brúsa og próteinbars framvegis. Svo verð ég líka að hætta í enskunni og fara í hagfræði for dummies.
Og þá nýtt nafn líka, hm... Diljá Dröfn? Svala Björk eða... Karen Tanja?
EÐA -
ég gerist artí-retró-krossbríd of unholy doom, svo öfug að ég geispa með rassinum. Bara grænar ullarleggins og plastpokaskokkur innan undir stórri úlpu af afa mínum. Kornkaffi og arfate og harðar kleinur með á Hljómalind. Ég gæti jafnvel látið Nýhil gefa út nýjustu ljóðabókina mína "Blóðhor - Saga af botnlangakasti".
Nafn? Torfhildur Bríet, kannski Ylfa eða jafnvel Rán.
Drottning eða grænfriðungur með hasshaus, hversu takmarkandi hlýtur það að vera láta draga sig svona í dilka? Eins og allir eigi ekki sinn innri anarkista, hvað sem öllum strípum líður. Það eru 6 milljarðar manna á jörðinni og mér finnst að við ættum að taka hverjum einasta persónuleika opnum örmum og fá þannig smá lit í lífið. Þá væru líka hugsanlega færri sem þætti þeir vera utanveltu og einmana.
Aha, minn langar að verða ýkt kúk bloggari, sko, skeluru?
Meeeeeen, hvað hér koma sko velltar sögur af feitu djammi í Sódómu 101, gaur!
Héðan í frá ætlar yðar einlæg að gerast ofursvöl singeltonskutla á pinnahælum með klemmuveskið, gróin eins og gamall nagsveppur við Hverfisbarinn að pikka upp hörku gelmenni á borð við Girlzenegger og Partý-Hamsturinn hans. Það verður bara Latte og sökksess, fullt af glimmeri, Cosmopolitan, tan úr brúsa og próteinbars framvegis. Svo verð ég líka að hætta í enskunni og fara í hagfræði for dummies.
Og þá nýtt nafn líka, hm... Diljá Dröfn? Svala Björk eða... Karen Tanja?
EÐA -
ég gerist artí-retró-krossbríd of unholy doom, svo öfug að ég geispa með rassinum. Bara grænar ullarleggins og plastpokaskokkur innan undir stórri úlpu af afa mínum. Kornkaffi og arfate og harðar kleinur með á Hljómalind. Ég gæti jafnvel látið Nýhil gefa út nýjustu ljóðabókina mína "Blóðhor - Saga af botnlangakasti".
Nafn? Torfhildur Bríet, kannski Ylfa eða jafnvel Rán.
Drottning eða grænfriðungur með hasshaus, hversu takmarkandi hlýtur það að vera láta draga sig svona í dilka? Eins og allir eigi ekki sinn innri anarkista, hvað sem öllum strípum líður. Það eru 6 milljarðar manna á jörðinni og mér finnst að við ættum að taka hverjum einasta persónuleika opnum örmum og fá þannig smá lit í lífið. Þá væru líka hugsanlega færri sem þætti þeir vera utanveltu og einmana.
Nei, heyriði mig
ég nenni ekki að vera svona þunglyndur vælubloggari.
Ég er lifandi, sprellalive, já og hugsa alveg heil ósköp af hugsunum sem er nauðsynlegt að koma hér í orð. Skapsveiflurnar verð ég að búa við og það er hundfúlt, svo fúlt að ég ætla ekki að leggja það á heiminn að finna af þeim skítalyktina og ælubragðið. Aumingja heimurinn hefur nóg af matarlausum, munaðarlausum, hárlausum, handa- og fótalausum börnum að sinna þó hann burðist ekki með mína bakþanka og sjálfsfyrirlitningu líka.
Ahem, hér koma nokkrar staðreyndir um mig og lífið í dag:
ég þarf að fara í klippingu
ég veit ekki hvaða stjórnmálaflokk ég á að kjósa, bara ekki D eða B
ég velti því fyrir mér hvort ráð væri að lögleiða fíkniefni
ég baka gott speltbrauð
ég hef aldrei ekið bíl utanbæjar
ég álít að refsingar við kynferðisglæpum séu ekki nógu þungar
ég elska kaffi og kaffihús og kaffisúkkulaði og kaffikökur og kaffilykt og kaffibolla og kaffikönnur
ég vil meina að það megi alls ekki skerða tungumálakennslu í skólum, heldur bæri að auka hana
ég gleymi alltaf að taka úr þvottavélinni
ég vil láta aflétta launaleynd
ég kann ekki að synda skriðsund
ég vil láta láta banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum
ég bíð spennt eftir að vita hvort ég fæ Erasmusstyrk
ég er ósammála landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar
ég kann vel við Þýskaland
ég verð að drullast til að skrifa ritgerðina mína
ég vil að upplýsingar um almannatrygginga- og lífeyrisréttindakerfið á Íslandi verði aðgengilegri
ég álít að nautaat sé heigulsháttur
ég á góða vini sem eru því miður dreifðir út um allan heim
ég vil hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
ég þoli ekki hvernig áherslur í heilsuáróðri hérslendis beinast alltaf að útlitsþáttum sem eru einungis afleiðing ákveðinna grundvallarorsaka
ég tel aðbúnað geðfatlaðra hérlendis ekki við hæfi í velferðarþjóðfélagi
ég borða ekki svínakjöt
ég vil láta lækka virðisaukaskatt á matvælum því það skilar sér þangað sem þörfin er mest - hátekjufólk hagnast mest á lækkun tekjuskatts
ég er á þeirri skoðun á ljósabekki ætti að banna
ég ætla að ættleiða barn frá Kína
ég er ekki sátt við að ellilífeyrir sé skertur komi til arður af fjárfestingum eða sölu bréfa
ég ætla aldrei að fá yfirdráttarheimild
Ég er lifandi, sprellalive, já og hugsa alveg heil ósköp af hugsunum sem er nauðsynlegt að koma hér í orð. Skapsveiflurnar verð ég að búa við og það er hundfúlt, svo fúlt að ég ætla ekki að leggja það á heiminn að finna af þeim skítalyktina og ælubragðið. Aumingja heimurinn hefur nóg af matarlausum, munaðarlausum, hárlausum, handa- og fótalausum börnum að sinna þó hann burðist ekki með mína bakþanka og sjálfsfyrirlitningu líka.
Ahem, hér koma nokkrar staðreyndir um mig og lífið í dag:
ég þarf að fara í klippingu
ég veit ekki hvaða stjórnmálaflokk ég á að kjósa, bara ekki D eða B
ég velti því fyrir mér hvort ráð væri að lögleiða fíkniefni
ég baka gott speltbrauð
ég hef aldrei ekið bíl utanbæjar
ég álít að refsingar við kynferðisglæpum séu ekki nógu þungar
ég elska kaffi og kaffihús og kaffisúkkulaði og kaffikökur og kaffilykt og kaffibolla og kaffikönnur
ég vil meina að það megi alls ekki skerða tungumálakennslu í skólum, heldur bæri að auka hana
ég gleymi alltaf að taka úr þvottavélinni
ég vil láta aflétta launaleynd
ég kann ekki að synda skriðsund
ég vil láta láta banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum
ég bíð spennt eftir að vita hvort ég fæ Erasmusstyrk
ég er ósammála landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar
ég kann vel við Þýskaland
ég verð að drullast til að skrifa ritgerðina mína
ég vil að upplýsingar um almannatrygginga- og lífeyrisréttindakerfið á Íslandi verði aðgengilegri
ég álít að nautaat sé heigulsháttur
ég á góða vini sem eru því miður dreifðir út um allan heim
ég vil hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
ég þoli ekki hvernig áherslur í heilsuáróðri hérslendis beinast alltaf að útlitsþáttum sem eru einungis afleiðing ákveðinna grundvallarorsaka
ég tel aðbúnað geðfatlaðra hérlendis ekki við hæfi í velferðarþjóðfélagi
ég borða ekki svínakjöt
ég vil láta lækka virðisaukaskatt á matvælum því það skilar sér þangað sem þörfin er mest - hátekjufólk hagnast mest á lækkun tekjuskatts
ég er á þeirri skoðun á ljósabekki ætti að banna
ég ætla að ættleiða barn frá Kína
ég er ekki sátt við að ellilífeyrir sé skertur komi til arður af fjárfestingum eða sölu bréfa
ég ætla aldrei að fá yfirdráttarheimild
miðvikudagur, mars 08, 2006
Hárspöng hef ég ekki skrýðst
síðan ég var... tja, 10 ára?
Það er alla vega laaaaaaaangt síðan. En hér hefur orðið breyting á og ekki vanþörf, enda næstum ársfjórðungu frá því ég fór í klippingu.
Þetta verður snubbótt blogg því það er stutt í kveikjuþræðinum hjá mér þessa dagana. Ekki á morgun heldur hinn verður allt betra og ritgerðin frá.
Reyndar er það ekki bara hún sem er að angra mig, ég er eiginlega ósátt við allt og sérstaklega sjálfa mig. Mér finnst ég vera óábyrgur letingi sem kann sér ekkert hóf og kvíði fyrir komandi árum í þessu endemis háskólasvartnætti.
Á geðhvarfasveiflum mínum undanfarið sé ég tvær mögulegar skýringar: annað hvort er ég með ofsóknarbrjálaða hormóna eða þá að skap mitt breytist með vindáttinni.
Hvað þrái ég? Mína eigin íbúð þar sem ég þarf ekki að taka tillit til neins og get samviskulaust sturtað mig langtímum um miðjar nætur.
Mastergráðu og vel borgað starf.
Adrian Brody? Áðan datt myndarlegur karlmaður um tölvusnúruna mína þar sem ég sat á Súfistanum í örvæntingarfullri tilraun til að endurheimta geðheilsuna. Því miður urðu engin slys á fólki - ég kemst ekki hjá því að ímynda mér hversu skemmtilegt hefði verið að heimsækja karlangann á sjúkrahús og bjóða blóm og konfekt í skaðabætur fyrir snúinn ökkla.
Það var ekki sniðugt að fá Nýmannsfjölskylduna í heimsókn. Nú langar mig bara að vera á Ak í fanginu á mömmu. Mikið var Lotta heimsk að flytja að heiman.
Það er alla vega laaaaaaaangt síðan. En hér hefur orðið breyting á og ekki vanþörf, enda næstum ársfjórðungu frá því ég fór í klippingu.
Þetta verður snubbótt blogg því það er stutt í kveikjuþræðinum hjá mér þessa dagana. Ekki á morgun heldur hinn verður allt betra og ritgerðin frá.
Reyndar er það ekki bara hún sem er að angra mig, ég er eiginlega ósátt við allt og sérstaklega sjálfa mig. Mér finnst ég vera óábyrgur letingi sem kann sér ekkert hóf og kvíði fyrir komandi árum í þessu endemis háskólasvartnætti.
Á geðhvarfasveiflum mínum undanfarið sé ég tvær mögulegar skýringar: annað hvort er ég með ofsóknarbrjálaða hormóna eða þá að skap mitt breytist með vindáttinni.
Hvað þrái ég? Mína eigin íbúð þar sem ég þarf ekki að taka tillit til neins og get samviskulaust sturtað mig langtímum um miðjar nætur.
Mastergráðu og vel borgað starf.
Adrian Brody? Áðan datt myndarlegur karlmaður um tölvusnúruna mína þar sem ég sat á Súfistanum í örvæntingarfullri tilraun til að endurheimta geðheilsuna. Því miður urðu engin slys á fólki - ég kemst ekki hjá því að ímynda mér hversu skemmtilegt hefði verið að heimsækja karlangann á sjúkrahús og bjóða blóm og konfekt í skaðabætur fyrir snúinn ökkla.
Það var ekki sniðugt að fá Nýmannsfjölskylduna í heimsókn. Nú langar mig bara að vera á Ak í fanginu á mömmu. Mikið var Lotta heimsk að flytja að heiman.
sunnudagur, mars 05, 2006
Amma mín og nafna
er ædolið mitt.
Amma mín kenndi mér að mála mig - þegar ég var þriggja ára. Og aldrei setti hún út á að ég skyldi velja mér dökkbláan frúaraugnskugga og fjóluleitan varalit.
Amma mín kenndi mér að tyggja tyggjó. Það var svona amerískt plötutyggjó í gulum pappír með rauðum endum. Ég man ekkert hvað það heitir en sætubragðið gleymist seint.
Amma mín kenndi mér að baka. Einhverjar fyrstu minningar mínar eru af okkur tveim saman í eldhúsinu í Austurhlíð, þar sem hún kenndi mér að þrýsta með gaffli ofan á bóndakökurnar áður en platan rann inn í ofninn.
Amma mín kenndi mér að föndra pergamanó. Það veit örugglega enginn lengur hvað það er.
Amma mín kenndi mér að prjóna. Henni tókst þó ekki að kenna mér þolinmæði og þess vegna prjóna ég aldrei.
Amma mín kenndi mér að meta gamla hluti. Hennar vegna verð ég antíkunnandi að eilífu, stoltur eigandi ævafornar, dumbrauðrar kistu sem hefur gengið í nokkra ættliði og fylgir nafni.
Amma mín kenndi mér að fara í gönguferðir í skóginum. Það er skylda að hafa samlokur í nesti, helst með eggi, alltaf súkkulaðikex og svo smá nammi.
Amma mín kenndi mér að fara í berjamó. Mér finnst það hundleiðinlegt en ég fer með, bara til að vera hjá henni.
Amma mín kenndi mér að raula börn í svefn. Ég hef reynt á eigin skinni hvers konar lög henta best og hvaða raddbeiting er ákjósanlegust.
Amma mín kenndi mér að plata börn til að borða matinn sinn með því að segja þeim sögur. Í slíkum sögum er Skottlaus upprunninn.
Amma mín kenndi mér að sönn ást er til. Engin ástarsaga jafnast á við frásögn hennar af því hvernig hún og afi kynntust þegar hún var menntaskólasnót á Akureyri. Eftir 50 ára hjónaband eru þau skötuhjúin krúttlegri en nokkuð nýfætt kærustupar.
Amma mín kenndi mér að það er hægt að fara í gegnum ævina og vera elskaður og virtur hvar sem maður lætur til sín taka.
Amma mín hefur gefið mér allar uppáhaldsgjafirnar mínar - allar bækurnar og ljóðasafnið, hringana tvo, handavinnupokann og kistuna, naglaveskið, saumakassann, öll úrin sem ég týndi, gömlu veskin og glingrið, sparikápuna og fermingarkjólinn sem hún saumaði, auk þess að prjóna vettlinga, ullarsokka, handstúkur, ponsjó, húfur og nú síðast lopapeysuna.
Mig langar til að eldast eins og amma.
Amma mín kenndi mér að mála mig - þegar ég var þriggja ára. Og aldrei setti hún út á að ég skyldi velja mér dökkbláan frúaraugnskugga og fjóluleitan varalit.
Amma mín kenndi mér að tyggja tyggjó. Það var svona amerískt plötutyggjó í gulum pappír með rauðum endum. Ég man ekkert hvað það heitir en sætubragðið gleymist seint.
Amma mín kenndi mér að baka. Einhverjar fyrstu minningar mínar eru af okkur tveim saman í eldhúsinu í Austurhlíð, þar sem hún kenndi mér að þrýsta með gaffli ofan á bóndakökurnar áður en platan rann inn í ofninn.
Amma mín kenndi mér að föndra pergamanó. Það veit örugglega enginn lengur hvað það er.
Amma mín kenndi mér að prjóna. Henni tókst þó ekki að kenna mér þolinmæði og þess vegna prjóna ég aldrei.
Amma mín kenndi mér að meta gamla hluti. Hennar vegna verð ég antíkunnandi að eilífu, stoltur eigandi ævafornar, dumbrauðrar kistu sem hefur gengið í nokkra ættliði og fylgir nafni.
Amma mín kenndi mér að fara í gönguferðir í skóginum. Það er skylda að hafa samlokur í nesti, helst með eggi, alltaf súkkulaðikex og svo smá nammi.
Amma mín kenndi mér að fara í berjamó. Mér finnst það hundleiðinlegt en ég fer með, bara til að vera hjá henni.
Amma mín kenndi mér að raula börn í svefn. Ég hef reynt á eigin skinni hvers konar lög henta best og hvaða raddbeiting er ákjósanlegust.
Amma mín kenndi mér að plata börn til að borða matinn sinn með því að segja þeim sögur. Í slíkum sögum er Skottlaus upprunninn.
Amma mín kenndi mér að sönn ást er til. Engin ástarsaga jafnast á við frásögn hennar af því hvernig hún og afi kynntust þegar hún var menntaskólasnót á Akureyri. Eftir 50 ára hjónaband eru þau skötuhjúin krúttlegri en nokkuð nýfætt kærustupar.
Amma mín kenndi mér að það er hægt að fara í gegnum ævina og vera elskaður og virtur hvar sem maður lætur til sín taka.
Amma mín hefur gefið mér allar uppáhaldsgjafirnar mínar - allar bækurnar og ljóðasafnið, hringana tvo, handavinnupokann og kistuna, naglaveskið, saumakassann, öll úrin sem ég týndi, gömlu veskin og glingrið, sparikápuna og fermingarkjólinn sem hún saumaði, auk þess að prjóna vettlinga, ullarsokka, handstúkur, ponsjó, húfur og nú síðast lopapeysuna.
Mig langar til að eldast eins og amma.
fimmtudagur, mars 02, 2006
Ég held ég hætti bara að sofa
þessar 4-5 klst á sólarhring gera ekki mikið gagn hvort eð er. Í mínum draumaheimi er endalaust vesen og skotgrafarhernaður; mér finnst ég hálfóvelkomin.
Þá er betra að liggja undir sæng hjá W.H. Auden.
Kannski hef ég verið óþarflega stressuð undanfarið en það hefur líka ýmislegt komist í verk. Misserið er hálfnað (önnur og hryllilegri saga) og þegar lestrarvikunni lauk var ég búin að fara yfir allt áætlað efni, allt, takk fyrir, nema workshoppin í enskri málsögu. Þau eru tvö og ég mun koma þröngva þeim inn á næstu dögum, það er, þegar ég er búin með eins og eina ritgerð handa Gvendi
sem er nú alveg búin að innsigla sín örlög og þau er ekki álitleg, skal ég segja ykkur. Hann skal sko fá að iðrast þess að hafa verið leiðbeinandinn minn, bölvaður.
*mörg ljót orð sem ekki eiga rétt á sér inni á svo málefnalegri bloggsíðu sem þessari*
*ýmis konar ósiðleg tákn mynduð með fingrum beggja handa*
Líka eitt miðannarpróf frá sem er ástæða þess að ég hef verið offline allt of lengi. Og Erasmus, hann er farinn og ég bíð eftir svari.
En nóg röfl um háskólann.
Stærstu vonbrigðu undangenginna daga var að hafa bakað hrátt brauð um tvöleytið aðfarnótt síðastliðins laugardags. Stærsti sigurinn var að hafa komist hjá hausverk. Mesta gleðin var Valdís Anna. Ég elska hana - takk fyrir yndislegan dag!
Ég er syfjuð og nenni ekki að reyna að vera skemmtileg núna. En nú eru góðir tímar framundan og Nýmansfjölskyldan kemur í heimsókn til mín á morgun og dvelst hér þangað til á sunnudag. Ég mun því líklega ekki hefja upp raust mína á ný fyrr en þá.
Er það vel og ég vil bara segja: góðar stundir í bili. Biðst jafnframt forláts á yfirgengilegri hlédrægni minni upp á síðkastið, ég var ekkert að reykja gras eða neitt. Var bara á kaffinu.
Þá er betra að liggja undir sæng hjá W.H. Auden.
Kannski hef ég verið óþarflega stressuð undanfarið en það hefur líka ýmislegt komist í verk. Misserið er hálfnað (önnur og hryllilegri saga) og þegar lestrarvikunni lauk var ég búin að fara yfir allt áætlað efni, allt, takk fyrir, nema workshoppin í enskri málsögu. Þau eru tvö og ég mun koma þröngva þeim inn á næstu dögum, það er, þegar ég er búin með eins og eina ritgerð handa Gvendi
sem er nú alveg búin að innsigla sín örlög og þau er ekki álitleg, skal ég segja ykkur. Hann skal sko fá að iðrast þess að hafa verið leiðbeinandinn minn, bölvaður.
*mörg ljót orð sem ekki eiga rétt á sér inni á svo málefnalegri bloggsíðu sem þessari*
*ýmis konar ósiðleg tákn mynduð með fingrum beggja handa*
Líka eitt miðannarpróf frá sem er ástæða þess að ég hef verið offline allt of lengi. Og Erasmus, hann er farinn og ég bíð eftir svari.
En nóg röfl um háskólann.
Stærstu vonbrigðu undangenginna daga var að hafa bakað hrátt brauð um tvöleytið aðfarnótt síðastliðins laugardags. Stærsti sigurinn var að hafa komist hjá hausverk. Mesta gleðin var Valdís Anna. Ég elska hana - takk fyrir yndislegan dag!
Ég er syfjuð og nenni ekki að reyna að vera skemmtileg núna. En nú eru góðir tímar framundan og Nýmansfjölskyldan kemur í heimsókn til mín á morgun og dvelst hér þangað til á sunnudag. Ég mun því líklega ekki hefja upp raust mína á ný fyrr en þá.
Er það vel og ég vil bara segja: góðar stundir í bili. Biðst jafnframt forláts á yfirgengilegri hlédrægni minni upp á síðkastið, ég var ekkert að reykja gras eða neitt. Var bara á kaffinu.