mánudagur, október 31, 2005
Dónalegt
Oj bara.
Einhver sóðaleg kínversk klámsíða vogaði sér að auglýsa sína dónastarfsemi með því að kommenta á bloggið mitt. Þessari leiðindaathugasemd hefur hér með verið eytt að eilífu, en hvað veit ég um það hversu margar sálir eru í molum eftir að hafa rekið auguní þennan sora? Svei attan. Ég biðst heilshugar forláts á að hafa ekki gripið fyrr í taumana, en ég mátti bara ekkert vera að því að þvælast á netinu um helgina, þar sem ég þurfti að vinna og læra mér til óbóta.
Já, og í vinnunni fékk ég að heyra það að ég væri illa að mér og barasta með lágt greindarstig. Það tilkynnti mér settlegur frakkaklæddur herramaður, sem varð talsvert bitur þegar ég þekkti ekki titilinn á einhverri bók á dönsku um umhverfistengda þróun á Norðurlöndum sem einhver samnorræn nefnd gaf út í fyrra. Nú spyr ég; veit nokkur hversu mörg þúsund titlar eru til sölu í bókaverslunum Pennans-Eymundsson-Máls og menningar? Hins vegar hrósuðu indælis hjón mér fyrir að pakka svo fallega inn í gjafapappír. Þar sem ég þyki greinilega óttalegur heimskuhaus, þá ætti ég líklega að nýta mér þessa vel metnu hæfileika mína og gera innpökkun að ævistarfi mínu. Það væri þá við hæfi.
Mér flýgur í hug hvort þessi kínverska internetmella hafi kannski fengið grillur í kollinn við að lesa ljótuorðabloggið mitt. Þá ber ég við stundarbrjálæði, og lýsi því yfir að ég legg ekki í vana minn að klæmast á opinberum vettvangi. Og til að staðfesta það koma hér nokkur falleg orð:
frostrósir, jól, súkkulaði, ástarsorg, móðurlíf, fortíðarþrá, kaffi, víðikettlingar, elskendur, nótt, ljúfsár, hrafn, agnarögn, ljóð, dreymandi, óminni, skáld, ljósmóðir, ljúflingur, unna, mistur, vinur, alsæla, daggardropi, sálarangist, norðurljós, þoka, verfákur, tár, víf
Nú mun ég brjóta saman þvott.
Einhver sóðaleg kínversk klámsíða vogaði sér að auglýsa sína dónastarfsemi með því að kommenta á bloggið mitt. Þessari leiðindaathugasemd hefur hér með verið eytt að eilífu, en hvað veit ég um það hversu margar sálir eru í molum eftir að hafa rekið auguní þennan sora? Svei attan. Ég biðst heilshugar forláts á að hafa ekki gripið fyrr í taumana, en ég mátti bara ekkert vera að því að þvælast á netinu um helgina, þar sem ég þurfti að vinna og læra mér til óbóta.
Já, og í vinnunni fékk ég að heyra það að ég væri illa að mér og barasta með lágt greindarstig. Það tilkynnti mér settlegur frakkaklæddur herramaður, sem varð talsvert bitur þegar ég þekkti ekki titilinn á einhverri bók á dönsku um umhverfistengda þróun á Norðurlöndum sem einhver samnorræn nefnd gaf út í fyrra. Nú spyr ég; veit nokkur hversu mörg þúsund titlar eru til sölu í bókaverslunum Pennans-Eymundsson-Máls og menningar? Hins vegar hrósuðu indælis hjón mér fyrir að pakka svo fallega inn í gjafapappír. Þar sem ég þyki greinilega óttalegur heimskuhaus, þá ætti ég líklega að nýta mér þessa vel metnu hæfileika mína og gera innpökkun að ævistarfi mínu. Það væri þá við hæfi.
Mér flýgur í hug hvort þessi kínverska internetmella hafi kannski fengið grillur í kollinn við að lesa ljótuorðabloggið mitt. Þá ber ég við stundarbrjálæði, og lýsi því yfir að ég legg ekki í vana minn að klæmast á opinberum vettvangi. Og til að staðfesta það koma hér nokkur falleg orð:
frostrósir, jól, súkkulaði, ástarsorg, móðurlíf, fortíðarþrá, kaffi, víðikettlingar, elskendur, nótt, ljúfsár, hrafn, agnarögn, ljóð, dreymandi, óminni, skáld, ljósmóðir, ljúflingur, unna, mistur, vinur, alsæla, daggardropi, sálarangist, norðurljós, þoka, verfákur, tár, víf
Nú mun ég brjóta saman þvott.
föstudagur, október 28, 2005
Vetur í lífi mínu
Það snjóar
og snjóar enn
meira og meira,
fokið fýkur
og göturnar eru stíflaðar
eins og salerni samfélagsins.
Blikkið skreiðist löturhægt,
biturt fólkið
sardínur í dós
sem öfunda mig
af því að sitja inni
í peysu og prjónasokkum
með heitt te og fíkjukex.
Ég glotti,
hækka á ofninum
og hugsa
að gott sé að eiga ekki bíl.
Þessar línur tileinka ég Kristínu vinkonu minni, sannri valkyrju sem kaupir sé ís í snjóstormi.
Hún er tvítug í dag ætlar að lifa hamingjusöm til æviloka.
og snjóar enn
meira og meira,
fokið fýkur
og göturnar eru stíflaðar
eins og salerni samfélagsins.
Blikkið skreiðist löturhægt,
biturt fólkið
sardínur í dós
sem öfunda mig
af því að sitja inni
í peysu og prjónasokkum
með heitt te og fíkjukex.
Ég glotti,
hækka á ofninum
og hugsa
að gott sé að eiga ekki bíl.
Þessar línur tileinka ég Kristínu vinkonu minni, sannri valkyrju sem kaupir sé ís í snjóstormi.
Hún er tvítug í dag ætlar að lifa hamingjusöm til æviloka.
fimmtudagur, október 27, 2005
Varúð! Hér koma öll ljótustu orðin sem ég kann:
rass, djöfulsins djöfull, fökk, Atomic Kitten, andskotinn í heitasta helvíti, prumpurassgat, tussa, shitt, fökking, satans, George W. Bush, bora, kúkur, drulluhali, skítaklepri, drulluháleistur, kerlingartuðra, rassgatsríðingar, karlpungur, Saddam Hussein, kunta, kúkalabbi, stærðfræði, aumingjadjöfull, móðurserðir, skíthæll, náriðill, visa, helvítis andskoti
Þetta var bannað innan 16 ára. Það er líka útlitið á mér eins og er, en það endurspeglar hugarástandið. Ég hatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahata þennan kúrs, og Gvendur ljóti getur bara tekið andskotans ritgerðina mína og troðið henni lengst upp í eitthvað sem ég vil ekki vita að Baunagrasið hafi!
Góðar stundir.
Þetta var bannað innan 16 ára. Það er líka útlitið á mér eins og er, en það endurspeglar hugarástandið. Ég hatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahatahata þennan kúrs, og Gvendur ljóti getur bara tekið andskotans ritgerðina mína og troðið henni lengst upp í eitthvað sem ég vil ekki vita að Baunagrasið hafi!
Góðar stundir.
10 eitthvað sem gerir mig hamingjusama
Hugmynd frá Óskari, heimsmeistara í listagerð og sjálfsskoðun.
Eftirfarandi er ekki í neinni sérstakri röð:
1. amma Helga og afi Addi
2. ljóð
3. sojalatte (það er sko café latte með sojamjólk)
4. að ná ekki andanum eftir viðurstyggilega erfiða hlaupaæfingu
5. Lindu kaffisúkkulaði
6. að fá póst frá fólki sem ég elska
7. Monty Python
8. að stela cookie dough klessu frá Unni þegar við borðum saman Ben&Jerry’s
9. skoska
10. píanókonsert nr.1 eftir Tschaikowski
Eftirfarandi er ekki í neinni sérstakri röð:
1. amma Helga og afi Addi
2. ljóð
3. sojalatte (það er sko café latte með sojamjólk)
4. að ná ekki andanum eftir viðurstyggilega erfiða hlaupaæfingu
5. Lindu kaffisúkkulaði
6. að fá póst frá fólki sem ég elska
7. Monty Python
8. að stela cookie dough klessu frá Unni þegar við borðum saman Ben&Jerry’s
9. skoska
10. píanókonsert nr.1 eftir Tschaikowski
miðvikudagur, október 26, 2005
Áðan
var ég í krambúðinni og keypti mér þar Figrolls. Það er gott kex með fíkjufyllingu. Þetta framkvæmdi ég af því að ég fór út í erindagjörðum sem reyndust fýluferð, og þurfti huggunar við - það er nefnilega hræðilega kalt úti.
Áður en ég fór út borðuðum við sambýlingarnir fisk og horfðum á tilgerðarlega fréttamenn ræða snjóflóðin á Flateyri fyrir 10 árum - alltaf gaman þegar sjónvarpsfréttamenn þykjast vera skáld.
En áður en að því kom voru vikuinnkaupin framkvæmd í Bónus og Hagkaup. Ég ætla að skrifa Jóhannes í Bónus bréf og kvarta yfir því að þrisvar sinnum hefur ekki verið til nein kotasæla á miðvikudögum - hvar á hann heima?
Fram að þeim tíma gerði ég slappa tilraun til ritgerðaskrifa. 1000 orð innan tveggja sólarhringa - tossi?
Í upphafi var ræktin - sveitt.
Mikið var þetta leiðinlegt blogg. Ímyndið ykkur líf mitt!
Áður en ég fór út borðuðum við sambýlingarnir fisk og horfðum á tilgerðarlega fréttamenn ræða snjóflóðin á Flateyri fyrir 10 árum - alltaf gaman þegar sjónvarpsfréttamenn þykjast vera skáld.
En áður en að því kom voru vikuinnkaupin framkvæmd í Bónus og Hagkaup. Ég ætla að skrifa Jóhannes í Bónus bréf og kvarta yfir því að þrisvar sinnum hefur ekki verið til nein kotasæla á miðvikudögum - hvar á hann heima?
Fram að þeim tíma gerði ég slappa tilraun til ritgerðaskrifa. 1000 orð innan tveggja sólarhringa - tossi?
Í upphafi var ræktin - sveitt.
Mikið var þetta leiðinlegt blogg. Ímyndið ykkur líf mitt!
þriðjudagur, október 25, 2005
The most boring man on the face of this planet
doesn't know he is - which must render him the saddest one as well. Fortunately, there are only maybe one or two of you reading this post who know who I'm referring to. The rest of you lot, cross your fingers and praise your good fortune. I hate this guy! Enough on that subject.
Oh, dear it's Tuesday all aver again. Then, one might deduce yesterday was Monday, which is true, but not just your ordinary, bleak and boring Monday, but the 30th anniversiry of Women's Day Off (or whatever it translates at). Yours truly went downtown with some girls from the English Department, Sigga, Kristín and Linda, and there joined the other 49.997 chicks celebrating, and afterwards I feel inclinded to state: it felt good. Even better felt discovering that dear Pétur Knútsson phonology professor cancelled the day's lecture. A man's got to do what a man's got to do...
It felt most suitable studying Christina Rossetti for today's literature class. Urge everyone to read her poetry, it's very very beautiful. Our teacher called her the speaker of women who 'refuse to be idealised and idolised', which might explain why I feel so strongly for her lyrics. I'm absolutely positive that a someone who places another person up on podium cannot really know that other person. We're all humans, all fallible, and should be looked at such, and as a whole. Noone is perfect, noone has the true power to inspire another so as to make him more complete - every change in person must come from within. We may be influenced to great measures, helped or spoiled, but when it comes to it, the change must begin in yourself. Nobody can do it for you. And placing utter admiration upon the shoulders of another person is most unfair. It is wrong to ask someone to be you savior, because he really is unable to.
And then, I refuse to be objectified! You superficial ones of this world, whether you may be called manchauvinists, idealists, pre-raphaelites, goths, hopeless-romantics or miseroholics, why don't you try for once to just look past the 'lovely face' and into the true matter.
I wept for memory;
She sang for hope that is so fair:
My tears were swallowed by the sea;
Her songs died on the air.
(Christina Rossetti)
Oh, dear it's Tuesday all aver again. Then, one might deduce yesterday was Monday, which is true, but not just your ordinary, bleak and boring Monday, but the 30th anniversiry of Women's Day Off (or whatever it translates at). Yours truly went downtown with some girls from the English Department, Sigga, Kristín and Linda, and there joined the other 49.997 chicks celebrating, and afterwards I feel inclinded to state: it felt good. Even better felt discovering that dear Pétur Knútsson phonology professor cancelled the day's lecture. A man's got to do what a man's got to do...
It felt most suitable studying Christina Rossetti for today's literature class. Urge everyone to read her poetry, it's very very beautiful. Our teacher called her the speaker of women who 'refuse to be idealised and idolised', which might explain why I feel so strongly for her lyrics. I'm absolutely positive that a someone who places another person up on podium cannot really know that other person. We're all humans, all fallible, and should be looked at such, and as a whole. Noone is perfect, noone has the true power to inspire another so as to make him more complete - every change in person must come from within. We may be influenced to great measures, helped or spoiled, but when it comes to it, the change must begin in yourself. Nobody can do it for you. And placing utter admiration upon the shoulders of another person is most unfair. It is wrong to ask someone to be you savior, because he really is unable to.
And then, I refuse to be objectified! You superficial ones of this world, whether you may be called manchauvinists, idealists, pre-raphaelites, goths, hopeless-romantics or miseroholics, why don't you try for once to just look past the 'lovely face' and into the true matter.
I wept for memory;
She sang for hope that is so fair:
My tears were swallowed by the sea;
Her songs died on the air.
(Christina Rossetti)
mánudagur, október 24, 2005
Núna
er ég þreyttari en allt.
Eftir einn góðan veðurdag er heimurinn hruninn.
Og ég er vonsviknari en þið getið ímyndað ykkur.
Á morgun byrjar þetta upp á nýtt.
Kötturinn er ennþá dáinn og nú er sálin í mér hjá honum og guði.
Lífið er bara vofa þess sem einu sinni var
og fylgja þess sem aldrei kom
og það er bara sárt sárt sárt
og mér er illt illt illt
og ég er hrædd.
Ég er farþegi í augnablikinu
og bráðum er ekki pláss lengur.
Eftir einn góðan veðurdag er heimurinn hruninn.
Og ég er vonsviknari en þið getið ímyndað ykkur.
Á morgun byrjar þetta upp á nýtt.
Kötturinn er ennþá dáinn og nú er sálin í mér hjá honum og guði.
Lífið er bara vofa þess sem einu sinni var
og fylgja þess sem aldrei kom
og það er bara sárt sárt sárt
og mér er illt illt illt
og ég er hrædd.
Ég er farþegi í augnablikinu
og bráðum er ekki pláss lengur.
sunnudagur, október 23, 2005
Rakavík er góð
Snúin aftur.
Föstudagurinn var sumsé æstur hjá mér og ekki tími fyrir opinbert þvaður. Það var mikið lærarlæra en alls ekki nóg, og svo brá ég mér niður í Bókval að heilsa upp á öðlingana. Að sjálfsögðu keypti ég mér bækur á útsölunni. Þær heita 'Everything - Yoga' og 'Galloway's Book on Running' og var þessi unaður á 75% afslætti sem réttlætir nú flest nema föðurmorð. Svo brá ég mér í kvöldverð til Unnar sem var engu minni unaður, og bragðaði undursamlegt te. Finn mig knúna til að mæla eindregið með Magic Moon laufunum frá Te & kaffi, og jafnframt því að öll mannannabörn eigi reglulega einn turbo-bounding session með besta vini sínum.
Svo uppnumin var ég eftir drykkjulætin í okkur Unni, að um leið og ég var komin suður í gærmorgun þá stímaði mín í Te & kaffi verslunina á Laugaveginum og keypti sér þessi himnesku telauf og síu. Laugardagurinn í bókabúð M&M var bara nokkuð viðburðaríkur og yðar einlæg hugsaði: 'Hví er ég yfirhöfuð að skreppa norður?'
Hitti:
Ragnheiði Diljá sem vann með mér sumarlangt á Dvalarheimilinu Hlíð
Möggu og Þórnýju
SÓ (sögukennarann minn gamla)
Hlyn, kollega úr Bókval
Gunna Árna (sem aldrei hefur kennt mér en er ávallt einkar kumpánalegur)
ömmu Helgu og afa Adda
sem komu svo í heimsókn um kvöldið. Þá voru heimsmálunum gerð góð skil - hvenær er líðandi stund liðin? Þegar gömlu hjúin voru horfin á braut hellti ég upp á töfratunglte og svalg tvær stórar skálar af veigunum meðan 'Once Up On a Time in Mexico' spilaði. Það reyndist nokkuð blóðug ræma og ekki alveg í takt við stemminguna, en hvað um það.
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk svo ég fram á dauðan kött og fór að skæla.
Föstudagurinn var sumsé æstur hjá mér og ekki tími fyrir opinbert þvaður. Það var mikið lærarlæra en alls ekki nóg, og svo brá ég mér niður í Bókval að heilsa upp á öðlingana. Að sjálfsögðu keypti ég mér bækur á útsölunni. Þær heita 'Everything - Yoga' og 'Galloway's Book on Running' og var þessi unaður á 75% afslætti sem réttlætir nú flest nema föðurmorð. Svo brá ég mér í kvöldverð til Unnar sem var engu minni unaður, og bragðaði undursamlegt te. Finn mig knúna til að mæla eindregið með Magic Moon laufunum frá Te & kaffi, og jafnframt því að öll mannannabörn eigi reglulega einn turbo-bounding session með besta vini sínum.
Svo uppnumin var ég eftir drykkjulætin í okkur Unni, að um leið og ég var komin suður í gærmorgun þá stímaði mín í Te & kaffi verslunina á Laugaveginum og keypti sér þessi himnesku telauf og síu. Laugardagurinn í bókabúð M&M var bara nokkuð viðburðaríkur og yðar einlæg hugsaði: 'Hví er ég yfirhöfuð að skreppa norður?'
Hitti:
Ragnheiði Diljá sem vann með mér sumarlangt á Dvalarheimilinu Hlíð
Möggu og Þórnýju
SÓ (sögukennarann minn gamla)
Hlyn, kollega úr Bókval
Gunna Árna (sem aldrei hefur kennt mér en er ávallt einkar kumpánalegur)
ömmu Helgu og afa Adda
sem komu svo í heimsókn um kvöldið. Þá voru heimsmálunum gerð góð skil - hvenær er líðandi stund liðin? Þegar gömlu hjúin voru horfin á braut hellti ég upp á töfratunglte og svalg tvær stórar skálar af veigunum meðan 'Once Up On a Time in Mexico' spilaði. Það reyndist nokkuð blóðug ræma og ekki alveg í takt við stemminguna, en hvað um það.
Á leiðinni í vinnuna í morgun gekk svo ég fram á dauðan kött og fór að skæla.
fimmtudagur, október 20, 2005
Obbobbobb
Var að átta mig á því hví alnetið kallst þessu nafni – það geta allir lesið það sem stendur á netinu. Einhver anonymous kommentaði á síðuna mína og mér varð ekki lítið bilt við, fannst eins og ég sæi undir iljarnar á gluggagægi nokkrum. Eins og þruma úr heiðskýru lofti og ofan í kollinn á mér steyptist sú staðreynd að ókunnugt fólk getur lesið það sem ég blogga. Allt gott og blessað við það, enginn óvelkomin hér, sjálf les ég annarra blogg í gríð og erg, hvort sem ég þekki þá eða ekki. Hafði bara aldrei hugsað út í að á meðan því stæði væri kannski einhver í Singapúr og annar í Ástralíu og enn einn á Neskaupstað að lesa um mig býsnast yfir bólunni minni...
Vinsamlegast gerið EKKI sömu mistök og yðar einlæg, að slá inn homtail.com, þegar þið æskið einskis frekar en að lesa tölvupóstinn ykkar á hotmail.com. Ég skal bara segja ykkur hvað birtist, svo þið asnist ekki til að kíkja (myndi sjálf klárlega kíkja, ekki spurning), en það er hvorki meira né minna en gríðarstór nakinn kvenmannsrass - dillandi, takk fyrir.
En hvað sem öðru líður, þá mun ég sko ekki láta kúga mig til að gefast upp á enskuþriðjudögunum! Veriði bara fegin að ég er ekki eins og Bensi að læra arabísku og rússnesku. Þó svo að vinir mínir lesi ekki þriðjudagsbloggin, þá standa þau bara hinum milljónum enskumælandi jarðarbúa til boða.
Vinsamlegast gerið EKKI sömu mistök og yðar einlæg, að slá inn homtail.com, þegar þið æskið einskis frekar en að lesa tölvupóstinn ykkar á hotmail.com. Ég skal bara segja ykkur hvað birtist, svo þið asnist ekki til að kíkja (myndi sjálf klárlega kíkja, ekki spurning), en það er hvorki meira né minna en gríðarstór nakinn kvenmannsrass - dillandi, takk fyrir.
En hvað sem öðru líður, þá mun ég sko ekki láta kúga mig til að gefast upp á enskuþriðjudögunum! Veriði bara fegin að ég er ekki eins og Bensi að læra arabísku og rússnesku. Þó svo að vinir mínir lesi ekki þriðjudagsbloggin, þá standa þau bara hinum milljónum enskumælandi jarðarbúa til boða.
þriðjudagur, október 18, 2005
This has been
such a bad day, that I'm concidering resigning as a living human being.
I cannot blame it on the weather, although it's gloomy and raining and awfully depressing. Much rather "I blame it on the sun/The sun that didn't shine..."
Or on my own temper issues.
Really, I was so down, like half an hour ago, or so, that I couldn't breathe. Honestly! Mood swings from hell, I'm telling you.
However, British TV show "Cutting it" is so cutting it for me as the ultimate boredom medicine. My aunt Drífa bought us the 4th series in London and I've been systematically devouring the drama and the dialect for the past 2 evenings. There happens to be an absolutely gorgeous man starring as a former boy band singer called Liam (Carney, not Gallagher), and he alone is well worth a couple of hours. And then, there's the sissy, ego-centric gay guy, the slutty sister, the ugly mother with a heart of gold, the lovely mathematical-minded desk clerk and the cute aussie holiday fling of the main guy, who's the boyfriend of the main girl, who just discovered she's got ovarian cancer. It's grrrrrrrrrreat.
Think I might be trying to escape myself, which would explain why I'm never content, wherever I am staying. Right now, I really want to go back to Reykjavík, and most of all, I want to be alone. Told myself, though, that would mean being in the good company of a certain Helga something, but then of course, I never listen.
I cannot blame it on the weather, although it's gloomy and raining and awfully depressing. Much rather "I blame it on the sun/The sun that didn't shine..."
Or on my own temper issues.
Really, I was so down, like half an hour ago, or so, that I couldn't breathe. Honestly! Mood swings from hell, I'm telling you.
However, British TV show "Cutting it" is so cutting it for me as the ultimate boredom medicine. My aunt Drífa bought us the 4th series in London and I've been systematically devouring the drama and the dialect for the past 2 evenings. There happens to be an absolutely gorgeous man starring as a former boy band singer called Liam (Carney, not Gallagher), and he alone is well worth a couple of hours. And then, there's the sissy, ego-centric gay guy, the slutty sister, the ugly mother with a heart of gold, the lovely mathematical-minded desk clerk and the cute aussie holiday fling of the main guy, who's the boyfriend of the main girl, who just discovered she's got ovarian cancer. It's grrrrrrrrrreat.
Think I might be trying to escape myself, which would explain why I'm never content, wherever I am staying. Right now, I really want to go back to Reykjavík, and most of all, I want to be alone. Told myself, though, that would mean being in the good company of a certain Helga something, but then of course, I never listen.
mánudagur, október 17, 2005
Mæli eindregið með
'Vera Drake' með Imelda Staunton. Sterkasta mynd sem ég hef séð síðan Adrien Brody í hlutverki Wladyslaw Szpilman stal hjarta mínu. Takið sérstaklega eftir heimsins þvinguðustu senu þar sem yfirhönk myndarinnar, Reg, mælir: 'Those are the best Christmas I've ever had.' (Held ég hafi það orðrétt, annars bara bare with me, please.) Við Una orguðum úr hlátri. Og annað; enginn leikaranna nema aðalleikkonan Imelda vissi að leyndarmál Veru Drake er að hún framkvæmir ólöglegar fóstureyðingar (róleg, áhorfendur vita það frá uppghafi, no spoiler!) fyrr en persónur þeirra komast að því - myndin var tekin upp án handrits. Það var nánast mínus fjármagn til við gerð myndarinnar en engin leið að sjá það þegar horft er, svo fagmennlegt. Að sjálfsögðu fékk þessi snilld grilljón og þrjú verðlaun og tilnefnd til 56 í viðbót. En já, engar frekari málalengingar, horfið bara á þessa mynd - hún er svo góð!
Sjálf er ég ekkert sérstaklega góð og er ekki enn byrjuð á Progress Report fyrir félaga minn Guðmund vonda. En þar sem hann er ekki enn búin að gefa mér einkunn fyrir fyrstu ritgerðina telst þetta réttlætanlegt.
Annað mál, þá líður mér stórkostlega í fótunum, þar sem ég heimsótti fótaaðgerðarfræðing um daginn sem læknaði sprungna hælinn minn. Nú er ég voða samviskusöm og ber á mig fíneríis fótakrem kvölds og morgna. Spurning hvað það endist lengi... Hins vegar er ég með furðu asnalega bólu á bringunni sem er ekkert að gefa sig.
Í nótt dreymdi mig leynimyndina af Unu minni. Vaknaði í svitabaði, nei, djók, þetta var ekkert svo slæmt... Fæ bara stundum svona aðsvif, sortnar fyrir augum og sé bara Unu í *** á *** fyrir framan *** Híhí. Ó, Gúbbý.
Ætli Hannes Hólmsteinn sé á götunni? Það er auðvitað vel hægt að sofa á einum af bekkjunum í Hljómskálagarðinum...
Sjálf er ég ekkert sérstaklega góð og er ekki enn byrjuð á Progress Report fyrir félaga minn Guðmund vonda. En þar sem hann er ekki enn búin að gefa mér einkunn fyrir fyrstu ritgerðina telst þetta réttlætanlegt.
Annað mál, þá líður mér stórkostlega í fótunum, þar sem ég heimsótti fótaaðgerðarfræðing um daginn sem læknaði sprungna hælinn minn. Nú er ég voða samviskusöm og ber á mig fíneríis fótakrem kvölds og morgna. Spurning hvað það endist lengi... Hins vegar er ég með furðu asnalega bólu á bringunni sem er ekkert að gefa sig.
Í nótt dreymdi mig leynimyndina af Unu minni. Vaknaði í svitabaði, nei, djók, þetta var ekkert svo slæmt... Fæ bara stundum svona aðsvif, sortnar fyrir augum og sé bara Unu í *** á *** fyrir framan *** Híhí. Ó, Gúbbý.
Ætli Hannes Hólmsteinn sé á götunni? Það er auðvitað vel hægt að sofa á einum af bekkjunum í Hljómskálagarðinum...
sunnudagur, október 16, 2005
Allt að gera sig
Ræktin
Afi Addi og Amma Helga og unaðsleg glerskál frá Krít
Mikið bounding með mömmu og Hildi Söru
Rauðrunnate hjá Unni minni og Sigga
Ræktin og Anna Sigga og Tryggvi og pumpa og pumpa
Mikið mikið prenta út glósur
Miklar áhyggjur af hljóðfræðiferli mínum
Glerártorg og Nettó og "Of Mice And Men" á 99kr
Lindu kaffisúkkulaði
Msn að vanda, gott fólk fyrir sunnan
Rigning á Akureyri og ekki lengur snjór
Hagkaup og Aníka og Rakel Aaaaaaaaaaaa
Formlega staðfest: get lært bókmenntir
Erfitt að koma fyrir stefnumóti við Unu og spólu
Kvöldmatur hjá Afa Adda og Ömmu Helgu og öll fjölskyldan og voða notalegt
Nýtt/gamalt, alla vega notað, leðurveski úr ömmuskáp
Love Actually enn og aftur og að eilífu
Vanrækt órækt
Bókval og Valdís Anna og Freyja ljúfurnar lítið breyst
E-mail til þýskra vina í Berlín og Japan og Taívan
Ekki læra hljóðfræðina sína
Kristjáns tebolla
Bloggiblogg
Afi Addi og Amma Helga og unaðsleg glerskál frá Krít
Mikið bounding með mömmu og Hildi Söru
Rauðrunnate hjá Unni minni og Sigga
Ræktin og Anna Sigga og Tryggvi og pumpa og pumpa
Mikið mikið prenta út glósur
Miklar áhyggjur af hljóðfræðiferli mínum
Glerártorg og Nettó og "Of Mice And Men" á 99kr
Lindu kaffisúkkulaði
Msn að vanda, gott fólk fyrir sunnan
Rigning á Akureyri og ekki lengur snjór
Hagkaup og Aníka og Rakel Aaaaaaaaaaaa
Formlega staðfest: get lært bókmenntir
Erfitt að koma fyrir stefnumóti við Unu og spólu
Kvöldmatur hjá Afa Adda og Ömmu Helgu og öll fjölskyldan og voða notalegt
Nýtt/gamalt, alla vega notað, leðurveski úr ömmuskáp
Love Actually enn og aftur og að eilífu
Vanrækt órækt
Bókval og Valdís Anna og Freyja ljúfurnar lítið breyst
E-mail til þýskra vina í Berlín og Japan og Taívan
Ekki læra hljóðfræðina sína
Kristjáns tebolla
Bloggiblogg
laugardagur, október 15, 2005
Á Akureyri er ekkert Bankastræti
en þar er hins vegar Bankastígur, svoooooooo lítill og sætur! Úff, þetta er nú bara til að ýta undir þær ranghugmyndir sumra höfuðborgarbúa, að bærinn minn gamli sé svona mini-Reykjavík, sem er náttúrulega alrangt.
Ég er alveg sammála Björk vinkonu um að maður læri fyrst að meta Akureyri þegar maður er fluttur burt og snýr bara til baka annað slagið sem gestur. Það er ótrúlega gott að vera gestur á Akureyri, og bara eitt sem hangir á spýtunni: það er ólöglega mikið af afspyrnu góðu fólki búsett hér í bæ, hreint út sagt erfitt komast yfir að hitta alla sem mann langar svo mjög að heilsa upp á. Það eru líka klárlega mistök að koma heim í lestrarviku því nú stefnir allt í að lítið verði lesið.
Annað mál, þá fæ ég út úr stóra ljóta prófinu mínu í dag. Argh! Spurningin er hvort ég fái staðfestingu þess að ég geti lært bókmenntir á háskólastigi, nú eða það verði skjalfest að ég eigi hreinlega ekkert erindi í þetta blessaða nám mitt.
Skutlaðist með Hildi Söru niður í MA, hún stefndi á leiklistarnámskeið og mig langaði í smá nostalgíukast. Sé alveg áhyggjulaust líf Menntskælinga í hillingum, löngu gleymdar allar raunir mínar yfir munnlegum frönskuprófum og bókmenntafræði Heimis Pálssonar.
Ég er líka með játningu:
Þrátt fyrir að vera opinberlega andsnúnari Atomic Kitten en sjálfum Saddam Hussein, þá syng ég ALLTAF með í laginu "Eternal Flame". Fullum hálsi og afskaplega illa. En mér finnst það gott.
Ég er alveg sammála Björk vinkonu um að maður læri fyrst að meta Akureyri þegar maður er fluttur burt og snýr bara til baka annað slagið sem gestur. Það er ótrúlega gott að vera gestur á Akureyri, og bara eitt sem hangir á spýtunni: það er ólöglega mikið af afspyrnu góðu fólki búsett hér í bæ, hreint út sagt erfitt komast yfir að hitta alla sem mann langar svo mjög að heilsa upp á. Það eru líka klárlega mistök að koma heim í lestrarviku því nú stefnir allt í að lítið verði lesið.
Annað mál, þá fæ ég út úr stóra ljóta prófinu mínu í dag. Argh! Spurningin er hvort ég fái staðfestingu þess að ég geti lært bókmenntir á háskólastigi, nú eða það verði skjalfest að ég eigi hreinlega ekkert erindi í þetta blessaða nám mitt.
Skutlaðist með Hildi Söru niður í MA, hún stefndi á leiklistarnámskeið og mig langaði í smá nostalgíukast. Sé alveg áhyggjulaust líf Menntskælinga í hillingum, löngu gleymdar allar raunir mínar yfir munnlegum frönskuprófum og bókmenntafræði Heimis Pálssonar.
Ég er líka með játningu:
Þrátt fyrir að vera opinberlega andsnúnari Atomic Kitten en sjálfum Saddam Hussein, þá syng ég ALLTAF með í laginu "Eternal Flame". Fullum hálsi og afskaplega illa. En mér finnst það gott.
miðvikudagur, október 12, 2005
Voðalega
er erfitt að vera svona slöpp - þá meina ég andlega. Það er eins og sálinni minn hafi slegið niður eftir vinnitörn liðinnar viku. Hvað hef ég aðhafst síðan prófinu lauk í gær?
- kunningjar í kaffiteríu stúdenta
- símtal við pabba til að monta mig af því að hafa komist lifandi af
- símtal við Unni til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við Björk til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við hárgreiðslustofu
- Lindu kaffisúkkulaði (sem kostaði 110kr! Ég meina það, í Bónus kostar pakki með 3 aumar 128 kr! Segið mér að þessar kaffistofur séu ekki reknar með gróðramarkmiði, grrrr...)
- Blogg
- snyrting þrifin (nema sturta)
- Kaffitár með Björk
- sturta þrifin
- Sex and the City
- Jón flón!
- Klipping og strípur
- þvottur
- Hagkaup: fiskur í sósu með 50% afslætti - stungið í frysti og voila, 3 máltíðir á 100 kr hver
- Kit Kat chunky
- gott spjall
- hvaðáégaðpakka-listi
Sumsé, ekkert vitsmunalegt en þeim mun ánægjulegra. Já, og sauðurinn hann Jón (aka Þórunn Edda) er mættur til landsins! Þesssi elska hringdi í mig rétt fyrir miðnætti í gær og sagðist vera á leið úr Leifsstöð. Hana vantaði gistingu, og að sjálfsögðu var beddinn boðinn og búinn að halda henni uppi, svona yfir blánóttina. Nú kostar nóttin á Bergstaðastrætinu venjulega 7900 kr á beddanum blessuðum, en þar sem þetta var nú Edda mín, þá fékk hún inni fyrir skít og ekki neitt, eða sléttar 7 og 8. Mikið var gaman að knúsa ljúfuna hæ! Svo var náttúrulega spjallað við Unu og Valdísi með hjálp alnetsins, úff, gott rejúníon þarna í skjóli niðdimmrar Reykjavíkurnætur.
Svo munum við frænkur hittast aftur hressar á Akureyrinni á næstu dögum, en þeim verður varið á heimaslóðum. Heim á morgun í lestrarfrí... Úff, þetta verður sko ekki mikið frí, heldur að öllum líkindum meiri þrældómur en fyrsta próftíðin mín í MA með STÆ 103 a la Frímann og jarðfræðinni og alles. Ó ó ó. En ég verð alla vega hjá Nýmannsfjölskyldunni minni, og alveg möguleiki að maður kíki á fleira gott fólk *nudda saman höndum*.
Og án minnsta samviskubits sleppi ég Workshop hjá Gvendi félaga mínum, sem ég kýs að nefna hinn vonda. Það ætti nú ekki að skaða námsferilinn til frambúðar þar sem gaurinn nýtir þessar samverustundir okkar í að lesa upp úr kennslubókinni. Nú, og þar sem ég kann að lesa þá er mér slétt sama þó hann verði af mér þessu sinni.
Svei mér, ef mér er ekki að skána flensan!
- kunningjar í kaffiteríu stúdenta
- símtal við pabba til að monta mig af því að hafa komist lifandi af
- símtal við Unni til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við Björk til að spyrja um hárgreiðslustofu
- símtal við hárgreiðslustofu
- Lindu kaffisúkkulaði (sem kostaði 110kr! Ég meina það, í Bónus kostar pakki með 3 aumar 128 kr! Segið mér að þessar kaffistofur séu ekki reknar með gróðramarkmiði, grrrr...)
- Blogg
- snyrting þrifin (nema sturta)
- Kaffitár með Björk
- sturta þrifin
- Sex and the City
- Jón flón!
- Klipping og strípur
- þvottur
- Hagkaup: fiskur í sósu með 50% afslætti - stungið í frysti og voila, 3 máltíðir á 100 kr hver
- Kit Kat chunky
- gott spjall
- hvaðáégaðpakka-listi
Sumsé, ekkert vitsmunalegt en þeim mun ánægjulegra. Já, og sauðurinn hann Jón (aka Þórunn Edda) er mættur til landsins! Þesssi elska hringdi í mig rétt fyrir miðnætti í gær og sagðist vera á leið úr Leifsstöð. Hana vantaði gistingu, og að sjálfsögðu var beddinn boðinn og búinn að halda henni uppi, svona yfir blánóttina. Nú kostar nóttin á Bergstaðastrætinu venjulega 7900 kr á beddanum blessuðum, en þar sem þetta var nú Edda mín, þá fékk hún inni fyrir skít og ekki neitt, eða sléttar 7 og 8. Mikið var gaman að knúsa ljúfuna hæ! Svo var náttúrulega spjallað við Unu og Valdísi með hjálp alnetsins, úff, gott rejúníon þarna í skjóli niðdimmrar Reykjavíkurnætur.
Svo munum við frænkur hittast aftur hressar á Akureyrinni á næstu dögum, en þeim verður varið á heimaslóðum. Heim á morgun í lestrarfrí... Úff, þetta verður sko ekki mikið frí, heldur að öllum líkindum meiri þrældómur en fyrsta próftíðin mín í MA með STÆ 103 a la Frímann og jarðfræðinni og alles. Ó ó ó. En ég verð alla vega hjá Nýmannsfjölskyldunni minni, og alveg möguleiki að maður kíki á fleira gott fólk *nudda saman höndum*.
Og án minnsta samviskubits sleppi ég Workshop hjá Gvendi félaga mínum, sem ég kýs að nefna hinn vonda. Það ætti nú ekki að skaða námsferilinn til frambúðar þar sem gaurinn nýtir þessar samverustundir okkar í að lesa upp úr kennslubókinni. Nú, og þar sem ég kann að lesa þá er mér slétt sama þó hann verði af mér þessu sinni.
Svei mér, ef mér er ekki að skána flensan!
þriðjudagur, október 11, 2005
Today's a good day for English
From now on (or until I change my mind), Tuesdays shall be English-days on my blog site, as obvioulsy am a student of this delightful tongue so it would be appropriate to hone my skills at least once a week - am thus following the good example of my fellow student Kristín kría, and here's to her, and that, and man, who's "a man for a' that"!
By the way, this morning I took my first exam at the university, 50%,
thank you very much, and I believe I did quite fine.
Ahem, concerning last posting, do not despair, have not gone mad, rather was it... well...
most clearly an "association of ideas", like my good friend John Locke calls it... or... all right, I lost it a little bit, but only a tiny, little, tad bit...
You try and read for an exam on romantic poetry AND working your week-end shift at the same time, without getting a little interrupted!
So it has been:
Friday: class, finish darn essay (victory, have at thee, Guðmundur vondi!), study, sleep
Saturday: study, work, study, sleep
Sunday: same
Monday: class, study, sleep
And I kid you not, there has been nothing, NOTHING, in between, except for short but undenyably vital intercourses, solely devoted to nourishing oneself.
The worst part is that I BLOODY LIKED IT!
I´m doomed. I admit,
my name is Helga
and I'm a literaholic.
John Keats is my best pal, my love, and he's sooooooo dead, believe me.
How could one not adore a person who can draw a picture of words, which calls upon all the senses to delight in the beauty of such a fusion of sexual and spiritual elements:
Anon his heart revives: her vespers done,
Of all its wreathed pearls her hair she frees;
Unclasps her warmed jewels one by one;
Loosens her fragrant bodice; by degrees
Her rich attire creeps rustling to her knees:
Half-hidden, like a mermaid in sea-weed,
Pensive awhile she dreams awake, and sees,
In fancy, fair St Agnes in her bed,
But dares not look behind, or all the charm is fled.
(The Eve of St. Agnes)
And, there you have it, if anyone wants to make an impression, surprise me with a haunting poem, or lines of subtle, penetrating contrasts, like Shelley did:
We look before and after,
And pine for what is not -
Our sincerest laughter
With some pain is fraught -
Our sweetest songs are those that tell of saddest thought.
(To a Sky-Lark)
Hell, this one almost swirled me into a shameless affair - my darling John, almost I said, and moreover I promise, never again shall temptation throw dust in my eyes, for they are for you only, here, take for that my most humble words and "awkward bow".
Hark, I have reconsidered, and am pressed to make another, more suitable and truthful declaration as
my name is Helga
and I'm a melancholic.
By the way, this morning I took my first exam at the university, 50%,
thank you very much, and I believe I did quite fine.
Ahem, concerning last posting, do not despair, have not gone mad, rather was it... well...
most clearly an "association of ideas", like my good friend John Locke calls it... or... all right, I lost it a little bit, but only a tiny, little, tad bit...
You try and read for an exam on romantic poetry AND working your week-end shift at the same time, without getting a little interrupted!
So it has been:
Friday: class, finish darn essay (victory, have at thee, Guðmundur vondi!), study, sleep
Saturday: study, work, study, sleep
Sunday: same
Monday: class, study, sleep
And I kid you not, there has been nothing, NOTHING, in between, except for short but undenyably vital intercourses, solely devoted to nourishing oneself.
The worst part is that I BLOODY LIKED IT!
I´m doomed. I admit,
my name is Helga
and I'm a literaholic.
John Keats is my best pal, my love, and he's sooooooo dead, believe me.
How could one not adore a person who can draw a picture of words, which calls upon all the senses to delight in the beauty of such a fusion of sexual and spiritual elements:
Anon his heart revives: her vespers done,
Of all its wreathed pearls her hair she frees;
Unclasps her warmed jewels one by one;
Loosens her fragrant bodice; by degrees
Her rich attire creeps rustling to her knees:
Half-hidden, like a mermaid in sea-weed,
Pensive awhile she dreams awake, and sees,
In fancy, fair St Agnes in her bed,
But dares not look behind, or all the charm is fled.
(The Eve of St. Agnes)
And, there you have it, if anyone wants to make an impression, surprise me with a haunting poem, or lines of subtle, penetrating contrasts, like Shelley did:
We look before and after,
And pine for what is not -
Our sincerest laughter
With some pain is fraught -
Our sweetest songs are those that tell of saddest thought.
(To a Sky-Lark)
Hell, this one almost swirled me into a shameless affair - my darling John, almost I said, and moreover I promise, never again shall temptation throw dust in my eyes, for they are for you only, here, take for that my most humble words and "awkward bow".
Hark, I have reconsidered, and am pressed to make another, more suitable and truthful declaration as
my name is Helga
and I'm a melancholic.
sunnudagur, október 09, 2005
BlakeBurnsWordsworthColeridgeByronShelleyClareKeats
óleióleióleiólei
helga popp, popp, popp
brrrrrrrrrrrr
kaffikaffi
kaffikaffi
kaffikaffi
hey
kaffikaffi
kaffikaffi
kaffikaffi
hey
heyheyheyhey
meira
heyheyheyhey
hey, jude
don't make it badsadbadsadbadsad
Ég þarf að fá súkkulaði
NÚNA
helga popp, popp, popp
brrrrrrrrrrrr
kaffikaffi
kaffikaffi
kaffikaffi
hey
kaffikaffi
kaffikaffi
kaffikaffi
hey
heyheyheyhey
meira
heyheyheyhey
hey, jude
don't make it badsadbadsadbadsad
Ég þarf að fá súkkulaði
NÚNA
laugardagur, október 08, 2005
Vel gert, auli
Í dag sýndi ég og sannaði hæfileika mína til að bregðast ekki gáfulega við í ófyrirsjáanlegum aðstæðum.
Téðan dag var Geðheilbrigðisdagurinn með tilheyrandi skrúðgöngu og fíneríi niður Laugaveginn, og fram hjá Bókabúð Máls & Menningar þar sem ég stóð mína helgarvakt.
Útlendingur: "What are they celebrating hear?"
Helga háskólanemi í ensku: "Eh...uh...today's the icelandic Mental Fitness day..."
Útlendingur: "???"
Svo leið dágóð stund þar sem ég sparkaði endurtekið í andlega sköflunginn á mér og afgreiddi með frosið bros á fésinu. Loks tok ég mig til og tilkynnti kollega mínum að ég ætlaði að skutlast og ná í plastpoka. Tölti í gegnum dyr sem lokuðust að baki mér, í gegnum ýmsustu ranghala, niður stiga og ofan í kjallara þar sem ég kom að luktum dyrum með læstri hurð. Ha? Var ég villt? Sneri við en fann enga aðra leið sem gat leitt mig að einu né neinu, allt læst. Ætlaði til baka gegnum dyrnar inn í bókabúð aftur en hún var þá líka læst. Vissi ekkert hvað sneri upp og hvað niður. Ég var læst út og inni. Úti frá bókabúðinni og inni á einhverjum baklager. Æi nei. Tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara upp nærliggjandi tröppur og setti þar með voðalega sírenu í gang. Æi nei nei. Nú var ég föst, týnd og búin að ræsa út Securitas. Snerist í nokkra hringi um sjálfa mig, með hendur fyrir eyrum þangað til að kolleginn birtist loksins -
og hló að mér.
Téðan dag var Geðheilbrigðisdagurinn með tilheyrandi skrúðgöngu og fíneríi niður Laugaveginn, og fram hjá Bókabúð Máls & Menningar þar sem ég stóð mína helgarvakt.
Útlendingur: "What are they celebrating hear?"
Helga háskólanemi í ensku: "Eh...uh...today's the icelandic Mental Fitness day..."
Útlendingur: "???"
Svo leið dágóð stund þar sem ég sparkaði endurtekið í andlega sköflunginn á mér og afgreiddi með frosið bros á fésinu. Loks tok ég mig til og tilkynnti kollega mínum að ég ætlaði að skutlast og ná í plastpoka. Tölti í gegnum dyr sem lokuðust að baki mér, í gegnum ýmsustu ranghala, niður stiga og ofan í kjallara þar sem ég kom að luktum dyrum með læstri hurð. Ha? Var ég villt? Sneri við en fann enga aðra leið sem gat leitt mig að einu né neinu, allt læst. Ætlaði til baka gegnum dyrnar inn í bókabúð aftur en hún var þá líka læst. Vissi ekkert hvað sneri upp og hvað niður. Ég var læst út og inni. Úti frá bókabúðinni og inni á einhverjum baklager. Æi nei. Tók þá afdrifaríku ákvörðun að fara upp nærliggjandi tröppur og setti þar með voðalega sírenu í gang. Æi nei nei. Nú var ég föst, týnd og búin að ræsa út Securitas. Snerist í nokkra hringi um sjálfa mig, með hendur fyrir eyrum þangað til að kolleginn birtist loksins -
og hló að mér.
föstudagur, október 07, 2005
Rescue me!
I should very much like to be introduced to the elegable earl of Sandwich.
Unfortunately he appears to be quite dead.
Unfortunately he appears to be quite dead.
Þegar vindurinn veinar
brakar í húsinu mínu.
Brestir í bárujárninu hljóma eins og
himininn muni hrynja,
og ég sveiflast, snýst um sjálfa mig.
Brestir í bárujárninu hljóma eins og
himininn muni hrynja,
og ég sveiflast, snýst um sjálfa mig.
miðvikudagur, október 05, 2005
Euro-English
Eftirfarandi unaður er fenginn að láni frá samkennara mömmu...
European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility.
As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in plan that would become known as "Euro-English".
In the first year, "s" will replace the soft "c".
Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy.
The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have one less letter.
There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f".
This will make words like "fotograf" 20% shorter.
In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters which have always ben a deterent to akurate speling.
Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.
By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v".
During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensibl riten styl. Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru. Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas.
European Commission has just announced an agreement whereby English will be the official language of the European Union rather than German, which was the other possibility.
As part of the negotiations, the British Government conceded that English spelling had some room for improvement and has accepted a 5- year phase-in plan that would become known as "Euro-English".
In the first year, "s" will replace the soft "c".
Sertainly, this will make the sivil servants jump with joy.
The hard "c" will be dropped in favour of "k". This should klear up konfusion, and keyboards kan have one less letter.
There will be growing publik enthusiasm in the sekond year when the troublesome "ph" will be replaced with "f".
This will make words like "fotograf" 20% shorter.
In the 3rd year, publik akseptanse of the new spelling kan be expekted to reach the stage where more komplikated changes are possible. Governments will enkourage the removal of double letters which have always ben a deterent to akurate speling.
Also, al wil agre that the horibl mes of the silent "e" in the languag is disgrasful and it should go away.
By the 4th yer people wil be reseptiv to steps such as replasing "th" with "z" and "w" with "v".
During ze fifz yer, ze unesesary "o" kan be dropd from vords kontaining "ou" and after ziz fifz yer, ve vil hav a reil sensibl riten styl. Zer vil be no mor trubl or difikultis and evrivun vil find it ezi tu understand ech oza. Ze drem of a united urop vil finali kum tru. Und efter ze fifz yer, ve vil al be speking German like zey vunted in ze forst plas.
Mæli með
pizzu með heilhveitibotninum hennar Kötu, krydduðum kjúklingi, rauðri papriku og kapers.
mmm...
Mæli ekki með hnattvæðingunni.
mmm...
Mæli ekki með hnattvæðingunni.
Í dag
líður mér illa. Mér mun halda áfram að líða illa fram til kl. 10:15 þrið. 11/10 2005.
Það er vika í það.
Á komandi dögum gæti svo farið að ég skutli hér inn línu og línu, en tæplega einhverju skynsamlegu, þar sem ég verð upptekin við að rífa sjálfa mig niður og skæla úr gremju. Auðvitað er alltaf möguleiki að reyna að fela sig fyrir ritgerðar-hljóðfræðiverkefnis-bókmenntaprófs-ófreskjunni sem liggur á bakinu á mér og nagar efstu hryggjarliði mína með gulnuðum blóðsugutönnum, en að öllum líkindum verð ég hér fyrir framan tölvuna.
Ég biðst forláts.
Það er vika í það.
Á komandi dögum gæti svo farið að ég skutli hér inn línu og línu, en tæplega einhverju skynsamlegu, þar sem ég verð upptekin við að rífa sjálfa mig niður og skæla úr gremju. Auðvitað er alltaf möguleiki að reyna að fela sig fyrir ritgerðar-hljóðfræðiverkefnis-bókmenntaprófs-ófreskjunni sem liggur á bakinu á mér og nagar efstu hryggjarliði mína með gulnuðum blóðsugutönnum, en að öllum líkindum verð ég hér fyrir framan tölvuna.
Ég biðst forláts.
þriðjudagur, október 04, 2005
Dugleg
dugleg dugleg dugleg
Í dag verð ég dugleg, þ.e. frá og með kl. 15:00. Þangað til ætla ég að halda uppteknum hætti og snúast í kringum sjálfa mig eins og aumingja í tilvistarkreppu sæmir.
Adieu!
Í dag verð ég dugleg, þ.e. frá og með kl. 15:00. Þangað til ætla ég að halda uppteknum hætti og snúast í kringum sjálfa mig eins og aumingja í tilvistarkreppu sæmir.
Adieu!
laugardagur, október 01, 2005
Nei!
Ég trúi því ekki að ég hafi fyrir örskotsstundu kallað Keats "dreymanda"!
Neineineineineineineineinei...
Undir lok skáldskapar- og lífsferils sín, þegar hæfileikar hans voru svo fullþroska að ljóðin voru næstum farin að gerjast, þá reit hann:
"The poet and the dreamer are distinct,
Diverse, sheer opposites, antipodes..."
Héðan í frá, Helga, skaltu bara éta þínar eigin skoðanir og þá sleppurðu kannski við að móðga löngu fallin goð.
Neineineineineineineineinei...
Undir lok skáldskapar- og lífsferils sín, þegar hæfileikar hans voru svo fullþroska að ljóðin voru næstum farin að gerjast, þá reit hann:
"The poet and the dreamer are distinct,
Diverse, sheer opposites, antipodes..."
Héðan í frá, Helga, skaltu bara éta þínar eigin skoðanir og þá sleppurðu kannski við að móðga löngu fallin goð.
Jeminn
John Keats var bara smá stubbur, "barely over five feet in height" - það eru (held ég) rétt um 160 cm, ha! Þetta kríli þótti voða hávaðasamur skólastrákur og öðlaðist orðspor sem mikill íþróttamaður og afreksslagsmálahundur... Svo fór hann bara heim til sín og skrifaði
I cannot see what flowers are at my feet,
Nor what soft insense hangs upon the boughs,
But, in embalmed darkness, guess each sweet
Wherewith the seasonable month endows
The grass, the thicket, and the fruit-tree wild;
White hawthorn, and the pastoral eglantine;
Fast fading violets covere'd up in leaves;
And mid-May's eldest child,
The coming musk-rose, full of dewy wine,
The murmurous haunt of flies on summers eves.
I cannot see what flowers are at my feet,
Nor what soft insense hangs upon the boughs,
But, in embalmed darkness, guess each sweet
Wherewith the seasonable month endows
The grass, the thicket, and the fruit-tree wild;
White hawthorn, and the pastoral eglantine;
Fast fading violets covere'd up in leaves;
And mid-May's eldest child,
The coming musk-rose, full of dewy wine,
The murmurous haunt of flies on summers eves.