miðvikudagur, nóvember 30, 2005
A crime of passion shocks the university society
A lecturer in The English Department of The University of Iceland was found murdered at around 22h this evening. The lecturer, a middle-aged substitute supervisor of Composition, had been chocked with a bundle of pages from the Oxford Advanced Dictionary of English. The deed is suspected to have been committed by a disgruntled student.
Það er fullkomnað
Í gær fór ég í síðasta tímann minn á haustmisseri. Þar af leiðandi er prófatíð byrjuð.
Enn ólokið:
- 1 ritgerð um danska tungu á Íslandi (?)
- 1 skýrsla um framfarir í ritunaráfanganum (gæti eins verið skýrsla um afstöðu mín til geimferðaáætlunar NASA næstu 10 árin - ég hef EKKERT að segja, Gvendur, svo so long!)
- 1 hljóðfræðiverkefni (þetta er allt að koma)
- 1 aukahljóðfræðiverkefni (já, ég er dugleg að rækta sjálfseyðingarhvöt mína)
Þessu mun ég ljúka á næstu dögum svo eftir helgina hefst hreinræktaður undirbúningslestur. Ójá. Ég ætla bara að lesa, fara í ræktina og vinna, hm, kannski sofa smá.
En jólin, maður lifandi, þau eru bara að bresta á og í dag er útborgunardagur, sem myndi teljast jákvætt fyrir þá sem fýsir ekki að öðlast gamla hlaupasokka af mér í jólagjöf. Áður en ég kem norður þarf ég að:
- kaupa allar jólagjafir
- pakka öllum jólagjöfum
- merkja allar jólagjafir
- skrifa jólakortalista
- kaupa öll jólakort
- skrifa öll jólakort
- póstleggja allar jólasendingar til útlanda
- póstleggja jólakort hverra áfangastaður er ekki á Ak
- jólaþrífa herbergið mitt
- fara í jólaklippingu
- kaupa jólaföt
- pakka niður
Þetta mun ég aðhafast, say, þegar Kári Stefánsson er búinn að klóna mig og gefa mér alla peningana sína.
Enn ólokið:
- 1 ritgerð um danska tungu á Íslandi (?)
- 1 skýrsla um framfarir í ritunaráfanganum (gæti eins verið skýrsla um afstöðu mín til geimferðaáætlunar NASA næstu 10 árin - ég hef EKKERT að segja, Gvendur, svo so long!)
- 1 hljóðfræðiverkefni (þetta er allt að koma)
- 1 aukahljóðfræðiverkefni (já, ég er dugleg að rækta sjálfseyðingarhvöt mína)
Þessu mun ég ljúka á næstu dögum svo eftir helgina hefst hreinræktaður undirbúningslestur. Ójá. Ég ætla bara að lesa, fara í ræktina og vinna, hm, kannski sofa smá.
En jólin, maður lifandi, þau eru bara að bresta á og í dag er útborgunardagur, sem myndi teljast jákvætt fyrir þá sem fýsir ekki að öðlast gamla hlaupasokka af mér í jólagjöf. Áður en ég kem norður þarf ég að:
- kaupa allar jólagjafir
- pakka öllum jólagjöfum
- merkja allar jólagjafir
- skrifa jólakortalista
- kaupa öll jólakort
- skrifa öll jólakort
- póstleggja allar jólasendingar til útlanda
- póstleggja jólakort hverra áfangastaður er ekki á Ak
- jólaþrífa herbergið mitt
- fara í jólaklippingu
- kaupa jólaföt
- pakka niður
Þetta mun ég aðhafast, say, þegar Kári Stefánsson er búinn að klóna mig og gefa mér alla peningana sína.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Fullorðnir fá líka heimþrá
Og nú vil ég syngja og sál mína yngja með söngvum um lágnættið hljótt
og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt kyrrt er og rótt
og láta mig dreyma um ljósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt.
(Davíð Stefánsson)
og hvísla í norður ástarorðum, meðan allt kyrrt er og rótt
og láta mig dreyma um ljósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt.
(Davíð Stefánsson)
sunnudagur, nóvember 27, 2005
Ég ætla
að verða rithöfundur og lifa í útlegð. Verk mín munu öll fjalla um venjulega Akureyringa sem jafnframt eru samnefnarar fyrir mannkynið, tilfinningar þess, tilveru og tilgangsleysi.
laugardagur, nóvember 26, 2005
Já
þá er því lokið. Þetta er búið.
Haha, meira að segja fyrir löngu, eða um hálffjögurleytið. Því fékk ég mér miðdegisgöngu alla leið út í Bernhöfsbakarí (sem eru ekki að sponsora þessa síðu neitt) og keypti mér sætabrauð.
Namm, kókoskúla. Neytti og naut á meðan Am Next endursýndi sig í imbanum.
Það er svo gott *Kára-rödd* að klára verkefni, uhm, alveg syndsamlegt bara.
Nú munum við James Joyce félagi minn eiga saman notalega kvöldstund og smá epiphany, svo adieu!
Haha, meira að segja fyrir löngu, eða um hálffjögurleytið. Því fékk ég mér miðdegisgöngu alla leið út í Bernhöfsbakarí (sem eru ekki að sponsora þessa síðu neitt) og keypti mér sætabrauð.
Namm, kókoskúla. Neytti og naut á meðan Am Next endursýndi sig í imbanum.
Það er svo gott *Kára-rödd* að klára verkefni, uhm, alveg syndsamlegt bara.
Nú munum við James Joyce félagi minn eiga saman notalega kvöldstund og smá epiphany, svo adieu!
Pétur Knútsson,
hvað ertu að reyna að gera mér?
föstudagur, nóvember 25, 2005
Þessi dagur er svo lengi að líða!
Hjálpi mér. Ég hlýt að vera að verða fertug.
Það var morgunmatur, sami.
Bresk menningarsaga og ekki einu sinni mikið efni.
Þrif á eldhúsi, líka vaskaskápnum, já Helga Stewart, nema ekki fangelsi og það.
Hádegismatur, sami og murrandi útvarp.
Ekkert fréttblað - hvert get ég hringt til að kvarta?!
Suðuþvottur enda tuskurnar margar hverjar óhreinar eftir hreingjörning.
Almenn málvísindi en ég er svooo anti-whorfian, en ASNALEG kenning.
Ensk hljóðfræði (sentence stress and weak forms).
Smiðurinn uppi á þaki, jesú guð.
Lokaverkefni í enskri hljóðfræði sem tekur óratíma, ekki búin enn.
Miðdegissnarl, sama en 2 bollar kaffi, haha!
Hengja upp úr vél og það er allt bleikt, obbobbobb - helvítis rauða viskastykkið...
Setja í ljósa vél en athuga fyrst hvort nokkuð óvelkomið leynist í hrúgunni.
Hljóðfræðiverkefni, enn og aftur, oh.
Nú er stefnan tekina á
ræktina og svo rope yoga,
steiktan fisk, hell yeah,
þvottasnúrnar og
hljóðfræðiverkefni lífs míns.
Á morgun mun ég sofa til hálfníu, það verður aldeilis ánægjulegt.
Það var morgunmatur, sami.
Bresk menningarsaga og ekki einu sinni mikið efni.
Þrif á eldhúsi, líka vaskaskápnum, já Helga Stewart, nema ekki fangelsi og það.
Hádegismatur, sami og murrandi útvarp.
Ekkert fréttblað - hvert get ég hringt til að kvarta?!
Suðuþvottur enda tuskurnar margar hverjar óhreinar eftir hreingjörning.
Almenn málvísindi en ég er svooo anti-whorfian, en ASNALEG kenning.
Ensk hljóðfræði (sentence stress and weak forms).
Smiðurinn uppi á þaki, jesú guð.
Lokaverkefni í enskri hljóðfræði sem tekur óratíma, ekki búin enn.
Miðdegissnarl, sama en 2 bollar kaffi, haha!
Hengja upp úr vél og það er allt bleikt, obbobbobb - helvítis rauða viskastykkið...
Setja í ljósa vél en athuga fyrst hvort nokkuð óvelkomið leynist í hrúgunni.
Hljóðfræðiverkefni, enn og aftur, oh.
Nú er stefnan tekina á
ræktina og svo rope yoga,
steiktan fisk, hell yeah,
þvottasnúrnar og
hljóðfræðiverkefni lífs míns.
Á morgun mun ég sofa til hálfníu, það verður aldeilis ánægjulegt.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Í ræktinni
er yfirleitt mikið af fólki sem er að hamast. Þar af leiðandi er gjarnan þungt loft, jafnvel vottur af svitalykt - alla vega ekkert gríðarlega ferskt andrúmsloftið og því tæplega kjöraðstæður til að æfa hlaup. Ég geri það nú samt því það er notalegt að vera innandyra þegar frostið nartar í nef og eyrnasnepla og Reykjavíkurrokið andar köldu. Svo finnst mér líka gaman að horfa á sjónvarpið meðan ég er á brettinu.
Ég er venjulega ekkert mikið að spá í fólkið í kringum mig. Þjösnast bara og svitna, og þið vitið, reyni að halda mér á græjunni en spýtast ekki aftur af bandinu og út í næsta vegg. Ég er líka svolítið í því að vorkenna sjálfri mér vegna mjaðmarmeiðslanna sem mér áskotnuðust hérna í vor, og hægðu all verulega á yðar einlægri og hennar maraþonáformum.
Um daginn gat ég þó ekki annað en leitt hugann aðeins að öðrum málefnum - öðru fólki. Það er nefnilega kona. Þessi kona reykir, dálítið mikið myndi ég halda. Alla vega nógu mikið til að stybban af henni nær í gegnum þungt, rakt loftið í þreksalnum og ofan í lungun á mér. Það er svo mikil reykingalykt af blessaðri stúlkunni að hún hindrar súrefnisupptöku mína á næsta hlaupabretti. Auðvitað þarf ég meira súrefni en gengur og gerist þegar ég er svona á harðaspani en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Fyrst varð ég frekar pirruð - geta svona strompar ekki farið í gufuhreinsun endrum og eins? Íslendingar hafa nú einu sinni skrifað undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna... En smám saman rann af mér (nei, ekki bara svitinn) og ég fór að hugsa minn gang. Hér er komin kona sem getur varla gengið rösklega fyrir mæði því lungnaberkjurnar í henni eru sveppasúpa. Hún er ófær um að hætta að reykja í bili en skilur að ýmsar leiðir eru færar í svona málum, og drattast því í ræktina dag eftir dag, gengur í korter og gerir smávegir styrkjandi æfingar. Dag eftir dag, alltaf á sama tíma, á mínum tíma, og hættir ekki fyrr en skeiðklukkan segir 15:01. Titrar pínu þegar hún klöngrast ofan af brettinu.
Vá, hvað svona fólk er töff. Ég ætla aldrei að kvarta aftur undan óþægindum í mjöðmum eða tám.
Ég er venjulega ekkert mikið að spá í fólkið í kringum mig. Þjösnast bara og svitna, og þið vitið, reyni að halda mér á græjunni en spýtast ekki aftur af bandinu og út í næsta vegg. Ég er líka svolítið í því að vorkenna sjálfri mér vegna mjaðmarmeiðslanna sem mér áskotnuðust hérna í vor, og hægðu all verulega á yðar einlægri og hennar maraþonáformum.
Um daginn gat ég þó ekki annað en leitt hugann aðeins að öðrum málefnum - öðru fólki. Það er nefnilega kona. Þessi kona reykir, dálítið mikið myndi ég halda. Alla vega nógu mikið til að stybban af henni nær í gegnum þungt, rakt loftið í þreksalnum og ofan í lungun á mér. Það er svo mikil reykingalykt af blessaðri stúlkunni að hún hindrar súrefnisupptöku mína á næsta hlaupabretti. Auðvitað þarf ég meira súrefni en gengur og gerist þegar ég er svona á harðaspani en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Fyrst varð ég frekar pirruð - geta svona strompar ekki farið í gufuhreinsun endrum og eins? Íslendingar hafa nú einu sinni skrifað undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna... En smám saman rann af mér (nei, ekki bara svitinn) og ég fór að hugsa minn gang. Hér er komin kona sem getur varla gengið rösklega fyrir mæði því lungnaberkjurnar í henni eru sveppasúpa. Hún er ófær um að hætta að reykja í bili en skilur að ýmsar leiðir eru færar í svona málum, og drattast því í ræktina dag eftir dag, gengur í korter og gerir smávegir styrkjandi æfingar. Dag eftir dag, alltaf á sama tíma, á mínum tíma, og hættir ekki fyrr en skeiðklukkan segir 15:01. Titrar pínu þegar hún klöngrast ofan af brettinu.
Vá, hvað svona fólk er töff. Ég ætla aldrei að kvarta aftur undan óþægindum í mjöðmum eða tám.
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Ef ég væri ekki þessi dama
þá myndi ég senda Gvendi vonda kúk í pósti.
Hégómastrumpur
That's my middle name. Og þess vegna er ég núna með bláa tánögl.
Eða kannski ætti ég frekar að segja Kona! Skór færa þér ekki lífsfyllingu.
Right...
Þar sem ég vinn á Laugaveginum kýs ég gjarnan að hafa mig smá til áður ern ég mæti á vakt, þið vitið, þetta er nú nokkurn vegin mitt eina tækifæri til að hitta og umgangast fólk. Alla vega, þá fann ég mig knúna til að fara í nýlegum svörtum lágbotna skóm þegar ég hélt til vinnu síðastliðna helgi. Það var afar heimskulegt þar sem ég þarf að standa upp á endann og ganga á milli staða allan vinnudaginn, og þar sem þessi ágætu skór eru Satan. Áður en ég var komin inn um dyrnar í bókabúðinni var ég komin með blöðru á annan hælinn og orðin aum í táberginu. Sannur kvenmaður beit á jaxlinn og laug því að sjálfri sér að bjútí væri pein. Þegar ég svo skakklappaðist heim undir kvöldmat hét ég því að vera skynsöm það sem eftir væri ævinnar og ganga bara í ecco-sandölum, alltaf.
En nei, ég fór aftur í skó dauðans á sunnudagsmorguninn. Hví? Ég er geðveik í hausnum og vil misnota allar heimsins tær
Að mánudagsmorgni taldi ég í allt 4 blöðrur og marblett á litlu löppunum mínum og hugsaði: Á ég að sleppa því að hlaupa í dag? Hvernig læt ég, sársauki er bara hugarástand.
Gildir þá það sama um fegurð?
Ég er alla vega ekki með fallegar tásur eins og er, því eftir feiknagott hlaup seinni part dags þá var ég búin að skemma nokkrar neglur í ofanálag við allt hitt.
Hefur þrautaganga undanfarinna daga skilað sér í einhverju? Ætla ég að henda skónum frá helvíti?
Nei. Mér finnst þeir svo fallegir.
Eða kannski ætti ég frekar að segja Kona! Skór færa þér ekki lífsfyllingu.
Right...
Þar sem ég vinn á Laugaveginum kýs ég gjarnan að hafa mig smá til áður ern ég mæti á vakt, þið vitið, þetta er nú nokkurn vegin mitt eina tækifæri til að hitta og umgangast fólk. Alla vega, þá fann ég mig knúna til að fara í nýlegum svörtum lágbotna skóm þegar ég hélt til vinnu síðastliðna helgi. Það var afar heimskulegt þar sem ég þarf að standa upp á endann og ganga á milli staða allan vinnudaginn, og þar sem þessi ágætu skór eru Satan. Áður en ég var komin inn um dyrnar í bókabúðinni var ég komin með blöðru á annan hælinn og orðin aum í táberginu. Sannur kvenmaður beit á jaxlinn og laug því að sjálfri sér að bjútí væri pein. Þegar ég svo skakklappaðist heim undir kvöldmat hét ég því að vera skynsöm það sem eftir væri ævinnar og ganga bara í ecco-sandölum, alltaf.
En nei, ég fór aftur í skó dauðans á sunnudagsmorguninn. Hví? Ég er geðveik í hausnum og vil misnota allar heimsins tær
Að mánudagsmorgni taldi ég í allt 4 blöðrur og marblett á litlu löppunum mínum og hugsaði: Á ég að sleppa því að hlaupa í dag? Hvernig læt ég, sársauki er bara hugarástand.
Gildir þá það sama um fegurð?
Ég er alla vega ekki með fallegar tásur eins og er, því eftir feiknagott hlaup seinni part dags þá var ég búin að skemma nokkrar neglur í ofanálag við allt hitt.
Hefur þrautaganga undanfarinna daga skilað sér í einhverju? Ætla ég að henda skónum frá helvíti?
Nei. Mér finnst þeir svo fallegir.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
And I still feel
Cold, cold water surrounds me now
And all I've got is your hand
Lord, can you hear me now?
Or am I lost?
(Damien Rice)
And all I've got is your hand
Lord, can you hear me now?
Or am I lost?
(Damien Rice)
This is how I feel now
'His soul swooned slowly as he heard the snow falling faintly through the universe and faintly falling, like the descent of their last end, upon all the living and the dead.'
(James Joyce)
(James Joyce)
föstudagur, nóvember 18, 2005
Góðir Íslendingar
Klukkan 00:48 í gærkvöldi lauk ég við skorpulestur á 8 vikna námsefni í breskri menningarsögu. Það hafði ég aðhafst síðan á þriðjudagsmorgun og er ástæðan fyrir fjarveru minni frá þessu bloggi, msn og einfaldlega þjóðfélaginu eins og það leggur sig.
Nú bíður mín 464 bls. af viktorískri skáldsögu auk efnis frá kennara, sem klára þarf fyrir 8:15 á mánudagsmorguninn og það vill svo skemmtilega til að ég á að vinna um helgina.
Þetta er nú auma lífið og desember lofar ekki góðu. Það ku vera próf í Háskóla Íslands á þeim tíma og ég lýk ekki mínum fyrr en 19. desember. Það verði kátt í höllinni hér á Bergstaðastræti á aðventunni. Það sem angrar mig hvað mest er að prófið sem ég kvíði svo mikið fyrir að hárið dettur af mér við tilhugsunina, er einmitt síðasta prófið og mun eiga sér stað á mánudegi. Helgina fyrir þennan mánudag, síðustu helgi fyrir jól á ég einmitt vaktir í bókabúðinni... Nú er ég byrjuð að skjálfa...
Eins og þú hefur kannski ályktað, lesandi góður, þá er ég núna þreytt, stressuð og eiginlega bara hrædd. Ég er svo trekkt á taugum að ég varð andstutt þegar hljóðfræðibókin mín datt úr hillunni rétt áðan.
Og ef einhverjum skyldi mislíka að yðar einlæg sé að eyða hér heilli færslu í að væla yfir álagi og aumu lífi, þá bendi ég góðfúslega á að sem háskólanema ber mér skylda til að lifa komandi vikur á barmi taugaáfalls. Jafnframt spyr ég þann hinn sama hvort hann hafi einhvern tíma stundað háskólanám (þ.e. af einhverjum raunverulegum metnaði) og ef hann svarar neitandi, þá getur hann hoppað upp í rassgatið á sér. Sé svarið hins vegar jákvætt þá bið ég hann um að endurskoða afstöðu sína þangað til hann getur viðurkennt að ég hafi á réttu að standa.
Góðar stundir.
Nú bíður mín 464 bls. af viktorískri skáldsögu auk efnis frá kennara, sem klára þarf fyrir 8:15 á mánudagsmorguninn og það vill svo skemmtilega til að ég á að vinna um helgina.
Þetta er nú auma lífið og desember lofar ekki góðu. Það ku vera próf í Háskóla Íslands á þeim tíma og ég lýk ekki mínum fyrr en 19. desember. Það verði kátt í höllinni hér á Bergstaðastræti á aðventunni. Það sem angrar mig hvað mest er að prófið sem ég kvíði svo mikið fyrir að hárið dettur af mér við tilhugsunina, er einmitt síðasta prófið og mun eiga sér stað á mánudegi. Helgina fyrir þennan mánudag, síðustu helgi fyrir jól á ég einmitt vaktir í bókabúðinni... Nú er ég byrjuð að skjálfa...
Eins og þú hefur kannski ályktað, lesandi góður, þá er ég núna þreytt, stressuð og eiginlega bara hrædd. Ég er svo trekkt á taugum að ég varð andstutt þegar hljóðfræðibókin mín datt úr hillunni rétt áðan.
Og ef einhverjum skyldi mislíka að yðar einlæg sé að eyða hér heilli færslu í að væla yfir álagi og aumu lífi, þá bendi ég góðfúslega á að sem háskólanema ber mér skylda til að lifa komandi vikur á barmi taugaáfalls. Jafnframt spyr ég þann hinn sama hvort hann hafi einhvern tíma stundað háskólanám (þ.e. af einhverjum raunverulegum metnaði) og ef hann svarar neitandi, þá getur hann hoppað upp í rassgatið á sér. Sé svarið hins vegar jákvætt þá bið ég hann um að endurskoða afstöðu sína þangað til hann getur viðurkennt að ég hafi á réttu að standa.
Góðar stundir.
mánudagur, nóvember 14, 2005
Ég hringdi í Valdísi áðan og óskaði henni til hamingju með afmælið
Það var gott og blessað og bara nokkuð fallega gert. Nema hvað að hún á afmæli 23. nóvember.
Hm.
Ég týndi líka tómati í eldhúsinu þegar ég var að taka til kvöldmat. Þetta var stór og rauður tómatur, alveg afgerandi þroskaður og grípandi fyrir augað í gráleita og drapplita umhverfi eldavélarinnar, en hann hvarf algjörlega. Það tók mig dágóða stund að leita, örvænta, gefast loks upp og sækja annan (minni og ekki jafn freistandi) tómat inn í ísskáp. Ég brytjaði staðgengilinn og skrúfaði frá krananum til að skola af hnífnum. Þá sá ég satans flóttatómatinn hjúfra sig á milli óhreinna diska og hnífapara ofan í vaskinum í tilraun sinni til að sleppa við niðurskurð. Að sjálfsögðu varð honum ekki að ósk sinni en það er mér hulinn ráðgáta hvernig hann komst á felustaðinn. En óforskammað grænmeti! Nú eru tómatar ekki einu sinni alvöru grænmeti heldur ber. Já, svona rétt eins og kíví er ekki ekta ávöxtur heldur kynblendingur ávaxtar og bers. Sem leiðir mig aftur að tómatinum, ég hefði auðvitað átt að berja hann svo þetta gerpi gæti hugsanlega lært að skilja stöðu sína í alheiminum.
Mér fer alltaf fram í sagnagerðinni, sé ég. Þessi saga er jafnvel enn meira grípandi en föstudagsfrásögn mín af innkaupaferð í Bónus.
Annars fór ég í innkaupaferð í dag. Ég skrapp í Pennann og keypti mér penna. 5 stk.
Oj bara! Þetta er nú með því leiðinlegra sem ég hef birt á þessu bloggi. Ég er núna að gretta migógeðslega og kúgast úr óánægju en það sjáið þið ekki. Já, og fyrst við erum á þessum nótunum þá er ég núna íklædd doppóttri brók, bláum hlýrabol með blúndu, köflóttum náttbuxum og dökkbleikri nátttreyju. Ég er ekki með lakkaðar táneglur, en hins vegar þá prýða fætur mína bleikir loðinniskór.
Ég ætla að ljúka þessari annars fjörlegu færslu með því að lýsa yfir áhyggjum mínum af því að verðbólgan sé komin á það stig að launfólk megi segja upp samningum sínum. Ég spái því að neysluvísitalan haldi ekki áfram að lækka en byggi þær spár ekki á neinu nema því að ég vil helst ekki vera sammála Halldóri Ásgrímssyni.
Hm.
Ég týndi líka tómati í eldhúsinu þegar ég var að taka til kvöldmat. Þetta var stór og rauður tómatur, alveg afgerandi þroskaður og grípandi fyrir augað í gráleita og drapplita umhverfi eldavélarinnar, en hann hvarf algjörlega. Það tók mig dágóða stund að leita, örvænta, gefast loks upp og sækja annan (minni og ekki jafn freistandi) tómat inn í ísskáp. Ég brytjaði staðgengilinn og skrúfaði frá krananum til að skola af hnífnum. Þá sá ég satans flóttatómatinn hjúfra sig á milli óhreinna diska og hnífapara ofan í vaskinum í tilraun sinni til að sleppa við niðurskurð. Að sjálfsögðu varð honum ekki að ósk sinni en það er mér hulinn ráðgáta hvernig hann komst á felustaðinn. En óforskammað grænmeti! Nú eru tómatar ekki einu sinni alvöru grænmeti heldur ber. Já, svona rétt eins og kíví er ekki ekta ávöxtur heldur kynblendingur ávaxtar og bers. Sem leiðir mig aftur að tómatinum, ég hefði auðvitað átt að berja hann svo þetta gerpi gæti hugsanlega lært að skilja stöðu sína í alheiminum.
Mér fer alltaf fram í sagnagerðinni, sé ég. Þessi saga er jafnvel enn meira grípandi en föstudagsfrásögn mín af innkaupaferð í Bónus.
Annars fór ég í innkaupaferð í dag. Ég skrapp í Pennann og keypti mér penna. 5 stk.
Oj bara! Þetta er nú með því leiðinlegra sem ég hef birt á þessu bloggi. Ég er núna að gretta migógeðslega og kúgast úr óánægju en það sjáið þið ekki. Já, og fyrst við erum á þessum nótunum þá er ég núna íklædd doppóttri brók, bláum hlýrabol með blúndu, köflóttum náttbuxum og dökkbleikri nátttreyju. Ég er ekki með lakkaðar táneglur, en hins vegar þá prýða fætur mína bleikir loðinniskór.
Ég ætla að ljúka þessari annars fjörlegu færslu með því að lýsa yfir áhyggjum mínum af því að verðbólgan sé komin á það stig að launfólk megi segja upp samningum sínum. Ég spái því að neysluvísitalan haldi ekki áfram að lækka en byggi þær spár ekki á neinu nema því að ég vil helst ekki vera sammála Halldóri Ásgrímssyni.
laugardagur, nóvember 12, 2005
Halló halló
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt -
Nú veit hver maður að María guðsmóðir var hrein mey meðan hún var þunguð af Jesú Kristi. En samkvæmt kaþólskum sið þá hélt hún víst áfram að vera óspjölluð eftir að frelsarinn fæddist. Það er, meyjarhaft Maríu litlu var heilt þrátt fyrir að hann Jesú hefði komið út í gegnum fæðingarveg hennar: 'Fyrir sérlega náð Drottins var henni hlíft við kynlífi, og jafnframt hélt hún hreinleika og ósnertri heild líkama síns í gegnum ferli fæðingarinnar' (lauslega þýtt).
Klárlega gat heilagur andi smogið inn um nefgöng stúlkunnar eða eyru, en hvernig Jesús komst út úr henni án þess að valda meiri eða minni háttar spjöllum er alveg ofvaxið mínum skilningi.
Pant vera líka svona virgo intacta post partum!
Nú veit hver maður að María guðsmóðir var hrein mey meðan hún var þunguð af Jesú Kristi. En samkvæmt kaþólskum sið þá hélt hún víst áfram að vera óspjölluð eftir að frelsarinn fæddist. Það er, meyjarhaft Maríu litlu var heilt þrátt fyrir að hann Jesú hefði komið út í gegnum fæðingarveg hennar: 'Fyrir sérlega náð Drottins var henni hlíft við kynlífi, og jafnframt hélt hún hreinleika og ósnertri heild líkama síns í gegnum ferli fæðingarinnar' (lauslega þýtt).
Klárlega gat heilagur andi smogið inn um nefgöng stúlkunnar eða eyru, en hvernig Jesús komst út úr henni án þess að valda meiri eða minni háttar spjöllum er alveg ofvaxið mínum skilningi.
Pant vera líka svona virgo intacta post partum!
föstudagur, nóvember 11, 2005
Góð saga
Hún vaknaði í morgun og fékk sér hafragraut. Grauturinn var með rúsínum en kaffið með mjólk. Samt var líka mjólk út á grautinn. Eftir að hafa lokið við ritunarverkefni skrifaði hún innkaupalista: tómatar, hrökkbrauð, ostur, fiskur og döðlur. Á götum borgarinnar var lúmsk hálka og á leiðinni í Bónus ók hún fram á minnst fjórtan aldraðar konur sem höfðu dottið og lærbrotnað. Það var líka bókabúð sem seldi pappír og penna en hún gleymdi að póstleggja skuldabréfið. Seinni hluti dags leið við málvísindanám en símtal frá mömmu lyfti grámanum af föstudagstilverunni. Einróma sátt náðist í umræðum um menntamál. Pabbi hringdi líka og þar af leiðandi fór fullur kaffibolli til spillis. Engu að síður var hún glöð. Hraðaæfing í ræktinni átti góða samleið með Staupasteini þar sem Ted Danson og Kirsty Allie voru á kynferðislegu nótunum, daman meira segja berrössuð. Það sást auðvitað ekki enda meira en 10 ára gamall bandarískur sjónvarpsþáttur. Það slaknaði aðeins of vel á henni eftir yogað og ólýsanlega erfitt reyndist að skokka heim aftur í kulda og myrkri. Hún hafði það þó af og fékk sér fisk en ekki fiskinn úr Bónus því hann var enn frosinn. Auðvitað fór hún samt fyrst í sturtu. Þegar hún var búin að lesa hljófræði byrjaði hún svo að blogga og hugsaði: mikið var þetta ómerkilegur dagur, best að ljúga aðeins og athuga hvort menn sjá í gegnum mig.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Blönk blönk
blankari en allt. Sem er gasalega lítið gaman svona áður en mánuðurinn er hálfnaður. Illu heilli þarf ég meira að segja að eyða hluta af mínum mjög svo takmörkuðu fjármunum í bull á borð við prentarapappír og yfirstrikunarpenna - 2 liti. Það vill mér til happs að ég hef svo andstyggilega mikið að læra fram að jólaprófunum að ég má ekkert vera að því að lifa. Þetta hlýtur að teljast jákvætt þar sem ég á engan pening til að lifa á. Hef þegar gert áform um að jólagjafir 2005 verði keyptar út á visa.
Spurning dagsins: ef 1 kg af haframjöli kostar 89kr í Bónus, og í eina grautarskál fer hálfur bolli af haframjöli, hvað fæ ég þá margar máltíðir úr pakkanum? Ef ég borða 3 máltíðir á dag 7 daga vikunnar í 7 vikur gera það 147 máltíðir sem dekka þarf... Það verður sko grautarhaus í lagi sem snýr heim um jólin.
Annars er helst í fréttum að ég ætla til Bretlands næsta haust og læra þar í heilt ár við einhvern snobbháskóla. Eða nei, í fréttum er það helst að það er fólk á litla Íslandi sem öllum er sama um. Það er fólk sem deyr og enginn tekur eftir því. Þó svo einhverjir vesalings ættingjar mótmæli kannski og segi: 'okkur er alls ekki sama', þá tala staðreyndirnar sínu máli. Lífið ykkar og okkar allra hélt bara áfram sinn vanagang án þess að nokkur yrði var við neitt óvenjulegt. Ekkert breyttist, það hafði ekki áhrif á neinn þó svo að gömul kona kæmi ekki út úr íbúðinni sinni í 3 vikur og það væri þögnin sem ríkti. Þetta skipti ykkur engu, hvernig getið þið þá sagt að ykkur standi ekki á sama?
Spurning dagsins: ef 1 kg af haframjöli kostar 89kr í Bónus, og í eina grautarskál fer hálfur bolli af haframjöli, hvað fæ ég þá margar máltíðir úr pakkanum? Ef ég borða 3 máltíðir á dag 7 daga vikunnar í 7 vikur gera það 147 máltíðir sem dekka þarf... Það verður sko grautarhaus í lagi sem snýr heim um jólin.
Annars er helst í fréttum að ég ætla til Bretlands næsta haust og læra þar í heilt ár við einhvern snobbháskóla. Eða nei, í fréttum er það helst að það er fólk á litla Íslandi sem öllum er sama um. Það er fólk sem deyr og enginn tekur eftir því. Þó svo einhverjir vesalings ættingjar mótmæli kannski og segi: 'okkur er alls ekki sama', þá tala staðreyndirnar sínu máli. Lífið ykkar og okkar allra hélt bara áfram sinn vanagang án þess að nokkur yrði var við neitt óvenjulegt. Ekkert breyttist, það hafði ekki áhrif á neinn þó svo að gömul kona kæmi ekki út úr íbúðinni sinni í 3 vikur og það væri þögnin sem ríkti. Þetta skipti ykkur engu, hvernig getið þið þá sagt að ykkur standi ekki á sama?
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Mig langar í sjónvarp
svo ég geti legið uppi í rúmi og horft á alla þessa viðurstyggilegu raunveruleikaþætti.
Ég myndi kúra dæsandi undir teppi með gráðostapizzu, nachos, kók, M&Ms og fleira kólestrolmyndandi kransæðastíflandi gúmmelaði, hafa skoðun á öllu og vita ávallt betur en dómararnir.
Ég myndi hugsa með mér að heimurinn í dag væri sko vinveittur Jóni og Gunnu, sem nú geta látið opinberar fígúrur þrífa ókeypis heima hjá sér og stundað aumkunarvert tilhugalíf sitt í samfélagi við aðra graða athyglissjúklinga í sjónvarpi alþjóðar.
Ég myndi fullvissa sjálfa mig um að ég hefði færi á því sama, næst þegar ég kæmi mér á lappir og út úr rykmettaðri mygluholunni minni.
Ég myndi líka lofa sjálfri mér því að drattast fram úr um næstu mánaðarmót og stíma þá beint í ræktina, þar sem ég myndi ummyndast í unaðsfrítt ofurmódel, og Eskimóbeyglan myndi uppgötva mig og gera mig að Ungfrú Vonlaus.is' Next Anorexic Model. Þá væru mér nú allir vegir færir, þar sem ég væri mjó, sæt og trendí og gæti örugglega slegið í gegn í Idol 5000 og jafnvel líka í Heldurðu Að Þú Getir Eitthvað Dansað?
Ég myndi nýta mér frægðina til að heilla Íslenska Piparstaukinn upp úr skónum og við myndum innrétta draumahúsið okkar með aðstoð Karl Lagerfield. Svo myndum við giftast og skilja og ég stæði uppi geðveikislega rík.
Ég myndi svo skreppa í Aflifarann Írak og prófa að taka smá þátt í blóðugri borgarastyrjöld.
Ég myndi loks nýta mér reynsluna til að koma á framfæri mínum eigin þætti, Nemöndinni. Þar myndi ég kenna stelpum að lifa innantómu froðusnakkslífi, always on hold, að bíða alltaf eftir að samfélaginu þyki þær nógu góðartil að hafa rétt á að taka þátt í tilverunni.
Ég myndi kúra dæsandi undir teppi með gráðostapizzu, nachos, kók, M&Ms og fleira kólestrolmyndandi kransæðastíflandi gúmmelaði, hafa skoðun á öllu og vita ávallt betur en dómararnir.
Ég myndi hugsa með mér að heimurinn í dag væri sko vinveittur Jóni og Gunnu, sem nú geta látið opinberar fígúrur þrífa ókeypis heima hjá sér og stundað aumkunarvert tilhugalíf sitt í samfélagi við aðra graða athyglissjúklinga í sjónvarpi alþjóðar.
Ég myndi fullvissa sjálfa mig um að ég hefði færi á því sama, næst þegar ég kæmi mér á lappir og út úr rykmettaðri mygluholunni minni.
Ég myndi líka lofa sjálfri mér því að drattast fram úr um næstu mánaðarmót og stíma þá beint í ræktina, þar sem ég myndi ummyndast í unaðsfrítt ofurmódel, og Eskimóbeyglan myndi uppgötva mig og gera mig að Ungfrú Vonlaus.is' Next Anorexic Model. Þá væru mér nú allir vegir færir, þar sem ég væri mjó, sæt og trendí og gæti örugglega slegið í gegn í Idol 5000 og jafnvel líka í Heldurðu Að Þú Getir Eitthvað Dansað?
Ég myndi nýta mér frægðina til að heilla Íslenska Piparstaukinn upp úr skónum og við myndum innrétta draumahúsið okkar með aðstoð Karl Lagerfield. Svo myndum við giftast og skilja og ég stæði uppi geðveikislega rík.
Ég myndi svo skreppa í Aflifarann Írak og prófa að taka smá þátt í blóðugri borgarastyrjöld.
Ég myndi loks nýta mér reynsluna til að koma á framfæri mínum eigin þætti, Nemöndinni. Þar myndi ég kenna stelpum að lifa innantómu froðusnakkslífi, always on hold, að bíða alltaf eftir að samfélaginu þyki þær nógu góðar
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
I do not love thee, mr. Billy
Let me count the ways:
-you're a conformist
-you're a moral hypocrite
-you support fathers in keeping handguns under their pillows
-you go to war with children
-you're a bit too short of brains for world's most powerful man
AND now you've all of a sudden turned to running-bashing, which is, well, wrong. Especially coming from the guy who invited a columnist from Runner's World Magazine for a visit and a short run in the White House, all the while babbling on about running keeping you physically and mentally fit enough to take on any national crisis. Then, oh, you develope a knee-ache and look, running has become bad for one's health (especially if he's a president). I thought you should know that any serious runner is injured more than once and more than twice. It's a part of the game, growing from our mistakes or bad luck to become better at what we do. That's what living is all about - learning and improving. You've got to pick yourself up and try harder. Limping away whining just doesn't cut it in the long run.
-you're a conformist
-you're a moral hypocrite
-you support fathers in keeping handguns under their pillows
-you go to war with children
-you're a bit too short of brains for world's most powerful man
AND now you've all of a sudden turned to running-bashing, which is, well, wrong. Especially coming from the guy who invited a columnist from Runner's World Magazine for a visit and a short run in the White House, all the while babbling on about running keeping you physically and mentally fit enough to take on any national crisis. Then, oh, you develope a knee-ache and look, running has become bad for one's health (especially if he's a president). I thought you should know that any serious runner is injured more than once and more than twice. It's a part of the game, growing from our mistakes or bad luck to become better at what we do. That's what living is all about - learning and improving. You've got to pick yourself up and try harder. Limping away whining just doesn't cut it in the long run.
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
Einu sinni var
stelpa sem gleymdi alltaf að taka úr þvottavélinni. Þess vegna þurfti hún að þvo allan þvott tvisvar því það var ævinlega komin svo vond lykt af blautu þvottahrúgunni þegar stelpan loksins drattaðist til að fara að hengja upp.
Þessi stelpa brenndi sig alltaf á heita vatninu þegar hún vaskaði upp en tímdi ekki að kaupa sér uppþvottahanska.
Stelpan drakk of mikið kaffi, það er óhrekjandi. Hitt er annað mál að koffín veldur ekki appelsínuhúð. Appelsínuhúð verður til þegar ósköp venjulegar fitufrumur fara allt í einu að hrannast saman saman í litla köggla undir yfirborði húðarinnar, kannski af því þær eru einmana. 90% kvenna fær appelsínuhúð, líka baunaspírur eins og Kate Moss, Cameron Diaz og Gweneth Patrol. Það vita allir að Gweneth Patrol drekkur ekki kaffi.
Stelpuna langaði mjög til að löðrunga Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra.
Já, sumsé, þessi ágæta stelpa var ekki búin að vinna eitt einasta hljóðfræðiverkefni utan þeirra sem þurfti að skila inn.
Þessi stelpa hefði örugglega tekið þátt í Keflavíkurgöngu ef hún bara hefði verið til á þeim tíma.
Stelpan steig á kött í gær. Það er allt of mikið af kisulórum í þessu hverfi.
Stelpunni fannst best að borða hafragrautinn sinn með kanil, negul, eplum og rúsínum. Þá kemur svona heimilisleg lykt, pínulítið eins og jólunum.
Þessari stelpu fannst löng nef kynæsandi.
Stelpunni fannst uppþurkaðir vaxtaræktarkroppar ógeðslegir.
Stelpan ætlaði að verða keisari og ráða. Ef það gengi ekki, þá fengi hún bara Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Stelpan hataði svínakjöt - halló, það er 7 ár að fara í gegnum meltingarveginn!
Stelpan sú kunni ekki símanúmerið heima hjá sér en það er allt í lagi.
Stelpan varð alltaf hrifin af lofuðum mönnum. Er hún kannski commitmentphobic?
Stelpan ætlaði til Afríku og Indlands og vildi ætleiða litlar stelpur frá Kína, já 2 eða jafnvel 3.
Þessi litla stelpa trúði á jólasveinana og huldufólk og guð sem á ekkert nafn og líka Jesú því hann hafði heimsins fallegasta hjarta - hún trúði á hjartað.
Þessi stelpa brenndi sig alltaf á heita vatninu þegar hún vaskaði upp en tímdi ekki að kaupa sér uppþvottahanska.
Stelpan drakk of mikið kaffi, það er óhrekjandi. Hitt er annað mál að koffín veldur ekki appelsínuhúð. Appelsínuhúð verður til þegar ósköp venjulegar fitufrumur fara allt í einu að hrannast saman saman í litla köggla undir yfirborði húðarinnar, kannski af því þær eru einmana. 90% kvenna fær appelsínuhúð, líka baunaspírur eins og Kate Moss, Cameron Diaz og Gweneth Patrol. Það vita allir að Gweneth Patrol drekkur ekki kaffi.
Stelpuna langaði mjög til að löðrunga Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra.
Já, sumsé, þessi ágæta stelpa var ekki búin að vinna eitt einasta hljóðfræðiverkefni utan þeirra sem þurfti að skila inn.
Þessi stelpa hefði örugglega tekið þátt í Keflavíkurgöngu ef hún bara hefði verið til á þeim tíma.
Stelpan steig á kött í gær. Það er allt of mikið af kisulórum í þessu hverfi.
Stelpunni fannst best að borða hafragrautinn sinn með kanil, negul, eplum og rúsínum. Þá kemur svona heimilisleg lykt, pínulítið eins og jólunum.
Þessari stelpu fannst löng nef kynæsandi.
Stelpunni fannst uppþurkaðir vaxtaræktarkroppar ógeðslegir.
Stelpan ætlaði að verða keisari og ráða. Ef það gengi ekki, þá fengi hún bara Nóbelsverðlaunin í bókmenntum.
Stelpan hataði svínakjöt - halló, það er 7 ár að fara í gegnum meltingarveginn!
Stelpan sú kunni ekki símanúmerið heima hjá sér en það er allt í lagi.
Stelpan varð alltaf hrifin af lofuðum mönnum. Er hún kannski commitmentphobic?
Stelpan ætlaði til Afríku og Indlands og vildi ætleiða litlar stelpur frá Kína, já 2 eða jafnvel 3.
Þessi litla stelpa trúði á jólasveinana og huldufólk og guð sem á ekkert nafn og líka Jesú því hann hafði heimsins fallegasta hjarta - hún trúði á hjartað.
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Rope Yoga
er dauðinn. Ef ég verð ekki kominn með sixpack fyrir jól þá mun það aldrei gerast. Og ef ég verð ekki orðinn að samankrepptri strengjabrúðu fyrir helgi þá er ég
Ofurkvendið!
Er það fugl?
Er það flugvél?
Nei, það er Ofurkvendið
og hún hangir bara í þessum asnalegu spottum á ropeyogabekknum, sjáiði það ekki? Hún getur ekki staðið upprétt því hún er að drepast í kviðvöðvunum.
Ofurkvendið!
Er það fugl?
Er það flugvél?
Nei, það er Ofurkvendið
og hún hangir bara í þessum asnalegu spottum á ropeyogabekknum, sjáiði það ekki? Hún getur ekki staðið upprétt því hún er að drepast í kviðvöðvunum.